Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Misvísandi frétt um áhrif bólusetninga

Barn

Á bleikt.is er frétt af ungri stelpu sem er haldin alvarlegum veikindum. Í fréttinni er fullyrt að bólusetningar hafi ollið veikindum stúlkunnar og reynt er að tengja óbeint hina svokölluðu MMR-sprautu (bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum) saman við “mikið magn af kvikasilfri” sem á að hafa fundist í stúlkunni.

MMR sprautur og ungbarnasprauturnar eru gefnar börnum við heilahimnubólgu, rauðum hundum, hettusótt o.fl. en mikið magn af kvikasilfri, sem er taugaeitur, fannst einnig [...] við mælingar erlendis.

Þessi undarlega setning er bergmál af fullyrðingum andstæðinga bólusetninga - má þar nefna Jenny McCarthy og Andrew Wakefield - sem segja að bólusetningar séu beinlínis hættulegar börnum og valdi fleiri sjúkdómum en þær komi í veg fyrir. Engar af fullyrðingum þeirra hafa verið sannaðar hingað til.

Rotvarnarefnið Thiomersal hefur verið notað í bóluefni, en í því er m.a. etýlkvikasilfur. Ólíkt hreinu kvikasilfri, þá safnast etýlkvikasilfur ekki upp í líkamanum og líkaminn nær að losa það á nokkrum dögum. Læknavísindunum fleygir hins vegar fram og notkun Thiomersal í bóluefnum hefur verið hætt í mörgum löndum.

Frá 1. Janúar 2007 innihalda engin íslensk bóluefni thiomersal eða önnur kvikasilfurssambönd samkvæmt vef Landlæknis. Af þessu má leiða að það er ómögulegt að þær bólusetningar sem voru gefnar stúlkunni hafi verið uppsprettan að kvikasilfrinu sem á að hafa fundist í henni núna fjórum árum síðar.

Staðreyndin er sú að bólusetningar eru lífsnauðsynlegar. Þær hafa bjargað milljónum mannslífa frá því þær hófust, og það er auðvelt að gleyma hversu illræmdir og banvænir sjúkdómar eins og mislingar og kíghósti voru áður en þeim var nær útrýmt úr vestrænum löndum fyrir tilstuðlan læknavísindanna.

Því miður eru þessir sjúkdómar farnir að láta aftur á sér kræla og er þar helst um að kenna hræðslu foreldra við að láta bólusetja börn sín vegna rangra upplýsinga um afleiðingar bólusetninga.

Rebekka Búadóttir 25.04.2011
Flokkað undir: ( Bólusetningar , Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Elsa - 25/04/11 17:15 #

Þetta minnir mig á strák sem ég þekkti einu sinni. Hann var aldrei í belti í bíl, vegna þess að einn vinur hans hafði keyrt út af og hélt lífið vegna þess að hann var ekki í belti og hentist út um rúðuna. Að beltið hafi bjargað töluvert fleirum en það hefur drepið, virtist ekki skipta málið.


Þór Melsteð - 25/04/11 17:28 #

Penn & Teller hrauna yfir þetta á ansi skemmtilegan hátt. http://www.youtube.com/watch?v=RfdZTZQvuCo


Bjarni Jónsson - 25/04/11 18:02 #

Wakefiled hefur verið afhjúpaður í helför sinni gegn MMR sprautunni með fölsun rannsókna og annan ósóma í kringum allt þetta mál. Með áróðri sínum gegn sprautunni hafa eflaust mörg börn látið lífið eða hlotið varanleg mein.


Guðmundur - 25/04/11 18:04 #

Ég setti mig nokkuð vel inní þetta þegar kom að því að bólustetja dóttur mína.

Þetta er alls ekki eins einfalt og þú virðist halda. Það er vitað um ýmiskonar aukaverkanir af bólusetningum, bæði skammtíma og langtíma.

Svo eru ýmsar viðvaranir frá opinberum aðilum svo sem ekki bólusetja fyrirbura, börn með hita og ýmislegt fleira sem íslenskir læknar virðast ekki hafa lagt á sig að kynna sér.

Mín niðurstaða: Fara eftir leiðbeiningu og ekki bólusetja öll börn alltaf. Taka mjög alvarlega allar vísbendingar um slæmar afleiðingar, rannsaka og halda nákvæmt bókhald (sem læknar gera alls ekki).


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 25/04/11 18:22 #

Það er alltaf góð hugmynd að fara varlega og kynna sér málið Guðmundur, en mikilvægt að halda sig við staðfestar upplýsingar. Ef einhver staðfest dæmi eru um hættu af því að bólusetja börn með hita, þá er klárlega þess virði að bíða.

