Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Byggingarréttur á grundvelli trúarbragða

moska.jpg

Flestum er eflaust kunnugt um að tíu ára bið múslima á Íslandi eftir lóð undir mosku í Reykjavík muni brátt ljúka, enda hefur sú umræða verið áberandi undanfarið. Einn vettvangur slíkrar umræðu var félagsfræðitími sem ég sat nýlega, þar sem kennarinn gerði okkur nemendum það að hafa óformlega atkvæðagreiðslu um hvort við séum hlynnt byggingu á mosku, hlutlaus eða andvíg henni. Við vorum alls tuttugu og þrjú sem greiddum atkvæði, þar af voru tíu hlynntir byggingu á mosku, sex voru hlutlausir og sjö voru andvígir.

Ég var miður mín yfir þessum niðurstöðum og ekki batnaði líðan mín þegar kennarinn spurði þá andvígu hvers vegna þeir eru andvígir byggingu á mosku í Reykjavík. Samnemendur mínir, sem eru allir yfir tvítugu, byrjuðu að þylja upp sínar skoðanir og ástæður og allt í einu leið mér eins og ég væri stödd í sandkassa á leikskóla. Meðal þess sem ég fékk að heyra var:

Ég held að það muni auka erjur á milli kristinna og múslima

Það er sama hversu mikið ég legg mig fram við það, ég get ómögulega skilið hvernig það að byggja eina mosku í Reykjavík muni auka á erjur á milli kristinna og múslima. Rétt eins og það að sleppa því að byggja hana mun ekki draga úr þeim. Kristnir eru kristnir, múslimar eru múslimar - þeir munu alltaf vera eins og krakkar í sandkassa á leikvelli sem keppast um að garga 'Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!' á hvorn annan. Ein moska breytir nákvæmlega engu þar.

Fólk er hrætt við múslima og tengir þá við hryðjuverk

Með sömu röksemdum get ég sagst vera hrædd við kristna menn og að ég tengi þá við barnaníð. Kirkjur þjóðkirkjunnar, bæði núverandi sóknarkirkjur og aflagðar, eru 322 talsins. Múslimar á Íslandi eru að biðja um eina mosku. Ég tel mér því óhætt að fullyrða það að þeir sem óttast kristna menn og tengja þá við barnaníð hafi mun meira tilefni til að missa svefn af áhyggjum af því að börnin þeirra verði misnotuð af guðsmönnum heldur en að þeir sem óttast múslima og hryðjuverk þurfi að grenja sig í svefn á næturnar úr áhyggjum yfir að þeir muni nota moskuna sína til að skipuleggja hryðjuverk hér á landi. Þó að þessi samanburður sé frekar langsóttur, þar sem þeir sem koma til með að eyða tíma í umræddri mosku eru líklegast ekki að fara að sprengja sig í loft upp á Ingólfstorgi, þá getur maður spurt sjálfan sig og aðra, hvort sé verra af tvennu illu, að skipuleggja sprengjuárás fyrir einhvern málstað eða að misnota börn fyrir eigin kynbrenglun.

Af hverju ættum við að leyfa þeim að byggja mosku hér þegar þeir myndu aldrei leyfa okkur að byggja kirkju í þeirra löndum?

Ég verð alltaf jafn hvumsa þegar ég heyri kristna menn láta þetta út úr sér, á sama tíma og þeir stæra sig af því meinta frelsi sem þeim finnst að geri þá betri en múslimar. Ef þeir vilja banna múslimum eitthvað af því að stjórnvöld Saudi-Arabíu banna kristnum mönnum eitthvað eru þeir engu betri heldur en múslimar, heldur í nákvæmlega sama báti. Þess fyrir utan eru kirkjur í ýmsum löndum sem hafa íslam sem sína þjóðartrú, þó að þær séu minna áberandi heldur en moskur múslima. Rétt eins og moskur eru minna áberandi í vestrænum löndum.

