Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og trúfrelsi

Vantrú er oft á milli tannanna á fólki í umræðu á netinu. Meðal þess sem stundum er sagt um félagið, er að það sé á móti skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og trúfrelsi. Vantrú er alls ekki á móti þessum grundvallar réttindum. Hreint alls ekki.

Það eru algjörlega sjálfsögð réttindi fólks að trúa því sem það vill. Einnig ættu allir að hafa rétt til að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Auðvitað á hver maður að vera frjáls skoðana sinna. Að sjálfsögðu á hver maður rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir. Það á augljóslega við um trúarskoðanir, sem og aðrar skoðanir. Ekkert af þessu þýðir þó að menn eigi rétt á að iðka og boða trú sína á kostnað annarra í krafti ríkisvalds, eins og ríkiskirkjan gerir.

Það er merkilegt að sumt fólki skuli telja að vegið sé að skoðana-, tjáningar- og trúfrelsi sínu, við það eitt, að skrifaðar séu greinar á netið, þar sem menn halda fram skoðunum sem eru ólíkar skoðunum þeirra. Heldur fólkið að trúfrelsi og tjáningarfrelsi þýði frelsi undan andmælum? Skerði ég t.d. trúfrelsi kristins manns, við það eitt að ég segi, eins og mér finnst, að hugmyndir hans um að Jesús hafi risið upp frá dauðum, séu algjörlega fráleitar? Nei, alls ekki. Hverjum sem er, er frjálst að trúa á hluti á borð við upprisu Jesú frá dauðum, og iðka og boða þá trú, algjörlega óháð því hvað ég kann að halda um sannleiksgildi þeirrar trúar. Stjórnvöld eða aðrir sem myndu reyna að banna slíka hluti væru, að mínum dómi, fyrilitlegir ribbaldar. Maður getur verið sterklega ósammála ákveðnum skoðunum, en á sama tíma verið mjög fylgjandi frelsi manna til að hafa þær. Eða eins og haft er eftir Voltaire: „Ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það.”

Sindri G. 22.08.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja , Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Guðjón Eyjólfsson - 22/08/10 10:45 #

Ég get tekið undir með þeim sem gagnrýna vantrú. Það gerir þetta mál dálitið erfitt er að um er að tæða hóp manna sem eru ekki allir eins og ekki sammála um all hluti. Er vantrú ekki félagskapur þar sem gengur út frá þeirri forsendur að það sé hið besta mál að vera andstyggilegur við trúað fólk, enda sé afstaðan í trúmálum mælikvaði á manngildi þ.e. allir sem séu sæmilega gefnir geri og viljugir að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru í raun viðurkenni að öll trúarbrögð séu vitleysa sem eigi sér varla tilverurétt í þjóðfélaginu. Ég lít svo á að fólk geti haft allskoanr afstöðu til eilifaðarmála en samt verið ágætis fólk sem engin ástæða er til að troða illsakir við. Þetta þýðir auðvita ekki að bannað sé að gagnrýna trúarbrögð. Það er ekkert annað en sjálfsagt mál að t.d. gagnrýna trúarleyðtoga sem taka ekki af mynduleik á kynferðislegri misnotun eða öðrum afbrotum.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 22/08/10 11:00 #

Fín grein. Það er rétt Guðjón að Vantrú er hópur sem er langt frá því að vera eins og síður en svo sammála um alla hluti.

Varðandi spurninguna um að það sé bið besta mál að vera andstyggilegur við trúað fólk, þá er svarið einfalt:

Nei.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 22/08/10 12:20 #

Í Vantrú er gengið út frá því að það sé hið besta mál að gagnrýna skoðanir fólks, og að þar séu trúarskoðanir ekki undanskildar.

Það eru hins vegar aðeins trúmenn sem leggja gagnrýni að jöfnu við það að vera andstyggilegur.


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 22/08/10 13:45 #

Fín grein, Sindri.

Guðjón, ég kannast lítið við þessa lýsingu þína á Vantrú. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að greind og trúhneigð hafi ekkert með hvort annað að gera, þótt hitt sé þekkt að menntun og trúhneigð kallist á að vissu marki.

