Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

8 kvikmyndir sem Vantrú mælir með

Bara átta dagar til jóla og enn einn listinn frá okkur jólasveinunum á Vantrú. Það er oft gott að orna sér við ylinn frá sjónvarpskjánum og stara á ágætis kvikmynd eftir að hafa torgað í sig jólamatinn og opnað jólapakkana, bara svona rétt aðeins til að slaka á. Hér eru átta kvikmyndir sem við í Vantrú mælum með til þeirra sem á annað borð hafa gaman af kvikmyndum. Hver veit? Hér gæti leynst ágætis hugmynd að jólagjöf.

2001: A Space Odyssey (1968)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-grein]

2001: A Space OdysseyEitt af mörgum meistarastykkjum Stanley Kubricks - en hann leikstýrði og skrifaði handritið ásamt Arthur C. Clarke. Hún olli þvílíkum straumhvörfum í kvikmyndagerð þegar hún kom út árið 1968, sér í lagi er tengjast vísindaskáldskap, og hafði einfaldlega ómælanleg áhrif á áhorfendur sem flykktust á hana á sínum tíma - og vissulega gerir enn. Hún var - og er - ein raunsæjasta framtíðarmynd sem fest hefur verið á filmu og er óður til vísindalegra og tæknilegra framfara og þróun. 2001: A Space Odyssey er einfaldlega kvikmynd sem allt hugsandi fólk ætti að sjá, og þó það séu rúmlega 40 ár liðin frá gerð hennar þá hefur hún elst einsog gott rauðvín og er algjör unaður fyrir augað jafnt sem heilann.

Deliver Us from Evil (2006)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-Grein]

Deliver Us from EvilKaþólski presturinn Oliver O'Grady stundaði það að nauðga börnum. Það er svosem ekki í frásögur færandi en í þessari kvikmynd er fjallað um feril hans og sýnt hvernig kaþólska kirkjan hylmdi yfir með honum, færði hann milli svæða og kom í veg fyrir að hægt væri að ná lögum yfir hann. Kvikmyndin er átakanleg á köflum, rætt er við fórnarlömb, ættingja og Oliver O'Grady sjálfan. Svona mál koma reglulega upp og allir hafa gott af því að kynna sér söguna á bak við barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar. Barnaníðingarnir bera að sjálfsögðu mesta ábyrgð en stofnunin sem gerði allt sem aðstoðaði þá ber einnig sök.

The God Who Wasn't There (2005)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-grein]

The God Who Wasn't There Í þessari heimildarmynd fjallar fyrrum trúmaðurinn Brian Flemming um kristni og veltir því fyrir sér hvort Jesús hafi raunverulega verið til. Í leiðinni gerir hann upp við fortíð sína og ræðir við ýmsa trúleysingja og trúmenn. Í myndinni er meðal annars afskaplega áhugaverð framsetning á helstu atburðum guðspjallanna, en skoðað er hvernig gloppur eru í tímaröðinni. Ekki gallalaus mynd en afskaplega fróðleg og skemmtileg.

Jesus Camp (2006)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-grein]

Jesus CampHeimildamyndin Jesus Camp fjallar um börn sem fara í kristilegar sumarbúðir. Hljómar svosem nógu sakleysislega, ekki satt? Sumarbúðir þessar snúast þó ekki um leiki og útivist eins og aðrar sumarbúðir heldur mætti helst líkja þeim við þjálfunarbúðir öfga-múslima, og reyndar ber forstöðukonan sjálf þær einmitt saman við slíkar. Börnunum er þarna kennt að þau eigi að "endurheimta Bandaríkin fyrir Krist" með því að "vitna" fyrir ókunnugum og dreifa kristilegum bæklingum auk þess að berjast með öllum tiltækum ráðum fyrir íhaldssömum siðferðisgildum. Rétt er að geta þess að þessum sumarbúðum var lokað skömmu eftir útgáfu myndarinnar, en líklega dugar það ekki til að stoppa þá sem vilja breyta börnunum í 'hermenn Krists'.

Life of Brian (1979)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-grein]

Life of BrianLife of Brian er eitt af mörgum meistarastykkjum úr smiðju hins breska Monty Python hóps. Myndin fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um lífshlaup Brians, en hann er uppi á sama tíma og stað Biblíupersónan góðkunna, Jesús Jósepsson. Brian berst gegn yfirráðum Rómverja og er tekinn í misgripum fyrir Messías, en myndin vakti einmitt hörð viðbrögð trúaðra á sínum tíma og var t.d. bönnuð í ár í Noregi. Eftir það var hún gefin út klippt og með viðvörun frá kvikmyndaeftirlitinu - enda var myndin auglýst í Svíþjóð sem "Myndin sem er svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi!"

The Magdalene Sisters (2002)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-grein]

The Magdalene SistersThe Magdalene Sisters segir sanna sögu írskra stúlkna, sem lenda í klóm kristilegs trúarofstækis á Írlandi kringum 1960. Ástæður þess að þær enduðu sem þrælar í klaustri voru meint kristileg hórdómsbrot. Ein sagði til frænda síns sem nauðgaði henni, önnur átti óskilgetið barn og sú þriðja hafði bara áhuga á strákum. Fyrir þessar "sakir" voru þær læstar inní skipulögðum vinnuþrælkunarbúðum klaustursins. Á þessari þrælavinnu auðgaðist kirkjan verulega og það var ekki fyrr en árið 1996 að síðasta Magdalene klaustrinu var lokað.

