Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúleysingjar og efahyggjumenn vita mest um trúarbrögð

Opin Biblía
Eru trúleysingjar duglegri að kynna sér innihald Biblíunnar?

Hvað leiðir til trúleysis? Nú, að vita eitthvað um trúarbrögð og velta þeim fyrir sér. Það virðist allavega vera niðurstaða könnunar sem gerð var í Bandaríkjunum.

Þeir sem gátu svarað flestum spurningum um trúarbrögð voru trúleysingjar og efahyggjumenn (agnostics). Gyðingar og mormónar stóðu sig líka nokkuð vel, en voru þó ekki eins fróðir og trúleysingjarnir.

Því hefur lengi verið haldið fram að menntun leiði til trúleysis. Nú benda gögnin til þess að þekking á trúarbrögðum leiði einnig til trúleysis, eða a.m.k. að um fylgni sé að ræða.

Könnunin sem reyndar aðeins var gerð meðal 3.412 manna sýndi auk þess að fólk í biblíubeltinu veit minna um trúarbrögð sín en aðrir Bandaríkjamenn, sem enn ýtir undir þá ályktun að þekkingarleysi á trúarbrögðum eigi þátt í að viðhalda þeim.

American atheists and agnostics tend to be people who grew up in a religious tradition and consciously gave it up, often after a great deal of reflection and study, said Alan Cooperman, associate director for research at the Pew Forum.

"These are people who thought a lot about religion," he said. "They're not indifferent. They care about it."

Atheists and agnostics also tend to be relatively well educated, and the survey found, not surprisingly, that the most knowledgeable people were also the best educated. However, it said that atheists and agnostics also outperformed believers who had a similar level of education.

Niðurstaðan er ekki að trúleysingjar séu svo klárir heldur að þekking á trúarbrögðum leiðir til trúleysis, eða kannski öllu heldur, að almenn vanþekking á þeim heldur trúardyrunum opnum og viðheldur trú.

Kristinn Theódórsson 28.09.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Halldór E. - 28/09/10 12:53 #

Þetta er áhugaverður punktur, en orsakasamhengi er yfirleitt flóknara en virðist í fyrstu.

Reynsla mín og rannsóknir benda reyndar fremur til þess að fræðsla og menntun um trúarbrögð séu afleiðing trúleysis fremur en orsök. Það rýmar enda við kenningar um minnihlutahópa (hópa utan valdakerfa), sem eru oft fróðari um hegðun meirihlutans (valdakerfisins) en meirihlutinn sjálfur. Þannig eru flestir bestu fræðimenn á sviði rasisma í Bandaríkjunum svartir, sérfræðingar um kynjafræði og valdakerfi karla eru yfirleitt konur o.s.frv.

Valdastéttir/meirihlutinn þarf ekki að setja sig inn í málið, velta hlutunum fyrir sér á sama hátt og minnihlutinn/hinir valdalausu. Það að fylgja ríkjandi viðhorfum leyfir okkur að vera löt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/09/10 13:01 #

Fínn punktur Halldór.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 28/09/10 13:37 #

Góð pæling, Halldór.

Það er freistandi að finna göt á þessu hjá þér, en ég sé þau ekki í fljótu bragði.

En ef við gefum okkur að þetta sé rétt með biblíubeltið, erum við þá samt að tala um að trúarhitinn sé meiri þar sem þekkingin á efninu er minni, eða erum við að tala um almennt orsakasamhengi við minni menntun...?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/09/10 14:20 #

Það að fylgja ríkjandi viðhorfum leyfir okkur að vera löt.

Leti veldur því líka að við fylgjum bara ríkjandi viðhorfum. Hvort kom á undan, hænan eða eggið?

Það eru fleiri þættir en leti sem spila þarna inn í, að sjálfsögðu. Þarna kemur líka inn í tíma- og orkusparnaður. Við getum ekki verið að gaumgæfa hvern krók og kima í samfélaginu (ríkjandi viðhorfum, kerfum, hugmyndafræði) heldur tökum við hlutunum sem nokkurn veginn gefnum. (Hveru margir gera sér t.d. grein fyrir rótum og eðli peninga- skulda- og bankakerfisins?)

Það er líka beinlínis varhugavert að skera sig úr fjöldanum því allir þeir sem ógna ríkjandi skipulagi á einhvern hátt eru sjálfkrafa álitnir varhugaverðir af fjöldanum (a.m.k. skrítnir) og hættulegir af hagsmunaaðilum. Þess vegna þarf allnokkuð átak til að efast um ríkjandi viðhorf en svo þarf beinlínis hugrekki til að tjá þær efasemdir, jafnvel fífldirfsku.