Afstaða mín er sú að hver og einn má trúa því sem hann vill og er ekki verri maður fyrir að trúa því sem mér finnst tóm della. Enda er hann eflaust þeirrar skoðunar að mínar hugmyndir sé tóm della - og vonandi telur hann mig ekki verri mann fyrir vikið.

En um leið og menn fara að halda einhverju fram sem sannleika verða þeir að geta svarað fyrir fullyrðingunum. Mjög margir trúmenn virðast telja sig hafa einhvern rétt til að halda fram hverju sem er og móðgast þegar þeir eru krafnir um rökstuðning.


Guðjón Eyjólfsson - 22/08/10 13:49 #

Getur ekki verðið að menn hafi misjafnar skoðanir á því hvað menn geti leyft sér í umræðu. Þeir sem gagnrýna vantrú telja ef til vill að umræður hér hafi tilhneigingu til þess að verða of harkalegar. Er nokkuð skrítið að umræður um viðkvæma mál þar sem viðmældendur lit svo á að óvægin og persónuleg gagnrýni sé eðlileg hafi tilheigingu til þess að fara yfir mörkin?


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 22/08/10 14:36 #

Guðjón, það er alls ekki rétt að það sé gengið frá því í vantrú að það sé í lagi að vera andstyggilegur við trúað fólk. Margir meðlimir í félaginu eiga auk þess auðvitað nána vini og fjölskyldumeðlimi sem eru trúaðir.

Varðandi atriðið með greindina, þá var ég t.a.m, mjög trúaður þar til fyrir nokkrum árum. Ég er ekkert greindari nú en þá. Það eru til mjög greindir trúmenn, og mjög vitlausir trúleysingjar og öfugt.

En jafnvel þó að vantrúrmenn væru alltaf mjög harðir í málfutnigni sínum, jafnvel þó að sterk orð séu notuð, þá er enginn grundvöllu fyrir þeirri ályktun sem sumir draga ranglega, að vantrúarmenn vilji skerða grundvallar mannréttindi þeirra sem þeir ræða eða rífast við. Þessu er hins vegar leiðinlega oft haldið fram.


Valur - 23/08/10 12:52 #

Staðreyndin er nú samt sú að þið fyrirlítið trúarskoðanir og það virðist, við fyrstu sýn, aðallega eiga við um Kristnar trúarskoðanir.

Meðlimir Vantrúar eru tilbúnir með klisjurnar þegar trúarumræður bera á borð netmiðlana. Þið eruð t.d. oft á tíðum mjög tilbúnir til að koma Íslam til varnar ef það er Kristinn einstaklingur sem skrifar neikvætt um viðkomandi trúarbragð. Varnarræða ykkar einkennist yfirleitt af meðvituðum útúrsnúningum, þið þykist ekki skilja, en skiljið vel. Útúrsnúningurinn felst í að grípa í Biblíuna á stöðum sem hugnast ykkur vel, þið eruð með Biblíumenntaða menn innan ykkar raða (Hjalta) sem nýtast vel í svona árásir.

Ég hef merkt það á samræðum við menn innan ykkar raða að ykkur finnist Trúarbrögð og trúarskoðanir beinlínis vera hættuleg fyrirbæri, ef þið kæmust til valda, væri þá ekki svolítið freistandi að banna skipulögð Trúarbrögð og starfsemi tengdum þeim? (Svo að ég vitni í orðatiltæki sem ykkur virðist vera tamt "skipulögð Trúarbrögð")

Miðað við hvernig DoktorE skrifar þá væri þetta bann ekki svo fjarri lagi. Þið virðist nú samt staðfastlega afneita honum sem hluta af ykkur, en ég þykist vita að hann sé innan ykkar raða og skrifi hér á vef þennan.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/08/10 13:05 #

Stórkostlegar staðhæfingar Valur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/08/10 13:09 #

Það er rétt að skaðsemissjónarmiðin vega þungt, í það minsta í huga mínum. En það þýðir ekki að ef ég kæmist til valda myndi ég banna skipulögð trúarbrögð. Það er af og frá.

