Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bjarni Karlsson víki úr Velferðarráði

Nú liggur tillaga Mannréttindaráðs Reykjavíkur um skýra starfshætti er varðar aðkomu trúfélaga að leik- og grunnskólum Reykjavíkur fyrir hjá þrem ráðum Reykjavíkurborgar; Menntaráð, Íþrótta- og tómstundarráð og Velferðarráð Reykjavíkur.

Í Velferðarráði Reykjavíkur er sóknarprestur Laugarneskirkju, Bjarni Karlsson. Augljóst er að hann hefur töluverða hagsmuni að gæta þar sem hann er vígður prestur innan hinnar boðandi ríkiskirkju. Því ber séra Bjarna Karlssyni að víkja úr ráðinu á meðan tillaga Mannréttindaráðs er til umfjöllunar.

Ritstjórn 23.11.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning , Vísun )

Viðbrögð


Tumi - 23/11/10 14:38 #

Hefði ekki Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, átt að sjá sóma sinn í að víkja úr Mannréttindanefnd?

Ef út í það er farið: Gæta ekki allir einhverra hagsmuna í þessu máli? Það eru örfáir sem geta sagst vera alveg hlutlausir í þessu máli – og þá síst Bjarnarnir tveir: presturinn og aðskilnaðarsinninn.

Það hefði átt að fara mun faglegar að öllu þessu máli og mér finnst umræðan aldrei hafa verið tekin almennilega, fyrir utan skítkast á borð við „út með trúna, inn með heimspeki!“ eða „á þá að banna litlu jólin líka?“. Þá örsjaldan sem maður sér málefnalega umræðu um þetta kafnar hún of fljótlega.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 14:42 #

Hefði ekki Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, átt að sjá sóma sinn í að víkja úr Mannréttindanefnd?

Hann gerði það.


Halla Sverrisdóttir - 23/11/10 15:07 #

Mér þóttu aðdróttanir um meinta hlutlægni Bjarna Jónssonar ósanngjarnar, þar sem hann situr í Mannréttindaráði sem fulltrúi flokks en ekki sem fulltrúi Siðmenntar; ég skil hins vegar ákvörðun hans um að víkja úr ráðinu á meðan ályktunin væri til umfjöllunar, enda hafði þá Sjálfstæðisflokknum og ýmsum kirkjunnar mönnum tekist vel að gera hann tortryggilegan að ósekju.

Mér finnst með sama hætti engin ástæða til að gera Bjarna Karlssyni upp hlutlægni þar sem hann situr í Velferðarráði sem fulltrúi flokks en ekki sem fulltrúi Þjóðkirkjunnar og finnst ótækt að beita sömu rökum gegn honum og aðrir hafa verið gagnrýndir mjög fyrir að beita gegn nafna hans Jónssyni. Þar til Bjarni Karlsson verður uppvís að því að vera ekki hlutlaus í umfjöllun sinni finnst mér því ástæðulaust að krefjast þess að hann víki.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 15:13 #

Bjarni Karlsson er, ólíkt Bjarna Jónssyni, beinn hagsmunaaðili í málinu. Hann starfar (á launum) fyrir aðila sem verið er að reyna að stöðva í trúboði í skólum borgarinnar.

Halla, meðan þú ert afar upptekin af því að vera kurteis við kirkjuna er valtað yfir þig úr hinni áttinni.

Ekki láta þér bregða þó málið tapist ósköp einfaldlega.


Sigurgeir Sigmundsson - 23/11/10 15:42 #

Séra Bjarni Karlsson er annálaður heiðursmaður sem aldrei hefur fallið blettur á. Hann hefur sýnt að hann stendur í fæturna þó svo að við æðri máttarvöld sé að etja og komið mörgu góðu til leiðar. Á Alþingi Íslendinga sitja dæmdir sakamenn og fólk sem tengist hruninu á ýmsan hátt og hefur margskonar hagsmuna að gæta. Meðan svo er sé ég ekki ástæðu til þess að aðrir einstaklingar þurfi að víkja vegna einhverskonar hagsmunatengsla eða annrra tengsla.............


Asta Norrman - 23/11/10 15:57 #

Spurnig til Sigurgeirs! Þú segir að Bjarni Karlsson, se heiðursmaður. Ég efast ekki um það, en er hann eitthvað betri karl en Bjarni Jónsson? Karlsson hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta, en ekki Jónsson.


