Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðareglur presta

Landslag

Samskipti presta við almenning hafa verið eitthvað undarleg á síðustu misserum. Botninn tók eflaust úr núna nýlega þegar Örn Bárður Jónsson vísaði 15 ára stráki á bráðamóttöku geðdeildar þegar drengurinn gagnrýndi kirkjuna á heimasíðu prestsins.

Á heimasíðu Prestafélags Íslands er að finna siðareglur presta. Þar er minnst á eitthvað sem sumir prestar ríkiskirkjunnar ættu að hafa í huga er varðar samskipti:

2.2 Grundvallarregla allra mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt. 7.12.) Prestar vilja umfram allt hafa þá reglu að leiðarljósi.

2.3 Prestsvígslan leggur prestum sérstakar skyldur á herðar í afstöðu og viðmóti við aðra. Presturinn gerir sér því far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með virðingu eftir því sem skilningur hans og samviska bjóða hverju sinni. Hann ber og sérstaka ábyrgð gagnvart þeim sem minna mega sín og standa höllum fæti í tilverunni.

Enn fremur segir:

3.6 Prestur gætir þess að vera málefnalegur og gætir varkárni í ummælum um kenningarleg og guðfræðileg mál, hvort sem er í samræðum eða opinberlega.

Ritstjórn 26.01.2011
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Sigurður Hólm Gunnarsson - 26/01/11 13:02 #

http://skodun.is/2011/01/26/thad-er-ekki-thad-sama-jon-og-sera-orn-bardur-jonsson/

"Örn Bárður verður þó aldrei rekinn. Fær ekki einu sinni áminningu. Líklegast fær hann bara „high five“ frá Biskupsstofu fyrir að tækla syndugar gagnrýnisraddir."


Stefán Þór Sigfinnsson - 26/01/11 13:09 #

Ég er langt frá því að vera sammála megninu af því sem skrifað er á þessa síðu en þarna hagar Örn Bárður sem er beggja megin borðsins í væntanlegri vinnu á stjórnlagaþingi með algjörlega ólíðandi hætti.

Það er búið að ógilda kosningarnar til Stjórnlagaþings og skulum við vona ef að kosið verður aftur að hann komist ekki að aftur og nýti aftur hús Þjóðkirkjunnar undir undirbúningsfundi sem er algjörlega ólíðandi þeim sem ekki styðja þessa stofnun undir stjórn vanhæfs biskups.


Ólafur - 26/01/11 13:41 #

Ég ætla að vona að biskupinn veiti Erni a.m.k. áminningu fyrir þetta. Þetta er eitthvað sem prestur má aldrei gera, sama hversu reiður hann er.

Mér finnst samt leiðinleg framsetningin hjá Vísi, sér í lagi fyrirsögnin "Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna". Í fyrsta lagi vegna þess að 15 ára hugsandi strákur er afgreiddur sem "barn" (væntanlega til að láta þetta líta enn verr út fyrir Örn Bárð) og svo finnst mér undarlegt að komment um að Guð sé ekki "algóður" sé kallað "gagnrýni á kirkjuna". Í ljósi þess hvað málið er súrt út af fyrir sig finnst mér algjör óþarfi hjá Vísi að vera að krydda þetta svona, og eiginlega á kostnað unga mannsins...


Atli Jarl Martin - 26/01/11 14:01 #

Nú er komin yfirlýsing frá kallinum á Vísi sem mér finnst ansi hreint bagaleg.

Mér er líka spurn hvað er satt og logið í þeirri yfirlýsingu, því þessi maður veigrar sér svo sannarlega ekki við að ljúga.


Yngvi - 26/01/11 15:16 #

Já, þegar maður ber saman yfirlýsinguna og upphaflegu fréttina ( http://visir.is/prestur-visadi-barni-a-geddeild-vegna-gagnryni-a-kirkjuna/article/2011934302410 ) að þá kemur fram eftirfarandi:

"Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann."

Eins og sjá má var mikil eftirsjá hjá Erni á þessum tímapunkti, og þarna kemur skýrt fram að hann veit hversu gamall viðmælandi hans var.

Einnig væri athyglisvert að bera saman tímasetningar blaðamannsins sem hringdi í Örn og tímasetningar á þessum tölvupósti sem Örn vísar í með þessum orðum:

"Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára."

Því ef að þessar tímasetningar passa ekki, þá hefur PR fyrirtækið sem hjálpaði Erni með yfirlýsinguna aldeilis skitið upp á bak.


Eiríkur - 26/01/11 17:36 #

Hann notar tækifærið og minnist á "öfgatrúaða guðleysingja" í yfirlýsingunni.

Þetta orðalag (svo vitnað sé í Ö.B.) "mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill)"

Svo er áhugavert kommentið um að foreldrar beri ábyrgð á skoðunum viðkomandi (ekki bara hegðun þ.e.)


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 27/01/11 08:10 #

...því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti.

Já, þetta var náttúrulega svakalega öfgafull framsetning!

Þetta er líka stórkostlegt:

Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér.

Eigum við virkilega að trúa því að Örn Bárður hafi haldið að viðkomandi væri að segja að Örn Bárður væri haldinn +550 sjúkdómum?


Jón Ferdínand - 27/01/11 11:22 #

Svo segir hann að hann vissi ekki að hann væri að tala við ólögráða einstakling. Eins og það sé einhver afsökun.

Hvaða máli skiptir það hvort að þetta var krakki eða ekki? þetta eru samt algerlega óásættanleg viðbrögð við mjög gildum punkti.