Eiríkur Kristjánsson - 28/09/10 15:52 #

Nú veit ég ekki hvaðan þetta er fengið en DV hefur eftir einum rannsakenda að: "líklegasta skýringin fyrir þessu sé að þeir einstaklingar sem hefðu tekið ákvörðun um að fylgja engri trú hefðu kynnt sér málin betur en aðrir." Þ.e. að trúleysi sé orsök þekkingarinnar. Mér finnst þetta skrítin ályktun að draga. Sennilega væri best að halda sig við fylgnina. Trúlausir hljóta reyndar að eiga auðveldara með að fjalla um trúartexta og -brögð, þar sem þeir geta sleppt aukaforsendum sem trúaðir verða að gefa sér.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/09/10 16:04 #

Færslan hefst á þessi vísun.


Eiríkur Kristjánsson - 28/09/10 20:15 #

Jú, ég renndi yfir greinina sem vísað var til. Mér hefur þá sést yfir kaflann sem DV þýðir (og ég er með innan gæsalappa). Mín mistök.

Fínn punktur hjá Halldóri annars.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/09/10 06:43 #

Það er hægt að taka stutt próf hjá þeim sem gerðu þess könnun: How much do you know about religion?

Ég fékk fullt hús, en giskaði reyndar einu sinni. :P

En hérna eru niðurstöðurnar úr aðalkönnuninni.


danskurinn - 29/09/10 07:56 #

”Því hefur lengi verið haldið fram að menntun leiði til trúleysis.”

Rætt hefur verið um trú sem sérstaka heilasarfsemi á námunda við gagnaugablað. Samvæmt þeirrri kenningu ætti trú að vera líffræðilegur eiginleiki og trúleysi á sama hátt skortur á þessum eiginleika. Ef marka má þróunarkenninguna hlýtur þessi eiginleiki að hafa þróast og lifað með mannkyni vegna gagnsemi hans á sínum tíma og á sama hátt hlýtur hann að hverfa (á löngum tíma) ef tegundin hefur engin not af þessum eiginleika eða þá að hann er hreinlega orðin skaðlegur. Sú hugmynd að menn geti breytt líffræðilegu ástandi sínu með því einu að lesa bók er naív. Það er miklu fremur þannig að fólk með hverfandi trúeiginleika sé lengra komið á þróunarbrautinni en hinir sem enn eru háðir þessari tilteknu heilastarfsemi;-)


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/09/10 08:01 #

Ég giskaði einmitt einu sinni og hafði rangt fyrir mér. En allt annað var rétt. Jeee...


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 29/09/10 09:20 #

Danskurinn

Jú, þetta er ágætar hugleiðingar hjá þér. En þetta er vitaskuld ekki svona einfalt á hvorn veginn sem er.

Trúhneigðin getur hugsanlega verið hliðarafurð abstrakt hugsunar sem verður ekki tekin út úr myndinni að fullu án þess að loka á alla óhlutbundna hugsun. Það hversu líklegt fólk er til að trúa kann að vera háð einhverjum líffræðilegum eiginleikum að einhverju leyti og uppeldi og menntun að öðru.

Mér hefur sýnst að fólk sem t.d. fer í heimspeki, sálfræði, sagnfræði og flestar raungreinar fari oftast í gegnum ákveðna hugarfarsbreytingu eða afstöðubreytingu til trúarhugmynda sinna á meðan á náminu stendur, því fólk lærir svo mikið um hvernig ranghugmyndir verða til og hvernig þær eru afsannaðar, að mikil trúarvissa verður fremur illmöguleg.

Eftir eimir eflaust af því sem trúin raunverulega er, að mínu mati, sem er lífsspeki sem veitir lífslönguninni farveg, en trúartungutakið fer forgörðum og fólk hættir að kalla sig trúað.

Líffræðilegir eiginleikar veljast ekki frá nema þeir séu svo óheppilegr að þeir komi í veg fyrir að menn með þá eigi jafn mörg afkvæmi og aðrir. Þannig getur trúhneigð verið óheppileg, en ekki nægilega svo til að hún veljist frá og flestir því með hana að einhverju marki. Þá verður það einmitt eftir sem áður að einhverjum hluta lestur bóka, þekking og félagslegt upmhverfi sem sker úr um hvort menn kvitta upp á trúarpakkann eða ekki.

