Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aðeins um bólusetningar

Einsog flestir ættu að vita þá eru hafnar bólusetningar gegn A(H1N1)-veirunni, því er auðvitað sjálfgefið að illa haldnir einstaklingar fari að halda fram allskonar meintri skaðsemi af bólusetningum almennt, má þar nefna heilaskaði, einhverfa, þarmabólga og sykursýki.

Við viljum af því tilefni vísa fólki á upplýsingar varðandi bólusetningar sem hægt er að nálgast á vef Landlæknisembættisins:

Til að gæta "sanngirni" viljum við einnig vísa á blogg tveggja einstaklinga sem halda úti skefjalausum bólusetningahræðsluáróðri, þeir Þorsteinn Sch Thorsteinsson og Magnús Sigurðsson.

Ritstjórn 22.10.2009
Flokkað undir: ( Bólusetningar , Tilkynning )

Viðbrögð


Jóhannes Proppé - 22/10/09 11:58 #

Hvernig ætli þessir vitleysingar bregðist við þegar bóluefnið dregur fólk ekki til dauða í massavís?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 22/10/09 12:06 #

Hingað til hefur ein manneskja dáið úr svínaflensu hér á landi svo vitað sé, en engin úr bólusetningum svo vitað sé.

Hitt er annað mál, að þetta er nokkuð óþægileg sprauta. Ég var aumur í handleggnum í tvo sólarhringa eftir að ég fékk hana. Annar ókostur er að hún veitir takmarkaða vörn. En ætli við eigum annars úrkosta?


Anna - 22/10/09 17:12 #

Mér finnst bara hræðilegt þegar fólk tekur þá ákvörðun um að bólusetja ekki börnin sín og þá er ég að tala um engar bólusetningar, vegna þess að það heldur að barnið verði einhverft ! Og það versta er að það er engan veginn hægt að rökræða við þetta lið vegna þess að það skortir greinilega alla rökhugsun. Ég kvíði því nú bara að 9 mánaða gömul dóttir vinkonu minnar verði alvarlega veik vegna þess að pabbi hennar vill eiga "lífrænt" barn. Er þetta orðin einhver tískubóla ? Fylgdarfiskur lífræns matarræðis ?


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 22/10/09 17:31 #

Þetta byrjaði allt með því að skurðlæknir að nafni Andrew Wakefield skáldaði upp falsaðar rannsóknarniðurstöður sem virtust sýna tengsl milli einhverfu og MMR bóluefnis (mislingar, hettusótt, rauðir hundar). Tilgangurinn virðist hafa verið sá að styðja við lögsóknir foreldra einhverfra barna enda voru það lögfræðingar slíkra foreldra sem fjármögnuðu rannsóknirnar. Einnig átti Wakefield einkaleyfi á gagnslausu bóluefni sem hann var að reyna að koma á markað í stað þess sem mest er notað.

Stórir hópar fólks sem er ginnkeypt fyrir nýaldarkukli, vantreystir vísindum og læknisfræði og hefur aðgang að neti og fjölmiðlum virðist svo hafa breytt þessa bábilju út áður en tókst að afturkalla niðurstöður Wakefields. Þess má geta að hann hefur nú misst lækningaleyfið fyrir sviksemi í starfi.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 22/10/09 23:03 #

Væri óskandi að það kæmi á markaðinn bóluefni gegn móðursýki. Þessir bloggarar sem nefndir eru hér að ofan veitti ekki af einum góðum skammti.


Jón Steinar - 23/10/09 17:47 #

Er þetta bara ekki overdose af Alex Jones, sem þessir menn hafa fengið?


Þórarinn Einarsson - 26/10/09 20:57 #

Helgi Briem:

Það eru fleiri en einhverjir nýaldarblómálfar sem eru að benda á hættur bólusetninga. Það eru einnig til læknar sem hafa bent á þetta sem leggja sérstaklega áherslu á vísindaleg vinnubrögð.

Wakerfield er langt frá því að vera einhver upphafsmaður í þessu máli nema að því leyti að fá meiri fjölmiðlaathygli en aðrir. Hann hafði vissulega hagsmunatengsl sem ýmsir læknar voru fljótir að benda á, án þess þó að gera miklar athugasemdir við hugsanleg hagsmunatengsl við þann fjölda rannsókna sem eru fjármagnaðar af lyfjafyrirtækjum.

