Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju trúir þú ekki á jólasveininn?

Jólasveinar

Annað kvöld kemur Stekkjastaur til byggða. Eða svo segir sagan. Þegar ég var ungur drengur trúði ég í mikilli einlægni á jólasveininn. Ég meina, ég hafði enga ástæðu til að trúa ekki á hann. Foreldrar mínir sögðu mér að hann væri til í alvörunni, og auðvitað trúir maður mömmu sinni og pabba þegar maður er 4 ára.

Síðan liðu nokkur ár og meðal vina minna fór að kvisast út sá orðrómur að jólasveininn væri ekki til í raun og veru, heldur væru það foreldrar okkar sem settu dót í skóinn eftir að við sofnuðum. "Hvílík og önnur eins regin hneysa!" hugsaði ég með mér, af hverju ættu foreldrar mínir að ljúga að mér?

Eftir að hafa þráast við í fyrstu fór ég þó að hugsa nánar út í málið. Það fyrsta sem vakti grunsemdir mínar var misræmið í sögunum af jólasveininum. Átti jólasveininn ekki að gefa öllum börnum í heiminum gjafir á EINNI nóttu? Ég áttaði mig á því að það væri vissulega ákveðinn tímamismunur hjá börnum heimsins, en þetta hljómaði nú samt eiginlega of ótrúlega til að vera satt.

Og af hverju voru íslensku jólasveinarnir 13, og bjuggu upp til fjalla, en ekki á Norðurpólnum? Voru íslensk börn ekki nógu góð til að fá athygli frá aðal jólasveininum? Var jólasveininninn einn eða margir? Sömuleiðis fannst mér kvæðið um jólasveinana 1 og 8 mjög ruglandi í þessu samhengi. Við nánari athugun voru margar undarlegar þversagnir í sögunum af jólasveinunum.

En það sem mér fannst samt erfiðast að samþykkja var hið alsjáandi auga jólasveinsins. Hvernig í ósköpunum gat jólasveininn vitað hvaða börn voru þæg og hver óþæg? Og hvernig komst hann eiginlega inn? Ég svaf alltaf við lokaðan glugga!

Ég hef líklega verið 9 ára gamall þegar ég horfðist loks í augu við þá staðreynd að holurnar í sögunni um jólaveininn voru of margar og of stórar til að halda vatni. Jólasveininn er ekkert nema ímynduð vera, stjórntæki sköpuð af samfélaginu til að beita okkur félagslegu taumhaldi og tryggja að við högum okkur vel. Kunnulegt stef, ekki satt?

Allir fullorðnir einstaklingar hafa fyrir löngu afgreitt söguna um jólasveinina sem bull sem enginn viti borinn maður trúir á fullorðinsárum. Er ekki kominn tími til að við áttum okkur á því að sögurnar af Jesú eru jafn götóttar og sagan af jólasveininum?

Siggeir F. Ævarsson 10.12.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja , Jólin )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 10/12/10 15:52 #

Hvurslags? Vissulega eru til margir falsjólasveinar og sögur af honum ekki alltaf sannar en það afsannar ekki tilvist jólasveinsins. Þvert á móti benda allar þessar sögur til að jólasveinninn sé til, líklega margir, en skynjun manna á þeim er greinilega mismunandi.

Svo má ekki gleyma öllum lögunum, ljóðunum og teikningunum sem gerðar hafa verið af jólasveinum sem sýna að þeir eru rótgróinn partur af vitund okkar, sjálfsmynd og menningu. Sá maður er óneitanlega miklu fátækari sem hefur ekki jólasveininn.

En ef menn ætla að kasta jólasveininum svona á sorphauga sögunnar fara jólin brátt sömu leið. Þá fá menn ekkert frí í kringum vetrarsólstöður og búast má við gífurlegri óþegð barna sem skilar sér svo síðar í eiturlyfjaneyslu og siðleysi, uppblæstri lands og nauðhyggju.

Það eru kjánar og heimskingjar sem afneita tilvist jólasveinsins vegna þess að þeir rýna bara á beran bókstafinn og strípaðar sögur um hann án nokkurs tillits til þess tíma þegar sögurnar voru skráðar eða í hvaða menningu þær voru sagðar. Tilvist hans er miklu fíngerðari og dýpri en svo að slíkt sé réttlætanlegt. Svona andleg örbirgð og mannvonska er mikið sorgarefni en ég tek þó glaður á móti Stekkjastauri aðra nótt.