Eða eitthvað í þá áttina, sko :-)


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 29/09/10 19:55 #

Ég fékk fullt hús, en giskaði reyndar einu sinni. :P

Djö, ég fékk vitlaust á seinustu spurningunni.

Which one of these preachers participated in the period of religious activity known as the First Great Awakening?
Jonathan Edwards
Charles Finney
Billy Graham

Hafði ekki hugmynd. Hef aldrei heyrt um þetta.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 29/09/10 20:05 #

14 af 15. Eitt klúður.


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 29/09/10 22:21 #

Ég hélt ég væri nú með minni trúspekingum hér en ég fékk líka 14 rétt af 15.


Björn Friðgeir - 30/09/10 08:22 #

14/15

30/32 á öllu prófinu. Hafði ekki hugmynd um hvaða trú það er sem segir að trú nægi til að vera hólpinn, kaþólska eða mótmælendur.


Halli - 30/09/10 11:19 #

Já, þið eruð mjög sniðug og klár.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 11:36 #

Halli, af hverju ræðir þú ekki umræðuefnið. Gætir prófað að skoða athugasemd Halldórs E. og viðbrögð okkar við henni. Þannig virka málefnalegar umræður.

Lærið þið ekkert um slíkt í guðfræðinni?

ps. ég var líka með 14 rétt af 15. Klikkaði á síðustu spurningu. Allt annað var afskaplega létt.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 20:21 #

Já, þið eruð mjög sniðug og klár.

Voðalegur snúður er þetta á þér vinur. Er eitthvað sem við getum gert fyrir þig?


Ólafur - 01/10/10 20:22 #

Ég las um þessa könnun annars staðar og verð að segja að ég varð mjög hissa þegar ég sá Vantrú nýta sér hana til að gera lítið úr trúuðum. Þessar ályktanir eru algjörlega út í hött:

Hvað leiðir til trúleysis? Nú, að vita eitthvað um trúarbrögð og velta þeim fyrir sér.

Því hefur lengi verið haldið fram að menntun leiði til trúleysis. Nú benda gögnin til þess að þekking á trúarbrögðum leiði einnig til trúleysis, eða a.m.k. að um fylgni sé að ræða.

... almenn vanþekking á þeim [trúarbrögðum] heldur trúardyrunum opnum og viðheldur trú.

Ef niðurstöður könnunarinnar (sem ekki er vísað til í færslunni en Hjalti bendir reyndar á) eru skoðaðar, sést að trúleysingjar/efahyggjumenn náðu 20.9%. Gyðingar náðu næstum því alveg jafn miklu, 20.5%, og mormónar 20.3%.

Það munar því einungis 0.4% á trúleysingjunum og gyðingunum (og 0.6% á mormónum) og ég myndi ekki kalla það marktækan mun, hvað þá álykta að "þekking á trúarbrögðum leiði til trúleysis" eins og hér er gert. Niðurstaðan bendir einfaldlega til þess að Bandaríkjamenn viti lítið um trúarbrögð og trúleysingjarnir/efahyggjumennirnir eru þar engin undantekning. 20.9% er ótrúlega lágt...

Það er vandræðalegt að láta hanka sig á svona, eins og þið eruð duglegir við að þefa uppi misræmi hjá þeim sem þið berjist gegn.

Annars minna þessir lofsöngvar um að menntun og trúleysi eigi svo mikla samleið mig á aðra könnun sem ég las um fyrir nokkru á Slashdot.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/10/10 20:57 #

Af hverju byrjar þú á að segja að Vantrú sé að "gera lítið úr trúuðum?" Hvar er það gert í þessari færslu? Getur Vantrú skrifað um nokkuð án þess að gera lítið úr trúuðum að þínum mati?

Hvað um það, er munurinn ekki meiri þegar allt er tekið í myndina?

Hvað er málið með kaþólikkana?

ps. Mæli með umræðunni á Slashdot sem Ólafur vísar á.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 01/10/10 21:15 #

Láttu ekki svona Ólafur. Það eina sem er að gerast hérna er að þú ert með fordóma og ert ákveðinn í að lesa eitthvað heimskulegt út úr þessum texta.