En óháð erjum á milli kristinna og múslima, hryðjuverkum og því sem önnur lönd leyfa og gera, stendur í stjórnarskrá Íslands:

63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]

64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.

Þannig að ekki eru þeir sem eru á móti byggingu mosku í Reykjavík bara hræsnarar sem reyna að skýla sér og fordómum sínum á bakvið afsakanir sem eru á engum rökum reistar heldur eru þeir líka á móti almennum mannréttindum, trúfrelsi og finnst í lagi að brjóta gegn stjórnarskrá Íslands. Nú er ég beinlínis að verja múslima og eflaust munu margir túlka það þannig að mér líki betur við íslam heldur en kristni, en það er ekki málið. Ég er trúleysingi og afneita öllum trúarbrögðum jafnmikið en ég tel þó að allir eigi að fá að iðka sína trú eftir eigin sannfæringu - rétt eins og ég iðka enga trú í samræmi við mína eigin sannfæringu. Á meðan hin evangelíska lútherska þjóðkirkja liggur á spena ríkisins og hefur 322 kirkjur hérlendis til að þegnar hennar geti iðkað sína trú eftir eigin sannfæringu og prestar fá að troða boðskap sínum í börn landsins í gegnum leikskóla, grunnskóla og aðrar opinberar stofnanir þá sé ég ekkert að því að múslimar fái að reisa mosku hér á landi. Ef fólki líkar svo ekki við moskuna þá getur það einfaldlega sleppt því að heimsækja hana.

Ég óttast ekki múslima, múslimska hryðjuverkamenn, kristna menn, kristna barnaníðinga eða fljúgandi spaghettískrímslið. Ég óttast svona skoðanir - skoðanir sem eru ekki á neinum rökum reistar, að þær nái fram að ganga og að þær muni hafa áhrif á atburðarásina í því sem á að heita frjálst ríki.

Andrea Gunnarsdóttir 20.09.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja , Íslam )

Viðbrögð


gös - 20/09/10 10:36 #

Mér skilst að félag múslima á Íslandi hafi keypt (leigt?) Mímishúsið við Skógarhlíð. Ég skildi það þannig að það húsnæði ætti að vera nokkurs konar menningarmiðstöð frekar en aktúal moska, þótt þar yrði herbergi til bæna og eflaust færi fram bænahald og predikanir/trúarlegar ræður eins og er í moskum.

Er hér verið að vísa í þetta eða hefur félagið einnig fengið úthlutað lóð fyrir mosku? Er ég að misskilja eðli tilvonandi starfseminnar í Skógarhlíð?

Persónulega bý ég í Hlíðunum og þætti dálítið gaman að fá bænakall í hverfið öðru hverju, kannski á föstudagskvöldum (þó ekki við sólarupprás), en grunar að nágrannarnir í þessu heiðbláa og íhaldsama svæði yrðu kannski ekki jafnglaðir :)

Annað sem ég hef lesið er að fjármagnið fyrir kaupin á Mímishúsinu komi að hluta til frá Sádí Arabíu, sem vekur með mér ugg því ég veit að þar er landlæg mjög íhaldssöm túlkun á Íslam og að það sé sú túlkun sem þeir vilja gjarnan breiða út.

Er einhver með heimildir fyrir þessum málum?


Vésteinn Valgarðsson - 20/09/10 10:49 #

"gös": Það er Menningarmiðstöð múslima sem keypti Ými við Skógarhlíð, og ætlar að reka þar menningarmiðstöð. Félag múslima er ennþá að bíða eftir afgreiðslu sinna mála.

Eftir minni reynslu að dæma, þá óttast ég íslamska bílstjóra meira en íslamska hryðjuverkamenn, en er ekki viss um að það hafi neitt með trúarbrögðin að gera.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 20/09/10 12:56 #

Þetta með að Sádí Arabía frjármagni bygginguna hef ég ekki heyrt. Er þetta kjaftasaga sem er að ganga?