Ekkert er fullkomlega hættulaust, en hættan við bólusetningar er hverfandi i samanburði við hættuna á að sleppa þeim.

Þessar kenningar sem hafa verið notaðar til að ala á ótta við bólusetningar byggjast sannanlega á bulli.

PS. Þessi fullyrðing að læknar haldi alls ekki nákvæmt bókhald er svo nokkuð stórkarlaleg, kannski einhver dæmi, en engan veginn hægt að fullyrða um alla lækna.


S - 25/04/11 20:13 #

Það er rosalega sorglegt að fylgjast með veikindum þessarar stúlku. Því miður hefur ekki íslenska heilbrigðiskerfið hjálpað þeim nóg. En móðirinn virðist haldin þráhyggju gagnvart bólusetningum og svo fer hún með hana í stofnfrumumeðferðir sem sannanlega gera ekkert gagn. Þessar stofnanir sem hún segist hafa farið í meðferð eru bara svikamyllur að féflétta saklaust fólk, segjast draga út stofnfrumur úr blóði eða beinmerg og dæla þeim inn í líkamann aftur eftir nokkra daga. Og lofa því að slík meðferð lækni allt frá alzheimer til sykursýki, og einnig óskilgreinda og ógreinda lömunarsjúkdóma eins og þessi stúlka er með. Sorglegt mál.


T - 25/04/11 20:48 #

Mætti ég benda á að Andrew Wakefield (sá sem sýndi fram á tengsl MMR bólusetninga og einhverfu) var sviptur læknisleyfi þegar upp komst að þau göng sem hann notaði höfðu verið fölsuð. Það að það þurfi ekki meira en örfáar háværar raddir til að valda því að þúsundir stefni börnum sínum í hættu með því að bólusetja þau ekki er einfaldlega sorglegt.

Þetta er þarfur pistill í kjölfar umræðu bleikt.is, ég mundi vilja sjá hann fara lengra.


Ragnar (meðlimur í Vantrú) - 25/04/11 20:48 #

Þess skal einnig geta að MMR bóluefnið hefur aldrei innihaldið thiomersal eða önnur kvikasilfurssambönd.

http://www.cdc.gov/vaccinesafety/Concerns/Thimerosal/thimerosal_faqs.html

Það hefur heldur aldrei verið sýnt fram á skaðleg áhrif thiomersals í öðrum bóluefnum. Fullyrðingarnar í fréttinni eru því býsna undarlegar.

Ótrúlegt ábyrgðarleysi af bleikt.is að birta svona frétt.


Guðmundur D. Haraldsson - 25/04/11 22:21 #

Svo eru ýmsar viðvaranir frá opinberum aðilum svo sem ekki bólusetja fyrirbura, börn með hita og ýmislegt fleira sem íslenskir læknar virðast ekki hafa lagt á sig að kynna sér.

Þetta með hitann: Ég fór nýlega í bólusetningu og var sérstaklega spurður hvort ég hefði verið með hita undanfarna viku. Væntanlega er það sama gert með börnin.


ragna - 26/04/11 00:23 #

Skil ykkur svo vel,þar sem ég var eins og þið aður en eg upplifði þetta sjalf með litla barnið mitt!!

En nu hefur sár lifsreynsla kennt mer margt og þar a meðal læknum og lyfjafyrirtækjum er EKKI allt treystandi og við eigum að taka heilsu okkar i eigin hendur!! ekki bara treysta endalaust blindandi!!

Dr Wakefield er hugrakkur maður,missti leyfið sitt a leið að komast að sannleikanum!!

lesið þetta endilega:

http://www.whale.to/vaccine/hepb_february_02.html

http://www.naturalnews.com/Vaccines_Get_the_Full_Story.html

mér grunar samt hvað sem þið lesið og heyrið munu þið sum aldrei breyta skoðun ykkar en þannig er það þannig nu bara!


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 00:42 #

Hvorug síðan sem þú vísar til, ragna, er til (örugglega partur af einhverju samsæri), en ég reyndi þó...

Ég geri ekki ráð fyrir að þú hafir kynnt þér hvers vegna Wakefield var sviptur lækningaleyfinu?

Hann var ráðinn af lögfræðifyrirtæki (LSC) sem ætlaði að stefna framleiðendum bóluefnisins og tók sannanlega við greiðslum frá þeim, reyndi fyrst að fela, en síðar að halda fram að það hafi verið ráðgjafagreiðslur vegna "annars" (þú trúir því væntanlega)

Hann mælti nefnilega með bólusetningu, bara þremur í stað einnar (MMR). Fólk heyrði hins vegar ekki nema hluta af þvælunn frá honum og hætti að bólusetja börn alfarið.

