Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

"Heilagt stríð" eða misskilningur?

Undanfarna daga hefur geisað pínulítill fjölmiðlastormur í kringum klögumál Vantrúar gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Þetta mál vatt reyndar upp á sig svo um munar og endaði í meðförum tveggja siðanefnda sem ekki gátu skilað niðurstöðu. Í millitíðinni var svo brotist inn á lokað spjallsvæði Vantrúar, þaðan stolið gögnum sem hafa verið notuð sem vopn gegn Vantrú og félagið útmálað sem eineltisbullur, sóðakjaftar og þaðan af verra.

Höfum í huga upphaflega málið og gleymum snúninginn sem það tók. Þetta mál snýst um nokkrar glærur sem notaðar voru í kennslu hjá Bjarna haustið 2009. Glærurnar voru tilefni klögumáls gegn honum. Hvað skyldi það nú vera sem hratt Vantrú yfir í það að klaga kennara í HÍ fyrir umfjöllun um félagið.

Til dæmis þessi hugleiðing Matthíasar Ásgeirssonar um dauðann:

Hvað er dauðinn? Dauðinn er það sem tekur við þegar lífinu líkur, þegar heilinn hættir að starfa, meðvitundin slokknar í síðasta sinn. Við vorum öll dauð áður en við fæddumst, förum í nákvæmlega sama ástand eftir að við deyjum, eini munurinn er sá að við skiljum eftir okkur kjötskrokk. Ég vil láta brenna það sem verður eftir af mínum. Við verðum ekki lengur til. Það er ekkert himnaríki, ekkert helvíti, engir handanheimar fullir af heilalausum hálfvitum sem muna ekki hvað þeir heita en þurfa endilega að komast í samband við fjarskylda ættingja til að segja þeim að hætta að stressa sig á peningamálum. Eftir að við deyjum verðum við álíka meðvituð um tilvistarleysi okkar og við vorum áður en við vorum getin.

Ég held það sé ekki nokkur von um að menn geti öðlast almennilega virðingu fyrir því hversu lífið er dýrmætt fyrr en þeir troða þeir inn í hausinn á sér að við fáum bara eina umferð, einn séns og ef við klúðrum því þá er það búið. Ekkert Undo, ekkert Copy-Paste. #

Verður svona í meðförum BRS

Hvað er dauðinn? [...] Við verðum ekki lengur til. Það er ekkert himnaríki, ekkert helvíti, engir handanheimar fullir af heilalausum hálfvitum sem muna ekki hvað þeir heita en þurfa endilega að komast í samband við fjarskylda ættingja ... við fáum bara eina umferð, einn séns og ef við klúðrum því þá er það búið

Augljós útúrsnúningur

Á þessum tveimur setningum er stór munur. Það er alveg rannsóknarefni útaf fyrir sig hversvegna þessi texti velst nákvæmlega svona hjá Bjarna Randver. Þarna er á ferðinni einfaldur útúrsnúningur með það að leiðarljósi að afbaka og afskræma auðskiljanlega hugleiðingu. Þetta er alls ekki eina dæmið, hvað þá það versta.

Öll umfjöllun um Vantrú og meðlimi Vantrúar eru á þessa leið. Þegar fjallað er um Helga Hóseasson, heiðursfélaga Vantrúar, er sýnd glæra þar sem Helgi þjófkennir vantrúarsinna.

Glærurnar eru einfaldlega morandi af hæpnum fullyrðingum. Þess vegna var klagað í stofnun sem einmitt er vettvangur fyrir svona klögumál: siðanefnd Háskóla Íslands. Vantrú kom á framfæri athugasemdum við þessa nefnd eins og á að gera í svona tilfellum. Í kjölfarið fara hlutirnir heldur betur að gerast.

Þjófnaður og fleiri fræðileg vinnubrögð

Brotist er inn á lokað spjallsvæði Vantrúar og þaðan stolið gögnum sem snúa að klögumálinu á hendur Bjarna Randver. Bjarni byggir í kjölfarið vörn sína í kringum þessi stolnu gögn. Því miður beitir Bjarni sömu vinnubrögðunum og í glærunum um Vantrú. Semsagt orð eru rifin úr samhengi og sett í nýtt. Samhengi, sem á að sanna einelti Vantrúar á hann sem kennara.