Heiðrún Sveinsdóttir - 10/12/10 18:49 #

Sammála Reyni.


caramba - 11/12/10 00:04 #

Ég fæ ekki betur séð en hér sé gerð tilraun til að líkja Jesú, einum mesta byltingarmanni mannkynssögunnar, við Stekkjarstaur. Sagt er að jólasveinarnir séu þrettán talsins en ég hef það á tilfinninguna að þeim fari fjölgandi. Fyrr á tímum var þessi ámátlega klaufska og álappalega sjálfsmynd Íslendingsins notuð til að hræða með börn sem áreiðanlega hafa sótt huggun í þá tilhugsun að líklega væri þessi hræðilega vera ekki til. Þeir sem rugla saman Jesú og því forneskjulega stofnanaveldi sem kennir sig við hann eru í svipuðum sporum og börnin. Ef Jesú væri uppi nú á dögum myndi hann sennilega segja við Reyni og aðra sem bera brigður á tilvist hans: "Jú, víst er jólasveininn til. Sjá, hann er hið innra með yður!" :)


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/10 00:34 #

Skarplega athugað hjá þér "caramba", þó svo að mér þyki þú taka ansi djúpt í árinni þegar þú kallar Jesú einn mesta byltingarmann mannkynssögunnar.

En hér er enginn (nema kannski þú), að rugla saman Jesú og því stofnanaveldi sem við hann er kennt.


gös - 12/12/10 15:37 #

@caramba:

Það eru dæmigerð taktík hins móðgaða og þess sem hefur slæman málstað að rugla viljandi saman hugtökunum "að bera saman" og "að leggja að jöfnu." Þú notar orðin "líkja við" en merkingin sem þú leggur í þau er "leggja að jöfnu."

Taktu vel eftir: "Jesús (að því gefnu að hann hafi verið til) var betri maður en Hitler."

Þarna bar ég Hitler og Jesús saman án þess að leggja þá að jöfnu.

P.S. Ég veit að þú et líklegur til þess að andmæla kröftuglega að þú sért að þessu en þú mátt alveg sleppa því ef tilgangurinn er að sannfæra mig.


Anonymous - 16/12/10 23:48 #

"Ég fæ ekki betur séð en hér sé gerð tilraun til að líkja Jesú, einum mesta byltingarmanni mannkynssögunnar"

@ caramba, jesús er útþynnt sull úr mun eldri sögum, ósíris og freyr eru same shit diffrent name.

þeir áttu allir að vera fæddir af hreinni mey á jólunum, í jötu og til þeirra komu 3 vitrir menn. það er laaangur listi yfir svona menn sem framkvæmdu kraftaverk og halelúja og amen en nei þú trúir því víst ekki því að þeir eru knockoff og biblían er heilagur sannleikur því það stendur í biblían sé heilagur sannleikur.

ég ætla að gera ráð fyrir þvi að þú hafir heyrt um örkina hans nóa.

núna ætla ég að kenna þér sögu 103, einu sinni var maður sem hét Úrúk(úgalabúgala eða einhver andskotinn) hann smíðaði örk og bjargaði shitload af dýrum, en það er ekki aðal málið, aðal málið er það að það er orðrétt eins og sagan um nóa, nema gettu hvað?

sagan af úrúk og örkinni er elsta skrifaða saga sem til er, í raun elsta ritaða heimild sem til er. skrifuð í gilgamesharkviður á stein.

úrúk er úr pagönskum trúarbrögðum. þegar gyðingdómur var að koma sér fyrir varð hann að recruita fólki, meðal annars með því að skíta yfir fyrri trúabrögð og segja þau slæm.

fallega skógarguðinum Pan var breytt í Satan, með sínar klaufir og horn.

og fyrir utan það var jesús eins og lýst í biblíunni, ómerkilegur lygari, barnaníðingur og morðingi.

alvitur, algóður og almáttur skapari gengur ekki í skrokk á tré fyrir að bera ekki ávöxt í þurrkatíð. 1.hann var of heimskur að skilja þurrkatíð, 2.hann lét það ekki bera ávöxt, 3.honum var sama, hann er ekki algóður. (með þeim fyrvara að sagan væri sönn og hann í raun algott almætti eins og kirkjunnar menn vilja heimta)

og já ég á betri dæmi en ofbeldi í garð gróðurs.


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 16/12/10 23:54 #

Þess má til gamans geta, svona í samhengi við síðasta komment, að þegar Spánverjar komu til Ameríku í fyrsta skipti sögðu innfæddir þeim goðsögur sínar. Þar á meðal var flóðasaga sem var svo sláandi lík sögunni af Nóaflóðinu að Spánverjarnir fóru nánast á taugum, og voru sannfærðir um að þarna væri um samsæri að ræða komið frá djöflinum sjálfum, og voru þeir sannfærðir um að hann hefði ferðast þangað á undan þeim og sagt þeim innfæddu söguna, til þess eins að fokka aðeins í hausnum á þeim.


Kári - 21/12/10 09:53 #

Þannig að það má þakka þeirri blekkingu foreldra þinna að segja að Jólasveinninn sé til, að þú fórst að nota rökhugsunina og varðst svo trúlaus? Þannig að segja börnum að Jólasveinninn sé til eykur líkurnar á trúleysi á fullorðins árum? Bara smá djók, og Reynir good one lol.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.