Og börn veikjast í dag illa og deyja úr sjúkdómum sem voru nánast horfnir.

Talandi um banvæna græðgi og heimsku...


JohannV - 26/04/11 01:10 #

Svoldið ruglyngslega skrifuð frétt hjá bleik.is. Talar um sjálfsofnæmi óþol og hefur eftir móðurinni sjúkdómsheitið „vaccine induce disease syndrome“ Nefnir svo hátt háa mælingu á kvikasilfursmagni í líkama stelpunar, en tengir það ekki meir við sjúkdóm hennar, nema að minnast á það að kvikasilfur sé taugaeitur.

Held að ég býði með minn dóm þangað til meira kemur í ljós. (vonandi betri frétt skrifuð)


Þór Melsteð - 26/04/11 01:12 #

Jafnvel þó hægt væri að setja beint orsakasamband á milli bólusetninga og neikvæðra aukaverkana í örfáum börnum, þá eru jákvæð áhrif bólusetninga svo miklu, miklu meiri að það væri óhugsandi að hætta þeim. Það er eins og að nota ekki öryggisbelti vegna þess að beltið gæti valdið marblettum við árekstur.

Þannig að foreldrar, ekki hætta við bólusetningar vegna ótta við hugsanlegar aukaverkanir. Sjúkdómarnir sem bólusetningar verja gegn eru margfalt verri og sumir hverjir eru farnir að gera vart við sig aftur vegna hræðsluáróðurs og lyga Andrew Wakefield.


Kristinn Jakob - 26/04/11 04:20 #

Hérna er önnur af heimildunum hennar Rögnu.

http://www.naturalnews.com/Vaccines_Get_the_Full_Story.html

og ég geri ráð fyrir því að þetta sé hin heimildin

http://www.whale.to/vaccine/hepb_february_02.html

Annars mæli ég með því að fólk hætti bara að leita til lækna. Sjúkdómar eru ekki til hvort eð er. Þetta er allt eitt stórt samsæri læknamafíunnar.

Hetjurnar sem reyna að afhjúpa sannleikann eru bara sviptar lækningaleyfinu. Helv. læknamafían !!!


Kristinn Jakob - 26/04/11 04:29 #

Einhverra hluta vegna koma _ ekki í slóðunum.

Vaccines Get the Full Story

hepb february 02

Þið getið skemmt ykkur við að fylla _ inn í slóðirnar.

Skrifast á læknamafíuna !!!


Rebekka (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 06:14 #

Ég las þetta skjal: http://www.naturalnews.com/VaccinesGettheFullStory.html

Ég tók af handahófi 5 nöfn læknanna sem að "skrifa undir" skjalið. Hver einasti þeirra var skráður sem hómópati, eða natúrópati, eða "sérfræðingur" í austurlenskum lækningum.

Ég tek ekki skoðun þannig lækna alvarlega þegar kemur að bólusetningum. Hómópatar og aðrir sem að hygla "náttúrulegum" lækningum eiga mikið í húfi þegar kemur að því að ráðleggja fólki um heilsu. AUÐVITAÐ vilja þeir ekki að fólk fari til venjulegra lækna, þeir vilja að það fari til sín og kaupi kristalla og vatn!

Að öðru leyti var skjalið hörmulegt, mikið af gífuryrðum án þess að vitnað væri í neitt sem studdi mál þeirra. Hræðsluáróður af verstu sort.

http://www.whale.to/vaccine/hepbfebruary02.html var lítið skárra! Á vefsíðunni þeirra eru vægast sagt hneykslanlegar fullyrðingar, svo sem að okkur sé stjórnað af eðlufólki, og að AIDS vírusinn hafi verið framleiddur til að útrýma samkynhneigðum. Ég vona að þú trúir því ekki líka, Ragna.

Andrew Wakefield er ekki hugrakkur maður. Hann er svikahrappur af verstu sort og óbeint ábyrgur fyrir dauða ungabarna vegna hræðsluáróðurs síns.

http://darryl-cunningham.blogspot.com/2010/05/facts-in-case-of-dr-andrew-wakefield.html


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 08:44 #

Ég lagfærði vefslóðir í nokkrum athugasemdum hér fyrir ofan. Ef slóð inniheldur undirstrik fer hún í rugl nema hún sé sett inn í <> og þá birtist hún einnig sem hlekkur sem hægt er að smella á. Vinsamlegast prófið að "skoða" athugasemd áður en þið sendið hana inn.

