Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðsorð og skrípamyndir

Nýju föt keisaransl

Í umræðunni um ásókn kirkjunnar í leik- og grunnskóla höfum við sem reynum að stemma stigu við þessari þróun stundum bent á að hún er tiltölulega nýtt fyrirbæri sem á sér í flestum skólum ekki langa sögu. Höfum við m.a. bent á að hún hafi í raun ekki hafist af neinum krafti fyrr en eftir að aðsókn í Sunnudagaskóla og annað æskulýðsstarf hafi hrunið í kjölfar þess m.a. að sjónvarpsstöðvar hófu útsendingar á barnaefni fyrir hádegi um helgar. Þessu er yfirleitt vísað frá sem þvælu af trúboðssinnum.

En þann 11. mars 1987 birtist skondin frétt á forsíðu Morgunblaðsins. Þar sagði að þáverandi biskup, Ólafur Skúlason, væri farin að hafa áhyggjur af útsendingum Stöðvar 2 á barnaefni á sunnudagsmorgnum. Reyndar fullyrti Ólafur að stórdregið hefði úr kirkjusókn barna vegna þessa. Ólafi fannst að vonum alvarlegt að upp væri komin samkeppni um sálir barna á milli guðsorðs og skrípamynda.

Þessar áhyggjur Ólafs voru á rökum reistar og guðsorðið þurfti að láta í minni pokann. En það verður seint sagt um ríkiskirkjuna íslensku að hún sé ekki ráðagóð. Fyrst að börnin komu ekki til Jesú var augljósast að láta Jesú einfaldlega fara til barnanna.

Ásókn kirkjunnar í sálir leik- og grunnskólabarna var úthugsuð og meðvituð og það sem meira er, hún var og er hluti af opinberri stefnu ríkiskirkjunnar eins og sést með því að skoða ályktanir Kirkjuþinga. Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum ríkiskirkjunnar, þar er stefnan lögð. Hvað eftir annað hefur verið ályktað um aukna sókn inn í menntastofnanir og nú síðast mátti finna eftirfarandi í ályktun um „námskrá fyrir fræðslu þjóðkirkjunnar“:

Markmið uppeldisstarfs í leikskólum skal m.a. taka mót sitt af kristinni arfleið eins og grunnskólinn. Æskilegt er því að auka samstarf kirkjunnar og leikskólans.

Auka þarf samstarf skólans og kirkjunnar enda nær skólinn til flestra barna sem skírð eru. Kirkjan hefur upp á margt að bjóða sem getur á margvíslegan hátt styrkt hið góða starf sem unnið er í leik- og grunnskólum. Þar sem bæði leikskólanum og grunnskólanum er ætlað að taka mið af kristnum gildum í starfi sínu er æskilegt að koma á góðu og reglulegu samstarfi við þessa aðila. Þetta samstarf þarf að byggja á forsendum skólanna.

Um samstarfið og forsendurnar þarf ekki að hafa mörg orð fyrir þá sem þekkja til en augljóst er af öllu að ásókn kirkjunnar er meiri en eftirspurn skólanna í þessum málum. Orustan við skrípamyndirnar tapaðist, en stríðinu um sálirnar er hvergi nærri lokið.

Egill Óskarsson 09.02.2011
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Skólinn )

Viðbrögð


Kristinn - 09/02/11 11:36 #

Það má ýmislegt segja um þessa blessuðu stofnun, bæði gott og slæmt. En heiðarleg er hún nánast aldrei.


Eiríkur - 09/02/11 12:26 #

Smá kirsuberjatínsla úr námskránni til umræðu:

"Markmið uppeldisstarfs í leikskólum skal m.a. taka mót sitt af kristinni arfleið eins og grunnskólinn."

"Hin kristna arfleið [sic] skal hafa mótandi áhrif á starfið í skólunum."

"barnið læri að þekkja Guð sem föður/móður, son og heilagan anda"

"Mikilvægt er að gera börnin kirkjuvön."

"Það sem er lært utanað á unga aldri, býr með börnunum alla ævi."

