Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Okkar á milli

Reynir Harðarson formaður Vantrúar var gestur Ævars Kjartanssonar í þættinum Okkar á milli á Rás 1 í gærmorgun.

Hér er hægt að hlusta á upptöku af samtalinu. Við höfum reyndar klippt tónlistina úr þættinum, svo Stef verði ekki sigað á okkur, en hægt er að nálgast óklipptar upptökur á podcasti þáttarins.

Einnig hægt að sækja hljóðskrána ~31MB.

Ritstjórn 04.03.2010
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 04/03/10 09:17 #

Úr játningum kirkjunnar

Forsenda skírnar:

...fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda

Ábyrgð guðlausra:

Enda þótt Guð skapi og viðhaldi náttúrunni, þá er orsök syndarinnar samt sem áður vilji hinna vondu, svo sem djöfulsins og guðlausra manna..,


Örninn - 04/03/10 10:50 #

Reynir kemst afar vel frá þessu viðtali. Æsir sig aldrei heldur talar í sömu tónhæð allan tímann og það af viti. Tel ég þetta mikilvægt þar sem ekki er hægt að draga þá ályktun að hér se um ofstækismann að ræða. Þakkir fyrir þetta Reynir.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 04/03/10 14:57 #

Getur verið að ég sé kannski ekki froðufellandi ofstækismaður og Vantrú tiltölulega meinlaust félag þótt í guðfræði í HÍ sé kennt (a.m.k. gefið í skyn) að ég sé þjófóttur og lyginn og Vantrú morandi í hættulegu ofstæki og orðbragðið svakalegt, virðing fyrir trúarbrögðum engin og hve blyggðunarlaust guðleysistrúboð þessarar nýtrúarhreyfingar er.

Samkvæmt niðurstöðu guðfræðings HÍ mætti ætla að inntökueiður Vantrúar væri svohljóðandi:

Heitir þú að:

-smána hvaðeina sem öðrum er heilagt,

-umbera ekki trúarjátningu á opinberum vettvangi

-skerða málfrelsi trúaðra,

-andmæla almennum mannréttindum á við að foreldrar beiti börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni í skólum,

-leggja í einelti, m.a. með uppnefnum, þá sem hafa önnur viðhorf,

-fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga,

-ástunda guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs?

Vera má að guðfræðikennarinn hefði fengið aðra mynd af Vantrú ef hann hefði bara haft fyrir því, líkt og guðfræðingurinn Ævar Kjartansson, að ræða málin.

Ágætir guðfræðingar og jafnvel prestar fyrirfinnast nefnilega en ekki veit ég hvers vegna þeir tjá sig ekki um þá útreið sem Vantrú og trúlausir mega þola í Háskóla Íslands, á biskupsstofu, úr prédikunarstólum og í blaðagreinum þeirra sem spyrða Vantrú við allt það versta sem þeim kemur til hugar.

Hver um sig verður að trúa því sem hann vill en það breytir ekki sannleikanum.


gimbi - 05/03/10 00:30 #

[ athugasemd flutt á spjall ]


Hanna Lára - 08/03/10 03:07 #

Gott var að fá Reyni í þetta viðtal, sem og í formannssætið. Einkum var ég ánægð með að fram kom að félagsskapurinn Vantrú er í raun andsvar og mótbárur við margítrekuðum atlögum.
Margir hafa hrapað að þeirri ályktun að þessi félagsskapur hafi verið stofnaður af illgirni eða einhverju þaðan af verra. Fyrir mig er félagsskapur ykkar (þótt aðeins sé á netinu) - sem og annars netefnis af sama tagi, góður stuðningur í mínu trúleysisbrölti. Ég kannast vel við það að sárna þegar trúlausir eru úthrópaðir sem siðlausir, heimskir og andstyggilegir níðingar af vel launuðum ríkisstarfsmönnum. Prestum, þingmönnum og öðrum slíkum. Semsagt: Reynir: þú stóðst þig vel. Pollrólegur og sjarmerandi. Takk.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/03/10 09:02 #

Kærar þakkir, Hanna Lára. Þótt þess sé ekki getið í lögum félagsins er tilgangur þess kannski einmitt sá að styðja fólk í trúleysisbrölti þess.

Ég fjallaði örlítið um þetta í eldri grein þar sem kemur fram að maður er manns gaman.

Þess vegna er alltaf ánægjulegt fyrir okkur að sjá athugasemdir frá þeim sem telja sig hafa gaman og gagn að því sem frá okkur kemur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.