Það hlýtur hins vegar að vera satt að múslimar í "útlöndum" fái styrki frá hinum og þessum múslimskum félögum. Sádí er ríkt land og þess vegna ekki ólíklegt að þaðan komi mikið af styrkjunum.

Svona svipað og með öll félög held ég. Kaþólska kirkjan styrkir áreiðanlega kaþólskar kirkjur í fátækum löndum og Íslendingar erlendis geta fengið styrki frá íslenskum félögum til menningarstarfssemi.

Svo er annað hvort íslömsk lönd hafa það sem utanríkisstefnu að íslamvæða önnur lönd. Það veit ég svo sem ekkert um.


gös - 20/09/10 13:22 #

Ég gogglaði þetta: http://eyjan.is/2010/09/06/ymishusid-verdur-menningarmidstod-muslima-borgin-utveg-ar-lod-undir-mosku/

Þrír múslimskir fjárfestar, búsettir í Noregi, Svíþjóð og Sádí keyptu Ýmishúsið.

Stærri trúfélag múslima hér á landi er Félag múslima á Íslandi. Þeir eru sunnítar og Salmann Tamimi er forstöðumaður þeirra.

Þekkir einhver hér til Menningarseturs múslíma? Eru þetta Súnnar eða Sjítar? Wahhabistar eða Súfistar?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 20/09/10 14:41 #

Mér finnst í sjálfu sér ekkert skrítið að það séu saúdi-arabískir peningar á bak við miðstöðina sem veðrur í Ýmis-húsinu. Menningarsetrið er líklega súnní, held ég, en hef ekki hugmynd um hvort þeir eru wahabítar eða ekki.


Jón S. - 21/09/10 09:44 #

Málið er að þeir báðu lengi vel um mjög stóra lóð sem var erfit að finna. Ingibjör Sólrún og þeir sem komu á eftir henni hafa ekkert á móti þessu. Nú má benda á að ásatrúarmenn hafa beðið mun lengur eftir lóð, er einhver andúð gegn þeim?


gös - 21/09/10 10:36 #

Jón:

Málið er að þeir báðu lengi vel um mjög stóra lóð sem var erfit að finna.

Það væri gaman að fá einhverjar heimildir um þessi mál. Það er auðvelt að sjá hvernig fólk getur ályktað að um fordóma sé að ræða, þegar einu trúfélagi er ekki úthlutað byggingarlóð lengi, en að sama skapi er auðvelt að sjá hvernig aðrar tilgátur, eins og þessi að ofan, séu endurteknar þangað til þær eru hafðar sem staðhæfingar.

Ingibjör Sólrún og þeir sem komu á eftir henni hafa ekkert á móti þessu. Nú má benda á að ásatrúarmenn hafa beðið mun lengur eftir lóð, er einhver andúð gegn þeim?

Ég las greinina vandlega og sá enga gagnrýni á borgaryfirvöldum, nú- eða fyrrverandi. Talað var um skoðanir nemanda í félagsfræðitíma og lagt út frá því vangaveltur um fordóma í þjóðfélaginu. Ertu kannski að svara skrifum sem þú hefur séð annars staðar?


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 21/09/10 10:45 #

Ég fagna peningum sem koma til landsins, hvort sem þeir koma frá Sádí Arabíu, eða annarsstaðar frá.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 21/09/10 11:03 #

Fjármagn erlendis frá er ekki það sama og fjármagn erlendis frá.

Það ganga sögusagnir um að þessi ákveðnu Saudi Arabísku samtök séu bönnuð víða um heim vegna stuðnings við hryðjuverkamenn.

Mér finnst full þörf á að kanna hvaðan fjármagnið kemur og ekki síður ástæða til að stemma stigu við íslömskum hryðjuverkasamtökum en annarri skipulagðri glæpastarfsemi, eins og td Hell's Angels.

Það er að segja ef eitthvað er hæft í sögusögnunum.


