Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gullkálfurinn baular á jólanótt!

Mörgum finnst ómissandi hluti af jólastemmingunni að heyra falleg jólalög þegar fjölskyldur koma saman á háheiðinni jólahátíð. Það voru mistök að stilla á beina útsendingu frá Grafarvogskirkju í ár. Fjöldi manns fékk velgju og slæmt eftirbragð af jólamatnum undir jólaræðu séra Vigfúsar. Með hraði þurfti að setja geisladisk í stereo-græjurnar eða stilla erlendar sjónvarpsrásir til að eyðileggja ekki jólastemminguna.

Það var óendanleg kaldhæðni þegar séra Vigfús sagði áhorfendum frá því að í fyrri heimstyrjöldinni hefðu byssurnar þagnað á jólum, hermenn staðið upp úr skotgröfunum og óskað mótherjum sínum gleðilegra jóla. Jafnvel leikið jólalög hverjir fyrir aðra. Þetta er góð saga og sýnir að jafnvel hörðustu andstæðingar geta sameinast á jólum með vinsemd og kærleik.

Jólaræða séra Vigfúsar hefði getað sameinað landsmenn, en án viðvörunar hóf hann, ólíkt hermönnunum, að skjóta andstæðinga sína í bakið. Í miðri jólaræðunni fretaði hann gaggandi dægurþrasi yfir áheyrendur með tilheyrandi útúrsnúningum og ósannindum um mannréttindaráð Reykjavíkur. Þarna blasti við hlustendum ískaldur eyðingarmáttur trúarinnar sem boðar sundrungu þegar fjölskyldur landsins sameinast á jólum í gleði og kærleik.

Ekki var jólaræða séra Arnar Bárðar á hærra stigi, en hún fékk sem betur fer ekki að hljóma í beinni. Hann notaði tækifærið til að drulla yfir trúleysingja. Því miður er hátterni og margt af þessum skoðunum þröngs hóps áberandi karlpresta farið að minna óþægilega á skoðanir kaþólskra fasista í byrjun 20 aldar. Á Íslandi er að verða til lútersk ríkiskirkjuklíka sem veður yfir allt og alla á skítugum skónum. Þar er hnefaréttur þess sterka réttlættur með helfalskri barnatrúfélagaskráningu í Þjóðskránni. Allt svo að gráhærðu strákarnir í ríkiskirkjunni með guðfræðipróf fái laun og megi gera það sem þá langar við skattfé og eigur almennings. Svo langt hefur þessi klíka gengið að ríkiskirkjan reyndi að stjórna lýðræðislegum kosningunum til stjórnlagaþings. Engri annarri ríkisstofnun eða ríkisforstjóra dettur slíkt siðleysi og ólýðræðisleg hegðun í hug. Hugsið ykkur ef forsetinn hefði útbúið sérstakan lista til að tryggja sína stöðu á stjórnlagaþinginu. Þetta jaðrar við valdarán, löglegt en siðlaust.

Ég skora á ríkisstarfsmennina Vigfús og Örn Bárð að vera menn að meiri og biðja landsmenn formlega afsökunnar að rjúfa jólafriðinn til að sína hnefarétt sinn. Slæmu stríðsjólaræðurnar eru eflaust fleiri þessi jólin, en þetta eru mennirnir tveir sem hafa látið hæst í rétttrúnaðinum. Ég vil að lokum óska þeim félögum og landsmönnum öllum árs og friðar.

Frelsarinn 28.12.2010
Flokkað undir: ( Jólin , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Halla Sverrisdóttir - 28/12/10 10:55 #

það var nú í FYRRI heimsstyrjöldinni sem þýskir og enskir skotgrafarhermenn lögðu niður vopnin á jólanótt, í fyrsta sinn árið 1914. Og það er falleg saga, hvað sem sagnfræðilegri nákvæmni líður. Er þessi ræða einhvers staðar til á netinu?


Sigurlaug - 28/12/10 12:05 #

Talandi um jólafrið, þá minnir mig alveg örugglega að á Norðurlöndum hafi jólafriður verið lögbundinn frá heiðnum sið og allt fram á 16.öld. Þ.e. í 3 vikur frá vetrarsólstöðum, þá mátti ekki rétta yfir fólki og öll lögbrot framin á þessum friðhelga tíma fengu tvöfalda refsingu.

Þannig að friður á jólum er ekkert nýtt fyrirbæri. Og eins og Halla bendir á þá átti atburðurinn sem að presturinn vísar í sér stað í fyrri heimsstyrjöldinni en ekki þeirri seinni. Hér er smávegis um þetta á wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Christmas_truce


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 28/12/10 14:02 #

Takk fyrir ábendinguna Halla. Búið að laga :)


Arnar - 28/12/10 18:22 #

Hann Vigfús ætti að vera stoltur af syni sínum fyrir þjófnaðinn hjá Símanum.