Árni Þór - 27/01/11 15:31 #

Fyrst þegar ég las þetta var ég hneykslaður. Svo mundi ég um hvern var verið að ræða. Skíts er von úr rassi.


Sigga - 28/01/11 21:56 #

Hvað með Þátt Vantrúar í þessu máli? Segir það ekki eitthvað um það hugarfar sem hjá því félagi er boðað að óharðnaðir unglingar leiðast út í eitthvað sem við getum kallað óumbeðnar neikvæðar athugasemdir, jafnvel áreiti á netinu?

Það virðist vera gott mál hér að ásaka presta og trúað fólk um alls kyns óheiðarleika. Þegar það er álitið í lagi að taka fyrir hóp fólks og beina spjótum þannig að honum fremur en taka fyrir málefni þá magnast upp hugarfar mannhaturs. Þetta getur leitt veikgeðja fólk og þá sem ekki hafa náð fullum þroska út í óhæfuverk.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/01/11 23:05 #

Hvað með Þátt Vantrúar í þessu máli? Segir það ekki eitthvað um það hugarfar sem hjá því félagi er boðað að óharðnaðir unglingar leiðast út í eitthvað sem við getum kallað óumbeðnar neikvæðar athugasemdir, jafnvel áreiti á netinu?

Þetta er óskiljanlegt með öllu. Mega "óharðnaðir unglingar" ekki koma með "óumbeðnar neiðkvæðar athugasemdir"? Telst það "áreiti á netinu" að skjóta yfir strikið til áherslu (telja upp fjölda sjúkdóma í stað þess að segja bara "fjöldi sjúkdóma"). Og á Vantrú þátt í þessu? Hvernig færi ef álíka viðkvæmni og ofurábyrgð tíðkaðist í umræðu um stjórnmál?

Örn Bárður er eldri en tvævetur og ætti að þola gagnrýni 15 ára unglings.

Það virðist vera gott mál hér að ásaka presta og trúað fólk um alls kyns óheiðarleika.

Þegar prestar og formælendur trúarbragða verða uppvísir að óheiðarleika hikum við ekki við að benda á það. Ekki gréti ég ef þeir væru heiðarlegir. Þegar þessi hópur sakar okkur ítrekað um siðleysi og fleira í þeim dúr, að ósekju, er eðlilegt að við svörum fyrir okkur. Þegar þessir menn ljúga (ítrekað) er þjóðþrifamál að benda á það - ekki síst trúar þeirra vegna og kirkju (ekki satt?).

Þegar það er álitið í lagi að taka fyrir hóp fólks og beina spjótum þannig að honum fremur en taka fyrir málefni þá magnast upp hugarfar mannhaturs.

Við reynum að beina spjótum okkar að málefnum frekar en mönnum. Hins vegar hafa sumir prestar og trúarleiðtogar annað hvort misstígið sig svo oft eða svo heiftarlega að þeir lenda sjálfir í kastljósinu.

Þetta getur leitt veikgeðja fólk og þá sem ekki hafa náð fullum þroska út í óhæfuverk.

Þetta á við um alla gagnrýni og boðun hvers kyns hugmyndafræði. Mér finnst raunar einstaklega ósmekklegt að nefna óhæfuverk, áreiti og veikgeðja fólk í sömu andrá og þetta mál, sem er Erni Bárði einum til skammar, og það háborinnar.


Sigga - 28/01/11 23:31 #

Nei þetta mál er ykkur í Vantrú miklu frekar til skammar og það háborinnar. Hvar annarsstaðar gæti þessi piltur hafa fundið hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir gjörðum sínum? Hann trúir greinilega sjálfur því sem hann skrifar og finnur réttlætingu og hvatningu hjá ykkur, fullorðnum mönnum sem vitið fullvel hvað þið eruð að gera.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/01/11 00:30 #

Hvar annarsstaðar gæti þessi piltur hafa fundið hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir gjörðum sínum?

Hvaða gjörðum? Hvað hefur þessi drengur gert af sér?


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 29/01/11 00:47 #

Halldór Logi setti fram skoðanir sínar, sem hann á fullan rétt á að tjá, undir nafni og er augljóslega maður til þess að standa með eigin sannfæringu opinberlega.

Það mættu Örn Bárður og kafbátar sem sigla undir fölsku flaggi í athugasemdum taka sér til fyrirmyndar.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/01/11 01:10 #

Þessi kafbátar. Tsk, tsk. Getur það verið að Sigga sé góðvinur okkar hinn trúlausi Hörður Sigurðsson Diego?


Yngvi - 29/01/11 06:46 #

@Matti: Það er augljóst, gjörðin er að aumingja drengurinn dirfðist að spyrja spurningar þegar prestur talaði.

Það þarf augljóslega gríðarlega hugmyndafræðilega réttlætingu til að einhver geti sýnt af sér slíka hegðun. Ásamt að vera með öllu móti óhugsandi að slík hegðun sé sjálfstæð.

Ég ætla hreint og beint ekki að afskrifa það að kölski sjálfur eigi hér hlut að máli.


Einar - 29/01/11 13:34 #

"Sigga":

"Nei þetta mál er ykkur í Vantrú miklu frekar til skammar og það háborinnar. Hvar annarsstaðar gæti þessi piltur hafa fundið hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir gjörðum sínum?"

Þetta er stórfurðuleg athugasemd hjá þér (Hörður?) Það er semsagt ekki séns að pilturinn hafi þessa skoðun og hafi komið henni á framfæri við prestinn án þess að Vantrú hafi haft áhrif á hann og troðið sinni hugmyndafræði inná piltinn.

Erum komin með annan Grefil, það er greinilegt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.