Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aumasta trú sem til er

Landslag undir Eyjafjöllum

Prestur lét það uppúr sér í viðtali við húmanista um daginn, að trúin á manninn sé sú aumasta trú sem til er. Það kom kannski ekki mörgum á óvart að heyra prest segja þetta, það er ekkert nýtt að prestar vilji sannfæra fólk að það geti ekki lifað lífi sínu vel án guðs.

Síra Örn Bárður sem lét þessi orð falla á Bylgjunni þegar hann var að ræða við Sigurð Hólm, stjórnarmanni Siðmenntar. Hann sagði þetta í enda viðtalsins til þess að vara almúgann við að ef kristinboðun yrði bönnuð í leik- og grunnskólum, þá mundi vísindahyggjan og trúleysið ná völdum, og að "trúin á mannin, það er aumasta trú sem til er".

Hvað átti síra Örn annars við með "trú á manninn"?

Mögulega er verið að vitna í húmanismann, sem er sú lífsskoðun að maðurinn sér um að hanna sína eigin örlög og þarf til þess rökhugsun, siðferði og réttlæti.

Mögulega á hann við traust okkar sem við leggjum á hvort annað dags daglega, þegar við göngum niður götuna dags daglega og búumst ekki við að næsti einstaklingur eigi eftir að myrða okkur. Traust okkar á fjölskyldumeðlimi, samstarfsmenn og vini.

Kannski er hann að tala um allt það sem maðurinn hefur gert og guð ekki. Deilt er um hversu góði þeir hlutir eru, þarsem stríð og mengun eru hlutir sem maðurinn hefur náð að gera án hjálpar guðs. Mér þykir það ekki réttlátt að tala aðeins um neikvæðu hlutina, margt gott hefur komið fram vegna mannsins. Í bók sinni Demon Haunted World, skrifar Carl Sagan:

Advances in medicine and agriculture have saved vastly more lives than have been lost in all the wars in history.
(Framfarir í læknavísindum og landbúnaði hafa bjargað mun fleiri lífum en tapast hafa í öllum styrjöldum mannkynssögunnar til samans.)

Er rétt að nota orðið "trú" í þessu samhengi? Ekki er verið að byggja traust eða vonir á neitt ósannanlegt eða yfirnáttúrulegt. Það er ekki ósannanlegt að maðurinn sé til. Við sjáum hann út um allt, hann er efnislegur og svarar okkur oftast þegar hann er spurður. En Guð? Hann virðist svara sjaldan og þegar hann gerir það þá er ómögulegt að skilgreina milli svars og tilviljunarkennd heimsins.

Það væri grimmt af mér að segja að þessi trú á einhvern mögulega-kannski-hverveit guð sé sú aumasta trú sem til er, en þegar hann virðist ekki gefa miklar vísbendingar um tilvist sína, þá er spurning hversu mikið traust og von maður getur lagt á hann.

Hinsvegar var það maður en ekki guð sem kom með bólusetningu, sýklalyf og sjúkrahús. Það er maðurinn sem hefur bætt lífskjör okkar og lengt meðalaldurinn um áratugi. Það var maður sem fann upp tölvuna sem þú situr við núna og leyfir þér að hafa aðgang af uppsöfnuðum upplýsingum veraldar í gegnum netið.

Maðurinn er ekki fullkominn en hann er til og hann reynir sitt besta.

Kristján Lindberg 27.10.2010
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Björn Friðgeir - 27/10/10 12:11 #

Maður heldur að prestar hafi sagt það heimskulegasta sem hægt er að segja. Og svo segja þeir eitthvað heimskulegra.


kristjana - 27/10/10 12:45 #

"Meðan stjórnarskráin segir að kristni skuli vera ríkjandi skulum við virða það"

Ég er illa að mér í hvað stendur um trúmál í stjórnarskránni stendur einhvers staðar að kristni skuli vera ríkjandi? Ríkir ekki trúfrelsi? Á að grípa til einhverra ráða ef meirihlutinn minnkrar? Hvað er maðurinn að fara?