Jón S. - 22/09/10 09:53 #

Gös borgarstjórn útdeilir lóðum. Þannig ef fólk segir að þetta snúist um fordóma þá er það að saka borgarstjórn um fordóma.


gös - 22/09/10 10:15 #

Jón:

Fyrsta setningin inniheldur þá staðreynd að múslimar hafa þurft að bíða eftir lóð. Restin af greininni fjallar um skoðanir almennings um byggingu mosku í Reykjavík.

Greinin stæði fullkomlega eins ef fyrsti músliminn hefði komið til landsins í gær og fengið gefins byggingarlóð undir mosku í dag eða ef biðin væri orðin 20 ár. Eða 7.

Ég sé ekki að það sé verið að gagnrýna borgaryfirvöld undir rós þarna, og á bágt með að sjá hvernig sæmilega hlutlaus aðili gæti lesið það út úr henni.

Ég ætla að ganga svo langt að giska á þú sért eitthvað grafinn ofan í pólitískri skotgröf í þessu máli. Ef ég hef rangt fyrir mér þá biðst ég fyrirfram afsökunar :)


Ingi runar - 23/09/10 11:42 #

Tad aetti ad rifa allar kirkjubyggingar og segja folki ad fara med tofratulurnar heima hja ser


gös - 23/09/10 14:49 #

Ósammála - fólk ætti að fá að byggja félagsheimili til að stunda sín áhugamál með öðrum sem deila þeim.


Vigfús Pálsson - 02/10/10 00:18 #

Ég sé ekkert að því að Múslimar fái að byggja mosku hér á Íslandi. Alveg sama hvar það er, eða hverjir fjármagna þá byggingu. Ég hef kynnst múlsimum að eigin raun. Ég er viss um að 99,99% múslima eru einlægir friðarsinnar. Ég er einnig viss um að það sama á við um þá sem aðhyllast kristna trú, vantrúarmenn (eða konur) eða aðra.


Anonymous - 02/10/10 00:43 #

tengir þá við hryðjuverk? þeir myrða fólk sem vanvirðir trúabrögð þeirra, mesta vanvirðing sem þú getur sýnt manneskju er að taka líf hennar.

múslimar hafa skv. skilgreiningum kristna: kristnir villutrúarmenn með falsspámann.

múslimar hata gyðinga og lofsama adólf hitler.

í kóraninum stendur að konan skuli vera eins og akurinn - maður fer inn í hann að vild.

í kóraninum er skyldað alla til að berjast, jafnvel gegn eigin vilja.

múslimsk refsingakerfi eru svo frumstæð að nauðgunuarfórnarlömbum er refsað fyrir það eitt að barnast. vegna prinsippsins að enginn kona skuli eiga barn ógift.

gullkálfur þeirra, múhameð átti konu 6 ára að aldri, þegar hún varð 9ára byrjaði hann að stunda kynmök með henni.

trúarsamtök eru hryðjuverkasamtök og ef þið viljið bersýnan viðbjóð þá er íslamstrú nærtækt dæmi. þeir gera lítið til þess að hylma yfir verk sín. allt í boðum þeirra, fyrirmyndum og líferni er stóranpart ljótt. kúgun kvenna er stöðug og sharialögin eru í útbreiðslu.

það á ekki að gefa þessum lýð lóð heldur á að fleygja þeim úr landi fyrir það eitt að ógna frelsi kvenna hér á landi.

sharialögin eru ógn við frelsi og málfrelsi allra og það væri ekkert sjálfsagðra en að grípa til militant atheism og verja mannréttindi sín ef þau væru yfirvofandi. að detta í nokkrar krossferðir myndi ekki saka enda er mikil offjölgun í heiminum í dag og myndi lítill skaði skeður ef manni tekst að fækka umtalsvert af þessari plágu.