Halla Sverrisdóttir - 23/11/10 16:29 #

Matti, gott að þér finnst ég kurteis - ég held reyndar að við höfum bara mismunandi stíl. En mér finnst mikilvægt að gera þessa umræðu ekki persónulega. Það er málstaðnum ekki til framdráttar og ekki heldur að nota "þau gerðu þetta, þá megum við gera þetta"-nálgunina (Eða fannst þér ég eitthvað aðeins of blíð við Örn Bárð? :) )

Nú vill svo til að ég hef lesið nóg af skrifum og hugleiðingum BK (og ekki er nú neinn skortur á þeim) til að vita að hann er ekki einasta mjög áhugasamur um trúboð heldur líka mjög andsnúinn ályktun Mannréttindaráðs. Honum er auðvitað frjálst að vera á móti henni og ég ímynda mér ekki annað en að þeir sem kusu Bjarna Karlsson í prófkjöri Samfylkingarinnar hafi verið meðvitaðir um að þar færi maður sem væri bæði prestur og með mjög sterkar skoðanir á ýmsu.

Ég geri einfaldlega þá kröfu til hans, eins og allra lýðræðislega kjörinna fulltrúa (nú komst BK reyndar ekki inn sem borgarfulltrúi en telst þó skv. mínum skilningi lýðræðislega kjörinn fulltrúi síns flokks í því ráði sem flokknum hugnast að setja hann í) að hann skilji sína persónulegu hagsmuni eftir við dyr fundarherbergisins. Ég tek undir það að "hagsmunir" séra Bjarna kunna að vera beinni en hagsmunir Siðmenntar-Bjarna en hvorugur er þó fulltrúi sinna samtaka/atvinnuveitenda í þessu tilfelli og það eru svo mörg dæmi um slík tengsl í ráðum og nefndum að það myndi æra óstöðugan að uppræta það. Einhvers staðar verður maður einfaldlega að gera þá kröfu til fólks að það láti ekki einkahagsmuni stjórna sér í ákvarðanatöku. Svo er ekkert sjálfsagðara en að tuða þegar það verður uppvíst að öðru.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 16:45 #

Það verður a.m.k. fróðlegt að heyra hvað fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Velferðarráði segja um þetta.


Halla Sverrisdóttir - 23/11/10 17:20 #

Þeir munu að sjálfsögðu ekki segja neitt, enda þjónuðu mótmæli þeirra gagnvart Bjarna J. eingöngu þeim tilgangi að gera ályktunina tortryggilega og láta núverandi borgarstjórnarmeirihluta koma út eins og einfeldninga og peð í höndum bíræfinna Siðmenntarmanna.


Þór - 23/11/10 17:28 #

Grátbrosleg sú umræða sem fór í gang um að einn þeirra sem sátu í mannréttindaráði væri félagi í Siðmennt. Ætli hinir sömu setji út á þetta sem kemur fram í greininni hér fyrir ofan? varla.

Trúað fólk er sumt svo hrokafullt og í raun veruleikafirrt, að það trúði því ekki að annað fólk (meirihluti mannréttindaráðs) gæti haft þá skoðun að trúboð ætti ekki heima í leik og grunnskólum. Þetta hlaut að vera Siðmenntarmanninum að kenna. Hann hafði troðið sínum skoðunum upp á ráðið .... og ástæðan fyrir því að þessar tillögur voru settar fram var sú að siðmenntarmaður sat í ráðinu... það var ekkert annað sem kom til greina hjá þessu trúfólki ? Ekki að meirihluti mannréttindaráðs var á þeirri skoðun að trúboð ætti ekki heima í leik og grunnskólum.

Skoðun (og trú) hinna trúuðu er nefninlega "hin eina rétta" og ef aðrir eru á annari skoðun að þá fer allt í háaloft. Eins og í þessu tilviki með tillögur Mannréttindaráðs. Prestar, guðfræðingar og meira að segja biskupinn fara mikinn í messum, viðtölum, blaðagreinum og útvarpsmessum sérstaklega, um hve "slæmir" hinir vantrúuðu/trúlausu eru. Ætla ekki að hafa eftir hér það sem komið hefur frá þessum aðilum en það er ekki fallegt.