Ég hef ákveðið að taka upplýsta ákvörðun um bólusetningar eftir að hafa kynnt mér upplýsingar með og móti í stað þess að trúa einhverjum lækni í blindni. Ég þigg ekki bólusetningar, hvorki fyrir mig né börnin mín. Mér undrar hvað margir læknar eru fordómafullir, hvað þeir fullyrða án þess að vita hvaða efni eru í bóluefnunum og hafa jafnvel ekki kynnt sér sjónarmið annarra lækna sem mæla gegn bólusetningum.

Þeir læknar sem vilja mæla bólusetningum bót, ættu að hafa fyrir því að kynna sér upplýsingar frá öðrum læknum eða vísindamönnum, og þá öðrum en einhverjum Wakerfield.

Ég hvet fólk til þess að taka upplýsta afstöðu, ekki bara "trúa" næsta lækni af því að hann er læknir. Kynnið ykkur rök beggja viðhorfa. Ekki láta nægja að kynna sér skoðanir einhverra nýaldarblómálfa.


Ragnar (meðlimur í Vantrú) - 27/10/09 01:30 #

Og hvað er í bóluefnunum og hvaða sjónarmið mæla gegn bólusetningum ?


Þórarinn Einarsson - 27/10/09 11:40 #

Úff, Ragnar. Ekki nenni ég að fara að taka þetta saman fyrir þig. Ert þú sem sagt ekki búinn að kynna þér þetta?


Þór Friðriksson - 27/10/09 12:01 #

Sæll Þórarinn. Ertu til í að benda mér á einhverjar góðar heimildir sem ég get kynnt mér (t.d. vísindagreinar, heimasíður, bækur) sem færa rök gegn bólusetningum? Ég hef sjálfur reynslu og þekkingu á ónæmisfræði og hef skoðað eitthvað af þeim gögnum sem eru til staðar gegn bólusetningum. Eftir þá skoðun er ég fylgjandi þeim en vel getur verið að ég hafi ekki kynnt mér nægilega vel ástæður þess að vera á móti bólusetningum.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/10/09 12:45 #

Vissulega getur vel verið að góð rök finnist gegn bólusetningum, en ég hef ekki séð þau ennþá. Staðreyndin er sú að það er leitun að vitrænni gagnrýni á bólusetningar.

Langastærstur hluti þeirrar gagnrýni sem finna má á netinu er byggður á einhversskonar misskilningi eða vanþekkingu.

Mikið hefur farið fyrir meintri tengingu bóluefna við einhverfu. Fyrir þessari meintu tengingu er enginn fótur, það sýna faraldsfræðilegar rannsóknir.

Þessa röngu tengingu má rekja til greinar Wakefields sem byggði á fölsuðum niðurstöðum.

Einnig hefur sú staðreynd að kvikasilfurssambönd eru stundum notuð til að auka geymsluþol bóluefna valdið fólki áhyggjum. En það er misskilningur að halda að vegna þess að Thiomersal, rotvarnarefnið sem um ræðir, innihaldi kvikasilfur að þá sé það nauðsynlega eitrað. Þó að hver skammtur af bóluefni innihaldi vissulega örlítið magn af kvikasilfri (u.þ.b. 12- 25 μg) þá er það magn langt, langt undir hættumörkum. Auk þess er það bundið í efnasambandinu ethylkvikasilfri sem líkaminn á auðvelt með losa sig við. Samkvæmt nýlegri rannsókn er helmingunartími ethylkvikasilfurs í blóði ungbarna eftir bólusetningu innan við fjórir dagar.

Hvaða efni eru þetta sem þú telur að séu í bóluefnum og séu hættuleg, Þórarinn?