"fermingarbarnið læri að þekkja Guð sem Skapara"

"Hæfileikar, talentur fermingarbarnsins sjálfs." -hefur talenta ekki sérmerkingu í biblíunni?

"Forskólinn er m.a. viðbrögð kirkjunnar við þverrandi biblíuþekkingu barna."


Óskar P. Einarsson - 09/02/11 16:03 #

"Fyrst að börnin komu ekki til Jesú var augljósast að láta Jesú einfaldlega fara til barnanna. ". Hehe, frábært twist á Múhammeð!


Valtýr Kári - 09/02/11 20:10 #

Hvað eru "kristin gildi"? Hefur það einhverntíma verið skilgreint?


Elsa - 09/02/11 20:22 #

Sammála Valtý. Það er oft verið að tala um þessu kristin gildi. Þau gildi sem hafa verið talin upp eru mjög svipuð og þau sem ég hef. Samt er ég ekki kristin!!! Þar að auki eru svipuð gildi að finna í flestum trúarbrögðum, svo það er frekar eigingjarn af kirkjunarmanna að tengja þau við kristna trú...


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 21:12 #

Kristin gildi á Íslandi eru: Ofurlaun, sóknargjöld, viðhafnarlíf, kanaríprestur, áfengisafsláttur, þvermóðska, skapofsi og ólöglegar handayfirlagningar.


Elsa - 09/02/11 22:48 #

hahaha, já, það er mikill munur á "opinber" og "raunveruleg" gildi, so to speak... ;o)


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 00:15 #

Takk fyrir góð viðbrögð.

Kristnu gildin eru sem betur fer dottin úr lögunum og í staðinn komin þessi kristna arfleið. En það er jafn kjánalegt að reyna að skilgreina hana og gildin.

Annars er fyrsta setningin í þessu sem ég vitna í úr námskránni dæmi um útúrsnúningin sem er í gangi. Markmið uppeldisstarfs í leikskólum skal ekki taka mið af kristinni arfleið. Það eru starfshættirnir sem skulu gera það.

Og það er í sjálfu sér gjörsamlega merkingarlaus hluti laganna.


gös - 10/02/11 09:20 #

Talenta er mynt.

[A talent] of silver contained 3,000 shekels (Ex. 38:25, 26), and was equal to 94 3/7 lbs. avoirdupois. The Greek talent, however, as in the LXX., was only 82 1/4 lbs. It was in the form of a circular mass, as the Hebrew name _kikkar_ denotes. A talent of gold was double the weight of a talent of silver (2 Sam. 12:30). Parable of the talents (Matt. 18:24; 25:15).

Ég gubbaði smá þegar ég las "kirkjuvön."


Eiríkur - 10/02/11 09:45 #

Svo er þetta með "arfleiðina".

Þetta skjal er með algjört samræmi í villunni. Orðið er hvergi stafsett rétt.

Nema þetta sé eitthvað snúið guðfræðihugtak...


Jón - 16/02/11 00:46 #

"Það sem er lært utanað á unga aldri, býr með börnunum alla ævi."

Semsagt heilaþvottur!

Hvílíkur viðbjóður!


Guðmundur - 20/02/11 07:16 #

Vil svara Jóni hérna: Nei, þetta er ekki heilaþvottur. Heilaþvottur er eingöngu heilaþvottur ef andlegt og líkamlegt ofbeldi er notað af þeim aðilum sem sjá um að heilaþvo einhvern. Fyrst ertu lamin/n og niðurlægð/ur í svona mánuð eða svo og þá er flest fólk á barmi eða búið að fá taugaáfall. Þá er allt í einu haldið uppá afmælið þitt eða eitthvað þess háttar til að rugla þig enn frekar í rýminu og fólkið sem er búið að misþyrma þér svo vikum skiptir er allt í einu vinir þínir. Þá loks fara þeir að sýna fram á að þeir hafi rétt fyrir sér en þú ekki og svona heldur þetta áfram í nokkra mánuði þar til þú ert búinn að "átta" þig á því að þú hafðir rangt fyrir þér. Þetta er kirkjan ekki að gera við leik- og grunnskólabörn.