Það er ekkert lengur deilt um það að Wakefield er svikahrappur og rannsóknir hans fölsun.


Margrét - 26/04/11 10:59 #

Jahá þessi umræða hér fær mig til að hugsa aðeins...

En segið mér eitt, AFHVERJU þarf að bólusetja þessa litlu kroppa svona snemma? OGO Afhverju má ekki gefa þessa MMR í fleiri skömmtum?

Ég lét bólusetja stelpuna mína og meira að segja við svínaflensunni. En ég viðurkenni samt að ég var nett stressuð ÖLL skiptin. En sem betur fer stelpan mín hraust og hefur fengið 1 sinni gubbupesti, 2-4 sinnum hálsbólgu og kvef á hennar ævi (2 ára) þannig að hún er mjög hraust :)

Mín skoðun á hreysti barna er að meðgangan skiptir gríðarlegu máli og ég held að ég hafi undirbúið hana vel fyrir lífinu með því að borða fisk 4-5 sinnum á viku og mjög mikið af grænmeti og ávöxtum + hreyfingu.

Ég trúi því að "All things happen for a reason" og kannski er bara kominn tími til að sætta sig við Ellu Dís eins og hún er, kannski voru þessi veikindi hennar hlutskipti í þessu lífi til að læra og kenna fólki. Ég hef unnið með fötluðum í 5 ár og það er skemmtilegasta og mest gefandi vinna sem ég hef unnið! Ég myndi td aldrei láta ath eða fjarlægja fóstur með litningargalla (Down´s syndrome) því það fylgir þeim svo mikil gleði.

Ekki misskilja mig auðvitað er HRÆÐILEGT að horfa upp á heilbrigt barn sitt veikjast svona og ég hef verið ein af þeim sem leggur inn pening á Rögnu. En það eru samt fullt af fólki sem hefur horft upp á sín börn veikjast af alls konar sjúkdómum eða missa útlimi. Ég þekki konu sem lenti í að strákurinn hennar veiktist mikið eftir bólusetningu og er fatlaður í dag, en hún eyðir frekar sinni orku í að taka honum eins og hann er, þetta voru greinilega hans örlög í þessu lífi.


Laddi (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 11:49 #

1) Því að litlu kropparnir eru einmitt móttækilegastir fyrir þessum sjúkdómum og það er auðvitað of seint að bólusetja þau eftir að þau hafa fengið sjúkdómana. Auk þess er ónæmiskerfi þeirra enn það óþroskað að sjúkdómarnir geta valdið þeim meiri skaða en ella.

2) Það hefur aldrei verið sýnt fram á að það sé betra eða verra en hitt að skipta sprautunni niður...

Ég á einmitt eina 20 mánaða og hika ekki við að senda hana í allar þær bólusetningar sem í boði eru. Í þessum efnum er maður 'better off save than sorry' eins og þeir segja...


Margrét - 26/04/11 11:57 #

Ok, frábært takk fyrir svarið :)


Helgi Laxdal - 26/04/11 12:59 #

Bendi á þessa fréttaskýringu sem birtist einmitt fyrir rétt tæpri viku síðan :

http://www.nytimes.com/2011/04/24/magazine/mag-24Autism-t.html?_r=3&hp


Berglind Freyja Búadóttir - 26/04/11 13:45 #

Bleikt.is er fyrir það fyrsta ein versta "fréttasíða" sem til er. Í öðru lagi er einstakt að það sé tekið þessa móður í viðtal þar sem hún hefur haft uppi þvílíkan hræðsluáróður gagnvart bólusetningum og ætti helst ekki að leyfa henni að tala opinberlega. Hún stefnir mörgum börnum í hættu með því að hræða fólk við að bólusetja börnin sín og þá er ég að tala um börn sem mega ekki fá bólusetningar og treysta á hjarðónæmi.

