Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í bljúgri bæn

Þegar skyggnst er örlítið undir yfirborð helstu bæna kemur í ljós hversu "banalt" innihald þeirra er. Monty Python benti skemmtilega á það í myndinni "Meaning of life":

Skjáskot úr myndbandinu

Hér er texti sálmsins sem sunginn er í lokin:

O Lord, please don't burn us,
don't grill or toast your flock.
Don't put us on a barbecue,
or simmer us in stock.
Don't braise us or bake or boil us,
or stir-fry us in a wok.
Oh please don't lightly poach us,
or baste us with hot fat.
Don't fricassee or roast us,
Or boil us in a vat.
And please don't stick thy servants, Lord,
in a Rotissomat.

Richard Williamson er vel máli farinn biskup sem er óhræddur við að segja skoðun sína umbúðalaust, og minnir á John Cleese. Hann gerir okkur kleift að heyra, sjá og skilja hvað það þýðir að vera kaþólskur á 21. öld. Í stað grænsápu- og froðuguðfræði, reynir hann að tala mannamál og "inn í samtíðina". Hlýðið á þessi varnaðarorð hans til fermingarbarna í Oregon árið 2008 ef athyglisgáfa ykkar endist.

Kaþólskan, kristnin og kirkjan er boðsmiði til miðalda.

Ritstjórn 04.06.2011
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Ólafur - 04/06/11 23:58 #

Hann gerir okkur kleift að heyra, sjá og skilja hvað það þýðir að vera kaþólskur á 21. öld.

Stendur "SSPX" ekki nógu skýrum stöfum fyrir aftan nafnið hans? Þetta er einn af þeim sem voru vígðir biskupar af Marcel Lefebvre án leyfis Kaþólsku kirkjunnar 1988 og gengu þar með úr henni. SSPX er klofningshópur frá Kaþólsku kirkjunni, skoðanir þeirra í mörgum málum eru ekki í samræmi við það sem kirkjan boðar og Williamson talar ekki í nafni hennar.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/06/11 10:54 #

Williamson er að mörgu leyti kaþólskari en páfinn. Víst var hann bannfærður en banninu var aflétt 2009. Víst er að Williamson telur sig kaþólskan og talar fjálglega um hina einu sönnu kirkju, kaþólsku kirkjuna. Það dugar mér.


Ólafur - 05/06/11 19:58 #

Og hvað á hann við með "hinni einu sönnu kaþólsku kirkju"? Svar: SSPX. Í þessari prédikun er hann með sama gamla sönginn um að Kaþ. kirkjan í dag sé "fallin" og "spillt" eftir II. Vatíkanþingið - það ætti að gera öllum ljóst að hann talar hvorki í nafni hennar né fyrir hana. Það, að hann er ekki bannfærður, gerir hann ekki að félaga í Kaþólsku kirkjunni, ekki frekar en íslenskt Þjóðkirkjufólk. Ef svo væri væri patríarki Grísku Rétttrúnaðarkirkjunnar kaþólskur líka, en bannfæringunni á hann var aflétt 1965. Ef það dugar þér að maður "telji sig kaþólskan" til að skella ábyrgðinni á Kaþólsku kirkjuna, þá finnst mér það frekar undarleg skoðun... svipað og þegar Vantrú er kennt um fúkyrði frá fólki úti í bæ í kommentakerfinu ykkar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/06/11 20:22 #

Þessu tengt.

Finnst þér ekki dálítið skrítið að tala um "bannfæringar" eins og það sé eitthvað eðlilegt?


Ólafur - 05/06/11 20:41 #

Ég er ekki að því. Ég kom bara með hliðstætt dæmi. Bannfæringarnar, sem ég nefndi, frá 1054 voru skammarlegar. Bannfæringin á SSPX var annars konar: Skv. kirkjulögum bannfærist biskup sjálfkrafa ef hann vígir annan biskup án leyfis frá Róm, sem og biskupinn sem hann vígir. Þessir menn tóku sem sagt ákvörðun um að kljúfa sig frá kirkjunni á þennan hátt, fullmeðvitaðir um afleiðingarnar.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/06/11 21:29 #

Greinin er nú ekki nein úttekt á kaþólskri kirkju eða klofningshópum hennar. Rómversk kaþólska kirkjan er greinilega mjög líbó - að draga til baka bannfæringu sína... afnema limbó o.s.frv. Vissulega stórstígar framfarir hjá þessum brautryðjendum á öllum sviðum. Hvar værum við stödd án forystu hennar?


HJ - 08/10/11 01:56 #

Mig langar til að þakka ykkur fyrir það að ég sé þetta sem fyrirsögn þegar ég google-a föðurbróður minn, þar sem fyrirsögnin er í "Í bljúgri bæn". Ég er reyndar ekki skráður í neinn söfnuð heldur læt mitt fé fara til HÍ eða svo vona ég miðað við stjórn Íslands. En engu að síður verð ég að segja að þessi fyrirsögn særir því miður þrátt fyrir að ég geri ráð fyrir að það hafi ekki verið tilgangur hennar.

Með kærri kveðju HJ


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 08/10/11 02:18 #

Hvern særir þessi fyrirsögn og hvers vegna?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.