Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúfélagsskráningar 2010

Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins í morgun voru 78,8% fullorðinna Íslendinga skráð í Þjóðkirkjuna um síðustu áramót, eða 186.697 fullorðin sóknarbörn. Næst stærsta trúfélag landsins er svo Kaþólska kirkjan með 6559 félagsmenn. Á sama tíma voru 8483 fullorðnir einstaklingar skráðir utan trúfélaga.

Breytingar á trúfélagsaðild voru 3717 árið 2009, þar af skráðu 1982 sig úr ríkiskirkjunni. Af þeim sem skráðu sig úr ríkiskirkjunni skráðu 1066 sig utan trúfélaga og 585 í einhvern af fríkirkjusöfnuðunum.

Athygli vekur að Morgunblaðið segir að sóknargjöld þeirra sem skráðir eru utan trúfélaga hafi verið fellt niður árið 2009. Þetta er ekki alls kostar rétt, jafnvel þó að þetta komi fram á eyðublaði þjóðskrár um breytingu á trúfélagsaðild.

Staðreyndin er sú að eins og staðan er í dag greiða þeir sem standa utan trúfélaga sérstakan skatt í ríkissjóð sem jafngildir sóknargjöldum annarra. Ríkissjóður heldur sem sé eftir þeirri upphæð sem áður rann í háskólasjóð sem "sóknargjöld" þeirra sem standa utan trúfélaga. Trúleysingjar greiða því í raun hærri tekjuskatt sem nemur sóknargjöldunum, mismuninn mætti kalla trúvilluskatt.

Við hvetjum alla til að íhuga trúfélagsskráningu sinni og breyta henni ef ástæða er til. Sérstaklega hvetjum við trúleysingja til að skrá sig utan trúfélaga, því skráning þeirra í trúfélag er stuðningur við núverandi stöðu.

Ritstjórn 18.05.2010
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


oddur - 18/05/10 12:58 #

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þesssi skattheimta á trúlausum sé lögleg. Hefur þetta verið skoðað. T.d. af umboðsmanni Alþingis. En til gamans má benda á nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um félagafrelsi hér á landi. þ.e.a.s. iðnaðarmálagjalds.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 18/05/10 18:09 #

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þesssi skattheimta á trúlausum sé lögleg. Hefur þetta verið skoðað. T.d. af umboðsmanni Alþingis. En til gamans má benda á nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um félagafrelsi hér á landi. þ.e.a.s. iðnaðarmálagjalds.

Þetta er að sjálfsögðu ólöglegt með öllu, en ríkiskirkjuvaldið er svo sterkt að enginn leggur í að fá þessu hnekkt með dómi.


Friðrik Tryggvason - 19/05/10 09:31 #

Ég er til í að reyna ef ég fæ einhverja aðstoð.


oddur - 19/05/10 10:30 #

Það er spurning hvort einhver löglærður sem skilur munnin á lögunum um iðnaðarmálagjald og sóknargjöldum gæti skýrt munin ef hann er til staðar.

Mér finnst alla vegana að verið sé að leggja sérstakan skatt á mig og verið að refsa mér fyrir að vera utan trúfélaga.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 19/05/10 15:32 #

Mér finnst alla vegana að verið sé að leggja sérstakan skatt á mig og verið að refsa mér fyrir að vera utan trúfélaga.

Þetta er einmitt málið og er óheimilt skv. 40. og 77. gr.stjórnarskrárinnar. Það fæst hins vegar enginn lögfræðingur til að taka þetta að sér vegna ítaka ríkiskyrkjunnar. Sá sem gengur gegn hagsmunum þeirrar aumu stofnunar á ekki von á góðu.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 20/05/10 10:53 #

Friðrik. Ef þú ert til, þá er Vantrú örugglega til í að áðstoða þig. Málið strandar bara á peningum. Þetta mun pottþétt kosta mikla peninga. Þar strandar þetta eins og margt.

Við höfum oft talað um þetta í Vantrú en satt best að segja erum við alltaf að sýsla í e-u öðru. Í þeim málum sem við höfum tekið fyrir eins og t.d vinaleiðarmálinu, þar sem við lögðum 100% fókus á málið, vannst sigur. Ég hef trú á því að það sama verði upp á teningnum ef að við vöðum í þetta mál. En eitt get ég sagt þér. Þetta mál er á dagskrá og það VERÐUR vaðið í þetta. Fyrr en síðar. :) Ef þú vilt keyra á þetta skaltu spyrjast fyrir, tala við lögmenn og segja okkur frá. Það væri fínt að byrja á þessu.


Oddur - 20/05/10 12:42 #

Það eru nú kannski eftir einhverju að slæjast, en það gæti verið að ríkið væri ábyrgt og þyrfti að endurgreiða þessa ofteknu skatta. Sem gæti náttúrulega snúist í andhverfu sína ef ríkið þætti sig þurfa að hækka skatta til að greiða þetta.

Ég sé þetta alla vegana sem réttlætismál og myndi vilja aðstoða félagið í þessu. Ég er að vísu ekki félagi, en ég sé ekki að það skipti nokkru máli. Við þyrftum kannski aðeins að gera eins og kirkjan og vera með söfnun.


Árni Árnason - 10/06/10 00:00 #

Vel á minnst. Maður hefur ekkert heyrt af vinaleiðinni þetta skólaárið. Hvernig er það, þið sem til þekkið, erum við algerlega laus við þá pláguna, eða er hún komin neðanjarðar eins og önnur myrkraverk ??

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.