Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Framtíðin er núna

Kind

Í afar skemmtilegu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon við ríkiskirkjuprestinn Bjarna Karlsson heyrði ég málflutning sem ég bjóst ekki við að heyra fyrr en eftir einhverja áratugi. En Bjarni er sannarlega á undan sinni samtíð og endurskrifar söguna nánast samstundis.

Sagan samkvæmt raunveruleikanum

Áður en við skoðum fullyrðingar Bjarna, þá er kannski rétt að minna á hvað gerðist í fyrra.

Á Alþingi var lagt fram frumvarp um ein hjúskaparlög. Ástæðan fyrir því að þetta hafði ekki verið samþykkt fyrir löngu síðan er vafalaust sú að Þjóðkirkjan sjálf stóð harkalega á bremsunni. Það muna flestir eftir sorphaugaummælum sjálfs æðsta biskups ríkiskirkjunnar, en auk þess má til dæmis benda á samþykktir Kirkjuþings þar sem lögð er áhersla á að hjónaband sé sáttmáli karls og konu [1] og innsend erindi frá Biskupsstofu þar sem beðið er um að gera ekkert án samþykkis kirkjunnar[2].

Eftir að frumvapið var lagt fram á Alþingi fór fram prestastefna, þar sem lögð var fram tillaga um að lýsa yfir stuðningi við frumvarp um ein hjúskaparlög. Sú tillaga var ekki samþykkt. Prestastefnan samþykkti hins vegar að senda málið til “biskups og kenningarnefndar”.

Sem betur fer nennti Alþingi ekki að bíða meir eftir ríkiskirkjunni og samþykkti lögin, því ef það hefði þurft að bíða eftir kirkjunni myndi málið eflaust vera í “vinnslu” hjá nefndum, biskupum og prestastefnum um ókomna tíð.

Sagan samkvæmt Bjarna

Hálftíma inn í viðtalið í Harmageddon virðist Bjarni hins vegar halda því fram að enginn stétt manna og engin stofnun í landinu hafi barist jafn mikið fyrir réttindum samkynhneigðra og prestastéttin og kirkjan. Bjarni spyr til dæmis:

Hvar hefur baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra staðið? Hefði skátahreyfingin eða einhver önnur hreyfing getað afgreitt þetta?

Svarið sem Bjarni hafði augljóslega í huga var auðvitað sú að baráttan hafi átt sér stað innan kirkjunnar. Hann dásamar líka prestastéttina:

Það hefur engin ein stétt í landinu, glímt jafn heiðarlega og af jafn mikilli ákefð og af jafn miklum heilindum ákkúrat um þetta mál [og prestastéttin] og þegar niðurstaðan loksins fæddist...

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason benti réttilega á að ástæðan fyrir því að baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra hefur verið svona áberandi innan ríkiskirkjunnar er ekki sú að kirkjan sé stútfull af fólki sem barðist dag og nótt fyrir samkynhneigða, heldur sú að þar var mótstaðan mest.

Maður gæti alveg eins haldið því fram að Suðurríkjamenn í Bandaríkjunum hafi verið dyggustu stuðningsmenn réttinda svertingja, af því að þar var baráttan mest.

Gömul aðferð

Það er alveg hægt að búast við því að í framtíðinni verði þetta viðtekin skoðun hjá kristnu fólki almennt, að kirkjan hafi verið framvarðasveitin í þessu máli, og að það sé í raun afar kristilegt að styðja réttindi samkynhneigðra. Það væri ekki í fyrsta skiptið sem svona sögufölsun ætti sér stað. Nú þegar heyrir maður presta tala um hvað trúfrelsi, lýðræði og jafnrétti kynjanna sé kristilegt og að Jesús sjálfur hafi alveg örugglega boðað þetta allt saman.

Mér finnst að við ættum ekki að leyfa prestum að komast upp með enn eina sögufölsunina.


[1] Úr Kirkjuþingi 2007(.pdf)

[2] Sjá t.d. þetta erindi(.pdf) þar sem Karl telur að með því að gera hjónaband óháð kynferði væri verið að afnema hjónaband og biður um að “rasa ekki um ráð fram” og vera nú ekki að gefa trúfélögum rétt til að vígja samkynhneigða nema með samþykki ríkiskirkjunnar.

