Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ríkisrekið trúfélag er tímaskekkja

Af hverju þrífast trúarbrögð hér á landi sem njóta þeirra forréttinda að vera undir verndarvæng ríkisins? Ástæðan er ekki sú að lútherska kirkjan þótti svo frábær að nauðsynlegt þurfti að skipta henni út fyrir þá kaþólsku.

Ísleifur Egill Hjaltason skrifar ágætis hugleiðingu á heimasíðu Ungra vinstri grænna um nauðsyn þess að skera á tengsl ríkis og kirkju.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er mannréttindamál sem ganga verður í eins fljótt og kostur er. Heppilegast væri að láta þjóðina kjósa um málið og taka svo ákvörðun í framhaldi af því.

Ritstjórn 27.01.2010
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Guðlaugur Örn (meðlimur í Vantrú) - 27/01/10 09:06 #

Heyr heyr!!


Kristinn Torfason - 27/01/10 12:32 #

Kristin kirkja eða hvaða trúfélag sossum sem það er, hefur í raun aðeins eitt raunverulegt grunnmarkmið eins og hver önnur stofnun, fyrirtæki eða félag. Hversu hjúpað sem þetta markmið kann að vera með fögrum hugmyndum og velvilja, þá er markmiðið í raun ávallt einfaldlega það að viðhalda sjálfu sér.

Til þess að sinna þessu dulda og jafnvel ómeðvitaða grunnmarkmiði sínu stunda trúfélög trúboð, og lofa lausn allra mála - lausn sem ávallt er rétt handan við hornið í óorðinni framtíð - en ef, og aðeins ef, þú lýtur flóknum, og óljósum túlkunum á reglum um hugmyndaform sem gjarna spegla aðeins siðferði og hindurvitni fornra menningarsamfélaga.

Ríkisrekið trúfélag er sannarlega tímaskekkja, og löngu tímabær aðskilnaður nauðsynlegur til þess nútíma samfélag geti þróast fram á veg, svo skapist færi á möguleika þess að það geti losnað undan þeim vítahring hindurvitna og kredda sem það virðist sitja fast í.

Til þess að þetta sé hægt þarf að mennta börn varðandi atriði s.s. heilbrigð og uppbyggjandi samskipti fólks, mannúðarmál og mannréttindi, rétt þeirra og skyldur og rækta samkennd og sjálfstæða rökræna hugsun frekar en fylla þau skrýtnum kreddum og hindurvitnum sem einungis miða í raun að því að vekja hjá þeim ótta og óöryggi svo þau leiti ráðvillt á náðir trúfélaga seinna á ævinni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.