Ég hef miklar áhyggjur af því að vegna ítrekaðra blekkinga og lyga presta og þeirra sem hafa talað mest gegn þessum tillögum verði til þess að mannréttindaráð bakki með tillögur sínar. Mannréttindi barnanna ?? neih.. mannréttindi hinna trúuðu til að troða sínum lífsskoðunum upp á óhörnuð börn, það er aðal atriðið.

Læt þetta nægja í bili en málflutningur hinna trúuðu er svo ótrúlegur að manni fallast hendur í hvert skipti sem þessir aðilar tjá sig um þetta mál.

Hvað varð um kristilega siðferðið og kærleikinn fyrir náunganum ...


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 17:34 #

Ég hef miklar áhyggjur af því að vegna ítrekaðra blekkinga og lyga presta og þeirra sem hafa talað mest gegn þessum tillögum verði til þess að mannréttindaráð bakki með tillögur sínar.

Ég er ósköp hræddur um það líka.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 17:39 #

Kristilegt siðferði er byggt á lygum, þ.a.l. er kristilegt siðferði bull og blekking. Kærleikurinn gildir fyrir náungann sem er sömu trúar og þú, þ.e. kristinn. Allir aðrir eru á móti þér, þannig að það er alltaf hentugt fyrir þetta pakk að gera sig að fórnarlambi í hvert sinn sem svona umræða á sér stað.

Ómerkilegri lygamerði líkt og helstu talsmenn kirkjunnar er ekki að finna á hverju strái, þeir eru fáir en ötullir andskotar - verst hvað mikið af fólki fellur fyrir rausinu í þessum óvirðingarverðu mannóbermum, flautaþyrlum og aumingjum.

Mega þeir lengi lifa, sér til ævarandi skít og skömm.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 18:30 #

Það er líka mikilvægt að hafa í huga að vanhæfni snýst ekki um hvort viðkomandi er heiðarlegur eða ekki, heldur hvort sá hinn sami á hagsmuna að gæta.

Heiðarlegt fólk dregur sig í hlé þegar svona staða kemur upp, einfaldlega til að enginn vafi leiki á að ákvörðun hafi verið tekin á hlutlausan hátt.


siggipall - 25/11/10 12:32 #

Valgarður, þú segir sjálfur að þetta snúist um hvort fólk sé heiðarlegt eða ekki. HEIÐARLEGT fólk dregur sig í hlé. þá skiptir bara Öllu máli að um heiðarlegt fólk sé að ræða sem sest í þetta ráð. Bjarni j. er heiðarlegur, dró sig í hlé bara vegna þess að einhver skuggi gæti hugsanlega fallið á setu hans í þessu ráði. ekki að það hafi verið einhver efi um hann, bara hugsanlega. því miður þá er bjarni karlsson ekki eins. Og ég er ansi hræddur um að það þurfi meira til að hann fari. Finnst samt engum óeðlilega lítil umræða um setu hans í þessu ráði í blöðunum?


Halla Sverrisdóttir - 25/11/10 17:21 #

Það er kannski ekkert undarlegt að fjölmiðlar hafi lítið spáð í aðkomu Bjarna K. að málinu þar sem hann situr ekki í Mannréttindaráði heldur Velferðarráði og er fyrst núna, eftir að ályktunin hefur verið send öðrum ráðum til umsagnar, að fjalla um hana. Það væri hins vegar ágætt ef einhver tæki nú við sér og sendi blöðunum ábendingu um að hafa samband við Bjarna K. og spyrja hann hvort honum finnst hann hæfur til að fjalla um málið.

Fyrirsögnin á fréttinni yrði að sjálfsögðu "Það er ekki sama Bjarni eða séra Bjarni".

Reyndar botna ég ekki alveg í því af hverju Velferðarráð þarf að fjalla um ályktunina, veit einhver á hvaða forsendum það var ákveðið?


Líf Magneudóttir - 25/11/10 23:27 #

Mér finnst að umræðan ætti frekar að snúast um af hverju tillögunni var vísað til velferðarráðs. Velferðarráð hefur bara EKKERT um þessa tillögu að segja.


