Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar þjarma að þingmanni

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar tjáði sig um ríkiskirkjuna á bloggsíðu sinni í gær.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hópur presta hefur mætt á vefsvæði þingmannsins til að þjarma að honum. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið eru:

  • Kristín þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur, Kjalarnesprófastdæmi
  • Hólmgrímur E. Bragason, héraðsprestur, Austfjarðaprófastdæmi
  • Kristján Björnsson, sóknarprestur Vestmannaeyinga
  • Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn
  • Guðmundur Örn Jónsson, prestur í Vestmannaeyjum
  • Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari
  • Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur í Staðarprestakalli
  • Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogskirkju
  • Guðrún Karlsdóttir, prestur Grafarvogskirkju

Eflaust bætast fleiri við þegar á líður.

Það hefði verið gaman ef svona hneykslunaralda hefði risið meðal presta þegar kollegar þeirra sögðust óbundnir barnaverndarlögum en það hefur greinilega meiri áhrif á þá að gefa í skyn að launatékkinn þeirra gæti lækkað.

Ritstjórn 17.08.2010
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/08/10 22:00 #

Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.

Það dugar ekki að þetta sé tvítekið í svörtu bókinni. Lk. 16:13 og Mt. 6:24.

Það væri synd að segja að prestagerið vanræki mammón.


Siggeir F. Ævarsson - 17/08/10 22:05 #

Þessir prestar, alltaf mættir eins og hýenur í hóp til að leggja menn í einelti. Eða bíddu nei, það voru Vantrúarmenn? Ég er ringlaður.


Baldur Kristjánsson - 17/08/10 22:14 #

Þða er satt. Þarna minnum við svolítið á Vantrúarmenn. Hópumst að bráðinni. Við látum fólk þó yfirleitt vera. Sá er munurinn. Og þið ykkur lík: Þeir menn sem töluðu á móti upplýsingaskyldu 2007 lentu í algjörum minnihluta. Skoðun þeirra hlaut ekki brautargengi þó að segja megi að fundurinn hafi gert mistök að bæta þessu ekki inn í siðareglurnar. Að dómi flestra sem voru á fundinum breytti það engu um það að menn væru bundnir upplýsingaskyldu eins og kirkjan hefur ítrekað bæði fyrr og seinna. Gagnrýnisþráður ykkar er svo sannarlega mjög veikur. BKv. Baldur


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 17/08/10 22:18 #

Gagnrýnisþráður ykkar er svo sannarlega mjög veikur.

Gagnrýnisþráður okkar er sá að sumir prestar virðast telja sig vera yfir barnaverndarlög hafnir. Við höfum það beint frá fundargerðum Pí, hljómar mjög sterkt.

Þða er satt. Þarna minnum við svolítið á Vantrúarmenn. Hópumst að bráðinni. Við látum fólk þó yfirleitt vera. Sá er munurinn.

Já, þið látið fólk yfirleitt vera....nema þegar það er minnst á peninga.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/08/10 23:13 #

Eflaust bætast fleiri við þegar á líður.

Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju

hefur nú bæst í gerið og greinir frá mikilli "hneykslunaröldu er reis eftir ummæli fárra prestar (einn er enn starfandi) um algjöra þagnarskyldu presta".

Hjalti lýsti eftir þessari öldu en hún hefur enn ekki komið í leitirnar. Við bíðum spennt.


Andrea (meðlimur í Vantrú) - 18/08/10 02:31 #

Þða er satt. Þarna minnum við svolítið á Vantrúarmenn. Hópumst að bráðinni. Við látum fólk þó yfirleitt vera. Sá er munurinn.<

Það er eitt að láta menn vera með skoðanir sem maður er ósammála, og annað að láta þá vera þegar þeir eru að fremja viðbjóðslegan ofbeldisglæp eins og barnamisnotkun. Það er rétt hjá þér að þið látið menn vera, einkum þegar þeir fremja svona glæpi.