Ég myndi leggja áherslu á að aðskilja að fullu stjórnsýsluna og trúarbrögðin, að koma í veg fyrir að trúflokkar geti ráðskast með stjórnsýsluna eins og dæmi eru um að gert hafi verið hér í samfélagi okkar. Fullum aðskilnaði ríkis og trúar yrði náð.

Og sérstaka áherslu myndi ég leggja á lagabókstaf sem þegar er til, að skólinn sé fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun, setja einhver viðurlög við trúarinnrætingu í grunnskólunum.

Kirkjan á næg stórhýsi til að stunda trúboð sitt. Trúboð til handa börnum (eins ógeðfellt og það er í eðli sínu) getur farið fram innan þeirra veggja, í sunnudagaskólum og barnamessum. Þessi trúflokkur á ekkert með að steðja inn í skóla og jafnvel leikskóla og sitja þar um litlar trúgjarnar sálir. Trúlausir foreldrar eiga ekki að þurfa að þola að þessari innrætingu sé haldið að börnum þeirra. Það á að vera val foreldra í hvaða hugmyndaheimi þeir vilja ala börn sín upp.

Trúaðir foreldrar geta þá farið með börn sín í faðm kirkna og safnaða. Við hin fáum frið fyrir þessari starfsemi, enda finnst okkur hún ógeðfelld.


Þröstur Hrafnkelsson - 23/08/10 13:16 #

Í mínum vantrúar-augum er gífurlegur munur á að trúa einhverju og aðhyllast trúarbrögð. Hugmyndafræðin að við getum opnað bók og lesið um vilja Guðs er hættuleg enda sést það mjög vel hvernig þeir sem aðhyllast trúarbrögð hafa áhrif á samfélagið sitt.


Valur - 23/08/10 14:06 #

Viðbrögð Þrastar og Birgis koma mér ekki á óvart enda er hér um heiðarleg snjónarmið að ræða. Þeir viðurkenna sína fyrirlitningu á kristinni trúarskoðun, gott og vel, ég virði ykkur fyrir það, heiðarleiki er ávalt góður mannkostur.

En viðbrögð þín Þórður, hvað er það sem er svona stórkostlegt við mínar staðhæfingar?

Ég get hér í framhjáhlaupi viðurkennt að ég fyrirlít ykkar iðju hér á netinu. Mér finnst hún vera ógeðfelld og til þess fallinn að ýta undir syndugt eðli mannsins. Þið eruð syndarar að mínu mati og þjónar Satans. Þið fælið fólk frá fagnaðarerindinu með villuboðskap og eitri. Það er alltaf betra að vera heiðarlegur í sínum málflutningi, eða er það ekki?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/08/10 14:29 #

Okkur er (augljóslega) sama um álit þitt.

Miðað við hvernig DoktorE skrifar þá væri þetta bann ekki svo fjarri lagi. Þið virðist nú samt staðfastlega afneita honum sem hluta af ykkur, en ég þykist vita að hann sé innan ykkar raða og skrifi hér á vef þennan.

DoktorE er ekki í Vantrú.


Valur - 23/08/10 14:44 #

Ó jú, Matti, mér kemur reyndar ekki á óvart að þú skulir ekki vera búin að spotta það :)


gös - 23/08/10 14:58 #

Ég get hér í framhjáhlaupi viðurkennt að ég fyrirlít ykkar iðju hér á netinu. Mér finnst hún vera ógeðfelld og til þess fallinn að ýta undir syndugt eðli mannsins. Þið eruð syndarar að mínu mati og þjónar Satans. Þið fælið fólk frá fagnaðarerindinu með villuboðskap og eitri. Það er alltaf betra að vera heiðarlegur í sínum málflutningi, eða er það ekki?