Ragnar Hafsteinsson - 29/10/09 07:54 #

sælir,

ég rakst á þessa síðu þar sem hún vakti forvitni mína. Ekki ætla ég að tala um trúmál heldur um ákveðið ,,comment" frá ykkur ofar á þessari síðu er varðar bólusetningar. Þar talið þið um hræðsluáróður þegar menn eru að gagnrýna bólusetningar. Sjálfur hef ég ákveðnar skoðanir sem skipta ekki máli hér.. en það sem þið skrifið:

,,Til að gæta "sanngirni" viljum við einnig vísa á blogg tveggja einstaklinga sem halda úti skefjalausum bólusetningahræðsluáróðri"

Þetta finnst mér ekkert sérstaklega ,,sanngjarnt" fyrir þá sem eru að fara eftir sinni bestu vitund, með hagsmuni sína og sinna í fyrsta sæti (óháð hvort menn séu sammála eður ei) að kalla þetta hræðsluáróður. Menn eru að fara eftir sinni eigin sannfæringu og það eitt að vera með eh skítkast út í þennan tiltekna hóp eingöngu vegna þess að þeirra skoðun er á öðru meiði er... ja, ekki sanngjarnt. Þarna gerist þið sjálfir sekir um þetta. Það skín í gegn hvaða skoðanir þið hafið og allt í himnalagi með það.. en það er nákvæmlega engin ,,sanngirni" í því sem þið sögðuð þarna. Svo að vísa í eh bloggsíður hjá eh einstaklingum með, vægast sagt, vafasömum heimildum, er ekki alveg til jafns á við að vísa til vefs landlæknir sem er fullur af tilvísunum, greinum o.þ.h. Það eru mýmargir vefir sem til eru sem vísa á rannsóknir sem gerðar hafa verið, bæði með og á móti, sem má frekar vitna til.

Með góðri kveðju og vinsemd... Ragnar Hafsteinsson


Ragnar Hafsteinsson - 29/10/09 08:05 #

www.mercola.com, naturalnews (.com minnir mig) o.fl. Googlið það bara. Þetta eru síður sem eru stútfullar af upplýsingum og greinum skrifuðum af læknismenntuðu fólki sem og rannsóknum. Farið bara í leitarvélarnar og lesið greinarnar.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 29/10/09 11:07 #

@Ragnar,

Menn eru að fara eftir sinni eigin sannfæringu og það eitt að vera með eh skítkast út í þennan tiltekna hóp eingöngu vegna þess að þeirra skoðun er á öðru meiði er

En öllum skoðunum þurfa menn að geta bakkað upp með staðreyndum ef menn vilja láta taka sig alvarlega. T.d. hjá þessum ágætis mönnum sem vísað er á í greininni sem "skefjalausum bólusetningahræðsluáróðri" þá gefur að geta grunnvallar misskilning á virkni efna t.d. kvikasilfurs. Það kvikasilfur sem notað er til bólusetninga skilst út með líkamanum og safnast því ekki upp í líkamanum.

Síðan þessar tvær síður sem þú bendir þá. Þú verður að fyrirgefa en þær eru augljóslega svikastarfsemi. Setningar eins og "Experience Healing with Personal Touch" og "EMF Dangers Lurking in Your Home?" eru ekki til þess fallnar að vekja trausts á þessum síðum.

Það þarf ekki að lesa lengi til að átta sig á því að um er að ræða síður sem ganga út á að gera fólk hrætt og hirða síðan af því peningana með því að selja þeim þjónustu/vöru fyrir einhverri gerviþörf sem þessi Mercola hefur búið til.

Að vísa á svo síður máli sínu til stuðnings er afar dapurt svo ég taki ekki dýpra í árina.


Þór Adam Rúnarsson - 30/10/09 19:55 #

Vil benda ykkur á nýja umfjöllun hjá Vísindin.is um svínaflensuna og 8 algengar mýtur sem tengjast henni: Svínaflensa: 8 mýtur sem betra er að vita af.


gullvagninn - 30/10/09 21:14 #

Það eru leitt, en kemur svo sem ekki á óvart, að vantrúaðir trúi áróðri vísindaprestanna. Þið eruð jú ekki trúlausir, þið trúið á vísindin og þeirra hvítsloppuðu presta og spámenn.

Sérlega sorglegt er komment hér að ofan frá manni sem kvartar yfir því að sprautan sé óþægileg, og klykkir svo út með: " En ætli við eigum annars úrkosta?"

