Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bingó á föstudaginn langa

bingo.jpg Hið árlega bingó Vantrúar verður haldið föstudaginn langa, 2. apríl, klukkan 12:30 á Austurvelli.

Með þessu brjótum við í fjórða sinn lög um helgidagafrið sem banna sérstaklega bingó:

[Á föstudeginum langa] er eftirfarandi starfsemi óheimil: Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram."

Þessi lög eru byggð á öfgakenndri lútherstrú sem þreifst hér á landi um aldir og reyndi eftir fremsta megni að hindra skemmtanir manna. Vegna óeðlilegs sambands ríkis og kirkju er þetta enn bundið í lög.

Við í Vantrú viljum aðskilnað ríkis og kirkju og bjóðum gestum og gangandi að sýna þessum málstað stuðning með því að spila með okkur bingó og fá um leið kakó og kleinur. Aðgangur er ókeypis og vitaskuld má ekki gleyma að veglegir vinningar verða í boði.

Við vonumst eftir því að flestir láti sjá sig og vonandi verður nóg af bingóspjöldum. Takið börnin með og jafnvel aðra ættingja, og skemmtið ykkur með saklausu bingóspili á Austurvelli í boði Vantrúar.

Ekki er búist við því að lögreglan skerist í leikinn, þrátt fyrir að Vantrú tilkynni að sjálfsögðu lögbrotið.

Og þó, verum minnug þess að þáverandi dómsmálaráðherra fannst þessi orð biskups vera viðeigandi þegar við brutum fyrst þessi lög:

Átök um lífsskoðanir hafa verið áberandi hér á landi nú í vetur. Það er sem hin harða og kalda andstaða gegn kristninni sem einkenndi upphaf fyrri aldar sé gengin aftur í hatrömmum andtrúaráróðri. Hinn andlegi hafís guðleysisins lónar fyrir landi, og ískalda og vonarsnauða þoku stafar frá honum. #

Trúfélagaskráningareyðublöð á staðnum.

Ritstjórn 31.03.2010
Flokkað undir: ( Bingó , Tilkynning )

Viðbrögð


Innkaup - 31/03/10 21:54 #

Fólk sem beitir sér í borgalegri óhlýðni getur kosið að brjóta ákveðin lög á markvissan hátt, t.d. með því að mynda hópa sem loka götum eða taka yfir opinberar byggingar.

En nei.....Ekki Vantrú. Þeir fara í bingó. Til að sýna fram á að Guð sé ekki til... Þetta væri fyndið ef það væri ekki grátlegt. Maður hlýtur að efast um heilindi Vantrúarmanna


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 21:58 #

Sýnir bara hvað við erum léttlyndur og geðgóður félagsskapur! Ekkert vesen, bara bingó á liðið :-)


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 22:03 #

"brjóta ákveðin lög á markvissan hátt"

Sem er einmitt og akkurat það sem þetta gengur útá.


Þröstur Hrafnkelsson - 31/03/10 23:31 #

Bingó-ið sívinsæla hefur ekkert með tilvist guð að gera heldur tengsl ríkis og kirkju.

Alveg út í hött að lög skuli kveða á um hvað fólk má ekki gera því skv. trúarriti er hér um merkan dag að ræða!?!


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 01/04/10 23:32 #

Ég mæli með hinu árlega bingó Vantrúar og segi Innkaupum að vera ekki í þessari fýlu.

Það er hægt að gera ýmislegt annað en að stöðva umferð til að koma vitinu fyrir fólk :-)

Ég ætla að öllu óbreyttu að mæta.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 02/04/10 13:51 #

Við þökkum þeim sem komu og brutu lögin með okkur, fengu sér nýbakaða kleinuhringi, heitt súkkulaði og páskaegg. Þrír heppnir vinningshafar fóru heim með öllu stærri páskaegg og eintök af bókinni Andlegt sjálfstæði.

Lögreglubíll renndi upp Vonarstræti og stillti sér upp mitt á milli Dómkirkjunnar og Alþingishússins - nokkuð táknrænt - en laganna verðir aðhöfðust ekki, þrátt fyrir ábendingu um yfirstandandi lögbrot, þar sem þeir þóttust ekki kannast við lög sem banna bingó á svo heilögum degi.

Vonandi getum við birt myndir af samkomunni fljótlega, sem og af bjórkvöldinu góða 1. apríl.


Birgir Hrafn Sigurðsson - 02/04/10 14:45 #

Til hamingju,

Ég vill bara biðjast afsökunar á því að hafa gleymt Bingó-inu. Annars hefði ég mætt.

kv, Bigginn


Hanna Lára - 03/04/10 12:08 #

Varðandi pistil 'Innkaups' (Innkaupa?) spyr ég:

Hvern, nákvæmlega, skaðar þetta Bingo Vantrúar?

Ýmsar leiðir eru til þess að mótmæla og krefjast þess sem þurfa þykir og eru flest slík mótmæli meira pirrandi, ef ekki skaðleg hinum almenna borgara. Bingóið fellur ekki undir slíka truflun. EF svarið verður eitthvað íá þá leiðina að bingóið særi tilfinningar trúaðra þá er aðeins eitt að segja:

"Those who don't want to have their belief ridiculed shouldn't believe in such ridiculous things!" (Lausleg þýðing: Þeir sem ekki vilja láta hæðast að trú sinni ættu ekki að ástunda svo háðulega trú.)


Nonni - 04/04/10 09:44 #

Innkaup, haltu bara áfram að horfa á riot pornið þitt. Sumum hlutum er bara miklu auðveldara að breyta með fyndnum lögbrotum heldur en með því að taka yfir byggingar og loka götum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.