Ég veit ekki alveg í hvaða anda þessi fullyrðing er borinn upp. Hvað sem því líður, þá tek ég hana fyllilega til mín (þótt ég sé ekki skráður í Vantrú). Fyrir mín parta þá finnst mér hún ekki móðgandi. Ef ég á að vera heiðarlegur, þá held ég að innihald hennar myndi líklega móðga mig ef hún væri sett fram með örðum hætti, en í þessu samhengi, sérstaklega eftir að Valur viðurkennir suma andmælendur sína sem heiðarlega, þá get ég eiginlega tekið undir að hér eigi heiðarleikinn við.


Valur - 23/08/10 15:54 #

gös, þetta er bara mín heiðarlega sýn á Vantrú og þeirra félagsskap, engin hæðni eða slíkt í þessu. Þú segist taka þetta til þín, nú, ef þú stundar andkristilega herferð eins og þeir, þá er það skiljanlegt.


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 23/08/10 16:03 #

Flott Valur. Ég vildi að þjóðkirkjuprestar væru svona heiðarlegir.

Sjálfur trúi ég ekki á syndina eða satan og þykir „fagnaðarerindi“ kristninnar vera skelfilegur boðskapur mannhaturs og fordóma sem á ekkert erindi við samfélagið. Það er því erfitt að taka þessu persónulega.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/08/10 16:23 #

Valur, ég hef töluvert betri upplýsingar um þessi mál en þú. Treystu mér bara, DoctorE er ekki í Vantrú.


Sindri G - 23/08/10 21:11 #

"ef þið kæmust til valda, væri þá ekki svolítið freistandi að banna skipulögð Trúarbrögð og starfsemi tengdum þeim?" - Valur

Nei, það væri fyrilitlegur níðingsskapur. Ég held að margir íhaldssamir trúmenn dragi ályktanir um vantrú út frá sínum eigin þankagangi. Íhaldssamir trúmenn vilja t.d. banna hjónabönd samkynhneigðra og ýmislegt annað sem þeir eru á móti og telja "hættulegt". "Margur telur mig sig". Þeir draga þá ályktun að aðrir séu jafn stjórnlyndir og þeir, og vilji banna hluti sem þeir eru á móti.


Sindri G - 23/08/10 21:22 #

Valur, núna um helgina gistu hjá mér vinahjón. Þau eru í hvítasunnusöfnuðinum. Á sunnudeginum, þegar heimsókn þeirra lauk, skutluðu þau mér niðrí bæ, fyrst þau voru á leðinni. Ég sótti bílinn minn, og þau fóru á samkomu í hvítasunnusöfnuðinum. Heldur þú að ég myndi vlija banna þeim að vera í hvítasunnusöfnuði ef ég hefði vald til? Heldur þú að ég myndi vilja banna þeim að fara með börnin sín í sunnudagaskóla? Ef þú heldur þessa hluti, þá heldur þú einfaldlega að ég svo illt ómenni. Þú hefur reyndar sagt það nú þegar, að þú teljir mig ómenni: "Þið eruð syndarar að mínu mati og þjónar Satans."


Einar Steinn - 24/08/10 03:51 #

Valur, ég get hér í framhjáhlaupi viðurkennt að ég fyrirlít iðju þína hér á netinu. Mér finnst hún vera ógeðfelld og til þess fallinn að ýta undir illa ígrundaða sleggjudóma. Þú ert þvaðurþurs að mínu mati og þjónn eigin hálfvitaskapar.Þú fælir fólk frá gagnrýninni hugsun með villuboðskap og eitri. Það er alltaf betra að vera heiðarlegur í sínum málflutningi, eða er það ekki? Þetta er mín heiðarlega sýn á þig. Engin hæðni eða slíkt í þessu. Þú segist taka þetta til þín, nú, ef þú stundar and-Vantrúar herferð, þá er það skiljanlegt.


Valur - 24/08/10 09:18 #

Jæja, Matti, er öllum hér sama :) (augljóslega) ekki!

Ég sé að þetta hefur kveikt í ykkur. En þær staðhæfingar sem ég hef komið með hér fram eru byggðar á samtölum mínum á moggablogginu við Kristinn Theódórsson og Brynjólf Þorvarðsson ásamt reynslu minni af Hjalta Guðfræðingi sem er duglegur að koma inní umræður með það fyrir augum að verja Íslömsk ríki og gjörðir þeirra.

