Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vandamálið

Dómkirkjupresturinn Hjálmar Jónsson hafði einhverjar áhyggjur af því að færri börn koma í kirkju á vegum skólans en áður:

Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft.

Hvert er þá vandamálið?

Ritstjórn 12.12.2011
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/12/11 12:07 #

Ég segi það. Hvert er vandamálið? Kristnir foreldrar geta farið með börnin sín í kirkju. Foreldrar sem ekki aðhyllast kristni geta sleppt því að fara með þau í kirkju - eða jafnvel farið með þau til að sýna þeim hvað þar fer fram.

Ég skil ekkert í þessu vandamáli sem veldur reglulega deilum í samfélaginu.


Carlos - 12/12/11 12:34 #

Skil ekki þetta vandamálatal í greininni. Orðið vandamál kemur ekki fyrir í blaðagreininni og Hjálmar talar ekki um vandamál í tengslum við færri börn í kirkjuheimsókn => fleiri börn í barnamessum?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/12/11 12:43 #

„Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar.

Ef Hjálmari finnst þetta ekki vandamál, hví talar hann þá með þessum hætti um málið?

Með þessari færslu erum við að vekja athygli á því að það er ekkert vandamál þó tekið sé fyrir samstarf kirkju og skóla með einhverjum hætti - samstarf foreldra og skóla stendur enn sem áður galopið öllum þeim sem vilja kynna kristni og kirkju fyrir börnum sínum.


Carlos - 12/12/11 12:50 #

Hann er væntanlega að lýsa aðventunni í kirkjunni áður en til þessarar tilskipunar kom. Hann er ekki sammála mannréttindanefnd Rvk, og er frjáls að tjá það. Ég sé ekki að orðið vandamál lýsi hugarþeli Hjálmars betur en orðið vonbrigði hefði gert.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/12/11 12:56 #

Þessi færsla vísar ekki bara til orða Hjálmars heldur til deilunnar um samstarf kirkju og skóla almennt.


Halla Sverrisdóttir - 12/12/11 12:59 #

Ég velti þessari frétt, og orðum Hjálmars, einmitt svolítið fyrir mér. Í rauninni hefði maður haldið að það væri ástæða til að fagna því serstaklega sem jákvæðri hliðarverkun af samskiptareglunum að foreldrar séu nú í auknum mæli að koma með börnunum sínum til kirkju - það hlýtur kirkjunni að þykja jákvæð þróun. Það er ekki hægt að leggja Hjálmari þau orð í munn að hann upplifi þetta sem vandamál - og engin ástæða til að leggja fólki orð í munn yfirhöfuð - en hann skilur þetta svolítið eftir svona í loftinu, eins og kannski oft vill verða í stuttum viðtölum sem menn ráða ekki alltaf hvernig eru klippt.

Það væri kannski áhugavert að heyra hvort prestar eru almennt að upplifa þetta sama og Hjálmar - að foreldrar gangi í það sem skólinn annaðist áður (og gerir í raun enn, það er eftir sem áður farið í kirkjuferðir í fjölda skóla í Rvík á aðventunni) - og hvort það hljóti ekki að teljast jákvæð þróun. Kirkjuferð með foreldrum, sem efnt er sérstaklega til og fundinn tími fyrir í önnum aðventunnar, getur varla annað en orðið merkingarhlaðnari og eftirminnilegri samverustund en hópferð með skólanum. En það er vafasamt að hnýta í Hjálmar sérstaklega þótt hann fari ekki út í þá sálma í þessu viðtali!


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 12/12/11 13:54 #

En það er vafasamt að hnýta í Hjálmar sérstaklega þótt hann fari ekki út í þá sálma í þessu viðtali!

Hmmm, er það nokkuð gert?

Mér sjálfum fannst orð Hjálmars um það að dómgreind skólafólks ruglist vegna nefndar á vegum borgarinnar ekki vel ígrunduð hjá honum. Sérstaklega þar sem að ruglið í umræðunni, allur misskilningurinn á því hvað felst í reglunum, hefur fyrst og fremst komið frá andstæðingum þeirra.


Einar - 12/12/11 14:33 #

Sá einmitt þessa frétt í gær. Ég tók því allavega þannig að presturinn var að kvarta og kveina yfir því að færri skólabörn mæti nú eftir að þessar reglur tóku gildi. Sem er skrítið því að í lok fréttarinnar kom fram að foreldrar kæmu með börn sín í barnamessur og dagskrá fyrir börn í staðin, að þá hugsaði maður.. málið leyst! Allir sáttir?

Nei, það virðist því miður ekki vera þannig.

Kirkjan ætlar greinilega ekki að "taka þessu liggjandi" og hefur unnið gegn þessum reglum frá upphafi. Hörð gagnrýni á mannréttindaráð og þá sem hafa unnið að þessum reglum.

Eftir að ásóknin í barnastarf kirkjunnar minnkaði að þá hafa þeir sótt meira í skólana.

Engu virðist skipta þótt stór hluti nemenda (foreldrar þeirra) hafa aðra lífsskoðun. Önnur trúarbrögð, trúleysi. Skiptir engu greinilega. Þau börn má bara taka úr kennslustofum á meðan hin börnin hlusta á boðskapinn og biðja bænir með prestinum.

Það getur aukið hættuna á einelti. Börn tekin úr hópnum afþví að þau eru "öðruvísi". Það vita flestir en samt halda kirkjunar þjónar áfram. Þeir þurfa og ætla sér að koma sínu trúboði á framfæri. Eða hvað á maður að halda? Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með kirkjunnar mönnum, prestum og meira að segja biskupnum rakka niður það starf sem mannréttindaráð Reykjavíkur hefur unnið. Virkilega ömurlegt.

Það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg hefur sett stopp á trúboðið og ég vona innilega að sömu reglur verði teknar upp á landsvísu. Skólinn er staður til að læra. Hann á ekki að vera vettvangur fyrir eitt trúfélag til að koma sínum boðskap til óharnaðra barna sem hefur verið sagt að trúa öllu því sem sagt er í skólanum.

Það er allavega mín skoðun.


Carlos - 13/12/11 07:06 #

Þessi færsla vísar ekki bara til orða Hjálmars heldur til deilunnar um samstarf kirkju og skóla almennt.

Ég held að Hjálmar verði fljótari en kirkjan í heildina að átta sig á áskorunum og kostum þess að endurhugsa samstarf kirkju, skóla og samfélagsins í heildina.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.