Egillo (meðlimur í Vantrú) - 20/02/11 14:05 #

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér Guðmundur. Heilaþvottur þarf ekki að byggjast á ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu.

Og hvergi er það augljósara heldur en þegar kemur að börnum. Aðili sem barnið treystir getur vel heilaþvegið það án þess að nota ofbeldi. Eða hvað heldur þú að hafi átt sér stað í Hitlersæskunni eða í ungliðadeildum kommúnista í Sovétríkjunum og Ausur-Evrópu, þar sem börn tilkynntu jafnvel um foreldra sína? Var engin heilaþvottur þar á ferðinni?

Setningin sem Jón vitnar í er einmitt mjög gott dæmi um að kirkjan gerir sér grein fyrir því hversu sterkt tæki innræting er.


Guðmundur - 20/02/11 22:49 #

Ég var að koma með sál- og lögfræðilega skilgreiningu á heilaþvætti. Ég var byrjaður að skrifa langa grein en áttaði mig á því að þessi hér segir allt sem segja þarf:

http://health.howstuffworks.com/mental-health/human-nature/perception/brainwashing.htm

Þetta er heilaþvottur.


Egillo (meðlimur í Vantrú) - 21/02/11 00:33 #

Já, hvernig læt ég, þú varst auðvitað ekki að vísa til íslenskrar málvenju. Skv. henni var notkun Jóns á orðinu nefnilega algjörlega réttmæt.

En takk fyrir að vísa á grein sem staðfestir að líkamlegt ofbeldi er ekki nauðsynlegur hluti af heilaþvætti.


Guðmundur - 21/02/11 06:58 #

Haha, þarna skaut ég mig í fótinn og viðurkenni það :) En, samkvæmt þessu þá er þetta samt ekki heilaþvottur hjá kirkjunni :) Íslensk málvenja getur verið hættuleg sbr. faith og believe t.d. En eftir að hafa lesið þessa grein þá fór ég að hugsa mikið meira um hvernig "alvöru" heilaþvottur virkar og áttaði mig á því að það vantar annað orð yfir það sem kirkjan er að gera því að þetta er ekkert líkt því sem að Kóreu menn voru að gera. En ég er sáttur með að þú last greinina og ætla ég að benda þér á ansi gott podcast frá þeima: Stuff You Should Know Nafnið segir allt sem segja þarf :)


Egillo (meðlimur í Vantrú) - 21/02/11 18:14 #

Æi, ég held að það ruglist nú engin óvart á faith og believe í samhengi við trúleysisumræðunar.

En sko, heilaþvottur er meira en bara það sem vísað er í varðandi Kóreumenn. Það hafa t.d. margir skoðað hugtakið í sambandi við trúarbrögð, og þá sérstaklega litla söfnuði og það sem við myndum kalla költ. Það er aðeins komið inn á þetta í greininni sem þú vísaðir á og í henni er m.a. þessi linkur: http://people.howstuffworks.com/cult3.htm

Ég held að flestir hafi vanið sig á að kalla það sem kirkjan stundar hérna innrætingu, eins og ég benti á áður. Börnin eru ekki brotin niður en þau treysta hins vegar oftast hinum fullorðna, og ef hann er fyrirmynd þá leitast þau við að fara eftir því sem hann segir. Þess vegna leggur kirkjan núorðið svo mikið upp úr því að ná til barnanna strax í leikskóla (jafnvel fyrr) og að þar komi presturinn inn sem skemmtilegur aðili sem syngur og segir sögur.

Ég veit að mörgum er illa við að nota orðið heilaþvottur um þetta, en það passar hins vegar alveg við mína máltilfinningu þó að ég noti lýsi þessu frekar sem innrætingu.


Guðmundur - 22/02/11 06:56 #

Ég skil alveg hvert þú ert að fara með þetta og finnst innræting eiga meiri rétt á sér í þessu samhengi en heilaþvottur. Það fer kannski bara allt eftir hversu sterk manni finnst orðin vera.


EEG - 24/02/11 10:09 #

Innræting er rétta orðið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.