Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hundalógík og kanínur

Guðfræði 102

Mörgum trúmanni er mjög í mun að skilgreina trúleysi sem trú eins og lesa má um í grein á Vantrú. Sumum trúleysingjum gremst þetta og segja að þá sé skalli háralitur eða áhugaleysi á frímerkjasöfnun áhugamál.

Í einni athugasemd við áðurnefnda grein lagði Baldvin eftirfarandi orð í belg:

Ef frímerkjasafnarar og öflug samtök þeirra og stofnanir, styrktar af ríkinu, héldu úti skefjalausum áróðri gegn þeim sem ekki söfnuðu frímerkjum fyndist þér þá ótækt að þeir sem ekki söfnuðu frímerkjum andmæltu þeim áróðri?

Ef frímerkjasafnarar héldu því statt og stöðugt fram að þeir sem ekki söfnuðu frímerkjum væru verri manneskjur eða með minna siðferðisþrek en frímerkjasafnarar, fyndist þér þá óeðlilegt að þeir sem ekki söfnuðu frímerkjum andmæltu?

Væru þeir sem ekki söfnuðu frímerkjum þá orðnir frímerkjasafnarar vegna þess að þeir höfðu skoðanir á því hvort frímerkjasöfnun væri forsenda siðferðis/manngæsku?

Væri það boðun frímerkjasöfnunar að andmæla áróðri frímerkjasafnara?

Guðfræðin á auðvitað svör við þessu, eins og svo mörgu öðru og hér eru þau lögð á borð í boði guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands:

Samkvæmt hlutverkaskilgreiningum eru trúarhreyfingar táknkerfi um altæka skipan tilverunnar sem tiltekinn hópur sameinast um og veitir einstaklingnum heildstæða merkingu og tilgang með lífinu. Slíkt táknkerfi þarf ekki að skírskota til yfirnáttúrulegs veruleika enda geta stjórnmálastefnur og listastefnur flokkast sem trúarbrögð út frá þessum forsendum.

Okkur leikum þykir þessi skilgreining bráðfyndin en um leið gerir hún umræðu um trúarbrögð að skrípaleik.

Aðhyllist þú einhver trúarbrögð? -Ha, já. Ég hef alltaf verið Sjálfstæðismaður. Ert þú trúaður? -Ég hef alltaf verið hrifinn af expressíonisma en er hallur undir kúbisma. Hver eru þín trúarbrögð? -Ég styð Arsenal.

Já, súrrealisminn veitir lífinu svo sannarlega kanínu!

Reynir Harðarson 31.03.2010
Flokkað undir: ( Grín , Kristindómurinn )

Viðbrögð


gös - 31/03/10 09:34 #

Já, mér leiðist þessi tilhneiging félagsvísindamanna til þess að svara öllum spurningum "Samkvæmt realisma...", "Samkvæmt ídealisma...", "Samkvæmt hlutverkaskilgreiningum..."

Sérstaklega þegar svarið er á skjön við almennan skilning og ályktanirnar sem dregnar eru út frá svari [*]ismans eru svo notaðar í almennri umræðu.

Ég geng svo langt að segja að þetta sé óheiðarlegt.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 11:21 #

Skemmtileg samlíking með frímerkjasafnarana og líkingin við íþróttafélög (sem einhver kom með hér á spjallinu) er ekki síðri. Ríkið styður eitt félag, allir eru skráðir í félag móður við fæðingu og antisportistar hafa víst áhuga á íþróttum og halda með einhverju liði.


Carlos - 31/03/10 11:38 #

Hvaða orð eigum við til að lýsa lífsskoðunum okkar, orð sem ekki eru hlaðin gildismati? Orðið "trú" er vont, af því að það sameinar lífsskoðun, trúarbragði, tiltekinni trúarstefnu og það að treysta einhverju eða einhverjum.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 12:01 #

Hvaða orð eigum við til að lýsa lífsskoðunum okkar, orð sem ekki eru hlaðin gildismati?

Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó? Nefndi ég hann í fyrsta orði en getur hans aldrei þó?

Hundurinn hét Hvað og orðið sem Carlos leitar að er "lífsskoðun". Líka má hugsa sér orð eins og lífssýn, heimssýn, heimspeki, lífsspeki, grundvöllur, útgangspunktur o.s.frv.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 12:30 #

Hvaða orð eigum við til að lýsa lífsskoðunum okkar, orð sem ekki eru hlaðin gildismati? Orðið "trú" er vont, af því að það sameinar lífsskoðun, trúarbragði, tiltekinni trúarstefnu og það að treysta einhverju eða einhverjum.

Finnst þér að maður þurfi endilega að geta lýst lífsskoðun sinni í einu orði?

Það að vera trúlaus lýsir í rauninni ekki lífsskoðun nema að hluta til. Það gefur til kynna það sem viðkomandi leggur ekki til grundvallar lífskoðun sinni en segir í raun lítið um raunverulega lífsskoðun.