Vera má að ýmislegt hafi verið látið flakka í þessu lokaða spjallsvæði en ef að Bjarni kæmist til dæmis í lokað spjallsvæði einhvers íþróttafélags, þá held ég að honum myndi falla allur ketill í eld. Þau orð sem þarna voru sögð eru meira og minna eðlileg.

Besta dæmið um útúrsnúning er sennilega þegar Bjarni fullyrðir að Vantrú sé að lýsa yfir “heilögu stríði” á hendur Guðfræðideildinni, Háskólanum og honum sjálfum. Er eitthvað til í þessu? Nei, að sjálfsögðu er þetta ekki sagt í alvöru. Broskarlinn sem fylgdi á eftir er svona:

Þessu innleggi á þennan lokaða spjallvef var póstað eftir að töluverðri vinnu við klögumálinu var lokið. Í samhengi við annað sem þarna er búið að segja, er alveg ljóst að um kerskni er að ræða. Matthías Ásgeirsson tók saman að gamni þann tíma sem fór í þessa tilteknu umræðu á netinu á þessu ári og viti menn: Ekkert sérstaklega mikið rætt miðað við annað þetta ár sem um er að ræða.

Heilagt stríð?

Það sem síðar gerðist var ekkert annað en skepnuskapur. Bjarni Randver gerði sér lítið fyrir og setti upp töflu þar sem hann eignar hverjum og einum félagsmanni einhver ummæli sem áttu að hafa fallið um eitthvað fólk. Jafnvel samstarfsmenn viðkomandi, ef eitthvað er sagt um hóp fólks lætur Bjarni eins og orðin hafi verið höfð um hvern og einn - jafnvel þegar ljóst er af umræðunum að félagsmenn í Vantrú vissu ekki hverjir voru í hópnum! Þessum upplýsingum var síðan lekið hingað og þangað. Óþarfi er að taka fram að allur þessi grautur er meira og minna útúrsnúinn og settur fram til að eyðileggja mannorð fólks og gera klögumálið ótrúverðugt.

Staðreyndin er einföld: Félagsskapurinn Vantrú klagar til siðanefndar Háskóla Íslands vegna umfjöllunar um félagið og viðbrögðin eru þau að félagar í Vantrú eru sakaðir um einelti. Trúnaðargögnum er stolið og þau notuð sem vörn gegn klögumálinu sjálfu.

Hvað segði fólk um ef að sjúklingur kvartaði undan lækni til Landlæknisembættisins. Skömmu síðar er læknaskýrslum þess sem kærði, stolið og snúið út úr þeim. Þeim er svo dreift tvist og bast í þeim tilgangi að verjast kærunni.

Ritstjórn 12.12.2011
Flokkað undir: ( Háskólinn )

Viðbrögð


Sveinn Þórhallsson - 12/12/11 11:02 #

Mér finnst líka furðulegt hvernig sumir leggja mikla áherslu á að gera greinarmun á "kæru" og "erindi" og reyna að koma höggi á Vantrú með því að segja þetta vera "kæru".

Auðvitað gefur orðið "kæra" til kynna að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað - maður er kærður fyrir eitthvað og síðan er það í höndum tiltekinna stofnana að komast að því hvort kæran sé á rökum reist. En síðan hvenær telst það eðlilegt að það sé notað gegn þeim sem kærir? Væri þetta ásættanlegur málflutningur í einhverju öðru máli?

Að velta því fyrir sér hvaða orð er notað bendir til einhvers allt annars en einlægs vilja til að komast til botn í málinu


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 12/12/11 11:10 #

Mig langar líka að benda á þessa grein úr siðareglum HÍ:

3.1 Starfsfólk Háskólans er vakandi fyrir því að halda siðareglur skólans. Ef starfsmaður verður þess áskynja að reglurnar hafi verið brotnar gerir hann viðvart um það, með því að beina erindi til rektors eða siðanefndar Háskóla Íslands. Rökstudd ásökun um brot á siðareglum má aldrei bitna á þeim sem færir hana fram.


