Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

6 topp-tónlistarmenn um trúarbrögð

Fyrir sjötta dag jóla gaf Vantrúin góða mér
sex fagra tóna
sjö tól flóna
átta hluti að góna á
níu til að stara á
tíu níðinga og róna
ellefu erkidóna
tólf...ööh.. rök...eftir bjána
þrettán bókakóna

og gleði og haaaaamingju!

Fjölmargir tónlistarmenn eru trúleysingjar eða efahyggjumenn. Það kom okkur skemmtilega á óvart að heyra þessa hugvekju Simon Le Bon, forsprakka hljómsveitarinnar Duran Duran þar sem hann ræðir um trúna sem hann átti áður og trúleysið, kemur meðal annars inn á jólin og jólalögin.

Áfram heldur niðurtalninginn til jóla og við hlökkum svo til. Í þetta sinn ætlum við að benda á sex tónlistarmenn sem hafa gagnrýnt trúarbrögð.

666. Slayer

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Slayer er náttúrulega ekki tónlistarmaður, per se, þetta er náttúrulega hljómsveit skipuð fjórum Kalíforníubúum; gítarleikurunum Kerry King og Jeff Hannemann, trymblinum Dave Lombardo og bassaleikaranum og söngvaranum Tom Arya. Slayer spilar frekar mikið útá sjokkið, sérsaklega hvað textasmíð varðar og hafa nú á undanförnum árum skotið fast að kristni og eingyðis-trúarbrögðum. Til að mynda eru plöturnar God Hates Us All (2001) og Christ Illusion (2006) meira og minna eintóm gagnrýni á trúarbrögð.

Religion is hate
Religion is fear
Religion is war
Religion is rape
Religion's obscene
Religion's a whore

Þetta textabrot er úr laginu Cult af plötunni Christ Illusion, en það má sjá þá spila það lag á The Henry Rollins Show:

5. Eddie Vedder

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Eddie Vedder söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Pearl Jam er yfirlýstur trúleysingi, jafnvel þó sum lög Peal Jam hafi trúarlegar vísanir. Um trúarbrögð hefur Eddie Vedder meðal annars sagt:

Orðið trúarbrögð hefur svo slæma aukamerkingu í huga mínum, trúarbrögð hafa orsakað styrjaldir, og það ætti alls ekkert að vera þannig, þannig hefur merking orðsins bara þróast hjá mér. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvað við gerðum á þessari plánetu áður en trúarbrögð komu til sögunnar.

Lagið sem hér fylgir fjallar ekki um trúarbrögð heldur kröfuna um að allir falli inn í fyrirfram mótað samfélag. Lagið var samið fyrir kvikmyndina Into the Wild.

4. Dredg

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Hljómsveitin Dredg spilar prógressívt/alternatív rokk og hefur verið að gera góða hluti síðustu ár. Nýjasta plata hljómsveitarinnar, The Pariah, the Parrot, the Delusion, sem er fjórða stúdíóplata hljómsveitarinnar, var samin undir áhrifum af frægri ritgerð Salman Rushdie, Bréf til 6 milljaðarðasta jarðarbúans. Í þeirri grein gagnrýnir trúleysinginn Rushdie trúarbrögð og segir meðal annars:

Eftir því sem þekking manna hefur aukist er deginum ljósara að allar sögur trúarbragða um hvernig á því stendur að við erum hér eru einfaldlega kolrangar. Þetta er það sem trúarbrögð eiga sameiginlegt. Þau höfðu rangt fyrir sér. Það var enginn himnahristingur, enginn dans skaparans, stjörnuþokum var ekki gubbað út, enginn snákur eða kengúruættföður, engin Valhöll, ekkert Ólympus, ekkert sex-daga töfrabragð ásamt dagshvíld. Vitlaust, vitlaust, vitlaust.

Lagið hér fyrir neðan heitir I Don't Know og lýsir efasemdum, í texta lagsins segir t.d."I don't know if I'll go somewhere special when I die. So I'll just go on living my way." Er þetta ekki einfaldlega málið?

3. Björk

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Okkar ástkæri söngálfur er vitatrúlaus. Í viðtali við erlendan fjölmiðil fyrir margt löngu sagðist hún helst geta hugsað sér að vera búddisti þar sem engar væru þar guðahugmyndir. En síðar, í öðru viðtali og eftir að hafa kynnt sér búddatrú betur, sagðist hún ekki kunna við að búddistar litu á dýrin sem óæðri manninum. Þeir mættu því bara fokka sér. Árið 2005 var hún spurð af blaðamanni Independent "Ef þú ættir möguleika á breyta heiminum, hvernig mundirðu gera það?" þar sem hún svaraði:

Þetta er stór spurning. Að losa okkur við trúarbrögð væri góð byrjun, er það ekki? Þau virðist allavega vera að valda miklum usla.

Lag dagsins er reyndar ekki með Björk heldur Sykurmolunum en þar var ekkert varið að skafa utan af hlutunum. "Deus does not exist".

