Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Landsmenn óánægðir með biskup og vilja aðskilnað ríkis og kirkju

Myndband

Ritstjórn 03.07.2011
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Jón Ferdínand - 03/07/11 15:19 #

Það er alveg merkilegt þegar að yfirþyrmandi stór hluti landsins(58%) vill aðskilnað ríkis og kirkju að það sé ekki gripið til aðgerða strax.

Ef að þetta væri eitthvað annað málefni, hvað sem er, þá myndu stjórnmálamenn grípa þetta á lofti og berjast fyrir þessu til þess að afla sér vinsældar, en af því að þetta snýst um trúarbrögð þá er ekki rassgat gert.

Enn og aftur sjáum við tabúið hans Richard Dawkins að verki.

Ekkert má gagnrýna trú án þess að vera talinn ofstopafullur ofstækismaður og svo þegar að kemur að einhverju svona þar sem skýr meirihluti vill eitthvað sem gæti skaðað trúarbrögð(58% á móti og ekki nema 22% á móti, gætir varla beðið um skýrari stöðu landsmanna) þá er bara reynt að sópa þessu undir teppið og vonað að enginn taki eftir þessu, samanber þófi stjórnlagaráðs útaf þessu.

Svo hef ég verið að pæla, eru það ekki einhverjir hagsmunaárekstrar þegar þú hefur fullt af kristnu fólki og hvað þá prest ákveða framtíð kirkju sinnar í stjórnlagaráði, sérstaklega þegar almenningur krefst aðskilnaðar sem er ekki í þeirra besta hag?


Jón Steinar - 04/07/11 18:27 #

Skelfilegt að sjá að svona hátt hlutfall landsmanna skuli vera ofstækisfullir hatursmenn og níðingar án siðferðis og kærleiks.

Þetta hlýtur að vera heimsmet. The Island of evil.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/07/11 18:48 #

6.500 manns skrá sig úr Þjóðkirkjunni - 4.800 skrá sig utan trúfélaga.

Breytingar á trúfélagsaðild, frétt frá Þjóðskrá.

Umfjöllun DV

Könnun Capacent á málefnum Þjóðkirkjunnar


Sigurlaug - 05/07/11 23:48 #

Frétt á DV áðan: http://www.dv.is/frettir/2011/7/5/thurfa-ad-bregdast-vid-af-audmykt-og-hugrekki/ Þórhallur er þó bara borubrattur, enda svo mikil kirkjusókn í brúðkaupavertíðinni sko. Vill leysa "vandamálið" með vinsældakosningum.


Halla Sverrisdóttir - 06/07/11 14:28 #

Svar Þórhalls - að benda á að það sé fullt í kirkju hjá honum allt sumarið vegna brúðkaupa - er með ólíkindum. Brúðkaup og mæting í þau er ekki á neinn hátt til marks um trúrækni eða kirkjurækni. Ekki stræka ég á að mæta í kirkju til að vera við brúðkaup og myndi þó seint teljast trúrækin. Minnir á könnun sem Capacent gerði nýlega þar sem kom á daginn að landsmenn koma að meðaltali 4 sinnum á ári í kirkju - og þessu hreykti kirkjan sér af. Ekki var tiltekið hvert erindi heimsóknarinnar hafði verið hverju sinni, þe. fólk gat allt eins hafa farið fjórum sinnum á tónleika í einhverri kirkju, eða verið boðið í fjögur brúðkaup - og jarðarför. Flestir sem komnir eru yfir fertugt mæta í sirka eina jarðarför á ári, svo fer þeim hratt fjölgandi með aldrinum. Þessi könnun sagði akkúrat ekkert um kirkjurækni landsmanna. Fjöldi brúðkaupa gerir það heldur ekki.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 06/07/11 15:05 #

Biskup hefur áhyggjur.

Ég tel að við verðum að hlusta eftir því sem fólk er ósátt við og bæta úr þar sem þarf að bæta. Það er áskorunin. #

Fjöldinn skorar á biskup að segja af sér. Það er áskorunin. Fólk er ósátt við biskup og samkrull ríkis og kirkju. (Heyrandi heyra þeir ekki.)


Jón Ferdínand - 13/07/11 04:14 #

Ekkert nema hópur af heimskum öpum sem vilja ekki trúa því að þeir séu apar og hvað þá heimskir í þokkabót!

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.