Hvað varðar samanburð þinn á ykkur prestum og okkur í Vantrú, þá verð ég að segja að sá samanburður er út í hött. Hvað er prestastéttin annað en hópur af fólki sem vill vera í þægilegu embættismannasæti og á öruggum launum hjá ríkinu? Á meðan Vantrú er félag sem samanstendur af trúlausum mönnum sem leggja sitt af mörkum við að skapa mótvægi við boðun hindurvitna í samfélaginu í sjálfboðavinnu og hugsjónastarfi, sem tjá sig svo endrum og sinnum á bloggsíðum trúmanna þegar þeir eru ósammála skoðunum þeirra - þá ekki í nafni félagsins. Nei, þið minnið ekki á Vantrúarmenn, ekki á yfirborðinu og ekki undir yfirborðinu, hvorki í athugasemdunum á þessu bloggi né annarsstaðar.


Einar Einars (meðlimur í Vantrú) - 18/08/10 10:55 #

Tek undir með Andreu hér fyrir ofan.

Fáránlegur samanburður.


Jón K - 18/08/10 12:37 #

Það er kanski ekki alveg hægt að bera það saman annars vegar að trúa á Guð eða jólasveininn eða Lochness-skrímslið hins vegar.


Baldur kristjánsson - 18/08/10 16:17 #

Í vantrú virðast safnast saman eintómir æsingabelgir. Pæliði t.d. í orðfæri Andreu! Bkv. baldur


Ólafur Kristjánsson - 18/08/10 16:25 #

Það er ekki hægt að segja annan en Baldur Kristjánsson kann svo sannarlega að koma með merk og málefnaleg innlegg í þær umræður sem hann blandar sér í. Reyndar ekki við öðru að búast úr þessari átt.


Andrea (meðlimur í Vantrú) - 18/08/10 16:34 #

Baldur, viltu vera svo vænn að segja mér hvað er athugavert við orðfæri mitt?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 18/08/10 16:38 #

Baldur, hvað er að naga þig svona sárt þessa dagana?

Í stað þess að koma með innihaldslausar fullyrðingar ættirðu að reyna að skýra mál þitt. Þetta ættir þú að vita sem kallar okkur "þraslið, "stúpid sértrúarsöfnuð", "geltandi hvolpa" og "gerilsneydda klíku" sem er með "lélegan lesskilning og alls engan húmor, alls ekkert vitsmunalegt svigrúm". (Hefurðu "pæltí" eigin orðfæri?)


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 18/08/10 20:01 #

Engisprettufaraldur.


Baldur Kristjánsson - 20/08/10 17:54 #

Komiði sæl! Lesi maður texta Vantrúarfólks er ekki annað að skilja en að kirkjufólk sé upp til hópa brenglaðir illvirkjar sem éta peninga. Staðreyndin er sú að prestar og aðrir er upp til hópa mikið sómafólk sem má ekki vamm sitt vita. Hvernig væri nú að hætta þessu prestanagi og einbeita ykkur að því að setja fram skynsamlegar tillögur um það hvernig mætti útfæra aðskilnað ríkis og kirkju. Viljum við fara sænsku leiðina? Það þýðir ekkert að vísa í Brynjólf um að kirkjan eigi ekki tilkall til neinna eigna. Færustu lögfræðingar segja annað. Annars er rétt að halda því til haga að Evrópuráðið hefur ekki talið tilefni til að amast við þjóðkirkjufyrirkomulaginu eins og það er útfært á Norðurlöndunum. Þar ráð félagsleg og menningarleg rök en einnig það að fyrirkomulagið er talið útfært þannig að ekki skerði trúfrelsi. BKv. Baldur


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 20/08/10 19:03 #

Sæll Baldur. Er það ekki frekar þú sem þarft að sannfæra þína yfirmenn um að opna þessa umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju? Það stendur alveg örugglega ekki á Vantrúarmönnum að ræða útfærsluatriði varðandi aðskilnað.

