Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvers vegna er ég til

Landslag

Það kemur fyrir að ég er spurður hvers vegna ég sé til - eða hvers vegna ég haldi að ég sé til - þegar ég segist vera trúlaus. Oftast í velviljaðri tilraun til að fá mig til að hugsa "dýpra", stundum af hreinu yfirlæti eins og ég viti ekkert um hvað ég er að tala og það kemur fyrir af hreinni forvitni.

Stutta svarið er að ég veit það ekki. Og það sem meira er, ég er fullkomlega sáttur við að vita það ekki. Ég geri einfaldlega ráð fyrir að ef svarið væri annað og meira en röð tilviljana þá lægi það ljóst fyrir. Og ég geri líka ráð fyrir að ef mér væri ætlað að vita svarið þá færi það ekkert á milli mála.

Það sem verra er, samhliða spurningunnni er oftast gefið í skyn að svarið sé að finna í trúarbrögðunum.

Þetta hef ég aftur aldrei skilið. Trúarbrögðin hafa nákvæmlega ekkert svar, ekki heldur fyrir trúaða. Alveg eins og trúarbrögð hafa reynt að skýra tilvist heimsins með skapara þá eru þau bókstaflega kjaftstopp þegar kemur að því að svara hvernig viðkomandi skapari varð til. Vandræðalegir útúrsnúningar og tafs um að það sé eitthvað sem við ekki skiljum kemur í bakið á þeim þegar þeim verður ljóst að það er alveg eins gott að sætta sig við takmarkaðan skilning á upphafi heimsins án þessa skapara.

Sama gildir um tilgang lífsins og hvers vegna við hugsanlega erum til. Trúarbrögðin hafa engin svör heldur reyna aðeins að færa spurninguna til um einn reit. Það er nefnilega sama hvaða svar trúarinnar er skoðað, það fæst aldrei svar við augljósri spurningu "og hver er tilgangurinn með því?"

Valgarður Guðjónsson 25.01.2011
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Ólafur H. Ólafsson - 25/01/11 17:23 #

Mikið til í þessu hjá þér og góður pistill frá ykkur að venju..;)


Jon Steinar - 25/01/11 21:18 #

Góður og jarðbundinn pistill.

En hvað segja menn um þetta: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/25/starfshaettir_grunnskola_skuli_motast_af_kristinni_/

Er idíótíinu inni á þingi engin takmörk sett?


Valtýr Kári - 26/01/11 19:57 #

Nei, nei, Jói Steinar. Alls ekki.

“Two things are infinite: the universe and human stupidity; and I'm not sure about the the universe.” - Albert Einstein (1879-1955).

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.