Það var greinilegt á þeirra skrifum, þó kurteisisleg hefðu verið, að þeir fyrirlíta Kristni og Kristna trú. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því, og það er óþarfi að vera með einhverja viðkvæmni í þessum málum. Staða ykkar er augljós. Brynjólfur sagði m.a. að Kristinn trú væri ofbeldisfull og nefndi þar Krossdauða Jesú og dómsdaginn máli sínu til stuðnings. Gætuð þið tekið undir þessar skoðanir?

Í skrifum þeirra beggja mátti greina að þeir væru á því að trúarbrögð væru hættuleg, gætuð þið ekki tekið undir þá skoðun líka?

Nú ef Kristinn trú er hættuleg og ofbeldisfull, er þá ekki rökrétt að hún verði bönnuð sem trúarbragð? Það getur varla verið mannbætandi fyrir samfélagið að hún sé við lýði, eða hvað?

Hvers vegna getið þið ekki svarað heiðarlega um ykkar skoðanir? Ég heyri það reyndar á þér Sindri að skynjar ranghugmyndir félaga þinna í þessu máli, spurning hvort að þú ættir að íhuga hvort þú sért í réttum félagsskap?

Þið verðið að athuga það að það eru 2 hliðar á þessum peningi (þó það sé stundum bara ein hlið á peningnum mínum :) ).

Fiskurinn: Þið hafið rétt fyrir ykkur!

Ég lifi í blekkingu og hvet aðra til þess sama í þessu jarðneska lífi, eftir dauðan þá gerist ekki neitt.

Skjaldamerkið: Ég hef rétt fyrir mér!

Þið lifið í synd og sál ykkar stefnir í eilífa glötun. Þið stefnið öðrum sálum í eilífa glötun og vinnið þar með fyrir Satan.

Varðandi, DoktorE, þá er hann í Vantrú og Siðmennt og búin að vera það síðan 2008. En hvað vitum við um DoktorE, við vitum að hann hatar a.m.k. Kristna trú og er tilbúin til þess að bjarga fólki frá þessari hræðilegu blekkingu, eins og hann orðar það.

En hvað vitum við meira? Hann er fæddur í kringum 1960, sirka 50 ára, á uppkomin börn, er forritari, á gríðalega stórt safn af myndböndum og efni, and-trúarbragðatengt, þó aðallega um and-kristni. Hann notar orðið yfirnáttúra, "Ég skrifa nú meira um forritun á netinu heldur enn yfirnáttúru". Þetta hef ég séð hjá DoktorE og þeim sem skrifar á þessum vef. Hann er tilfinningaríkur sem gæti bent til þess að hann sé tónlistamaður. Ég held að ég þurfi ekki að segja meira. Ég hef lesið texta eftir einn meðlim Vantrúar og þeir ríma vel við þessa sýn DoktorE. Ef þú vilt sverja DoktorE frá Vantrú, Matti, þá skalt þú bara nefna nafn hans, því það eru sterkar ábendingar (aðrar en þær sem ég hef nefnt) sem benda á einn ykkar meðlim.

Læt þetta gott heita að sinni.


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 09:41 #

Valur, 1. ég er í hárréttum félagsskap. Ég tel að kristin trú sé mjög slæm og hafi skaðleg áhrif á fólk, í beinu hlutfalli við það hversu alvarlega menn taka kristninni og Biblíunni. Hún ýtir undir hættulegar ranghugmyndir, og falsvonir og traust til einhvers sem ekki er til. Krossdauðadæmið og allt það er ofbeldisfullt. Það er rétt hjá Brynjólfi og Kristni. Meint loforð Jesú um að koma aftur til jarðarinnar með eldi til að refsa þeim sem trúa ekki á hann, er líka ofbeldisfullt. Það þýðir ekki að ég vilja taka ákvörðunarréttinn af öðru fólki. Ég vil ekki banna öðrum að aðhyllast kristni. Ég uni því alveg að til sé fólk með ólíkar skoðanir. Ég t.d. tel stjórnmálastefnu V.G. vera mjög vonda og skaðlega fyrir land og þjóð, engu að síður vil ég alls ekki banna flokkinn eða skerða tjáningarfrelsi meðlima hans (btw, V.G. er líklega vinsælasti stjórnmálaflokkurinn í Vantrú).