Ég hugsa til þess með hryllings ef þessir sjúkdómar ná sér á strik aftur, þeir eru ennþá til, allir með tölu. Mislingafaraldur gengur um mörg Evrópulönd núna og má þar kenna foreldrum um sem ekki hafa bólusett börnin sín og verst verða úti börnin sem ekki mega fá bólusetningar vegna þess að þau eru veik fyrir. Ég vildi bara óska að hér yrði tekið upp það kerfi að börn sem ekki eru bólusett (vegna heimsku foreldra) mættu ekki fara til dagforeldra, ríkisrekna leikskóla og skóla. Þetta er til í mörgum löndum, meðan ekki er hægt að skylda foreldra til að bólusetja börnin sín, ætti að gera þetta í staðinn. Ég vil hafa börnin mín varin og er ekki ýkja spennt að þau geti smitast af banvænum og vægt til orða tekið skelfilegum sjúkdómum og bóluset þau því öll. Og þar sem búið er að minnast á afleiðingar bólusetningar vs. sjúkdómana þá er hér listi yfir aukaverkanir bólusetningar og afleiðingar sjúkdómana ásamt því að þar eru taldar upp sönnuð tengsl og engin tengsl.

http://www.landlaeknir.is/Pages/866

Versta við þetta er að flestir vel þenkjandi foreldrar kynna sér þetta meðan hinir sjá þetta sem stórt samsæri.


Kristín - 26/04/11 14:28 #

Mjög áhugaverð umræða og ég er alveg sammála því sem sagt var að ofan að það er búið að sýna fram á að Wakefield falsaði niðurstöður sínar og því ekki vert að fara frekar í þá umræðu.

Það sem ég set spurningamerki við er ál og formeldaín (formelahyde)sem er notað í þessum sprautum. Ég las innihaldslýsingar á þessum sprautum fyrir ca. 3 árum og þær voru flestar ef ekki allar með þessi efni (minnið ;)). Það hefur verið sannað að ál safnast saman í heilanum og veldur sjúkdómum eins og Alzheimer og formeldahýð er þekkt krabbameinsvaldandi efni. Samt eru þetta aukefnin í flestum þessara sprauta. Væri gaman að fá sprautu sem innihalda ekki svona skelfileg hjálparefni. Nú veit ég ekki hlutföllin á þessum efnum og þykist ekki vera sérfræðingur um það. Ég held að svona umræða sé alltaf góð þó ekki sé nema til vekja athygli á því sem er í sprautunum t.d. þá er hætt að nota thiermsol (kvikasilfur) sem aukaefni ég get ekki séð að það sé svo slæmt. Nú mætti taka út ál og formelahýð (afsaka stafseninguna) en þá vaknar spurningin og hvað kemur þá í þess stað...


Ragnar (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 15:00 #

Þér dettur náttúrulega ekki í hug að það sé ástæða fyrir því að þessi efni séu í bóluefnunum ?


Kristín - 26/04/11 15:08 #

jújú auðvitað Ragnar, geri ekki ráð fyrir að þau séu þarna bara til að koma þeim fyrir í líkömum barna ;) Punkturinn sem ég var með var hvort það sé ekki til betri þrávarnar og flutningsefni þessara lyfja, ef ekki þá það en þetta eru engu að síður slæm efni þó svo sjúkdómarnir sem verið er að sprauta gegn séu verri. Vildi gjarna sjá skárri efni en svo er spurningin sem ég get ekki svarað er það hægt yfir höfuð. Þetta var meira svona pæling en lausn ;)


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 20:51 #

Varðandi Wakefield þá var hann ekki bara að falsa niðurstöður heldur var læknaleyfið líka tekið af honum vegna þess að hann þverbraut allar siðferðisreglur barna.

Dæmi: honum vantaði sýni frá börnum en hafði gengið eitthvað illa að afla sér þeirra. Þá einfaldlega nýtti hann sér tækifærið þegar haldið var barnaafmæli heima hjá honum og fékk að taka sýni úr börnunum sem mættu þangað. Án leyfis foreldra.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 20:52 #

Hér er slóð á síðu hjá FDA (bandaríska lyfjaeftirlitið) þar sem aukaefni í lyfjum til bólusetninga eru talin:

http://www.fda.gov/BiologicsBloodVaccines/SafetyAvailability/VaccineSafety/ucm187810.htm

Þarna er m.a. fjallað um notkun áls og formalíns (formaldehyde) í bóluefnum.

Meint áhrif áls á myndun Alzheimers hafa verið hrakin fyrir löngu.


gullvagninn - 26/04/11 21:30 #

Í stað þess að baktala konugreyið, þá ættuð þið að fara á bloggsíðu hennar

http://blogg.visir.is/elladis/2011/04/17/sigur-og-sjokk-o/#comments

og útskýra fyrir henni að þetta sé allt misskilningur og að hún eigi að drífa dóttur sína, hálflamaða, í fleiri bólusetningar svo hún valdi ekki öðrum börnum hættu með því að skaða "hjarðónæmið" fyrir börnum kindmenna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/04/11 21:48 #

"Konugreyið" hefur aðgang að þessari umræðu og hefur þegar tjáð sig í athugasemd.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 27/04/11 10:27 #

Gullvagn, það vantar ekkert upp á að móðir og fjölskylda stúlkunnar eigi alla samúð, þetta hlýtur að vera hrikalegt..