Hjalti Rúnar Ómarsson 19.10.2011
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Halla Sverrisdóttir - 19/10/11 13:15 #

Það má gjarnan einhver minnisgóður upplýsa mig um það hvar og hvenær "niðurstaðan fæddist", það fór nefnilega alveg fram hjá mér. Fylgdist ég þó af talsverðum áhuga með umræðum um málið. Síðast þegar ég gáði hafði því verið vísað til biskups og þar hefur því væntanlega verið stungið ofan í einhverja af fjölmörgum skúffum embættisins. Líklega þá sem er merkt "kenningarnefnd". Skilaði Kirkjuþing einhvern tíman af sér einhvers konar endanlegri niðurstöðu annarri en þeirri að "una" breyttum lögum (eins og það væri einhver valkostur)?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/10/11 13:55 #

Eftir að lögin voru samþykkt breytti Kirkjuþing bara innri samþykktum ríkiskirkjunnar í samræmi við lögin. Ég held að það flokkist án nokkurs vafa sem "að una breyttum lögum".


Svanur Sigurbjörnsson - 19/10/11 14:59 #

Gott að taka þetta saman. Sjálfumgleðinni virðast engin takmörk sett. Kirkjan sem síðasta hindrunin fyrir réttindum samkynhneigðra, lagar til heima hjá sér eftir mikinn ytri þrýsting og svo kemur fulltrúi hennar og segir kirkjuna hafa verið í fararbroddi. Hvort ætli komi á undan, brenglað raunveruleikaskyn áður en maðurinn fór að trúa á guð og kirkju, eða brenglað raunveruleikaskyn eftir? Kannski þarf bæði til til að koma með svona yfirlýsingar.


Elsa (meðlimur í Vantrú) - 24/10/11 18:59 #

Það var nú ekki langt síðan einhver ríkiskirkjumaður (man ekki hver) hélt því fram að það eru kristnum að þakka að þrælahald var hætt.... Sumir þekkja greinilega ekki heilaga bókina sína.....


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/10/11 19:54 #

Þekkja'na líklegast. Vilja bara trúa því að kirkjan hafi ætíð verið framfaraafl þegar kemur að öllu. Kvenréttindum, réttindum barna, réttindum samkynhneigðra og svo auðvitað aldrei framið illvirki evööörrr, því kristni er svo ógislega góð skiljiði. Þeir sem frömdu illvirki í nafni krists voru sko tótalí ekki kristnir. Nauts, líklegast bara trúleysingjar að þykjast vera kristnir. Tótz!

En þetta er auðvitað rangt. Það gerist ekki meira íhald og afturhald en kristin trúarbrögð* og sú svakalega sjálfsblekking sem fylgir þessari morknu hugmyndafræði.

*tja... eiginlega á þetta bara við öll eingyðistrúarbrögð


Thor Thunder - 25/10/11 23:28 #

Kirkjan hefur langt frá því verið rétt. En þetta er trú sumra svo við ættum að virða það sem það er. Og kemur ekki við einhverja presta sem eru einstaklingar eins og við. Trú er í mörgum formum. Trúðu á sjálfan þig er ein, svo hinar allar á eftir. Hverju sem þú trúir, þá skalt ekki níðast á náunganum fyrir hvað eða hvort hann sé.. Hafðu ekki áhyggjur að þeirri perrsónu, hafðu áhyggjur af þér sjálfri eða sjálfum. Tíma gróu sagna ætti að vera á enda..


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 26/10/11 11:24 #

Kirkjan hefur aldrei verið rétt og ég mun aldrei virða hindurvitni.

Að trúa á guð og trúa á sjálfan þig er ekki það sama.

Vertu ekki með svona rugl. Það er engin að níðast á neinum hér, trúðu mér.


Hanna Lára - 28/10/11 14:05 #

Ég verð alltaf fyrir svo miklum vonbrigðum þegar ég sé að enn eru einhverjir til sem trúa á klisjuna að 'maður eigi að bera virðingu fyrir skoðunum annarra' Þetta er RUGL.
Í slíkri kröfu er verið að heimta hið ómögulega.

Thor Thunder: Ég gæti alveg haft einhverja skoðun sem þér þykir aldeilis svakaleg og bæri vott um níðingshátt að þínu viti.

Þótt ég krefðist þess af þér að þú virtir slíka skoðun mína, þá gætir þú það ekki og það væri ósiðleg frekja af mér að heimta slíkt af þér.

