Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heimsendir 2012

Í dag verður frumsýnd mynd sem heitir 2012. Forsendan sem myndin byggir á er að Mayar sem voru uppi fyrir vel rúmum þúsund árum hafi reiknað út hvenær heimsendir yrði og það er árið 2012. Þetta kemur frá manninum sem sannfærði heiminn að tölvuvírus úr jarðneskum tölvukerfum gæti eytt geimskipi illra geimvera.

Nú vitum við öll að heimsendir varð síðast árið 2000. Það tengdist meðal annars 2000 ára afmæli Jesú og forritagalla í tölvum heims (hið síðarnefnda var byggt á staðreyndum þar sem strikamerkjalesari sem ég notaði heimsendaárið sjálft sýndi ártalið 1980). Það var samt ekki fyrsti heimsendir sem yfir okkur hefur gengið - þeir hafa komið nokkuð reglulega í mörghundruð ár.

En aftur að Mayum. Dagatalið þeirra átti sér upphaf og endi. Það er mögulegt að þeir hafi hugsað sér að heimsendir yrði þegar það kláraðist en að bendir lítið til þess að þeir hafi haft nokkuð miklar áhyggjur af því. Afkomendur þeirra hafa víst ekki heldur neinar áhyggjur. Það eru aðallega einhverjir nýaldarkuklarar sem telja að þetta ártal skipti einhverju máli.

Annars hef ég aldrei séð neina útskýringu á því af hverju endapunktur dagatals Maya ætti að hafa einhverja merkingu þegar upphafspunktur þess var merkingarlaus. Ætti þetta tvennt ekki að fara saman ef þeir voru svona klárir?

Ef það eru einhverjir þarna úti sem eru vissir um að heimsendir verði árið 2012 þá höfum við í Vantrú tilboð handa þeim. Við borgum 10 þúsund krónur núna fyrir framvirka fasteignakaupasamninga sem taka gildi 1. janúar árið 2013. Ef svo ólíklega vill til að þessar fasteignir verði enn til staðar þá eignumst við þær. Er þetta ekki frábær díll?

Óli Gneisti Sóleyjarson 13.11.2009
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Bárður - 13/11/09 10:54 #

Þetta er tekið föstum tökum hér: http://www.informationisbeautiful.net/visualizations/2012-the-end-of-the-world/


Kjartan - 13/11/09 11:39 #

Var ekki tími mayanna "cyclical" en ekki línulegur? Það myndi gera endalok tímatalsins jafnvel enn merkingarlausara.


Árni Þór - 13/11/09 11:52 #

Dagatalið í Sony Ericsson símanum mínum endar 31. desember 2069. Það hlýtur að þýða að þeir (Sony Ericsson) viti hvenær heimurinn endar. Ég hugsa að ég haldi mig við þá dagsetningu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/11/09 12:47 #

Ég hef ekki tíma fyrir Sony Ericsson villitrúarfólk. Nokia segir skýrt og greinilega að heimsendir verði árið 2079.


Jón Frímann - 13/11/09 12:58 #

Samkvæmt 64 bita Linuxnum hjá mér, þá er lokadagsetningin þar.

December 4, 292,277,026,596 AD. Þetta er 292 milljarðar ára (sólin verður reyndar löngu sprungin þá hvort sem er). Samkvæmt 32 bita linux (unix), þá er lokadagsetningin þar þann 12 Maí 2038 klukkan 21:27:28.

Sjá nánar, http://en.wikipedia.org/wiki/Year_2038_problem


Svavar Kjarrval - 13/11/09 14:18 #

Þegar það nálgast 4. desember árið 292,277,026,596 munu dómdagsspár dynja yfir...ef Jörðin er hér enn.

Munið: Heimurinn varð ekki til fyrr en um miðnætti 1. janúar 1970.


Árni Þór - 13/11/09 15:51 #

Já, Sony Ericsson síminn minn byrjar einmitt á 1970... sem mér þykir frekar undarlegt þar sem hann er framleiddur fyrir örfáum árum.

Þetta fær mig reyndar til að halda að tíminn sé eins og nál á rispaðri plötu. 31. des 2069 kemur þá aftur árið 1970.


Arngrímur - 13/11/09 16:46 #

... (hið síðarnefnda var byggt á staðreyndum þar sem strikamerkjalesari sem ég notaði heimsendaárið sjálft sýndi ártalið 1980).

Ég átta mig ekki alveg á hvað þú meinar.


Daníel Páll Jónasson - 13/11/09 18:33 #

Mér gæti í raun ekki verið meira sama um þessa spádóma og mér þykir ótrúlegt að fólk skuli trúa þessu. Mayar copy/paste'uðu bara dagatölin sín og nenntu ekki að gera fleiri en náði til ársins 2012. Big fucking deal.

Annars að myndinni. Sprengingar, borgir að sökkva, flugvélar að sörfa á sjónum, loftsteinar, flóð yfir Himalaya-fjallgarðinn og alls konar svakalegt dæmi. Hver vill ekki sjá svoleiðis? Burtséð frá einhverjum fáránlegum spádómum?


Jón Steinar - 13/11/09 22:45 #

Heimsendamangararnir styðja skoðun sína með því að þarna verði algerlega juník staða himmintuglanna, sem ekki hefur orðið í 2500 ár eða svo. Það er því rétt að geta þess að akkúrat nú er jafn júnik staða uppi, sem ekki hefur komið upp s.l. 2500 ár. Annars hef ég ekki séð neinar heimildir um heimsendinn, sem varð 500 árum fyrir Krist, en það má vel vera að þær heimildir hafi ekki verið skráðar, þar sem heimurinn endaði þá.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/11/09 23:27 #

Arngrímur: Strikamerkjalesarinn hafði greinilega, þó hann hafi varla verið nema í mesta lagi fimm ára gamall, verið byggður upp á 20 ára kerfi. Hann höndlaði ekki árið 2000 og sýndi árið 1980.


Arngrímur - 13/11/09 23:43 #

Já, þetta er kannski smásmygli hjá mér og tengist ekki umræðunni sjálfri. Mér fannst bara setningin undarleg, x er byggt á staðreynd af því að strikamerkjalesari y gerði n (undir hvaða kringumstæðum?). Ég er ennþá engu nær en það skiptir svosem engu máli.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/11/09 02:13 #

Brandarinn átti semsagt að vera að óttinn var að öll tölvukerfi heimsins færu á hliðina en það eina sem raunverulega klikkaði af þeim tækjum sem ég notaði var strikamerkjalesari.


Jón Arnar Magnússon - 14/11/09 21:42 #

Þegar risaeðlur dóu út á sínum tíma. Var það ekki heimsendir fyrir þær?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 14/11/09 23:21 #

Það mætti orða það þannig. Og hvaða ótrúlega djúpu ályktun eigum við að draga af því?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.