Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kabbalah-kjaftæði

Rauður þráður

Á vísir.is má sjá frétt/auglýsingu um að Íslendingur, Hermann Ingi Hermannsson, hefði stofnað útibú fyrir gyðingleg dulhyggjutrúarbrögð. Eða ekki. Kabbalah á Íslandi ehf. snýst víst ekki um eiginleg trúarbrögð samkvæmt Hermanni.

Nei, samkvæmt honum er "heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar." Ef maður skoðar heimasíðu fyrirtækisins/félagsins þá sér maður að þessi miklu vísindi snúast meðal annars um að "við getum eytt uppáþrengjandi neikvæðum áhrifum með því að nota tæki á borð við Rauða þráðinn!" Og hátækni-vísindalega vara "Rauði þráðurinn" er einmitt bara það, rauður þráður. Miklar vísindalegar rannsóknir hafa líklega farið í það að komast að því að gulir eða bláir þræðir virka ekki. Mikill þróunarkostnaður myndi eflaust útskýra hvers vegna verðið á sjö rauðum þráðum er einungis 3.990 krónur!

Eins og algengt er í hindurvitnabransanum, þá er þetta bara peningaplokk.

Hjalti Rúnar Ómarsson 08.04.2011
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Eiríkur Kristjánsson - 08/04/11 09:19 #

Þú skalt nú ekki dæma rauða þráðinn of harkalega fyrr en þú hefur lesið bókina um rauða þráðinn (kr 1990)

Svo er þarna lesning um tengsl nanóvísinda (kr 2990) og kabbalah. Ætli það sé ekki einhver teóría bakvið þennan þráð (Red String Theory?).


jogus (meðlimur í Vantrú) - 08/04/11 10:14 #

Innan skamms verður svo vafalaust boðið upp á þessi líka fínu Kablabla námskeið: 29.990,- MEÐ vaski. Tilboð sem er ekki hægt að hafna! Madonna! Frægt fólk! EYÐA neikvæðum áhrifum! Demi Moore! MEIRI jákvæðni! Britney Spears!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/04/11 10:22 #

Reykjavík síðdegis fjallaði um þetta í vikunni. Að sjálfsögðu var umfjöllun þeirra fullkomlega gagnrýnislaus. Afar dæmigert fyrir þann þátt og fjölmiðla á Íslandi almennt.


JohannV - 08/04/11 14:57 #

Væri réttara að kalla þetta "Kabbalah-Center" Kabbalah, eftir þessum samtökum í USA sem hljómar eins og Scientology-light fyrir mér. Ekki trúarbrög segir hann og ég er sammála. Útvöttnuð dulspeki úr Gyðingdómi, krydduð með vafasömum vísindatengslum, framreidd af þekktum einstaklingum, og fyrir væga þókknun.


Sara Margrét - 08/04/11 14:58 #

Hún er nú samt svolítið áhugaverð þessi:

The Kabbalah book of sex

Og hún er á tilboði.

http://kabbalah.is/is/vorur/flokkur/tilbodsvorur

Most sex manuals focus on only one aspect: the physical mechanics of the act itself. According to Kabbalah, the key to finding real sexual pleasure lies in self-awareness, not technique.

This groundbreaking book helps readers overcome shame and negative self-image and access higher levels of connection—to themselves, their partners, and to spirit.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/04/11 15:03 #

Ekki trúarbrög segir hann og ég er sammála. Útvöttnuð dulspeki úr Gyðingdómi, krydduð með vafasömum vísindatengslum, framreidd af þekktum einstaklingum, og fyrir væga þókknun.

Jamm, mér finnst þetta vera meira á nýaldar- og sjálfshjálparmarkaðinum. Og eins og þú segir, kryddað með einhverju sem hljómar vísindalega. Síðan er þetta sett í gyðinglegan búning (sem er alveg rosalega gamalt, sem er víst rosalega gott!).


JohannV - 08/04/11 16:54 #

Hún er nú samt svolítið áhugaverð þessi: The Kabbalah book of sex

Já þetta væri nú ekki mikil lífspeki ef að ekki á að stjórna því sem gerist í svefnherbeginu.
Hérna eru tilvitnanir úr bókinni teknar af Wikipedia

It is not recommended that men masturbate, as the sperm are abandoned souls that become demons.

When a woman's insides come into contact with a man's sperm, they are coming into contact with the essence of their energy and are affected by this for several years.

The man should not orgasm before the woman, as it injects selfishness into the act of love making.

A couple should not engage in sex with the woman positioned above the man, as she is then drawing energies into herself from below, instead of above.