Síðan er allt annað mál að bera virðingu fyrir RÉTTI fólks til að hafa skoðun, hversu fíflaleg eða hræðileg sem hún er. Svo framarlega sem slík skoðun leiðir ekki til lögbrota, getur þú mín vegna trúað því að hvítt sé svart og að allir sem trúa á guð eigi rétt á sérmeðferð.

Ég bara kaupi það ekki og mun aldrei bera virðingu fyrir slíkri skoðun, en þrátt fyrir það mun ég ævinlega berjast gegn þeim sem vilja banna þér að trúa því sem þú vilt. Það er líka hollt að minnast þess hvaða stofnanir það eru sem helst börðust - og berjast enn - GEGN tjáningarfrelsinu [les: trúarstofnanir].

Annað sem ég skil ekki heldur er afhverju trúarbrögð eigi að njóta einhverra forréttinda og vera undanskilin gagnrýni? Getur einhver skýrt það fyrir mér?


Thor Thunder - 28/10/11 22:12 #

Ég sé að ég hef fengið einhver viðbrögð hér frá ykkur. Flott ég hef gaman af því.

Við hérna á Íslandi erum mjög heppin, með hvað við seigjum gegn þeim skiptir ekki máli. En ef við værum stödd í Múslimalandi þá væri annar bógur á.

svo ef við skoðu allar þessar helstu, þá eru þær allar að reyna að fá fleirri í lið með sér. Fullt af sjónvarps rásum sem bjóða þig heilagan að koma til liðs við sig og þeirra trú. Nema ein?

Þú hefur Kristin trú, Katholic trú, Múslima og Hindú trú öll að sjónvarpa í gegnum gerfihnetti að reyna að ná þinni sál.... Nema ein? Afhverju er ekki þessi sem vantar upp á með?


Thor Thunder - 28/10/11 22:15 #

Hey og ég er ekki að tala um Búdda trú.. Því þeir eru alveg skaðlausir. Bara trúa að þú kemur til baka sem eitthvað dýr..


Tinna Gígja (meðlimur í Vantrú) - 29/10/11 01:30 #

Þú hefur Kristin trú, Katholic trú, Múslima og Hindú trú öll að sjónvarpa í gegnum gerfihnetti að reyna að ná þinni sál.... Nema ein? Afhverju er ekki þessi sem vantar upp á með?

ég er ekki að tala um Búdda trú

Bara ein? Eru ekki nema sex trúarbrögð eftir í heiminum? Hver er þessi sjötta? Ásatrú? Bahá'í? Jainismi? Cao Đài?


Thor Thunder - 29/10/11 23:34 #

Já og nokkrar litlar í viðbót sem ekki eru að senda út í gegnum gervitungl. En enn vantar þessa í stærri kantinum sem gerir ekki út af í gervitungla sendingum. Eða er að reyna að fá nýja meðlimi.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/11 03:10 #

Um hvað ertu að tala?


Thor Thunder - 30/10/11 03:11 #

Gyðingur Þið sjálfsagt haldið að allir gyðingar séu eins.. En því er fjarri. Það er sector þarna sem á kallar sinn guð. Og notar bókia Kabbalah í sínum guða málum. Ekkert mál fyrir okkur en ef þið komist yfir þeirra biflíu sjáið hvað ég er að tala um.. Mann fórnir og barna misnotkun er víst aðal meðalið. Komon ég hef ekki enn séð þessa bók, en ef þetta er satt þá líst mér ekki mikið á þetta fólk..


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/11 03:18 #

Það sem við siðmenntaða, vestræna, hvíta fólkið þekkjum sem "biblía gyðinga" kallast víst Gamla-testamentið. Bara svona, soþúvissirþað.

En - svona í alvöru - um hvað ertu að tala?


Thor Thunder - 30/10/11 03:24 #

Svona video allavega fær man til hugsa er þetta raunverulegt eða hvað er er í gang?

http://www.youtube.com/watch?v=oTJKXRmJZ1U


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/11 03:36 #

Já! Mikil ósköp! Sé allt núna í betra ljósi! Hellídís giðingarnirnir!!! Tilbiðja Schatan! Verst í heimi!

En samt - í alvöru, Sveinn - um hvað ertu að tala?


Thor Thunder - 30/10/11 03:47 #

Sálfsagt ekkert á endanum. Ef þetta fólk er ekki til þá sjálfsagt ekkert. Svo þú vinnur og vonandi að þér bara lýður vel.. Kveðja


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/11 03:49 #

:|


Thor Thunder - 09/11/11 00:55 #

[Athugasemd færð á spjallið - Hjalti Rúnar]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.