Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Algjört og endanlegt siðrof

Stefán Einar Stefánsson

Stefán Einar Stefánsson framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags flutti erindi við upphaf kirkjuþings þarsíðustu helgi. Þar fór Stefán Einar, sem er menntaður guðfræðingur og viðskiptasiðfræðingur frá Háskóla Íslands, meðal annars með þessi ósannindi.

Þegar herskáir guðleysingjar og fylgdarsveinar þeirra reyna nú að koma í veg fyrir kristinfræðikennslu í skólum borgarinnar gengur þeim nokkuð til sem þeir ekki vilja viðurkenna á yfirborðinu. Málatilbúnaðurinn gengur allur út á að mannréttindi séu aðeins tryggð með algjörri þöggun um trúmál og trúarbrögð. En markmiðið er að valda algjöru og endanlegu siðrofi á milli kristinnar kirkju og fólksins í landinu.

Ljósmynd fengin frá kirkjunni og notuð í samræmi við cc leyfi.

Ritstjórn 23.11.2010
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 11:02 #

Stefán Einar veit vel að engir, hvorki herskáir guðleysingjar né "fylgismenn" þeirra, eru að reyna að koma í veg fyrir kristinfræðikennslu. Þetta er lygi.

Af því leiðir að ekki er verið að tala um "algjöra þöggun um trúmál og trúarbrögð". Þetta er einnig lygi.

Í þessu felst heldur ekki algjör siðrof milli kristinnar kirkju og fólksins í landinu. Það eru fleiri kirkjur kristnar en Þjóðkirkjan sem Stefán Einar er í - og hefur a.m.k. tvisvar sótt um brauð hjá.

Málið snýst einungis um trúboð í skólum.


Einar (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 11:33 #

"Þegar herskáir guðleysingjar og fylgdarsveinar þeirra reyna nú að koma í veg fyrir kristinfræðikennslu í skólum".

Hvernig stendur á þessu ?? Aðilar sem tala gegn tillögum mannréttindaráðs fara ítrekað með rangt mál. Þeir hreinlega ljúga.

Útkoman er að fólk veit ekkert um hvað málið snýst. Eins og undirskriftasöfnunin gegn þessum tillögum, að í athugasemdum við undirskrift segir fólk að það vilji ekki að kristinfræði verði bönnuð og litlu jólin bönnuð og allt eitthvað svona.

Það er verið að blekkja fólk vísvitandi og prestar fara þar fremstir í flokki.

Ómælisvert, vægast sagt.


Eiríkur Kristjánsson - 23/11/10 11:40 #

Ef við gerum ráð fyrir að hann sé ekki vísvitandi að fara með rangt mál, þá virðist hann í besta falli ekki gera greinarmun á "kristniboði" og "kristinfræðslu". Það gæti líka útskýrt af hverju þeir sem stunda umræður og gagnrýni á trúarbrögð og kirkju séu sagðir "herskáir" og með "fylgdarsveina" o.þ.h. (enginn greinarmunur á "trúleysisfræðslu" og "trúleysisboði". En auðvitað gæti hann verið að segja ósatt viljandi (nema slíkt sé tekið fyrir í viðskiptasiðfræðitímum)


Björn I - 23/11/10 11:40 #

Hví kemur það fólki á óvart að prestar ljúgi? Hafa þeir ekki atvinnu af lygum? Hví ættu þeir þá ekki að beita lygum til að vernda sína hagsmuni?


Einar (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 11:41 #

Ámælisvert, átti þetta að vera.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 11:41 #

Ekki veit ég hvað siðrof er eða hvernig það getur orðið milli kirkju og þjóðar.

Hitt veit ég að sennilega eru kirkjunnar menn duglegri að fæla heiðvirt fólk frá þessari ríkisstofnun en trúleysingjar. Það tekst þeim með hroka sínum, skinhelgi og lygum.

Hvað má kalla mann sem lýgur ítrekað gegn betri vitund um leið og hann kennir sig við siðfræði? Og hvað má segja um stofnun sem ætti að vera vönd að virðingu sinni en virðist mylja undir ómenni og mannleysur og leggja steina í götu heiðvirðra manna?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 11:47 #

Eiríkur, Stefán Einar fer vísvitandi með rangt mál. Þetta hefur verið leiðrétt það oft undanfarin ár, meðal annars við Stefán Einar á bloggsíðu hans, að hann veit betur.


Eva Hauksdóttir - 23/11/10 11:57 #

Hverjir eru þessir 'herskáu' trúleysingjar? Er maður semsagt 'herskár' ef maður vill að börnin fái frið fyrir trúboðum? Eru þeir þá líka 'herskáir' sem vilja ekki að ég fari inn í skólana og kenni börnunum að syngja 'Ísland úr Nató'?


Árni Páll - 23/11/10 11:59 #

Málflutningur á þessu stigi er siðfroða að mínu mati.


Eiríkur Kristjánsson - 23/11/10 14:25 #

Matti, það lítur vissulega út fyrir það, og auðvitað á að kalla lygi lygi. Það væri þó kannski betra, ef umræðan á að bera ávöxt, að reyna að skilja hvernig viðmælandinn hugsar, að því gefnu að hann sé ekki eins og Láki jarðálfur sem sagði "en hvað er gaman að vera vondur".

