Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Tvær topp ástæður til að halda upp á jólin

Hátíðin er í þann veginn að renna upp og undirbúningur í hámarki!!! Aðeins tveir dagar til stefnu!!! Ó, við hlökkum svo til (sbr. Svölu Björgvins). Hvað ætli fólk - sem á annað borð gefur og þiggjur gjafir á þessum degi - fái í hendurnar? Örugglega alveg haug af dóti; tölvuleikjum, mynddiskum, kassettum, geisladiskum, blúreij, græjum, tólum, kerti og spil. Stór hluti þjóðarinnar mun gleðjast á einhvern hátt, en það þarf nú varla að taka það sérstaklega fram að til eru frávik - t.d. hvort sem fólk heldur uppá jólin, gefur gjafir og/eða gleðst ekki.

En við - sem getum hugsanlega glaðst og fagnað þessari hátíð - gerum það kannnski ekkert sérstaklega útaf gríðarlega mismunandi ástæðum. Við sem erum trúlaus fögnum til að mynda útaf hinum mannlegu gildum - félagslífinu sem myndast í kringum þessa hátíð. Við gleðjumst yfir því að hitta fjölskyldu og nána vini, borða með þeim, drekka og spjalla. Tim Minchin gerir þessu góð skil í jólalagi sínu.

Hverju er verið að fagna?

Ríkiskirkjuköltið vill telja okkur trú um að við séum að fagna fæðingu Jesús Krists Jósepssonar, fæddur í Betlehem og uppalin víða um miðausturlönd, sem frelsara vors og eitthvað-eitthvað eða eitthvað svoleiðis - hver er að spá í það? Við getum svosum alveg samglaðst ykkur sem virkilega gera það, en við gerum það ekki - þ.e. að fagna fæðingu einhvers smábarns fyrir tvöþúsund árum síðan? Kommon, það fæðast börn á hverjum degi útúm allan heim í þúsunda tali, ekki einsog þetta hafi verið eitthvað kraftaverk.

Ekki misskilja okkur, við erum ánægð að þið séuð ánægð - en þessi gleði má ekki verða að misskilningi. Lítið á okkur sem manninn sem getur fagnað með mökkölvuðum KR-mönnum á tröðfylltum pöbb eftir fótboltaleik, ekkert endilega útaf því að maður heldur með KR (enda halda allir með Vali), en bara útaf því að maðurinn hélt ekkert sérstaklega uppá hitt liðið og auk þess eru nokkrir úr KR-hópnum vinir hans. Síðan var hann hvort eðer ekkert að fylgjast með boltanum, hann var bara á pöbbnum af einskærri tilviljun og búinn að vera þar í heillangan tíma áður en KR-bullurnar komu.

Hér eru tvær topp ástæður af hverju við getum haldið uppá þessa hátíð:

2. Löng skýring um uppruna sólstöðuhátíða...

... ef þú ert að leita af slíku, þá má t.d. byrja á þessum fína pistli um vetrarsólstöður á Stjörnufræðivefnum, svo er líka þessi fína grein um árstíðir hægt að finna á sama stað.

Við getum líka hlustað aðeins á Árna Björnsson.

1. Það getur verið svo gaman

Þarf að segja meira?

Jú! Gleðilega hátíð og skemmtið ykkur vel um jólin!

Ritstjórn 22.12.2009
Flokkað undir: ( Listi , Jólin )

Viðbrögð


FellowRanger - 22/12/09 20:55 #

Eitthvað sem ég gróf upp af jútjúb, titlað "Consumerism! The Musical" eða á móðurmálinu "Neytendahyggja! Söngleikurinn". Ekkert endilega beint tengt jólunum en þó nokkuð vegna síaukins kaupæðis á þessu tímabili.

http://www.youtube.com/watch?v=hGaOQKJik-s

PS. Helvíti gott lag lag með Hr. Minchin sem fylgir greininni. Gaman að sjá hvað hann er farinn að dúkka upp hér og þar. Sá t.d. einhverjar myndir af einhverri vísindaráðstefnu, (var ekkert allt of mikið að tékka á þessu, rak bara augun í nokkrar myndir á facebook). Þar var Prof. Brian Cox, skammtaeðlisfræðingur og talsmaður CERN, einhverjir sem ég kannaðist ekki við, og svo hann með eitthvað atriði. :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.