Já, það er hægt að sleppa sprautunni, kjánar. Þessi hysteríska flensa er vægari en venjuleg flensa. Sjáið þið ekkert hvernig þjóðin er öll teymd áfram?

Ég held að íslendingar séu trúgjarnasta þjóð í heimi.


Björn Ómarsson - 30/10/09 21:27 #

Þessi hysteríska flensa er vægari en venjuleg flensa

Ég held að mér sé óhætt að segja, án þess að þurfa að rökstyðja það frekar, að "gullvagninn" er hálfviti.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/09 21:28 #

Ég held að íslendingar séu trúgjarnasta þjóð í heimi.

Ég er til í að prófa þessa tilgátu þína. Trúir þú því að:

  1. Að rendurnar sem koma á eftir þotum séu stundum eiturefni sem er verið að spreyja á almenning?

  2. Að MSG og aspartam sé baneitrað?

  3. Að George Bush hafi skipulagt 9/11?

  4. Að bólusetningar orsaki einhverfu?

  5. Að herir stórvelda stjórni veðrinu?

...og svo framvegis.


Már Egilsson - 31/10/09 12:05 #

Ragnar, dr. Mercola er einn af þessum ofurseldu læknum í BNA sem að eru á bólakafi í persónudýrkun og false advertising til þess að græða peninga. Það ætti að taka öllu sem maðurinn segir með fyrirvara. Hann hefur til dæmis tvisvar fengið aðvörun frá FDA vegna þess að hafa auglýst virkni afurða sem hann selur sem hann hefur ekki gögn til að styðja. Svolítið athyglisvert fyrir mann sem er svo að gagnrýna að bóluefnin séu ekki nógu mikið rannsökuð en þetta eru sennilega með mest rannsökuðustu lyfjum sem eru til

http://www.fda.gov/ICECI/EnforcementActions/WarningLetters/2006/ucm076069.htm


gullvagninn - 04/11/09 10:12 #

Afsakið alhæfingar í ykkar garð fyrir nokkrum dögum. Ég virði vantrú ykkar, í raun vildi ég bara að fólk væri vantrúað á allan áróður, sérstaklega pólitískan áróður, því það væri jú fremur einfeldningslegt að halda að þegar kirkjan missir tökin, fólk verður trúlausara almennt, að þá gefist þeir upp sem vilja stjórna. Auðvitað ekki, þeir bara skipta um gervi, nota það sem virkar á hverjum tíma.

Allavega, skoðið þetta, vísindalega, og komist að ykkar eigin niðurstöðu.

Klippt útgáfa: http://www.youtube.com/watch?v=ImeSieEZDdU&feature=player_embedded

Frumútgáfa frá CFR: http://www.cfr.org/publication/20439/pandemic_influenza.html

Heyrið þá stúdera hvaða frasar "soundbites" virka best, þeir vilja ekki rökræður, bara áróðursfrasa,

Hlustið á þá velta upp þeirri hugmynd að setja á svið leikrit um skort á bóluefninu til að auka eftirspurn, og hlægja svo.

Þeir hlægja að ykkur! Ekki ég, þeir, þessi pólitíska vél, baktjaldavél, CFR. Hvað eru þeir eiginlega að skipta sér af heilbrigðismálum? Pólitíkusar?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 04/11/09 14:46 #

Mér finnst fyrra myndbandið algert drasl - klippingar og not af myndum við orðum fólk er þannig að ekki er ekki taka þetta alvarlega. Alltof áróðurskennt og í samsæriskenningastíl.

Hinn linkurinn er góður og þótt þeir tali um "the crazy people" og eru að hlægja að anti-bólusetningarliðinu þá eru þau svipuðu okkur hérna í Vantrú. Hvað kallar maður fólk sem tekur engum rökum, falsar gögn og reynir að heilaþvo fólk undir þá vitleysu?

