Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Dawkins og páfinn

Dawkins heldur þrumuræðu í mótmælum við heimsókn páfans Ratzingers til Bretlands:

Skjákot úr myndbandinu

Ritstjórn 28.09.2010
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 28/09/10 09:29 #

Flottur hann Dawkins. Frábær ræða.


Óttar - 28/09/10 09:37 #

Fyndið hvernig Hitler er á táknmáli :D


DawkinsFan - 28/09/10 09:44 #

Það kemst enginn með tærnar þar sem Dawkins hefur hælana. Ég fæ gæsahúð af aðdáun þegar ég hlusta á manninn. Tær snilld!


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 28/09/10 10:29 #

Það kemst enginn með tærnar þar sem Dawkins hefur hælana. Ég fæ gæsahúð af aðdáun þegar ég hlusta á manninn. Tær snilld!

Úff, nú á einhver fúll trúmaður eftir að segja að við tilbiðjum Dawkins :-)


DawkinsFan - 28/09/10 11:12 #

LOL....ætli það ekki.


Helgi - 30/09/10 00:06 #

Auðvitað tilbiðjum við flestir Dawkins, en við gerum okkur ekki upp hugaróra um að hann sé neitt annað en mennskur.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 00:31 #

Það tilbiðja náttúrulega allir Dawkins innst inni, á einn eða annan hátt, jafnvel þau sem neita því. En það er bara einsog að reyna skrúfa niður kynhvötina að afneita eigingjarna geni Dawkins.

Bara lúdikruz! Jó!

En þó þau neiti því núna munu þau átta sig á því síðar.


Jón Valur Jensson - 11/10/10 06:45 #

Vesalings maðurinn. Hann hefur þurft að æfa sig lengi í einsýni og neikvæðni að tala svona út í gegn með þessum hætti. Kallar jafnvel Benedikt páfa "enemy of education" – mann sem á áratuga farsælan feril að baki sem prófessor og hefur allra páfa í sögunni samið flestar bækur – mann sem er yfirmaður kirkju sem rekur fleiri skóla en flest ríki heims.

Hvaða glæpir hafa verið "committed in the name of the Catholic Church"? Dawkins nefnir kynferðismisnotkun barna. En hún fór ekki fram í nafni kaþólsku kirkjunnar, heldur á bak við hana.

Hann heldur því fram, að Hitler hafi verið rómversk-kaþólskur, vitnar svo í, að skráðir meðlimir kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi séu 5-6 milljónir og þá sé miðað við skírða, en Hitler hafi verið skírður í þeirri kirkju og hljóti því eins að teljast kaþólskur.

En þeir menn eru ekki kaþólskir sem eru fallnir frá kaþólskri trú. Þeir kallast fráfallnir (apostatar). Hitler var einn slíkur.

Margar heimildir eru fyrir því, að viðhorf Adolfs Hitlers í trúarefnum voru allt annað en kaþólsk – hann var tiltölulega snemma búinn að hafna kaþólsku trúarviðhorfi. Tökum hérna tvær heimildir frá hans nánustu:

Paula hét systir Hitlers. Í langri grein, 'Paula Hitler segir frá bróður sínum', sem birt var í íslenzkri þýðingu Margrétar Jónsdóttur í Lesbók Mbl. 16. maí 1965, bls. 1 og 12, segir hún m.a. (s.12, 1. dálki):

"Bróðir minn [Adolf] og ég vorum alin upp í kaþólskri trú, en hann var alltaf mjög fjandsamlegur kenningum kirkjunnar, sem hann sagði, að væri aðeins fyrir þræla." Ekki ber þetta vitni um, að kristin, kaþólsk trú hafi mótað viðhorf þessa grimma einræðisseggs né að hann hafi viljað veg hennar sem mestan eða kosið að fylgja henni eftir í "siðferði" sínu.

Traudl Junge hét ritari 'foringjans' frá 1942 allt til stríðsloka. Minningar hennar, Til hinstu stundar. Einkaritari Hitlers segir frá, komu út í íslenzkri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 2004. Þegar hún snæddi með Hitler, segir hún (bls. 144, leturbr. JVJ), að stundum hafi spunnizt

"...forvitnilegar samræður um kirkjuna og þróun mannkyns. Samræður er kannski ekki rétta orðið, því þegar einhver okkar varpaði fram spurningu eða kom með athugasemd, þá hóf hann að útlista hugmyndir sínar og við hlustuðum. Hann hafði engin tengsl við kirkjuna, heldur leit hann svo á að kristindómur væri úrelt fyrirbæri sem byggðist á hræsni og viðleitni til að drottna yfir fólki. Hans eigin trúarbrögð voru náttúrulögmálin. Það var auðveldara fyrir hann að samræma þau að ofbeldisfullum kreddum sínum en kristilegan boðskap um náungakærleik. "Vísindin hafa enn ekki getað svarað því til fulls, hver sé uppruni mannkynsins. Við erum að öllum líkindum æðsta þróunarstig einhvers spendýrs, hugsanlega frá apa til manns. Við erum hluti af sköpunarverkinu og börn náttúrunnar og sömu lögmál gilda fyrir okkur og aðrar lífverur. Og í náttúrunni hefur baráttulögmálið alltaf verið ríkjandi. Öllu því sem er veikt og vanhæft til að lifa, er eytt. Það er fyrst með tilkomu mannsins og umfram allt kirkjunnar sem menn setja sér það markmið að halda lífinu í því sem er veikt, vanhæft til að lifa og minni máttar."

Það er leitt að ég skuli einungis muna brot úr þessum kenningum og að ég skuli ekki geta sett þær fram með jafn miklum sannfæringarkrafti og Hitler hafði þær yfir okkur," segir Traudl Junge í beinu framhaldi.

Þarna sjá menn nú eitthvað annað en kristna trú hjá þessum skaðræðismanni, einum þriggja mestu fjöldamorðingja 20. aldar.

En hvers vegna ætli Richard Dawkins hafi sett hlutina fram með eins hrikalega einsýnum hætti og raun ber vitni? – I wonder.

Ætli hann sé afbrýðisamur út í það, hvílíkum grettistökum kaþólska kirkjan lyftir sérhvern dag í skólahaldi og menntun, í heilsugæzlu, sjúkrahúsrekstri, líknarmálum og neyðarhjálp við bágstadda?

Spyrjið Dawkins sjálfan í stað þess að þræta við mig.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/10/10 09:15 #

Athugasemd Jóns Vals lenti í ruslasýju (ip-talan á svörtum lista hjá erlendum gagnabanka og Jón að nota póstfang sem hann hefur ekki notað áður á þessari síðu) og birtist því ekki fyrr en nú. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Ólíkt Jón Val þá ritskoðum við ekki athugasemdir nema í undantekningartilvikum .

Látið okkur vita ef athugasemd ratar ekki á vefinn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/10/10 10:53 #

En hvers vegna ætli Richard Dawkins hafi sett hlutina fram með eins hrikalega einsýnum hætti og raun ber vitni? – I wonder.

Getur það tengst því að við komuna til Bretlands bendlaði páfinn þinn trúleysingja við nasista?

Hvað þótti þér um það?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.