2. Frank Zappa

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Þessi konungur fíflalátanna var ekki aðeins sprenglærður músíkant, heldur bráðskarpur hugsuður. Frægar eru rökræður hans við afturhaldssinnaða fasista í bandarísku sjónvarpi um orðalag (við könnumst við svoleiðis í okkar daglega trúmálaþrasi) og ekki var honum hlýtt til guðstrúar heldur og hvernig hún litar bandaríska stjórnsýslu, og samkrull trúabragða og uppeldis var alls ekki honum að skapi.

Mitt ráð til þeirra sem vilja ala upp hamingjusamt og andlega heilbrigt barn er þetta: Haltu því eins langt frá kirkju og þú mögulega getur.
Börn eru trúgjörn - þau treysta öllum. Skólinn er nógu slæmur fyrir, en ef þú setur barn einhverstaðar í nágrenni við kirkju ertu að bjóða hættunni heim.

Hér er Zappa í sjónvarpsþættinum Crossfire.

Those jesus-freaks,
Well, they're friendly, but,
The shit they believe
Has got their minds all shut,

An' they don't even care
When 'the church' takes a 'cut'!
(ain't it bleak when you've got so much nothin'? )

1. John Lennon

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Það má vel vera að John Lennon hafi trúað einhverju, talið er að hann hafi aðhyllst einhvers konar daufan spíritalsisma og jafnvel trúað á einvern æðri mátt. Í lögum sínum gagnrýndi hann þó skipulögð trúarbrögð. Reynið t.d. að ímynda ykkur að himnaríki sé ekki til, það er auðvelt ef þið prófið. Ekkert helvíti fyrir neðan okkur, fyrir ofan okkur bara himinn. Ímyndið ykkur heim án trúarbragða. Já, ímyndið ykkur það.

Lagið God kom út árið 1970 á plötunni John Lennon/Plastic Ono Band, fyrstu plötu Lennon eftir Bítlana. Lagið varð strax umdeilt enda ekkert verið að skafa af því, Lennon segir beint út að hann trúir ekki á Gvuð, ekki á gúrúa og ekki á Bítlana. Þetta lag gæti verið þemalag efahyggjumanna ef við þyrftum slíkt!

Ritstjórn 18.12.2009
Flokkað undir: ( Listi )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/12/09 15:07 #

Hér gildir það sama og með hina listana, þetta er alls ekki tæmandi upptaling. Komið endilega með uppástungur í athugasemdum.

Meðal þess sem komst ekki á listann:

  • XTC - Dear God

    I won't believe in heaven and hell. No saints, no sinners, no devil as well. No pearly gates, no thorny crown. You're always letting us humans down.

  • Greg Lake- I believe in father christmas

    They sold me a dream of Christmas,
    They sold me a silent night,
    They told me a fairy story,
    'Til I believed in the Israelite.
    .
    And I believed in Father Christmas,
    And I looked to the sky with excited eyes,
    Then I woke with a yawn in the first light of dawn,
    And I saw him and through his disguise.

  • Dead Kennedys - Religious Vomit

    All religions make me wanna throw up All religions make me sick All religions make me wanna throw up All religions suck They all claim that they have the truth That'll set you free Just give 'em all your money and they'll set you free Free for a fee

  • Björn í Abba

    Björn hefur undanfarið talað opinskátt um trúleysi.
    Vissuð þið að í upprunalega sænska texta lagsins Thank you for the music er sungið:

    Takk fyrir söngvana, fyrir texta og tóna
    Hver þarf trúarbrögð
    Við getum verið án þeirra
    en ef tónlist væri hvergi
    allir þurfa söng og dans.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/12/09 17:12 #

Ógeðslega flott sneriltrommusánd hjá Sigtryggi í Deus.


Viddi - 18/12/09 18:33 #

Þó Ian Anderson sé kannski ekki trúlaus þá er hann hið minnsta mjög skeptískur á kirkjur og skipulögð trúarbrögð.


Björn Ómarsson - 18/12/09 19:55 #

Tim Minchin er náttúrulega á þessum lista en það má svosem benda fólki aftur á þann snilling.


hehehe - 18/12/09 22:55 #

Finnst vert að minnast á:

Motörhead - (Don't Need) Religion http://www.youtube.com/watch?v=j1hi0m1YJ1w

Skyclad - Earth Mother, The Sun and the Furious host http://www.youtube.com/watch?v=xzxyiwnoszI "This one's for the teachers Who want to be preachers Will God keep you warm When you're cold? You'd put those wracked by malnutrition Straight onto your diet of superstition."

Icecross - Jesus Freaks http://www.youtube.com/watch?v=YIEISmNqPbQ


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 18/12/09 23:06 #

bíðið bíðið aðeins..

Ég er ekki að fatta þennan lista, eða tilganginn með honum, og aðeins að pirrast vegna þess að þetta snertir mitt helsta áhugamál.

