Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sálgæsla gerir engum gagn

Í DV í dag er fjallað um skýrslutöku lögreglunnar af Vigfúsi Þór Árnasyni, sóknarpresti í Grafarvogskirkju, árið 1996 út af Ólafi biskup. Þar segir Vigfús m.a.:

Ég hlustaði á hana og leit þannig á að hún væri fyrst og fremst að létta af sér byrði. Ég tek það fram, í tilefni af því að ég hef séð haft eftir henni í fjölmiðlum að ég hafi sagt að ég tryði henni, að það að hlusta á einstakling í sálusorgarviðtali er ekki það sama og trúa því sem skjólstæðingurinn setur fram. Fyrsta, önnur og þriðja regla okkar presta í sálusorgun er að hlusta og það var það sem ég var að gera í þetta sinn. Niðurstaða viðtalsins var í raun engin.

Semsagt samkvæmt prestinum þá felst sálgæsla í því að hlusta, trúa engu, gera ekkert og veita enga lausn.

Ritstjórn 08.09.2010
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/09/10 12:42 #

"Sigrún Pálína bað mig reyndar að tala við presta um þetta..." "Ég tók ekki að mér að gera eitt né neitt..." "Ég hélt þessu leyndu fyrir öllum og ræddi þetta ekki við nokkurn mann..."

Konan var ekki að biðja um neina sálusorgun heldur liðsinni og vekja athygli á því að kynferðisglæpamaður væri biskup (og öfugt).


caramba - 08/09/10 15:10 #

Þröng og takmörkuð sýn ykkar vantrúarmanna á mannlífið birtist í þessari yfirskrift "Sálgæsla gerir engum gagn". Sálgæsla er viðhöfð í hvert sinn sem einn hlustar með samúð á raunir annars, foreldri á barn sitt o.s.frv. Þið virðist telja sálgæslu kristið fyrirbrigði en hún er hluti daglega lífsins innan og utan allra trúarbragða. Hvað prestinn áhrærir brást hann þeirri siðferðilegu skyldu að flytja mál konunnar á vettvangi kirkjuvaldsins en þeim sem þekkja sögu kristinnar kirkju kemur það ekki á óvart - hundsleg hlýðni við valdið er mottó þeirrar stofnunar og verður grafskrift hennar. Ykkur vantrúarmönnum veitir hinsvegar sjálfum ekkert af sálgæslu öðru hvoru.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/09/10 15:21 #

Þið virðist telja sálgæslu kristið fyrirbrigði en hún er hluti daglega lífsins innan og utan allra trúarbragða.

Caramba, ég leyfi mér að vitna í prest sem kennir "sálgæslufræði":

Sálfæðin spyr meira hvaða tengingar má lesa í lífi einstaklingsins sjálfs, sögu hans, en sálgæslan leitar út fyrir í túlkun sinni, að tengja sögu einstaklingsins við sögu Krists, hina ósýnilegu sögu trúarinnar.#

Það eru fleiri tilvitnanir þarna og enn fleiri á netinu sem sýna að mikið af kirkjunnar fólki talar um sálgæslu sem kristið fyrirbæri.


Valtýr Kári - 08/09/10 22:24 #

Þó að ég telji mig skilja hvað "caramba" er að reyna að koma á framfæri, og að það sé góður punktur, þá verð ég að segja að hann/hún hefur rangt fyrir sér.

Á allri minni ævi hef ég aldrei heyrt nokkurn mann kalla mannleg samskipti, sérstaklega þegar einhver er að rekja raunir sýnar, "sálgæslu".

Þetta er eitthvað spes við kirkjunar menn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.