Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestafélag Íslands fundar

Í dag fundar Prestafélag Íslands og því er ekki úr vegi að minna á að í febrúar ræddu þeir á sama vettvangi "að laun biskups Íslands séu óeðlilega lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans". #

Prófastar álykta

Við minnum líka á ályktun Prófastafélags Íslands frá árinu 1996:

Prófastar lýsa hryggð sinni og áhyggjum vegna þeirrar aðfarar sem gerð hefur verið að biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni, með ósönnuðum aðdróttunum í hans garð, þar sem gróflega er vegið að mannorði hans og starfsheiðri.

Prófastar lýsa andúð sinni á gáleysi þeirra fjölmiðla, sem í umfjöllun sinni hafa látið líta svo út sem þessar ásakanir væru sannaðar. Þetta hefur valdið biskupi og fjölskyldu hans þjáningu og miska og öllum þeim sem unna kirkjunni sárindum og hryggð. Lýsum við samúð með öllum þeim sem þjáðst hafa vegna þessa máls.

Prófastar harma þá stöðu sem upp er komin. Nauðsynlegt er að brugðist verði við af festu og ábyrgð. Því er í alla staði eðlilegt að fela málið dómbærum aðilum enda er það fullvissa okkar að þá muni sakleysi biskups sannast. Væntum við þess að söfnuðir landsins slái sem fyrr skjaldborg um kirkjuna og það sem hún stendur fyrir.

Við bíðum spennt eftir styrkri leiðsögn kirkjunnar manna því við vitum sem er að þeir elta ekki almenningsálitið heldur styðjast við óbrigðula leiðsögn algilds siðgæðis.

Ritstjórn 30.08.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/08/10 13:46 #

Fundi prestafélagsins hefur verið frestað.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 30/08/10 14:00 #

Mér sýnist fundinum hafa verið aflýst, fremur en frestað.

Sjúkkett, þá þurfa prestar ekki að taka afstöðu til eins eða neins sem heild, svo sem þess hvort biskup ætti að segja af sér.

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Stingum höfðinu í sandinn og vonum að óveðrið gangi yfir. Við þekkjum takmarkað tímaþol fjölmiðla og þjóðar.

Ef "sannleiksnefnd" kirkjunnar kemst einhvern tíma seint og um síðir að því (já, líklegt) að biskup hafi klúðrað málum illa, bæði fyrr og nú, geta prestatítlurnar alltaf sagt þá að þeim hafi nú þótt rétt að biskup segði af sér þarna árið 2010... en svona var bara staðan þá. Nú eru breyttir tímar, bla bla...

Þangað til sitja þeir og þjóðin uppi með biskup sem er rúinn trausti og trúverðugleika, sem hefur afhjúpað svo berlega að hann er fyrst og fremst kerfiskarl og framagjarnt möppudýr.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 31/08/10 12:05 #

Hverjir voru prófastar á þessum tíma?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.