ísland vantar þjóðernissinaðan sósíalistaflokk sbr. flokkinn í rússlandi sem er undir stjórn stærsta nýnasistagengis í heiminum. þeir halda úti áróðri og draga virkilega úr tölum innflytjenda og gyðinga í landinu.

höldum landinu okkar hreinu, það er nóg að vera með eina þjóðtrú sem er boðuð af barnaníðingum.


Darri - 02/10/10 03:37 #

Djöfull er Anonymous heimskur!!


Anonymous - 02/10/10 15:43 #

Darri hvernig væri að koma með rök fyrir því eða leiðréttingar á því hvað ég fór með vitlaust, annars getur þú bara sjáfur verið heimskur.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/10/10 15:55 #

Nafnlaus, frekar vil ég búa í samfélagi með umburðarlyndum trúmönnum (já þeir eru til) heldur en fordómafullum trúleysingjum.


Anonymous - 02/10/10 16:13 #

í hverju nákvæmlega felast fordómar mínir?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/10/10 18:17 #

Þeir felast m.a. í þessu:

ísland vantar þjóðernissinaðan sósíalistaflokk sbr. flokkinn í rússlandi sem er undir stjórn stærsta nýnasistagengis í heiminum. þeir halda úti áróðri og draga virkilega úr tölum innflytjenda og gyðinga í landinu.

höldum landinu okkar hreinu, það er nóg að vera með eina þjóðtrú sem er boðuð af barnaníðingum.

Vinsamlegast vertu með svona "boðskap" annars staðar en hér.


Anonymous - 05/10/10 15:20 #

ég er svo fjari því að vera haldinn fordómum að það hálfa væri nóg.

fordómar byggja á einfölduðum staðalímyndum og óbeitin/hatrið styðst ekki við rök né reynslu.

ég byggi hatur mitt á trúabrögðum á staðreyndum og reynslu, minni eigin og ég hef kynnt mér sögu.

ég er því engannveginn fordómafullur. ef mér mislíkaði ekki fólk sem vill kúga konur, myrða gyðinga, ótrúaða, villutrúar og fatlaða hverskonar manneskja væri ég þá?

matti þú talaðir um umburðarlynt trúað fólk... verst að það er ekki til. það eru 3 klassískar týpur af trúuðu fólki: 1.(bókstafs)trúaðir sem fylgja boðum guðs síns til hið ítrasta(td. sannir mótmælendur-Nasistar) 2.heimsk manneskja sem hefur ekki fyrir því að lesa leiðbeiningarnar sem eiga færa honum eilíft líf 3.enn heimskari túlkandi, réttlætandi þrætandi biblíubasher sem neitar þróun

ef þú ert með "umburðarlynt trúað fólk" ertu með manneskjur sem fylgja ekki boðunum sem þau telja svo góð, þá ert þú kominn með hræsnara af verstu gerð.

allar týpurnar eru vandamál og þeir sem sýna svona fólki tillitssemi eru ekki hluti af lausninni heldur vandamálinu.

ég virði ekki trúarskoðun fólks né trúabrögð þeirra, ég virði hinsvegar rétt þeirra til að hafa sér skoðun og þau meiga fyrir alla muni halda þessari skoðun fyrir sjálfan sig og múslimarnir meiga endilega fá þau skilaboð.

ég er ekki ofbeldisfull manneskja og ég er ekki kynþáttahatari en ég er raunsær og mögulega þykir einhverjum ég harðorður. raunin er bara sú að mennirnir eru ekkert að verða gáfaðari og trúabrögð þrífast á heimsku og erfiðleikum fólks. svo vill líka til að um offjölgun mannkyns er að ræða á sama tíma og er það nátengt heimsku. það sem ég er einfaldlega að segja er það að það mun þurfa að fækka mannkyni og ég er með ákveðnar hugmyndir um hvar það mætti gera. fólk mun hafa skert líffskilyrði og fólk sem boðar hatur og ofbeldi má missa sín í þannig heimi.