Eru þetta þekktir tónlistarmenn sem einhvern tímann hafa viðrað þá hugmynd að þeir séu kannski ekkert rosalega trúaðir?

Eða tónlistarmenn sem hafa gefið út efni sem gagnrýnir trúarbrögð og/eða hindurvitni?

Deus er Sykurmolalag en ekki Bjarkar lag, Björk hefur lýst því yfir að hún sé trúuð (á sinn hátt).

Söngvari Slayer er yfirlýstur trúaður kaþólikki.

John Lennon (númer eitt á listanum) á eitt lag sem fjallar að hluta um trúleysi svona innan um fullt af öðrum hlutum, og var ginnkeyptur fyrir alls konar þvælu á sínum tíma.

Ég held að ég sé ekkert mjög illa að mér í tónlistarsögunni, Slayer hef ég rétt svo heyrt um, Dredg ekki fyrr en ég sá þennan lista.

Hvort einhverjir tónlistarmenn hafi á seinni árum lýst yfir trúleysi (Simon le Bon, Björn í Abba) er auðvitað tiltölulega verðlaust, hafi þeir ekkert gefið út sem tekur á trúaarbrögðum.

Þannig að... hefði ekki verið meira virði að nefna tónlist sem tekur á trúarbrögðum og öðrum hindurvitnum??


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 19/12/09 00:49 #

Það eru ekki meira en tvö til þrjú ár síðan Björk lýsti yfir trúleysi sínu í Fréttablaðinu.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 19/12/09 10:11 #

Rosalega er þetta flottur listi. Ég er líka ferlega ánægður að LeBon sé trúalaus! :) Lagið með Slayer þrykkti mér lengst aftur í early 90's, beint niður á Lækjartorg í eitthvað brjálæði. :)


Bárður - 19/12/09 12:25 #

Ekki gleyma Roger Waters og David Gilmour, þeir eru yfirlýstir trúleysingjar.


Freysgoði - 19/12/09 17:32 #

Birgir nokkur Baldursson trommari á tvímælalaust heima á þessum lista...


Daníel Páll Jónasson - 20/12/09 17:30 #

Ekki gleyma Tool, allir meðlimirnir eru vita trúlausir og Maynard James Keenan hefur verið ansi duglegur við að gagnrýna trúarbrögð, til að mynda í laginu Opiate (tilvitnun í "religion is the opiate of the masses").

Snilldarhljómsveit með frábæra texta.


Siggeir - 20/12/09 19:34 #

Þó svo að Tom Araya sé vissulega yfirlýstur katólikki þá er hann nú ekki guðhræddari en svo að hann syngur af fullum krafti formælingar gegn guði sem Kerry King semur. Hann hefur sjálfur sagt að hann láti trúna ekki trufla starfið í hljómsveitinni, ég held að það verði að gefa honum prik fyrir það að láta það trúna ekki þvælast fyrir sér.

En Slayer eiga svo sannarlega heima á þessum lista, sbr: http://johngushue.typepad.com/photos/uncategorized/2008/07/13/god_listens_to_slayer.jpg


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/12/09 22:55 #

Birgir nokkur Baldursson trommari á tvímælalaust heima á þessum lista...

Nei, þessi listi snýst ekki um field-niggers heldur house-niggers.


Hanna Lára - 30/12/09 18:45 #

Listinn yfir trúlausa listamenn er, sem betur fer, langur og fallegur. Eðlilega er þeim flaggað sem fallega tjá tilfinningar manns og skoðanir. Því vil ég bæta við einum skemmtilega og hálf-dónalega Eric Schwartz. Að vísu er hans tilvísun í Bandarískt þjóðfélag en sumt á þó heima í raunveruleik allra þeirra sem glíma við ofríki trúar í nokkurri mynd.

http://www.youtube.com/watch?v=3gQyU1HCclo


Barbarella - 20/02/10 17:33 #

Mér sýnist á heimasíðu jazz/fusion gítarleikarans Pat Metheny að hann sé mjög svo trúlaus. Ef maður klikkar á hlutann "Pat Recommends" (þar sem hann nefnir bækur, kvikmyndir o.fl. sem honum finnst athyglisverðar), þá er þar að finna slatta af "freethinking" titlum (The God Delusion, The End Of Faith o.fl.), og greinilegt að hann spáir mikið í þessi mál! :)

www.patmetheny.com

Einnig minnir mig að dúettinn Tears For Fears hafi á sínum tíma lýst yfir trúleysi sínu.

Það væri reyndar að æra óstöðugan að ætla sér að telja upp alla þá trúlausu tónlistarmenn sem sögur fara af. En svo má heldur ekki gleyma því að margir tónlistarmenn (og listamenn yfir höfuð) eru oft harðlega á móti skipulögðum trúarbrögðum, en eiga sér samt sína "einkatrú". Það má nefnilega ekki rugla því saman að vera trúlaus og að vera á móti "organized religion". ;)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.