Trúleysingjar eru eins misjafnir og þeir eru margir og ógerningur að ætla sér að lýsa lífskoðun trúleysingja sem hóps svo eitthvað mark sé takandi á.

Flestir trúleysingjar hafa það fyrir satt sem vísindaheimurinn telur best "sannað" á hverjum tíma. Þetta felur engan veginn í sér trú eða blint traust á vísindunum eða kennivaldi ákveðinna vísindamanna, eins og margir trúmenn vilja halda fram.

Margir trúleysingjar aðhyllast húmanisma og þá siðferðilegu hugmyndafræði sem fylgir honum. Þetta er alls ekkert algilt og margir hafa húmanismann kannski til hliðsjónar án þess að aðhyllast hann beint og enn aðrir aðhyllast aðrar heimspekilegar og siðferðislegar stefnur eða kenningar ákveðinna siðfræðinga eða blanda saman mismunandi nálgunum til að búa sér til hugmyndakerfi sem þeim finnst best lýsa sinni afstöðu.

Trúleysingjar hafa engar sameiginlega kenningar eða nokkuð það sem hægt væri að nota sem grundvöll fyrir sameiginlegri lífsskoðun.

Þar sem trúleysingjar eiga ekkert sameiginlegt hugmyndakerfi sem hægt er að ganga inn í þarf hver og einn að móta sér sínar hugmyndir og sína lífsskoðun sjálfur með því að velta þessum hlutum fyrir sér. Þó að margir trúleysingjar komist að svipuðum niðurstöðum og hafi svipaðar lífsskoðanir þá er það alltaf afrakstur pælinga hvers og eins.

Svo er það einfaldlega kjánalegt að halda því fram að sá sem trúi ekki trúi samt. Eða eins og biskup sagði á sínum tíma:

Sá sem trúir ekki á Guð trúir ekki engu. Nei, hann trúir öllu!

Þessi staðhæfing er einfaldlega út í hött, en samt er maður alltaf að heyra einhver tilbrigði við hana.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 14:06 #

Maður er líka litlu nær um lífsskoðun einhvers þótt fyrir liggi að hann sé trúaður. Og nákvæmlega engu nær ef trúarhugtakið er orðið svo vítt að það nær yfir allt og alla.


Carlos - 31/03/10 14:34 #

Einmitt þessvegna eru til tvö orð yfir trú í ensku, þýsku og frönsku. Faith, Glaube, fois og religion. Faith til að ná yfir merkingarmengið "að halda fyrir satt", "treysta" og religion til að nálgast innihald þessa trausts með kerfisbundnum hætti.

Ég held að bæði orðin þurfi að greina frá gildishlöðnum uppruna sínum. Eins og þið hafið bent á er algerlega fáranlegt að kalla fyrirbæri eins og Vantrú "religion". Það er líka fáranlegt að kalla grunnforsendur eða lífsskoðanir trúleysingja "faith" eða "Glaube".

Hinsvegar má ekki horfa framhjá því að lífsskoðanir trúaðra og vantrúaðra eiga á stundum sér samsvaranir (enda hættum við ekki að vera fólk þótt við trúum/trúum ekki).

Menn geta verið frjálslyndir, haft von um að lífið þróist til hins betra, að skynsemin muni að endingu ráða. Eins er hægt að vera bókstafstrúa, vonlítill um tilgang og að þegar öllu er á botninn hvolft skipti ekkert máli.

Ég hef séð þesskonar póla notaðir um grunnlífsviðhorf óháð "isma" eða "trúar" og þá til að sjá hver stefnan sé, jákvæð (vongóð), neikvæð (án vonar) o.s.frv.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 31/03/10 15:29 #

Religion þýðir ekki trú í ensku. Religion þýðir trúarbrögð.

Hins vegar nær íslenska orðið trú bæði yfir enska orðið faith og orðið belief.

Faith er yfirleitt notað yfir trú í skilningi trúarbragðanna, guðstrú. Þó er hægt að nota það um að hafa eitthvað fyrir satt og þá er það yfirleitt bundið í orðatiltækjum.

Faith 1 a : allegiance to duty or a person : loyalty b (1) : fidelity to one's promises (2) : sincerity of intentions 2 a (1) : belief and trust in and loyalty to God (2) : belief in the traditional doctrines of a religion b (1) : firm belief in something for which there is no proof (2) : complete trust 3 : something that is believed especially with strong conviction; especially : a system of religious beliefs

Belief, er notað yfir það að trúa einhverju, að hafa eitthvað fyrir satt í venjulegum skilningi orðsins.

Belief 1 : a state or habit of mind in which trust or confidence is placed in some person or thing 2 : something believed; especially : a tenet or body of tenets held by a group 3 : conviction of the truth of some statement or the reality of some being or phenomenon especially when based on examination of evidence


BjornG - 31/03/10 15:47 #

Vitnað í Penn & Teller:

''Don't go to the bible for moral codes, it's anything but moral, but please do read it because there is nothing that makes you faster an atheist by reading it and we could allways use more atheists''

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.