  1. Hjalti Rúnar er ekki guðfræðingur.

  2. Orðið "trúarbrögð" er bara til í fleirtölu.

  3. Þú skrifaðir hér fyrir ofan um að vantrúarmenn snúi út úr með því að grípa í Biblíuna á stöðum sem þeim hugnast. "Margur telur mig sig". Þetta einkenna margra kristinna manna. Þeir fara í kirkjuhúsið og kaupa mannakornaöskjur og lesa bara fallegu og góðu versin, predika og kenna um fallegu versin, o.s.frv. Hitt er allt, að þeirra mati, tekið úr samhengi:

http://www.youtube.com/watch?v=PK7P7uZFf5o


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 09:44 #

Svo fer þetta rugl þitt og dylgjur um að ég eða við séum ekki heiðarlegir óskaplega í taugarnar á mér.


Valur - 24/08/10 09:51 #

Þetta með Hjalta, kom ekki nógu skýrt fram hjá mér og ætla ég að útskýra það betur:

Ég hef marg sinnis orðið vitni af því þegar Kristinn maður segir eitthvað neikvætt um Íslam þá kemur Hjalti, meðlimur í Vantrú, Íslam til varnar, með það fyrir augum að afmá munin á Íslam og Kristni.

Guð vissi að það kæmu fram villutrúarbrögð eins og Íslam, þess vegna er Jesú svo mikilvægur fyrir okkur sem erum Kristinn. Það er augljóst að tilgangurinn með vinnu Hjalta innan ykkar raða er að afmá Jesú og hvað hann stendur fyrir.

Íslam hugnast ykkur kannski vel, vegna þess að hjá þeim er Jesú aðeins venjulegur spámaður en ekki sonur Guðs.

Aðferðirnar sem eru notaðar eru til þess fallnar að afmá t.d. tvöfalda kærleiks boðorðið sem er ein innihaldsríkasta kennsla Jesú Krists. Ef þið afmáið kærleika Jesú þá eruð þið búnir að ávinna mikið og sigur ykkar yfir Kristninni því langt á veg komið, en kæru vinir, vopn ykkar eru sem smjör gegn tvíeggjuðu sverði Orðsins.

Kennsla Jesú Krists inniheldur m.a. þá visku að syndin er að mestu andlegs eðlis. Eins og t.d. ef þú hatar náungan þá ertu nú þegar morðingi í hjarta þínu. Ef þú girnist konu þá hefur þú þegar drýgt með henni hór og ert hórkarl í hjarta þínu. Það er hjartalagið sem kemur á undan aðgerðinni sjálfri. Því getum við alveg verið sek um "morð-synd" án þess að vera morðingjar.

Þetta hugnast ykkur illa, þið viljið getað gagnrýnt Kristna trú á sama hátt og þið gagnrýnið Íslam, það væri ykkur þægilegra. Þess vegna leggið þið ykkur í líma við að mistúlka Orðið, viljandi, þó svo að þið vitið betur. Ef ég hef rétt fyrir mér (skjaldamerkið) þá eruð þið hræsnarar, og þá sérstaklega fræðimaðurinn Hjalti.

Ég get alveg sagt það hér nú, að fyrsti tilgangurinn minn með innkomunni á moggabloggið var að bjarga ykkur, en nú sé ég að mörgum ykkar verður vart bjargað og því ræðst ég gegn ykkur óvinum Orðsins og þjónum hins illa. Ég þekki ykkur ekki alla (netlega séð) og það getur verið að einhverjum hér sé bjargandi. Ég get t.d. vitnað um að mér er afskaplega hlýtt til Brynjólfs og ber mikla virðingu fyrir honum, hann er vitur maður, en Satan hefur því miður blindað honum sýn og ég skil núna hvers vegna.