Benjamín - 29/11/10 16:15 #

Obbobbobb, við skulum nú ekki gefa fólki of mikinn heiður án þess að vera alveg viss um að það eigi rétt á sér. ;)

Í fyrsta lagi bara svo að mín skoðun á aðalatriðinu sé skýr þá er ég sammála því að Bjarni Karlsson ætti að víkja úr velferðarráðinu þegar þetta málefni verður tekið fyrir.

Hins vegar vil ég leiðrétta hér eftirfarandi rangfærslu Matta: "Bjarni Karlsson er, ólíkt Bjarna Jónssyni, beinn hagsmunaaðili í málinu. Hann starfar (á launum) fyrir aðila sem verið er að reyna að stöðva í trúboði í skólum borgarinnar."

Bjarni er ekki, ÓLÍKT Bjarna Jónssyni, beinn hagsmunaaðili heldur er hann LÍKT og Bjarni Jónsson hagsmunaaðili, og mér finnst satt að segja "beinn" þarna vera ofaukið (a.m.k. um Karlsson). Laun Bjarna Karlssonar koma málinu ekki við í þessu tilviki þar sem að þau eru samkvæmt minni bestu vitund alveg óháð því hvort að hann líti í einhverja skóla eða leikskóla. Ef þið hafið áreiðanlegar heimildir fyrir því að þannig heimsóknir auki launin hans þá skal ég játa mistök mín í þeim hluta þessarar athugasemdar en þangað til þá held ég að við ættum ekkert að blanda ótengdum launum í málið.

Við skulum líka hafa það í huga að eins og var réttilega bókað í fundargerð mannréttindaráðs þá snertir þessi tillaga ÖLL trúar- og LÍFSSKOÐUNARFÉLÖG og í ljósi þess að Siðmennt er lífsskoðunarfélag þá er Siðmennt hagsmunaaðili að málinu.

Þar sem að ég hef ekki fylgst nógu vel með öllu þá vil ég óska eftir beinni tilvitnun í kirkjuna (heimasíðu hennar, stefnuskrá eða e-ð áreiðanlegt), að það sé STEFNA hjá þjóðkirkjunni að SÆKJAST EFTIR ÞVÍ að fara í skóla og leikskóla. Athugið að það er munur á því að kirkjan bjóði fram þjónustu og að hún sé að sækjast eftir því. Á eftirfarandi vefslóð má finna hins vegar skýrt að "irkjan virðir að fullu sjálfstæði skólans. Það er á valdi stjórnenda skóla hvort samstarf við kirkjuna er tekið upp eða ekki." http://kirkjan.is/node/10880

Hins vegar er Siðmennt með þetta á stefnuskrá sinni á heimasíðunni að "Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Í ljósi þess að þetta er í og athugið nú vel, STEFNUSKRÁ Siðmenntar, og Bjarni Jónsson er Varaformaður Siðmenntar þá hlýtur nú að vera hagsmunamál fyrir hann og félagið að þetta komist í gegn.

by the way, ég hef ekkert á móti þessu á stefnuskrá félagsins sem slíku, en finnst hálf kjánalegt að ætla að halda því fram að Bjarni Karlsson sé meiri hagsmunaaðili en Bjarni Jónsson þegar það eru ekki betri rök með því. Það líka minnkar trúverðugleika þess sem heldur því fram.

En jæja, síðan var það hitt sem mig langaði að rétt benda á að það er vissulega rétt að Bjarni Jónsson sá sóma sinn í að víkja af fundinum þegar þetta málefni var tekið fyrir... EN... það var ekki á fyrsta fundinum sem málið var tekið fyrir... þá datt honum það ekki til hugar, ekki einu sinni eftir að fulltrúar sjálfstæðisflokksins bentu á vanhæfi hans við umræðu þessa máls. Hann sá sóma sinn að lokum jú að víkja, og á heiður skilið fyrir það, en það má vel koma fram að hann gerði það eki strax og ekki með gleði (ef þið lesið bókun hans frá fundinum 26. okt 2010).

En enn og aftur, þá er ég sammála því að Bjarni Karlsson ætti einnig að víkja við umræðu þessa máls.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/11/10 21:06 #

Siðmennt hefur ekki stundað trúboð (eða aðra boðun) í leik- og grunnskólum borgarinnar þannig að tillaga Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur engin áhrif á félagið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.