Þetta með kirkjueignirnar er mjög málum blandið. Flest bendir til þess að ríkið hafi nú þegar greitt margfalt fyrir téðar eignir. Jafnframt má færa rök fyrir því að samningur ríkis og kirkju um að ríkið greiði laun presta um ókomna tíð í skiptum fyrir óskilgreindar eignir (sem engin tilraun var gerð til þess að meta) geti ekki skuldbundið ríkið til eins né neins, slíkt er ójafnvægið á milli samningsaðila. Ég væri afar mikið til í lesa álit þessara færustu lögfræðinga sem þú vísar til sem segja eitthvað annað.

Það er alveg rétt að fulltrúar ríkis og kirkju þurfa að setjast að samningaborði og helst komast að einhverri niðurstöðu um fjárslit aðilanna en eins og í öllum samningaviðræðum þá er það eðlilegt að aðilar mæti að borðinu með ítrustu kröfur. Ítrustu kröfur ríkisvaldsins ættu með réttu að vera þær að kirkjan eigi ekki inni eina krónu hjá ríkisvaldinu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/08/10 19:53 #

Lesi maður texta Vantrúarfólks er ekki annað að skilja en að kirkjufólk sé upp til hópa brenglaðir illvirkjar sem éta peninga

Lesi maður texta Vantrúarfólks með ríksikirkjugleraugum.

Færustu lögfræðingar segja annað.

a) Færustu lögfræðingar ríkiskirkjun.
b) Hvað segja siðfræðingar? Eða skiptir sanngirni engu máli?


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 20/08/10 20:38 #

Baldur, eins og ég hef bent á áður þá er gagnrýni á málflutningi einstaka prests ekki að dæma alla presta. Það er þín yfirfærsla. Ég get alveg tekið undir að flestir prestar sem ég hef kynnst eru sómafólk. Það er eiginlega óþolandi að mega ekki gagnrýni ákveðin atriði og hegðun og málflutning án þess að fá svona framan í sig.

Ég er þér ósammála um að fyrirkomulag ríkis og kirkju sé þannig að það skerði ekki trúfrelsi. Ekki af því að mér sé illa við þig eða presta yfirleitt. Ég er einfaldlega ósammála þessari fullyrðingu.


Baldur Kristjánsson - 20/08/10 23:00 #

Valgarður! Ég hef mikið hugsað um þetta með trúfrelsið. Sennilega stenst þetta með trúfrelsið en ekki er hægt að segja að allir hafi jafna stöðu. Þ.e. ein grúbba fær meiri pening en aðrir sem er út af fyrir sig það sama og að segja að allir sitja ekki við sama borð.. Að mestu leyti er það vegna þess að þessi grúbba átti eignir sem hún afhenti ríkinu gegn því að fá tiltekna upphæð árlega i formi launa. Að litlum hluta einnig vegna þess að þetta er höfuðgrubban og er gríðarlega samofin öllu þjóðlífi og menningarlífi. Varðandi samninginn og lögfræðingana þá eru það ekki bara kirkjumenn sem stimpla hann heldur þrír af helstu lögfræðingum ríkisins á sínum tíma. Annars finst mér líklegt að sænska leiðin verði farin hér þ.e. nefndur samningur gangi til baka(Sænska kirkjan hélt sínum eignum). Kirkjan beri ábyrgð á sér sjálf og geri verksamning við ríkið. Við erum langt komin á þessari braut ólíkt t.d. Dönum sem hafa enn það fyrirkomulag sem var. Styttra en Svíar en lengra en Norðmenn. Minnist þess svo að kirkjufólk er spegilmynd samfélagsins. Upp til hópa vammlaust gott og heiðarlegt fólk sem þjáist vegna skúrkanna sem líka eru. Það er kannski aktívt í kirkju af því það dreymir um gallalausan heim. Sú von verður sér alltaf til skammar. Bkv. Baldur


Andrea (meðlimur í Vantrú) - 20/08/10 23:55 #

Baldur, eftir að hafa þaullesið athugasemd mína og pælt í orðfæri mínu, þá skil ég ekki ennþá hvað er athugavert við það. Er svona erfitt að svara spurningunni minni?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 21/08/10 04:35 #

Held að það væri þess virði að láta ríkiskirkjuna hafa þessar bölvuðu jarðir ef það er það sem þarf til að losna við báknið. Lútherska kirkjan á raunar ekkert tilkall til eins eða neins frá ríkinu.