Læt þetta gott heita að sinni.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 09:53 #

en nú sé ég að mörgum ykkar verður vart bjargað og því ræðst ég gegn ykkur óvinum Orðsins og þjónum hins illa.

Reyndu að ráðast gegn okkur málefnalega. Ef þú hefur ekkert annað fram að færa en dylgjur og óhróður verða athugasemdir þínar færðar á spjallið.

Svo skil ég ekki þetta stagl um DoctorE, náunginn er ekki í Vantrú. Trúðu mér, ég sé allt sem hér fer fram og myndi vita það.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 10:16 #

Ég hef marg sinnis orðið vitni af því þegar Kristinn maður segir eitthvað neikvætt um Íslam þá kemur Hjalti, meðlimur í Vantrú, Íslam til varnar, með það fyrir augum að afmá munin á Íslam og Kristni.

Gætirðu bent á dæmi? Ég hef eflaust bent kristnum mönnum á að í mörgum hlutum er biblían jafn slæm og Kóraninn, en ég er ekki að verja múhameðstrú. Það er vissulega ljót og röng trú.


Valur - 24/08/10 10:53 #

Matti,

Nefndu dæmi um dylgjur og óhróður hjá mér umfram það sem kemur fram í ykkar skrifum.

Ef DoktorE er ekki í Vantrú, hvers vegna nefnir þú hann þá ekki? Eða viltu kannski að ég geri það?

Hjalti,

Hvers vegna að nefna dæmi þegar þú kemur með það sjálfur?


Sindri G - 24/08/10 11:22 #

Valur, jafnvel þó að í málflutningi þínum væru engar dylgjur, eða óhróður, þá er hann samt ekki málefnalegur. Við færum fram ákveðin rök, og þú svarar þeim ekki beinlínis, heldur talar um eitthvað annað. En þú hefur dylgjað, sbr. t.d.:

"Hvers vegna getið þið ekki svarað heiðarlega um ykkar skoðanir?"


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 11:22 #

Nefndu dæmi um dylgjur og óhróður hjá mér umfram það sem kemur fram í ykkar skrifum

  • "þið fyrirlítið trúarskoðanir"
  • "ef þið kæmust til valda, væri þá ekki svolítið freistandi að banna skipulögð Trúarbrögð og starfsemi tengdum þeim?"
  • "Þið lifið í synd og sál ykkar stefnir í eilífa glötun. Þið stefnið öðrum sálum í eilífa glötun og vinnið þar með fyrir Satan."
  • " því ræðst ég gegn ykkur óvinum Orðsins og þjónum hins illa"
  • " mér er afskaplega hlýtt til Brynjólfs og ber mikla virðingu fyrir honum, hann er vitur maður, en Satan hefur því miður blindað honum sýn"
  • "Þess vegna leggið þið ykkur í líma við að mistúlka Orðið, viljandi, þó svo að þið vitið betur"

Síðasta atriðið er í raun verst. Þú gerir okkur hér upp óheiðarleika án þess að því fylgi nokkur rök. Þetta eru dylgjur og rógburður. Hitt eru bara órar trúarbrjálæðings. Það versta er að til eru aðrir trúarbrjálæðingar sem gætu tekið mark á þessu og því þykir mér svona tal varasamt. Ætlar þú að taka ábyrgð á því ef einhver trúbróðir þinn ákveður að ganga á eftir "óvinum Orðsins og þjónum hins illa", t.d. með ofbeldi? Annað eins hefur gerst.

Það skiptir mig nákvæmlega engu máli þó þú segir öllum hver DoctorE er, hann tengist mér ekki á nokkurn hátt og er ekki í Vantrú.


Sindri G - 24/08/10 11:23 #

Valur, nú veit ég ekki hver Doktor E er, (þ.e. hver það er sem skrifar undir því nafni). Ég vissi þó að hann væri í tölvubransanum, og fékk þær upplýsingar frá bróður mínum.


Valur - 24/08/10 17:50 #

[ umræða flutt á spjall]

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.