Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Arfleifð Darwins

Arfleifð Darwins

[Facebook]

Við viljum vekja athygli á bókinni Arfleifð Darwins sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út núna fyrir stuttu. Bókin ætti líklegast að vera fáanleg í öllum betri bókabúðum en bendum þó á að hún er til sölu hjá Bóksölu stúdenta á 30% afslætti út október. Einnig er hægt að panta bókina með því að hafa samband við Hið íslenska bókmenntafélag (sími: 588 9060 og netfang: hib@islandia.is).

Nánar má lesa um bókina á heimasíðu Háskóla Íslands og í formlegri tilkynningu HÍB(.pdf):

Í Arfleifð Darwins er þráðurinn tekinn upp þar sem Darwin skildi við hann og raktar ýmsar hugmyndir og niðurstöður rannsókna síðari tíma. Bókin inniheldur fjórtán greinar ritaðar af sextán íslenskum fræðimönnum á sviði líffræði, jarðfræði, trúarbragðafræði og vísindasagnfræði. Tilefnið er að árið 2009 var 200 ára afmæli Darwins og 150 ár frá útgáfu Uppruna tegundanna. #

Við þurfum varla að taka það fram en við fögnum þessari útgáfu og óskum hlutaðeigandi aðiljum til hamingju með þetta vandaða og veglega verk.

Þróunarkenningin er víðtækasta kenning líffræðinnar og snertir alla þætti lífsins. Charles Darwin lagði grundvöllinn að henni árið 1859 í einni frægustu bók allra tíma, Uppruna tegundanna. Þar útskýrði hann hvernig allar lífverur hafa aðgreinst frá sameiginlegum forföður á löngum tíma og hvernig náttúrulegt val hefur leitt til aðlögunar lífvera að umhverfi sínu. Síðan hafa vísindamenn mótað þróunarfræðina og sannreynt kenninguna með endurteknum prófunum. Þróunarkenningin á brýnt erindi því að hún skýrir lífheiminn, frá smæstu veirum til heilla vistkerfa - og ekki síst uppruna og þróun mannsins.

Ritstjórn 07.10.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Guðmundur I. Markússon - 08/10/10 13:50 #

Þetta er stærri viðburður en kannski margir gera sér grein fyrir. Hér á landi hefur verið skortur á skrifum fyrir almenning um Darwin -- vantar að mestu þá bókmenntagrein sem kölluð er "popular science". Þetta er virkilega flott framtak.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.