Benjamín - 12/12/11 22:45 #

Ég hef nokkrar spurningar varðandi heilagt stríð tilvitnunina.

1) Er þetta upphaflega innleggið um heilagt stríð eða er þetta eins og mér sýnist einhver að vitna í upphaflega "heilagt stríðs" innleggið og sá aðili gerir hlæjandi broskarl?

2) Er þessi tilvitnun í Matta úr fréttinni á mbl ekki rétt? „Þú gerir þér grein fyrir því að tal um „heilagt stríð“ var djók – er það ekki? Það var hlæjandi broskarl og allt með athugasemdinni. Á að nota það gegn fólki að það slái á létta strengi í einkasamræðum?“


Jón Steinar - 13/12/11 00:14 #

Þetta upphlaup var allt skipulagt af almannatengslagúrum í vinnu hjá kirkjunni. Ég er ekki í neinum vafa um það. Strax í kjölfarið var blásið í skoðanakönnun um aðgang kirkjunnar að grunnskólum. Þeir komu betur út, sem nam 1%, sem er langt innan skekkjumarka.

Þetta var leikrit til að spila upp æskilega niðurstöðu í skoðanakönnun. Kirkjan er farin að verða ansi desperat og bíræfin í viðleytni sinni til að brjóta á bak þessi mannrettindaákvæði. Óforskömmuð og óheiðarleg er kannski réttara að segja.


Jón Steinar - 13/12/11 00:24 #

Ég er annars þeirrar skoðunnar að Bjarni Randver hafi eyðilagt varanlega sinn akademíska trúverðugleika. Þessi buslugangur hans mun við hann loða það sem eftir er. Þar hefur hann verið sjálfum sér verstur.

Hann hafði tækifæri til að gera út um málið í friði og spekt, en kaus heldur að mála sig sem fórnarlamb og úthella andúð sinni á félaginu yfir land og þjóð.

Eftir stendur hann strípaður og ég hef enga vorkun með honum.


Ívar - 13/12/11 08:25 #

Ég hef lesið báðar hliðar á þessu máli og finnst þetta allt fáránlegt en það hefur alltaf verið mín skoðun að fréttaflutningur er ca 20% staðreynd 40% uppspuni og 40% ýkjur. Held að þeir kenni þetta í fjölmiðlafræði enda er sannleikurinn oftast frekar lítiðfjörlegur og verður að krydda hann duglega svo einhver nenni að lesa fréttina. En gangi ykkur vel með þetta og vonandi tekur þetta enda sem fyrst :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/12/11 08:40 #

Benjamín:

1) þetta er eina skiptið sem orðin "heilagt stríð" kemur fyrir í umræðunni. Þetta er upphaflega innleggið.

2) Já, þessi tilvitnun í mig er rétt.


Pétur - 13/12/11 08:42 #

Það væri gaman að sjá greinina í fréttablaðinu í dag (13. desember) sem er um þetta mál birta hér á vefsíðunni ykkar. Miðað við gagnrýni (rýna til gagns) Vantrúar á vinnubrögð annara félagasamtaka eða stofnanna sem reyna oft að fela part af sannleikanum og fegra sig með einhliða umræðu, þá geri ég ráð fyrir að Vantrú vilji sýna í verki að þið séuð ekki af sama meiði og þær stofnanir sem þið gagnrýnið. Vantrú hlýtur því að birta þessa grein einnig hér á þessari vefsíðu. Hún sýnir aðra hlið en sú grein sem þið birtuð hér um þetta mál og hafi m.a. notað sem rök fyrir gagnrýni ykkar.