The most Light(essens of God) is derived from sex that occurs early Saturday morning.

Guðmundur I. Markússon - 09/04/11 14:05 #

Auðvitað er K trúarbrögð. Upphaflega er þetta ákveðin útgáfa af gyðingdómi, sem voru trúarbrögð síðast þegar ég vissi.

Á heimasíðunni segir "Kabbalah á rætur sínar að rekja aftur um fimmþúsund ár". Hið rétta er að K á uppruna sinn á miðöldum (11-12 hundruð minnir mig). Ræturnar liggja auðvitað eitthvað lengra, m.a. í eldri tengund gyðinglegrar dulhyggju sem var í gangi á öldunum eftir kr. Á endurreisninni smitaðist K yfir í hinn kristna heim og þaðan í vestræna dulhyggjustrauma - þá varð til þetta kristna- og dulspeki K sem hefur lítið með gyðingdóm að gera fyrir utan ákveðin tákn.

Hef ekki lagt mig eftir að skoða þessa Madonnu-hreyfingu en eitthvað segir mér að hin raunverulega saga K sé mun áhugaverðari en þessi stjörnumprýddi poppkabbalismi.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/04/11 15:14 #

Auðvitað er K trúarbrögð.

Já, kabbalah sjálft eru trúarbrögð. En það sem ég (og að ég held Jóhann) vorum að tala um að þetta sem var að koma hingað sé ekki trúarbrögðin sjálf, heldur bara eitthvað fyrirtæki sem selur sjálfshjálpardót í kabbalahbúningi.

Og já, það er erfitt að tala um eitthvað eins og "trúarbrögðin sjálf" og svona :P

Mætti kannski tala um trúarbragðagervinga? ;)


JohannV - 09/04/11 16:02 #

Auðvitað er K trúarbrögð.



Já akkurat Hjalti, fynnst að það verði að gera greinarmun á þessari K-Center nýaldar hreyfingu og Kaballah sem fornri speki Gyðinga.

Rétt að taka það fram að Hermann staðfestir ekki tengsl við þessi Amerísku samtök og "segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah"
Nú geri ég ráð fyrir að hann eigi við K-Center. Talar einnig um að hafa sótt K hátíð í Florida.

Verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu gengur að festa rétur hér. Væri gaman að kynna sér þetta meir en ég held að námskeiðin verði of dýr fyrir mig ;)


Kristján (meðlimur vantrú) - 12/04/11 01:28 #

Trúarbrögð í mínum skilningi felast í settu regluverki þar sem maður á að hegða sér á ákveðinn hátt sökum einhvers konar yfirnáttúrulegs fyrirbæris (hindurvitnis). Það að einhver hagnist á fylgjendum gefins fyrirbæris (pólitískt, efnahagslega o.s.frv.) segir ekkert að mínu mati hvort um trúarbrögð sé um að ræða eða ekki, enda er ávallt einhver undirliggjandi hvati á bakvið trúboðið. "Frelsun" eða "betrunbót" þeirra sem reynt er að fá til þess að fylgja regluverkinu er því meira réttlæting á því að trúboðarar vinni sitt starf mun fremur en markmiðið sjálft.

Þetta er hins vegar dálítið víðtæk skilgreining og ekki endilega mjög beitt gegn þeim sem stunda trúboðið því hvatinn getur jafnvel falist einungis í því að staðfesta eigin hugmyndafræði eða hegðun. Því þarf notla ekkert meðvitað "agenda" að fylgja trúboðinu.

En já, piece of shit fyrirtæki í alla kanta!!! Þetta er svona týpískt milli- og efrimillistéttar snýkjudýr sem nær í gróða sinn bara við að vekja forvitni þessara asna sem eiga pening og leiðist.

PS: Finnst alltaf jafn fyndið þegar einhver seudo-trúar/vísinda sölumaður reynir alltaf að klína annars fínu nafni vísindanna á vöruna sína. Það virðist sama hvað hindurvitna sölumenn eða neytendaasnar vilja skíta á heilindi vísindanna, þau sömu setja oftar en ekki stimpil vísindanna á verk þeirra, sem er gert með svikum þar sem þau skilja að því sem virðist ekki kjarna þess.


Árni Árnason - 19/04/11 12:49 #

Grunaði ekki Gvend ?

Þetta Ka blah-blah er ekkert annað en jarðvegur fyrir vörusölu. Eins og ávallt er trúin keyrð áfram af gróðavon.

Sorglegt til þess að vita að fólk skuli falla fyrir þessu eina ferðina enn.

Kveðja Árni

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.