Halla Sverrisdóttir - 28/12/10 22:58 #

Arnar, hér er verið að gagnrýna Vigfús fyrir frammistöðu sína í embætti, ekki barnauppeldi eða neina gjörðir uppkominna barna hans. Það er lítilmótlegt að blanda slíku inn í umræðuna hér. Mér finnst að vefstjórar ættu að þurrka út athugasemdir sem þessar.


Árni Árnason - 29/12/10 00:37 #

Verð að vera sammála Höllu. Séra Vigfús á alveg nógu bágt þó að ekki sé verið að blanda uppkomnum börnum hans inn í myndina.


Björn I - 29/12/10 01:10 #

Ég er ósammála Höllu og Árna. Það er ekkert að því að benda á afrakstur kristilegs uppeldis.


Ólafur - 29/12/10 07:51 #

Já, það er um að gera að draga allan sorann í kringum þessa guðsmenn fram, þar á meðal gjörðir afkvæma þeirra sem ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera uppfullir af kristilegu siðferði og um leið fyrirmyndir annarra.


Arnar - 29/12/10 17:15 #

Sonur Vigfúsar er fullorðinn Halla. Endilega haltu áfram þinni forræðishyggju. Árni hann á ekkert bágt hann gerir ekkert fyrir samfélagið hann borgar ekki skatta og er með of há laun.


Árni Árnason - 29/12/10 23:07 #

Það er alveg ljóst að prestar þurfa ekkert endilega að vera trúaðir, fyrir suma þeirra er þetta bara þægileg og vel launuð innivinna, með öðrum orðum business. Það er enfremur ekkert fast samband milli trúar og siðferðis, eða prestskapar og siðferðis ef út í það er farið og prestasynir síst betri en annað fólk. Fannst bara rétt að prestsonurinn stæði sjálfur fyrir sínu.

Séra Vigfús á andlega bágt eins og aðrir hræsnarar.


Halla Sverrisdóttir - 29/12/10 23:37 #

Forræðishyggja???? Ég stend við mína athugasemd. Þegar fólk er gagnrýnt fyrir sín störf er ómálefnalegt og ósiðlegt að blanda saman við það einkalífi þess, fjölskylduhögum eða afkomendum. Slíkt kemur gagnrýninni á störfin ekkert við heldur rýrir hana og dregur niður á lágkúrulegt skítkastsplan. Gjörðir sonar Vigfúsar endurspegla ekki siðferðisstig Vigfúsar, þótt opinber málflutningur hans hans kunni vissulega að gera það. Höldum okkur því við að ræða innihald prédikana hans, sem hann flytur sem opinber starfsmaður, en látum fjölskyldu hans í friði. Afrek sonar hans má ræða á öðrum vettvangi, þyki ástæða til þess, og í öðru samhengi.


Björn I - 29/12/10 23:52 #

Þú stendur þá bara við að hafa rangt fyrir þér Halla.

Kristlingar agitera mikið fyrir því að þeirra siðferði sé betra en annarra og að börn trúlausra hljóti ekki jafn gott uppeldi og þeirra sem eru í sigurliðinu.

Það er því einfaldlega við hæfi að benda á þegar í ljós kemur að slíkur málflutningur er byggður á sandi.

Ef ég réði mundi ég líka vilja benda á skuldastöðu Grafarvogskirkju, orgelið og hverjir "greiddu götu þess" á sínum tíma.

Þá kæmi hinn sanni guð þeirrar kirkju, sem mér skilst að haldi úti þremur prestum, í ljós.


Arnar - 30/12/10 00:45 #

Það er rétt hjá þér Björn I þess vegna var ég að segja þetta. Kristnir halda fram að þeir séu með betri siðferði en annarri hópur.


Atli Jarl Martin - 30/12/10 10:35 #

Siðferði © Kristnir. Orðið oxymoron á hvergi betur við.


danskurinn - 31/12/10 18:01 #

Nietzsche sagði um presta að þeir væru siðferðilegir hryðjuverkamenn ;-)


Brian R. - 02/01/11 00:03 #

Halla, með fullri virðingu:

þýskir og BRESKIR skotgrafarhermenn. Skotar, Írar og Walesbúar voru með.


Halla Sverrisdóttir - 02/01/11 14:04 #

Það er að sjálfsögðu hárrétt hjá þér, Brian. I stand corrected.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.