Hérna er hægt að finna greinina í fréttablaðinu á bls. 18. http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/111213.pdf

Með vinsemd og virðingu Pétur


Bergur Ísleifsson - 13/12/11 11:24 #

[ athugasemd flutt á spjallborð ]


Egill - 13/12/11 11:37 #

Halló,

Ég er soldið búinn að klóra mér í hausnum yfir þessari tilvitnun efst. Hvað er nákvæmlega athugavert við úrfellinguna hjá BR og í hverju er þessi "stóri munur" fólginn? Ég sé ekki betur en að inntakið í orðum Matthíasar haldi sér alveg.


Haukur Þ. - 13/12/11 11:45 #

Egill - þetta með "heilalausu hálfvitana" verður illskiljanlegt og hljómar meira meiðandi þegar skorið hefur verið aftan af málsgreininni. Upphaflega útgáfan er kannski ekki beinlínis nærgætin en það er að minnsta kosti greinilegt af henni að höfundur er að hæðast að svikamiðlum. Niðurskorna útgáfan hljómar eins og hann sé að hæðast að látnu fólki.

Upphaflega útgáfan er svona þokkalega íhugull texti, stytta útgáfan gefur þá ímynd að hér sé bara fullyrðingagleði og háð.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/12/11 13:40 #

Hér vísum við á greinina í Fréttablaðinu og birtum yfirlýsingu Vantrúar.

Sjálfum þykir mér þetta dæmi ekki vera versta dæmið um það hvernig kennarinnar tekur orð mín úr samhengi. Önnur dæmi eru verri. Mér finnst þó frekar leiðinlegt ef einhverjir lesa hans útgáfu og sjá ekki að ég er að gera grín að svikamiðlum.


Arnþór - 13/12/11 15:55 #

Ein pæling.

Þar sem vísað er í tilvitnunina um heilagt stríð hérna að ofan er í raun verið að vitna í eitthvað comment þar sem tilvitnunin er "quote-uð" og síðan settur broskall. Fylgdi ekki broskall sjálfri tilvitnuninni sem um ræðir?

Maður er að reyna að halda uppi málstað Vantrúar í þessu máli, sérstaklega hvað varðar þetta með "heilagt stríð". Þetta veikir finnst mér örlítið málstaðinn.


Arnþór - 13/12/11 15:59 #

Ég sé að á commenti hér fyrir ofan er Matti búinn að svara þessu. En ég skil nú samt ekki afhverju broskallinn er þá ekki inni í quote-rammanum? Eitthvað er bogið við þetta...


Erlendur (meðlimur í Vantrú) - 13/12/11 16:05 #

Þetta er upprunalega innleggið sem sýnir allt samhengið. Það er mjög auðvelt að búa til svona kvót kassa í phpBB. [quote]asdf[/quote]

Og hvort sem er, þá skildi ég þetta persónulega sem skopstælingu á mun eldri ræðu, sem útskýrir kannski kassann.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/12/11 16:08 #

Fyrir utan það að í athugasemdinni kemur fram hvernig þetta "heilaga stríð" skuli háð.

Minnir mig dálítið á þessa klassísku mynd.


Arnþór - 13/12/11 16:51 #

Takk fyrir skjót svör drengir.

Mig langar að skora á ykkur að gera glærukynningu á Þjóðkirkjunni með svipaðri uppbyggingu og hjá Bjarna um Vantrú.

"Usual suspects" uppstilling með Karli biskupi, Þórhalli Heimis og fleiri góðum.

Glæru sem tilgreinir vandann við boðskap og fylgismenn Jesú. T.d. "fordæma minnihlutahópa á borð við samkynhneigða", "andmæla almennum mannréttindum á borð við að ókristin börn þurfi að sitja undir kristinni bænastund á skólatíma"

Mér þætti gaman að sjá hvort sumum þætti þetta "akademísk" vinnubrögð. :)

Það besta er reyndar að vandinn við boðskap kristninnar á sér stoð í raunveruleikanum á meðan þessi meinti "vandi" við málflutning Dawkins er bara steypa.


Arnþór - 13/12/11 16:53 #

Ekki má gleyma glæru þar sem þið safnið saman tilvitnunum í biskupa og presta sem viðhafa yfirlæti gagnvart guðleysingjum (af nógu að taka), hvort sem þær eru úr samhengi eða ekki.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.