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 05/10/10 16:15 #

Nafnlaus, ef þú dæmir fyrirfram fólk eftir merkimiðum eins og t.d. því af hvaða trú það er þá ertu fordómafullur, alveg sama hversu margar sögubækur þú hefur lesið.


Anonymous - 06/10/10 14:49 #

Egiill, mannát er ógeðfellt því að ég veit hvað það felur í sér. að vera mótmælendatrúar er ógeðslegt því að ég veit hvað það felur í sér og hver boð lúthers voru.

ef fólk velur sér það fallega í trúabrögðum og hunsar rest eru þau ekki sanntrúuð. þá ertu með hræsnara.

ég get á sama hátt fullyrt um fólk án þess að þekkja það nokkuð. ef þú mætir manni sem segist vera forseti þá geturu dregið þá ályktun að hann sé lygari eða í raun forseti sem gegni forsetalegum skyldum.

það dæmi á við trúaða einnig, ef þú mætir manneskju sem segist vera mótmælendatrúar en ef hún er ekki útötuð í blóði gyðinga og villutrúarmanna þá sæiru í raun að hún er ekkert af þeirri trú.


gös - 08/10/10 10:00 #

Vitnað er í Salmann Tamimi um þetta mál:

http://visir.is/leidtogi-muslima-ottast-ad-ofgaofl-skjoti-her-rotum-/article/201019698387


Valtýr Kári - 04/05/11 19:04 #

Ég verða að vera trúr sjálfum mér og viðurkenna að ég er að sumu leiti haldinn sömu "fordómum" í garð múslima og Anonymous.

En hvernig get ég komist að því hvort að þessar skoðanir mínar eru fordómar eða bara réttmætt álit byggt á staðreindum og reynslu?

Af hverju virðist ég t.d. vera svona fordómafullur í garð múslima en ekki t.d. búddista?


Jón Valur Jensson - 11/05/11 23:47 #

Þið sláið því upp, að þið fjallið um ISLAM rétt eins og kristindóminn, en þetta er nýjasta greinin um fyrrnefndu trúarbrögin: 20.09.2010!

Hafið þið ekki tekið eftir neinu fréttnæmu af hneykslanlegu athæfi sumra múslima í Egyptalandi, Thaílandi og víðar upp á síðkastið. Eða eruð þið smeykir við að gagnrýna múslima og haldið ykkur bara við fyrri meinlokur, eins og að ráðast á Passíusálmaskáldið?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 12/05/11 00:00 #

Við munum svara þér ítarlega við tækifæri. Það er bara svo mikið að gera hjá okkur öllum.


Kristján Hrannar - 24/05/11 20:18 #

Aldrei þessu vant verð ég að vera sammála JVJ. Vantrú mætti vera miklu duglegra að gagnrýna hina heimskulegu og hættulegu hugmyndafræði sem Íslam boðar.

Hvenær hefur t.d. Salman Tamimi og fleiri múslimar á Íslandi verið spurðir út í afstöðu þeirra til samkynhneigðra, fóstureyðinga eða smokkanotkunar? Mér þætti forvitnilegt að vita afstöðu yfirlýstra múslima á Íslandi til þessara málefna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/05/11 20:29 #

Við höfum voðalega sjaldan "spurt" presta ríkiskirkjunnar út í viðhorf þeirra til hins og þessa, þó það hafi komið fyrir. Yfirleitt bregðumst við við því þegar þeir tjá viðhorf sín opinberlega.

Það fer alveg óskaplega lítið fyrir Salman Tamimi og öðrum múslimum á Íslandi. Verðið þið oft vör við þau?

En það er rétt, við mættum vissulega skrifa meira, hvort sem það er um Íslam eða önnur hindurvitni.

Svo getur fólk líka sent okkur greinar. Ef þær eru sæmilegar er aldrei að vita nema við skellum þeim á forsíðuna.


Sveinn - 12/11/11 16:34 #

Kjarleysi gagnvart gagnrýni á islam? :-) Sennilega.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.