[Umfjöllun Frelsarans um The Magdalene Sisters]

Marjoe (1972)

[iMDB] [Wikipedia-grein]

MarjoeAfskaplega áhugaverð heimildarmynd frá árinu 1972 þar sem skyggnst er á bakvið tjöldin hjá Amerískum evangalískum predikurum. Marjoe Gartner er 'söguhetjan' í myndinni. Hann var vígður sem predikari þegar hann var aðeins fjögra ára gamall og neyddur af föður sínum til að predika gvuðs-orð alveg þar til Marjoe fékk meira en nóg og lét sig frá hverfa þegar hann var sextán ára gamall. Hann snýr svo aftur í gamla djobbið sitt rétt uppúr tvítugu. Seint á sjöunda áratugnum fékk hann samviskubit yfir þessari starfsemi og fékk kvikmyndagerðarfólk til að taka upp þessar athafnir. Það merkilega við þessa mynd er að Marjoe fer nokkuð ítarlega í gegnum hvernig þessi starfsemi virkar og það stórmerkilega er að nákvæmlega ekkert hefur breyst í þessum iðnaði, og punktarnir sem Marjoe kemur með eru nokkuð sterkir. Kannski er ástæða að vara fólk við að stór hluti myndarinnar eru af vakningarsamkomum, en er tekið upp einsog um náttúrulífsmynd sé að ræða.

Religulous (2008)

[Heimasíða] [iMDB] [Wikipedia-grein]

ReligilousSjónvarpsmaðurinn og grínistinn Bill Maher gerði stólpagrín að trúarbrögðum í myndinni Religulous. Myndin er afskaplega fyndin á köflum enda Maher þaulæfður spaugari. Hann ferðast um víða veröld, ræðir við trúmenn og dregur þá á asnaeyrum. Kristnir, gyðingar, múslimar og hassreykjandi Hollendingar eru meðal þeirra sem lenda í Maher. Helsti galli myndarinnar er að Maher er langt frá því að vera málefnalegur og stundum er ekki laust við að maður fái örlitla samúð með trúmönnunum sem eru hafðir að háði. Í myndinni hvetur Maher trúleysingja til að koma úr skápnum og tjá sig opinberlega og það er augljóslega helsta markmið myndarinnar - að ná sinnulausum trúleysingjum úr sófanum og fá þá til að gera eitthvað. Við mælum með því að fólk sjái þessa mynd en vonum að það geri sér grein fyrir því að þetta er ekki endilega besta gagnrýni á trúarbrögð sem sést hefur.


Svo viljum við bara svona rétt í lokin benda lesendum á áhugaverðan lista hjá Amazon.com

Ritstjórn 16.12.2009
Flokkað undir: ( Listi )

Viðbrögð


Óskar P. Einarsson - 16/12/09 11:18 #

Góður listi, Doddi. Það var alveg óborganlegt í Religilous, þegar einhver gaur úti á götu sagði "Yeah, Bill, tell it like it is!". Var það ekki fyrir framan vísindakirkjuna?


Björn Ómarsson - 16/12/09 15:35 #

Það má kannski líka benda á nýju myndina með Ricky Gervais, the Invention of Lying, ég veit ekki hvort hún er komin út á Íslandi ennþá. Gervais er náttúrulega þekktur trúleysingi, og myndin fjallar m.a. um þá fáránlegu trúgirni sem þyrfti að vera til staðar ef trúarbrögð yrðu "fundin upp" í nútímanum.

Þetta er rómantísk gamanmynd sem hefur fengið blendnar viðtökur, en katólskir biskupar í BNA kalla hana "morally offensive" sem er náttúrulega ákveðinn gæðastimpill útaf fyrir sig.


Björn Ómarsson - 16/12/09 15:58 #

Mig langar að hvetja fólk til að lesa gagnríni kaþólsku biskupanna á myndinni sem ég benti á í seinustu ummælum mínum, því hún er drepfyndin! Gargnrýnandinn skrifar meðal annars þennann gullmola:

The main tenets of Mark's freshly minted religion concern a "man in the sky" who controls and directly causes everything that happens -- including both disease in individuals and large-scale natural disasters -- and who rewards good deeds and punishes evil, though three serious sins per lifetime are forgivable. His credulous listeners accept his teachings with pathetic eagerness, but obsess about the smallest details. (feitl. mín)

Ég er ekki frá því að þessi (feiletraða) setning sé besta samantekt á sögu kristinnar trúar sem ég hef séð.


Arnar Guðlaugsson - 17/12/09 00:50 #

http://www.imdb.com/title/tt0774118/

Root of All Evil með Richard Dawkins er MUST SEE.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 17/12/09 01:59 #

Veit það er kanski óþarfa Anal retentiveness en þættirunir hétu: Root of all evil?


Einar A. Helgason - 17/12/09 14:33 #

Það má benda á það að Marjoe er öllum opin hér á Google Videos.


FellowRanger - 17/12/09 20:59 #

Vildi bara benda á villu í titli "Religulous". Hef þó oft sjálfur skrifað það vitlaust (eiginlega í hvert sinn).

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.