En það breytir því ekki að það er varhugavert að fæla fólk frá bólusetningum á meðan ekkert bendir til að þetta sé vegna bólusetningarinnar.

Á sama tíma og það að sleppa bólusetningum hefur sannanlega talsverða áhættu í för með sér.


Kristján (meðlimur vantrú) - 28/04/11 00:32 #

Það er alltaf hræðilegt þegar einhver veikist hættulega. Þetta á sérstaklega við þegar börn lenda í slíkum veikindum, get sjálfur ekki ímyndað mér hvernig ég sjálfur myndi bregðast við ef sonur minn (3 ára í gær) hefði eða myndi á næstunni lenda í slíku. Ber fulla lotningu og samkennd með þessum börnum og foreldrum þeirra. Óska alls þess besta fyrir ykkur;) Að því sögðu langar mig að benda á tvenns konar aðferðafræði sem virðist vera notuð til þess að styðja annars vegar málstaði sem hafa ríka sannanir og þá sem hafa þá ekki (meðvitað eða ómeðvitað að sjálfsögðu). Þegar rík sönnunarbyrði er fyrir hendi er bent á fjölda atvika sem styðja gefinn málstað. Þegar lítil sönnunarbyrði er fyrir hendi er eitt eða tvö tilvik tekin fyrir og því hampað eins og mögulegt er. Það sem síðarnefnda aðferðin hefur yfir fyrrnefndu er það að hún hefur sterkari áhrif á tilfinningar lesanda, að heyra sorgarsögu fórnarlambs aðstæðna (sérstaklega þar sem um er að ræða börn hérna). Þetta dregur fram samkennd lesanda mun sterkara en einhverjar tölur sem skapa enga tilfinningalega samkennd.

Þar sem umræðan er um hættu/lausn bólusetninga þarf að velja hérna annað hvort. Þar sem það er varla hægt að koma hérna fram með hetjusögu af einhverjum sem hefði farið illa eða dáið vegna sjúkdóms hefði sú manneskja ekki verið bólusett af þeirri augljósu ástæðu að það er ekki hægt að fullyrða að sú manneskja hefði annars fengið sóttina, hljótum við að þurfa að styðja okkur við sönnunarbyrðina og fjöldatölurnar (eins tilfinningalausar og þær kunna að vera). Þannig að ég væri spenntur að sjá vísun í einhver gögn (studd með vísindalegu móti) sem sýndu fram á skaðsemi bólusetninga að undanskildum þeim mannlegu mistökum lækna (vel möguleg, þ.e. að bólusetja barn með hita o.s.frv.).


Einar (meðlimur í Vantrú) - 28/04/11 12:41 #

Það er stórhættulegt að reyna að fá fólk til að bólusetja ekki börn sín við stórhættulegum sjúkdómum.

Virkilega ámælisvert.

Tek undir með pistlahöfundi.


Ragna - 21/05/11 09:48 #

Góðan dag! Ég vil aðeins benda á eitt í sambandi við bólusetningar og bóluefni..Ábyrgðin er okkar foreldranna og það erum við sem tökum endanlega ákvörðun, ég tók ákvörðun fyrir mig og mun aldrei sjá eftir henni. Sonur minn 12 ára í dag hefur aldrei verið bólusettur. Ein af aðalástæðum þess er mikil ofnæmisviðbrögð við bólusetningum í minni fjölskyldu, þetta byrjaði á móður minni þegar hún var 12 ára þá var hún næstum dáin eftir kúabólusetningu, ég veiktist alltaf mikið eftir hverja einustu bólusetningu bæði sem barn og fullorðin, systir mín líka og varð að hætta að bólusetja hana eftir að hún varð lífshættulega veik eftir bólusetningu þegar hún var eins árs, eldri sonur minn lá á sjúkrahúsi í þrjá sólarhringa eftir MMR sprautuna hann þurfti vökva í æð þar sem hann var of veikur til að drekka sjálfur. þetta er aðeins agnarlítið brot af sögunni. læknar hafa aldrei viljað viðurkenna að þetta geti verið út af bóluefnunum og innihaldi þeirra. ÞEGAR 12 ÁRA SONUR MINN ÁTTI AÐ FARA Í FYRSTU BÓLUSETNINGUNA 3JA MÁNAÐA GAMALL..BAÐ ÉG UM INNIHALDSLÝSINGU Á BÓLUEFNINU, MÉR VAR NEITAÐ UM ÞAÐ OG SAGT AÐ ÉG ÞYRFTI EKKERT AÐ ÓTTAST ÞETTA VÆRI ALVEG MEINLAUST. ég sagðist vilja innihaldslýsingu og þangað til ég fengi hana færi barnið ekki í bólusetningu, svona gekk þetta í nokkra mánuði, þar til ég var beðin um að yfirgefa heilsugæslustöðina þar sem ég væri með óþarfa uppsteyt..ÉG BAÐ BARA UM INNIHALDSLÝSINGU Á BÓLUEFNI.. Ég hef alltaf verið meðvituð um að drengurinn er óbólusettur, ég var lengi með hann á brjósti og passaði vel hvað ég borðaði á meðgöngunni og á meðan ég var með hann á brjósti. ég fékk sjálf allar barnapestir og ég er sannfærð um að hann fékk mótefni frá mér við þeim sem endist honum jafnvel betur heldur en bóluefnið.