Ef A segir að guð sé til en B ekki, þá getur vissulega verið að annar sé að ljúga, en það hlýtur að heyra til undantekninga, ekki satt?

En Stefán Einar hlýtur að vera nógu klár til að sjá hvað hann er að gera og skilja hvað hann er að segja.

Er ekki annars bara valdamiklir og verjendur þeirra sem eiga "herskáa" andstæðinga? Soldið eins og þegar "vígamenn" berjast gegn "herafla".


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 14:31 #

Mikið rétt.

Af hverju kjósa menn að segja ósatt um andstæðinga sína? Yfirleitt er það merki um að málstaðurinn er ekki góður.

Ég held að þetta sé ekki flóknara en það. Málstaður Stefáns Einars og kirkjunnar hans er ekki góður. Þau geta ekki varið trúboð í leik- og grunnskólum og kjósa því að láta eins og verið sé að ráðast á siðinn í landinu.


Hanna Lára (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 14:59 #

Í sjálfu sér kemur málflutningur S.E.S. ekki á óvart. Þeir sem hafa vondan málstað að verja nota iðulega óvönduð meðul. Mér þótti þó fyndið að sjá að maðurinn er "viðskiptaguðfræðingur" í rauninni hressandi heiðarleiki: Löngu er ljóst að klerkar eru ekki á höttunum eftir verðmætum næsta lífs; þeir sækjst eftir ÞESSA heims gæðum.

Allar þessar deilur um hverjar eignir kirkjunnar eru (voru /hafa verið/munu verða ) - og hversu óskaplega miklum verðmætum kirkjan gæti tapað á sambúðarslitunum við ríkið, (að ógleymdum launum presta sem eru u.þ.b.tvenn kennaralaun) benda augljóslega til þess að hugurinn dvelur ekki við boðskap frelsarans um fátækt og andstyggð hans á auðsöfnun.

Í öllum sínum málflutning eru kirkjunnar menn haldnir afar hentugri gleymsku – eða hvaða máli skiptir hvernig auðurinn safnaðist á hendur kirkjunni? Var það ekki annars aðallega með valdbeitingu?

En svona til að snúa aftur að viðskiptaguðfræðingnum þá ætla ég að reyna að útskýra málið á einfaldan hátt. Ég kann ekki við að nota orðið ‘VIÐ’ því þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju eru margir og misjafnir og mér dettur ekki í hug að spyrða okkur öll saman í hjörð.

  1. Mér er alveg sama hvaða trú þú hefur. Það hvarflar ekki að mér að reyna að fá þig –eða aðra – til að hætta að trúa. Ég áskil mér þó rétt til að hlæja áfram að því sem mér þykir fyndið og vikna yfir því sem mér finnst sorglegt.
  2. Ég vil ekki koma í veg fyrir kristinfræðikennslu – en vil sjá breytt fyrirkomulag þar á. Best fer á því að kennt sé fag innan samfélagsfræðinnar undir heitinu ‘trúarbragðafræði’ þar sem alls konar trúarbrögðum eru gerð skil – auk valmöguleikans sem ég styð: Trúleysi. Kristniboð innan skólakerfisins er ólíðandi. Foreldrar eru leiðbeinendur barna sinna um siðferði og hafa það val í hendi sér að ‘kristna’ börn sín. Það á skólinn ekki að gera: Skolinn á að FRÆÐA um staðreyndir og kenna börnum sjálfstæða hugsun, rökleiðni og aðferðir við upplýsingaöflun, en ekki setja skorður þar á með dogmatískum tilburðum.
    Ég er kennari og þykir nóg um hve mörgum kennslustundum í grunnskóla er varið til kennslu kristinfræði og trúboðs.
  3. Tískuorðið „siðrof “ („anomie“) eins og SES notar það er illa dulbúin árás á þá sem hugsa -líkt og ég- að það sé ekki í verkahring skólans að boða trú. Ég er orðin ákaflega þreytt á því að vera kölluð siðlaus, eingöngu vegna þess að ég aðhyllist ekki kristna trú. Það er gömul saga og ný – margir, ef ekki flestir, kirkunnar menn hafa ævinlega talað niðrandi um þá sem ekki eru þeim sammála og ekki er langt síðan slíkir voru ofsóttir. Nú bregður þeim heldur í brún, þegar fólk er farið að frábiðja sér slíkar aðfarir. Og þá er stutt í fúkyrðin; Siðlaus skríllinn enn og aftur að þenja sig! En þó er það merkilegt; Ég sem er trúlaus hóta ekki helvíti þeim sem eru annarrar skoðunar. Trúlausir eins og ég sprengja ekki upp kirkjur eða moskur. Trúlausir eins og ég hafa ekki aðgang að ríkisfjölmiðlum og sex milljörðum króna á ári úr ríkiskassanum (og ég myndi ekki einu sinni vilja það). Hver er nú siðlaus?

Björn I - 23/11/10 18:34 #

Hefur einhver sem gefur sig út fyrir að vera kristinnar trúar, sagt satt um hvað tilmæli mannréttindanefndar Reykjavíkur um að taka trúboð úr skólakerfinu ganga út á?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/11/10 18:48 #

Þeir eru nokkrir.

Og svo er allavega einn prestur sem hélt predikun sama dag og Karl Sigurbjörnsson, um sama efni, en með mjög ólíka nálgun.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.