Það segir í tilvitnuninni þinni í mig:

eða a.m.k. að um fylgni sé að ræða

Það er síðan fullkomlega eðlilegt að benda á þann möguleika að lítil umræða og þekking á trúarbrögðum viðhaldi trú í ljósi niðustaðna könnunar, sér í lagi þegar litið er til þess sem segir um suðurríkin.

(sem ekki er vísað til í færslunni en Hjalti bendir reyndar á)

Það er vísað í samansafn greina um málið og leikur einn í framhaldi að finna upphaflegu könnunina.

[..]hvað þá álykta að "þekking á trúarbrögðum leiði til trúleysis" eins og hér er gert.

"Eins og hér er gert", vertu ekki svona smásmugulegur. Þessu er slegið fram sem eitthvað sem "virðist vera" og síðan er farið út í aðra sálma í framhaldi og enn fremur tekið undir með Halldóri hérna í fyrsta innleggi þar sem önnur skýring er sett fram.

Það er vandræðalegt að láta hanka sig á svona, eins og þið eruð duglegir við að þefa uppi misræmi hjá þeim sem þið berjist gegn.

Það eina sem er vandræðalegt er að fylgjast með fýldum tilraunum þínum til að lesa úr greininni þá stemningu sem einmitt var lagt upp með að forðast í henni.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 01/10/10 22:50 #

Niðurstaðan bendir einfaldlega til þess að Bandaríkjamenn viti lítið um trúarbrögð og trúleysingjarnir/efahyggjumennirnir eru þar engin undantekning. 20.9% er ótrúlega lágt.

Smá leiðrétting. Þetta eru ekki prósentutölur. Heldur fjöldi réttra svara.


gös - 02/10/10 22:25 #

Smá leiðrétting. Þetta eru ekki prósentutölur. Heldur fjöldi réttra svara

Vandræðalegt að láta hanka sig á svona :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/10/10 23:30 #

Ég á ekki von á öðru en að Ólafur biðjist velvirðingar á yfirlætinu enda hefur hann allta verið málefnalegur í athugasemdum sínum hér. Í þetta skipti virðist hann hafa farið vitlaust fram úr.


Ólafur - 20/10/10 13:12 #

Sælir.

Ég fór í ferðalag eftir að ég skrifaði athugasemdina og athugaði svo aldrei hvort svör hefðu borist. En þetta kallar á svar og betra er seint en aldrei:

Hafa skal það sem sannara reynist. Þetta er rétt hjá ykkur og ég gengst alveg við því. Þetta heitir að skíta á sig og ég gerði það í þetta skiptið. Þið megið alveg smjatta á því.

Hvað er málið með kaþólikkana?

Ég las um þessa könnun á kaþólskri síðu sem var einmitt að spyrja þessara spurningar? "Hvað erum við að gera vitlaust?" (enda eru þeir langt fyrir neðan hina). Ég held þó að félagslegar aðstæður margra suður-amerískra innflytjenda spili inn í.

Það eina sem er vandræðalegt er að fylgjast með fýldum tilraunum þínum til að lesa úr greininni þá stemningu sem einmitt var lagt upp með að forðast í henni.

Sanngjarnt, en ég vona að þið skiljið að ég misskildi þetta frá upphafi og hélt að um prósentutölur væri að ræða. Ég tvítékkaði reyndar á þessu áður en ég sendi, en heilinn á mér hefur greinilega búið til prósentumerki fyrir aftan tölurnar. Í ljósi þess varð ég skiljanlega pirraður.

Ég á ekki von á öðru en að Ólafur biðjist velvirðingar á yfirlætinu enda hefur hann allta verið málefnalegur í athugasemdum sínum hér. Í þetta skipti virðist hann hafa farið vitlaust fram úr.

Já, ég biðst innilega velvirðingar, og sérstaklega Kristin, sem átti þetta tuð ekki skilið. Ég verð þó líka að fá að taka fram að það var ekki yfirlæti sem fékk mig til að skrifa þetta heldur reiði og pirringur, enda liggur í augum uppi að greinin væri út í hött ef þetta væru prósentutölur.

Það er góð regla bíða með að senda svar sem er skrifað í reiði og pirringi (og oft best að halda bara kjafti). Ég hljóp á mig og það er "vandræðalegt fyrir mig" þegar allt kemur til alls.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 20/10/10 13:27 #

Hafðu ekki áhyggjur, þetta er í góðu lagi. Öllum verður á og þegar fólk viðurkennir það, þá er viðkomandi orðinn meiri maður fyrir vikið. Er það ekki annars?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.