BÓLUSETNINGAR eru viðkvæmt mál og verður hver og einn að standa með sinni sannfæringu..


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 21/05/11 15:30 #

Þakka þér fyrir að deila þessu með okkur.

Ég vil þá bara benda þér á að besta vörnin fyrir þá sem eru svo óheppnir að geta ekki verið bólusettir, sem gæti vel af einhverri ástæðu átt við þig og fleiri í þinni fjölskyldu, er það að sem allra flestir í kringum þá séu bólusettir. Þannig er smitleiðum lokað og líkurnar á því að sjúkdómarnir berist til ykkar minnka gríðarlega. Þetta er það sem kallast hópónæmi.

Það er nefnilega það sem margir virðast ekki vera að skilja með þessar bólusetningar að þær eru ekkert einkamál þeirra sem í þær fara. Með því að neita að bólusetja sig af engri góðri ástæðu er fólk að leggja samborgara sína í mikla óþarfa hættu.


Helle - 25/05/11 21:45 #

Rétt hjá Rögnu. Bólusetning er á ábyrgð foreldra. Þess þá heldur er mjög mikilvægt að umræðan varðandi bólusetninga er í gangi. Það eitt sem við þurfum að muna er að pæla í, vera einmitt aðeins vantrú, það sem ríkið segja okkur að gera. Þetta er bók á sænsku sem á ensku heitir foolig ourselfes on the fundamental value of vaccines.

Börnin mín hafa öll fengið alla bólusetninga hingað til sem rikið byður upp á. En ég hef neitað alla aukabólusetninga eins og hlaupabólur svínainfluensa o.s.fr.v. Mjög ánægð hafa ekki farið í svinasprautuna þar sem búið er að sanna (WHO) að margir hafa fengið lifslanga svefnsýki eftir bólusetninginn- flest tilfelli í Finnlandi, Svíþjóð og á íslandi...

Gott líka að muna að rikið byður upp á bólusetningi því það telst vera ódýrasta leiðin :)


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 25/05/11 23:03 #

Það eru ekki tengsl milli svínaflensubólusetningar og drómasýki. Þó að óvenjumörg tilfelli drómasýki hafi farið saman með svínaflensunni í tíma er ekkert sem bendir til að þarna sé um orsakasamband að ræða þó það hafi verið blásið upp í fjölmiðlum.

Til að bólusetningar virki að fullu þarf stór meirihluti fólks að vera bólusettur, þetta er það sem kallast hjarðónæmi. Þegar hópar foreldra velja að bólusetja ekki börnin sín koma upp faraldrar viðkomandi sjúkdóma sem hafa legið niðri vegna hjarðónæmis. Þetta sýna dæmin. T.d. nýlegur kikhóstafaraldur í Kaliforníu og mislingafaraldrar í Bretlandi og annarsstaðar í Evrópu. Vissulega geta komið upp einhverjar aukaverkanir af bólusetningu í undantekningatilfellum, t.d. vegna ofnæmis, jafnvel alvarlegar aukaverkanir. En það eru margfalt minni líkur á slíkum aukaverkunum heldur en alvarlegum vandkvæðum komi til sýkingar. Og hjarðónæmið gerir það einmitt að verkum að í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur er um ofnæmi eða annað slíkt er hægt að sleppa bólusetningu án teljandi áhættu. En um leið og hópur óbólusettra verður nógu stór til að trufla hjarðónæmið er þetta ekki lengur hægt. Þessir sjúkdómar sem um ræðir eru ekkert grín. Mjög alvarleg veikindi eða jafnvel dauði af völdum þeirra er mun líklegri en alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu.

