Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Láttu ekki ljúga að þér

Við á Vantrú lendum oft í því að finnast við standa ein í baráttunni. Það er eins og öllum sé sama þó að órökstuddar og jafnvel hættulegar fullyrðingar fái að standa alveg gagnrýnislaust um allt samfélag.

Þess vegna hlýnar okkur alltaf um hjartaræturnar þegar við sjáum beitta en þó málefnalega gagnrýni í hindurvitni sem við komum ekkert að. Nú fyrir skemmstu tók næringarfræðinginn Ólafur Gunnar Sæmundsson saman margar af algengustu mýtunum í næringar- og líkamsræktarbransanum og og svaraði þeim ágætlega í greininni Láttu ekki ljúga að þér.

Ritstjórn 17.03.2010
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/03/10 12:06 #

Athugasemdirnar við þessa grein á DV eru magnaðar!


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/03/10 18:02 #

Það er alltaf stutt í flórinn eða mykjuna þegar heilagar kýr eru annars vegar.


Bárður - 17/03/10 18:07 #

Góð grein, og hittir greinilega á taug, eftir viðbrögðunum að dæma.


Magnús - 17/03/10 18:59 #

Ég man eftir einni rannsókn sem var gerð vegna meintra sykur-ofvirkni tengsla. Mæður horfðu á börnin sín drekka sykrulausa drykki sem þeim (mæðrunum) var sagt að væri dýsætur og þegar börnin fóru að ærslast (eins og börn gera) þá stundu þær hátt og sögðu að nú væru krakkarnir orðnir ærðir af sykri.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 17/03/10 20:23 #

Þetta með sykurinn var einmitt tækklað í BBC þætti þar sem svona mýtur voru teknar fyrir. Börnin voru jafn æst í afmælisboðum þar sem sykur var í matnum og þar sem enginn sykur var í matnum. Heilsugeirinn er fullur af kjaftæði og fólk er heilaþvegið út í eitt. Ein helsta söluvaran er í raun Placebo effectinn.


trausti - 17/03/10 20:43 #

Athugasemdirnar við þessa grein á DV eru magnaðar!

Og sorglegar. Íslenskt samfélag er gegnumsýrt af kjaftæði.

Merkilegt hvað mikið af "sérfræðingum" gera athugasemdir við grein "besservissersins".


Laddi (meðlimur í Vantrú) - 18/03/10 07:52 #

Líka fyndið hversu margir eru ósammála af því að þeim 'finnst' þetta sem hann segir ekki getað passað. Hefði að vísu viljað sjá betri rökstuðning með flestu því sem hann ber á borð en engu að síður er ótrúlegt hvað fólk á erfitt með að breyta fyrri 'skoðun' á svona málum þrátt fyrir rökstuðning um hið gagnstæða...


Arnar (meðlimur í Vantrú) - 18/03/10 10:56 #

Afar athyglisverð grein. Gaman og gott að lesa svona. Varðandi hleðslu eftir æfingar þá er það auðvitað nauðsynlegt fyrir afreksíþróttamenn að borða vel og mikið. Þetta "ráðlagður dagskammtur" á aðeins við um fólk sem er að stunda íþróttir einungis sér til yndisauka og menn sem æfa eins og "mófóar" eins og einhverjir kynnu að segja þurfa mun meira.

Sammála Ladda, hefði viljað sjá meiri rökstuðning. En flottir punktar þarna eins og með aspartam, einnig er annað efni sem heitir asesúlfam eða eitthvað þannig notað í ýmsa skyrdrykki.


Baldur - 18/03/10 11:11 #

Hér er áhugavert myndband úr bresku sjónvarpsþáttunum QI þar sem Stephen Fry talar um að áhrif sykurs á börn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.