Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hafnfirðingar tefla við páfann

Páfinn

Þórhallur Heimisson, ríkiskirkjuprestur í Hafnarfirði, sjálfskipaður gæslumaður trúarinnar, réttlætisins og bræðralags tókst nýlega á hendur suðurgöngu að gömlum sið. Með í för voru fjörutíu iðrandi sálir hafnfirskar. Hópurinn bankaði upp á hjá Páfanum, sem hefur getið sér slæmt orð fyrir yfirhylmingu barnaníðingsskapar, smokkabann og andstöðu við öll almenn mannréttindi.

Téður Þórhallur segist vera í ákaflega góðum tengslum við katólska og fannst því tilvalið að hitta páfann til að grennslast fyrir um þröngsýni, hræsni og almenna ónáttúru í ranni páfa. Grunur leikur á að páfi hafi rætt sérstaklega um upprisu holdsins við hópinn, en minna skeytt um áherslu á eilíft líf.

Eftir að páfi hafði lokið sér af fór hópurinn að heimsækja postulann Pál, sem var að vísu ennþá dauður, en á skv. skilningi ríkiskirkjunnar sífellt erindi við nútímann með sitt forneskjulega þvaður. Öll umræða um fátækt, eymd og volæði á Íslandi verður hafin á nýjan leik eftir helgina þegar helgislepjan og hræsnin rennur af suðurfaranum.

Guðmundur Guðmundsson 27.10.2011
Flokkað undir: ( Kaþólskan )

Viðbrögð


gös - 27/10/11 14:05 #

Bræðlags?


gös - 27/10/11 14:41 #

Annað: Hver er tilgangur þessarar greinar?


Rebekka (meðlimur í Vantrú) - 27/10/11 15:10 #

Þó ég sé ekki höfundur þessarar greinar held ég að tilgangurinn sé margþættur, meðal annars að:

  • benda á hræsnina í því að tala mikið um hve fátækt eykst á Íslandi og að fólk sem á erfitt þarf hjálp (þetta hefur Þórhallur talað um), en fara svo í dýra og óþarfa ferð til Ítalíu til að hitta páfann.

  • spyrja af hverju prestar úr íslenskri, lúterskri kirkju ætti að vilja heimsækja kaþólskan páfa? Sérstaklega núna þegar kaþólska kirkjan hefur sætt harðri og réttmætri gagnrýni vegna yfirhylmingar á barnaníðingsprestum.

Þetta er bara svona tvennt sem mér datt fyrst í hug...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.