Þeir foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín eru því að leggja fleiri í hættu en bara eigin börn. Sérstaklega ef þessi hópur stækkar.


Helle - 26/05/11 09:03 #

Langar bara að deila með ykkur sem halda að bólusetningar eru lausnin á öllum faraldrum...

Sama grein á sænsku:

Svo þátturinn góða á íslensku:

http://inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Heilsu%C3%BE%C3%A1ttur%20J%C3%B3h%C3%B6nnu$1304899260

Goða skemmtun :)


Helle - 26/05/11 09:04 #

Greinin; http://www.newswithviews.com/Howenstine/james.htm


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 26/05/11 11:01 #

Það er enginn skortur á kuklurum með "doktorsgráður" úr seríóspökkum.

Sherri Tenpenny er einn slíkur.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 28/05/11 14:24 #

Já, skelfilegt að sjá tilvísanir í einhverja kuklara sem skreyta sig með heimatilbúnu DR og MD.

Ég byrjaði að líta yfir greinina, fullyrðingar eins og að fækkun tilfella þessara sjúkdóma megi rekja til betri heilbrigðisþjónustu er svo yfirgengileg fáfræði að maður á varla orð - þó ekki væri annað en stöðug aukning eftir að bólusetningum fækkaði aftur, sbr. td. á BBC


Helle - 29/05/11 19:17 #

http://www.lakartidningen.se/engine.php?articleId=16262 Sæknskir læknar halda (ásamt finnum) að um samband narkolepsi og svinabólusetningar sé að ræða.


Helle - 29/05/11 19:43 #

Mér finnst samt mjög áhugavert að þessir "kukklarar" reyna að naflaskoða bólusetningar og áhrif þess( sem sagt draga fram neikvæð áhrif bólusetninga), til þess að reyna að gera bbetur fyrir framtiða framleiðslu bólusetningar.

Er það mín misskilningur að efni sem þykir hættulegar mannskepnunni var notaður í bólusetningar þangað til fyrir 10 árum? Og kannski enn í dag? Og þessi efni þótti mikilvægar fyrir bólusetningarefnið þangað til að þær voru hreinlega bannaðar?

Ef svo er-er þá ekki rétt að "kukklarar" benda á neikvæð áhrif til þess að láta framleiða minna hættuleg efni? (fyrst að erfitt er að finna lestur þessara efna hjá "ekkikukklarar")

Með von um spennandi lestur, Kv Helle


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 30/05/11 10:15 #

Það er auðvitað langsótt - og eiginlega fráleitt - að leggja öll bóluefni að jöfnu.

Það að betrumbæta bóluefni er auðvitað sjálfgefið og gott ef hægt er að minnka líkur á aukaverkun úr 1 / 10.000.000 í 1 / 20.000.000..

En athugaðu að það er ekki málflutningur þeirra sem skreyta sig með fölsuðum læknagráðum. Þeir leggja að fólki að sleppa bólusetningum sem aftur eykur líkurnar á alvarlegum sjúkdómum í allt öðrum og hættulegri stærðargráður.


Ada Sif - 04/10/11 10:48 #

Það sem kannski vantar í alla þessa rugl bóluefnaumræðu er að flest þessi eituráhrif kvikasilfurs byrja í móðurkviði en ekki við bólusetningu(nema það hafi verið að bólusetja fóstrið sem hefur aldrei verið gert, fyrir utan að magnið í bóluefnum er/var voða lítið).

Í raun er kvikasilfur byrði mannfólks búið að hækka gífurlega á seinustu árum og þá aðallega í Bandaríkjunum. Mig minnir að EPA(Environmental Protection Agency) hafi talað um að 1 af hverjum 6 konum eru með of hátt kvikasilfur sem getur leitt til sjúkdóma og fæðingargalla í fóstri.

Þannig að þótt að kvikasilfur sé sökudólgurinn þá bendir allt á að það komi annars staðar frá(umhverfi, fyllingum. WHO hafa viðurkennt að stærsta ástæðan fyrir kvikasilfri í fólki er út af silfurfyllingunum vinsælu en sem betur fer er verið að taka þær úr umferð hægt og rólega sem og að nokkur lönd hafa bannað notkun á því. Held að mörg Evrópuríki séu bara alveg hætt að kenna ísetningu kvikasilfurs til að spara bæði sjúklingum og umhverfinu óþarfa eitur).


ToniTyday - 29/11/12 22:22 #

piumini moncler rBok wVl piumini moncler kAkv yN9

http://www.ittcpiuminimonclaironline.info

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.