"Viljum við fá vísindahyggju, guðlausa vísindahyggju? Haldiði að það verði eitthvað betra?"

spurði presturinn og fyrirlitningin leyndi sér ekki. Já það væri nú agalegt ef við færum að láta vísindin hafa einhver áhrif á líf okkar og fara eftir vísindalegum niðurstöðum.

"Eða trúna á manninn, það er aumasta trú sem til er".

Ég varð hálfdofin eftir að hlusta á þetta, endilega smellið á linkinn, þetta er örstutt.


Birgir Hrafn Sigurðsson - 27/10/10 13:22 #

Hérna er fyrri hluti viðtalsins. Seinni hlutann er ekki hægt að nálgast. http://bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=59099


Hanna Lára (meðlimur í Vantrú) - 27/10/10 16:08 #

Þeir sem hafa vondan málstað að verja nota einmitt slaður og þvaður í staðinn fyrir rök. Ofan í allt saman hlaupa svo aðrir eftir því sem sérarnir segja og telja það allt satt og rétt. Þannig verður ein fjöður að tíu hænum og ég hef staðið í því á mínum vinnustað að reyna að leiðrétta allskyns 'misskilning' (les: rangtúlkun). Ýmsir kollegar með nefið úr liði og naríurnar í hnút af hneykslun, vilja ekki heyra um hvað málið snýst, heldur njóta þess að armæðast á innsoginu. Mín áskorun til þeirra sem þannig eru og þannig líður: LESIÐ ykkur til ÁÐUR en þið farið á límingunni yfir þessum mjög svo hófstilltu tillögum um nýja aðalnámskrá. Er trú ykkar og kirkja ekki sterkari en svo að geta haldið söfnuðinum saman? Þarf virkilega að leyfa beinan aðgang að nemendum? Hversvegna? Eru menn orðnir eitthvað hræddir um að fólk fari að hugsa?


Atli Jarl Martin - 27/10/10 17:51 #

Hversvegna? Eru menn orðnir eitthvað hræddir um að fólk fari að hugsa?

Það segir sig sjálft, hvergi muntu finna meiri óvin sannleika, sjálfsstæðis og gagnrýninnar hugsunar en einmitt í kirkjunnar mönnum. Það þarf ekki einu sinni að líta nema á brotabrot af sögu kristinnar trúar til að átta sig á því að það hefur verið aðalbaráttumál hennar frá upphafi.


Halldór Logi Sigurðarson - 27/10/10 22:53 #

Til hamingju Örn Bárður, þér tókst að taka umræðuna þína af plani leiðinlegs froðusnakks, rökleysu og afneitunar og færa alla leið niður í leikskólahjals mont.

Er hann að monta sig? Eru trúarumræður núna komnar út í mont? Ég þori sko að fara nær hengibrúninni, ég þori að fara alveg tvo metra lengra að henni! Nei ég!

Ömurlegt, og hann sýnir ekki þessa virðingu fyrir lífsskoðunum sem hann hefur einhversstaðar talað um.


Ólafur H. Ólafsson - 28/10/10 12:05 #

Þarna er umburðarlindið sem kirkjunar menn eru að bera út mætt í ÖLLU SÍNU VELDI!. Þessi orð hans Arnars Bárðars dæma sig sjálf. Er þetta sá boðskapur sem við EIGUM að sætta okkur við?? Ég skal bara taka það af mér þá að vera "GRIMMUR" og segja það að trúa á "einhvern mögulega-kannski-hverveit guð" sé AUMASTA TRÚ sem til er!!


JOÐ - 29/10/10 11:27 #

"Kannski er hann að tala um allt það sem maðurinn hefur gert og guð ekki. Deilt er um hversu góði þeir hlutir eru, þarsem stríð og mengun eru hlutir sem maðurinn hefur náð að gera án hjálpar guðs. "

Mörg stríð eru heyjuð í nafni guðs og trúar, er það ekki "guðs verk"??

Eða meintu "fjöldamorð" guðs sbr. örkin hans Nóa....sem kristið fólk trúir á...

bara svona til að benda á að margt ljótt sem maðurinn gerir, gerir hann vegna trúar sinnar á guð einnig á guð að hafa gert ansi marga ljóta hluti samkvæmt biblíunni...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.