Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

„Þetta getur ekki verið satt“

Sjálfstæðisflokknum bannað að auglýsa félagastarf sitt eins og aðrir í skólum.
blíblí

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru gagnrýnir á endurskoðaðar tillögur mannréttindaráðs borgarinnar um skólastarf og stjórnmál. Málið var afgreitt til borgarráðs á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Meðal þeirra reglna sem ráðið leggur til er að stjórnmálaflokkar stundi ekki starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma og á það við allar heimsóknir í flokkstilgangi sem og dreifingu á boðandi efni. Skólastjórnendur hafa þó leyfi til að bjóða fulltrúum stjórnmálaflokkanna að heimsækja skólabekki sem lið í fræðslu um stjórnmál. Ekki má samþætta húsnæði og starfsemi stofnana sem vinna með börn á vegum borgarinnar við starfsemi stjórnmálaflokka á skólatíma. Stjórnmálafræðsla flokkanna og barnastarf má ekki trufla lögbundið skólastarf og samkomur stjórnmálaflokka sem tengjast pólitískum hitamálum skulu fara fram utan skólatíma. Í þessari tillögu eru flokkssöngvar ekki bannaðir í skólastarfi frekar en annað sem tengist gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar.

Bjarni Karlsson, þingmaður Sjálfstæðislokkrins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði borgarinnar segir tillögurnar ótækar í bloggi sínu á Eyjunni. Hann segir að Sjálfstæðisflokknum sé bannað að auglýsa starf sitt eins og öðrum sem bjóða börnum í félagastarf, horft sé framhjá aðild hverfisfélaga Sjálfstæðsflokksins að grenndarkennd og hverfisstemningu og lokað sé á Samband ungra sjálfstæðismanna sem hafa í yfir 60 ár gefið börnum bláan bækling með stefnumál Sjálfstæðisflokksins.

Vigfús Þór Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er líka undrandi á tillögunum. „Þetta getur ekki verið satt, eftir hundrað ára frið og sambýli sjálfstæðisstefnunnnar og þjóðar. Það hefur alltaf verið svo gott samstarf við skóla og skólakerfið. Ég er búinn að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 35 ár og það hafa aldrei orðið neinir árekstrar, enda erum við ekki að koma í skóla til að boða stefnu Sjálfstæðisflokksins.“

Þetta grín er umritun á frétt er birtist í Morgunblaðinu þann 8. júní sl.

Ritstjórn 09.06.2011
Flokkað undir: ( Grín , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/06/11 12:59 #

Hvað er að þessu "mannréttindaráði"? Ég þekki nú nokkra félaga í Sjálfstæðisflokknum, og ekki hefur það skaðað neinn þeirra!


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 09/06/11 13:10 #

Við erum líka sjálfstæð þjóð.


Eiríkur Kristjánsson - 09/06/11 14:41 #

Á að leggja niður lýðræðið og banna börnum að fara út úr húsi á kosningadag?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/06/11 15:24 #

Hvað næst?! Banna Alþingi?!! Af hverju í ósköpunum er engin að hugsa um aumingja börnin?!


Halldór L. - 09/06/11 15:33 #

Fáránlegt, að banna þjóðfélagsfræðikennslu í nafni sósjalisma!

Börn verða að læra um frjálshyggju íhaldsins í þessu fjölmenningarsamfélagi (umburðarlyndið maður, umburðarlyndið!) og því mikilvægt að flokksmenn fari í leikskóla og fræði forvitin börn um peningastefnur.


Sigurður E. Vilhelmsson - 11/06/11 15:11 #

Viljum við að börnin okkar alist upp við stjórnleysi?


Cicero - 12/06/11 14:45 #

Eruð þið ekki með öllum mjalla? Þetta er nákvæmlega sama og Þjóðkirkjan hefur verið að gera.

Vigfús Þór Árnason segir:

"að hefur alltaf verið svo gott samstarf við skóla og skólakerfið. Ég er búinn að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 35 ár og það hafa aldrei orðið neinir árekstrar, enda erum við ekki að koma í skóla til að boða stefnu Sjálfstæðisflokksins"

Hver er munurinn? Prestar segjst ekki vera að boða trú þegar þeir koma í leikskóla og grunnskóla. Hver, sem ekki er hálfviti, trúir því?

Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir mikið fylgi í þetta kirkjubatterí og það vita allir. Þeir beita líka nákvæmlega sömu aðferðum við sinn áróður eins og þetta dæmi sannar klárlega.


Baldvin Dagur - 13/06/11 08:56 #

Cicero, mig grunar að þú hafir orðið lögmáli Poe að bráð.

Without a winking smiley or other blatant display of humor, it is impossible to create a parody of fundamentalism that someone won't mistake for the real thing.

Góð grein, hún sýnir vel ruglið sem er í gangi í þessari umræðu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.