http://www.vantru.is/2008/10/23/09.00/


Baldur Kristjánsson - 22/08/10 21:37 #

Andrea: Ég á við þetta:,,Það er eitt að láta menn vera með skoðanir sem maður er ósammála, og annað að láta þá vera þegar þeir eru að fremja viðbjóðslegan ofbeldisglæp eins og barnamisnotkun. Það er rétt hjá þér að þið látið menn vera, einkum þegar þeir fremja svona glæpi"

Hvers konar ásakanir eru þetta í garð heillar stéttar?

Og þetta: ,,Hvað er prestastéttin annað en hópur af fólki sem vill vera í þægilegu embættismannasæti og á öruggum launum hjá ríkinu?" Þetta er bara bull. Prestastéttin er svo miklu mikli meira en þetta.

Fyrirgefðu ég dró að svara þér. Mér yfirsást komment þitt. Bkv. b


Andrea (meðlimur í Vantrú) - 23/08/10 01:13 #

Hvers konar ásakanir eru þetta í garð heillar stéttar?

Svipaðar áskanir og þessar í garð heils félags. Ég veit ekki um neinn í Vantrú sem þetta sem þú þylur upp í þessari bloggfærslu þinni á við um en hins vegar veit ég um presta sem þetta sem ég sagði á við um. Meðal annarra orða, þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þér fyrir hlý orð í minn garð - gaman hvað þú veist mikið um mig án þess að þekkja mig nokkuð.

Þetta er bara bull. Prestastéttin er svo miklu mikli meira en þetta.

Einu skiptin sem ég sé ykkur presta þenja ykkur eitthvað við fólk, eða hópast að bráðinni, eins og þú orðaðir það, er þegar launamál ykkar eru rædd. Þið segið ekki orð við þá sem halda því fram að Guð sé ekki til eða rengja trúarbrögð ykkar eða annarra á einhvern hátt, einu skiptin sem ég hef séð ykkur tjá ykkur á veraldarvefnum er þegar einhver sem svo mikið sem gefur í skyn að þið ættuð kannski ekki að þiggja svona há laun. Sem gefur mér þá hugmynd að ykkur sé sennilegast sama um allt annað. Þannig að ég spyr, enn og aftur, hvað er prestastéttin annað en hópur af fólki sem vill vera í þægilegu embættismannasæti og á öruggum launum hjá ríkinu?


Nils Gíslason - 07/03/11 23:06 #

Kæru vinir. Þegar ég les þessar orðræður þá vaknar hjá mér spurning um það hvað þið mynduð skrifa um og agnúast út í ef þið væruð á ykkar eigin eyju og þar væri enginn prestur og engin Bílía og þið fenguð enga innrætingu, heldur fenguð að vaxa upp eins og liljur vallarins í logni og skjóli og réttu hita og rakastigi. Gætuð þið sagt mér hverjur væru draumar ykkar og hversu yndisleg tilvera ykkar væri?

Til umhugsunar

Með vinsemd Nils Gíslason


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/11 23:39 #

Sæll Nils.

Mér langar að benda þér á spjallborðið ef þig langar að ræða hitt og þetta.

Þegar við erum ekki að skrifa um presta og Biblíur skrifum við um ýmislegt annað, t.d. vetnisbúnað. Svona getur tilveran verið yndisleg.


Kristján (meðlimur vantrú) - 14/03/11 01:43 #

Held að það væri þess virði að láta ríkiskirkjuna hafa þessar bölvuðu jarðir ef það er það sem þarf til að losna við báknið. Lútherska kirkjan á raunar ekkert tilkall til eins eða neins frá ríkinu.

Lalli, ég styð kommentið þitt svona næstum því. Mín útgáfa væri hins vegar: Hvernig væri að setja aðskilnaðarferlið bara í gang og láta lögfræðingana berjast um það.

Ég auðvitað vil ekkert gefa kirkjunni neitt af þessu, en sætti mig frekar við lagalega ferlið fram yfir status quo.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.