Ef fólk vill taka sig alvarlega þá verður það að taka upp vísindaleg vinnubrögð - hvaða rugludallur sem er getur komið með hvaða yfirlýsingu sem er, órökstudda og fengið fólk til að taka undir með sér en það gerir það ekki réttara.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 04/11/09 16:51 #

Og gaurinn sem segir að andi-bólusetningaliðið sé crazy er áhorfandi með spurningu þannig að nota þetta í fyrra videoinu eins og tilvitnun í einn af þessum sérfræðingum sem eru í seinna video-inu er óheiðarlegt og dæmir málstað þeirra sem standa að því video-i.


gullvagninn - 05/11/09 10:31 #

Jón - ég biðst afsökunar á því að stóru auðhringirnir vilji ekki fjármagna vel gerð myndbönd, heldur geti ég aðeins boðið upp á grasrótarrusl.

Nýtt: Global Warming (eða climate change eins og búið er að breyta frasanum, eftir að ljóst er að jörðin er ekki að hitna) er ekki lengur vegna co2, sjálfur 'vísinda'pólitíkusinn og nóbelsverðlaunahafinn al-gore viðurkennir það, og vill nú fara inn á nýjar brautir: Nota trúarbrögð til að stjórna fólki....

Ef þetta hringir engum bjöllum hjá ykkur, þá er vantrú ykkar veik.

Gore now blames soot and methane for the majority of global warming, leaving the door open for a tax on livestock, a tax on meat, a tax on milk, and on and on until he changes his mind again and blames another culprit so that too can be taxed.

In another indictment of Gore’s accuracy in warning about climate change, he has now virtually abandoned scientific “facts” in favor of characterizing his Inconvenient Truth presentation in the context of a religious sermon.

“Simply laying out the facts won’t work,” admits Gore.

That’s right, the church of environmentalism has come full circle with Gore’s intention to deliver his widely debunked presentation with spiritual overtones, a move that will shock most hard-headed empirical scientists.

“I’ve done a Christian [-based] training program; I have a Muslim training program and a Jewish training program coming up, also a Hindu program coming up. I trained 200 Christian ministers and lay leaders here in Nashville in a version of the slide show that is filled with scriptural references. It’s probably my favorite version, but I don’t use it very often because it can come off as proselytizing,” Gore tells Newsweek.

In a new book Gore has been working on, he attempts to address the rapidly growing skepticism towards global warming alarmism not with science, but by blaming people’s own thoughts, a Kafkaesque cop-out if ever there was one.

According to the book’s press release, “Among the most unique approaches Gore takes in the book is showing readers how our own minds can be an impediment to change.”

“Our own minds are the enemy! Don’t free the minds – imprison them!,” scoffs Tim Blair.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 05/11/09 10:56 #

Hvað í ósköpunum hefur þetta að gera með bólusetningar og áróðurinn gegn þeim?


Pálmi - 08/11/09 00:26 #

Það er nokkuð í þessu sem mér finnst að mæti skoða betur, og það er að þó svo að þetta og hitt mörg eða fá míkrógrömm af t.d. kvikasilfri séu í bólusetningarlyfinu og það sé undir hættumörkum, þá er til fólk sem ekki þolir þetta. Ég veit um fólk sem hefur ætlað að fá vítamínsprautur en ekki þolað það vegna þess að það var ál í efninu. Þarna er risk faktor sem við vantrúaðir ættum að leyfa hinum að njóta vafans.

Hið talaða orð gildir


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 08/11/09 02:58 #

Jón - ég biðst afsökunar á því að stóru auðhringirnir vilji ekki fjármagna vel gerð myndbönd, heldur geti ég aðeins boðið upp á grasrótarrusl.

Það er alveg hægt að gera gott "grasrótarrusl" sem maður þarf að hafa aðeins meira fyrir að rífa í sig ;)

Ég vil líka biðja þig að halda þig við málefnið sem er til umræðu eins og Balvin minnist á hérna fyrir ofan. Stofnaðu bara þráð á spjallborðinu ef þú vilt ræða global warming.

@Palmi - það er alveg rétt að það eru hættur tengdar bólusetningum t.d. eins og óþol, ofnæmi og slíkt en tölfræðilega eru það mun minni líkur en að deyja t.d. úr Svínaflensu (0.007% - 0.045% skv. þessari frétt: http://www.reuters.com/article/healthNews/idUSTRE58E6NZ20090916). Líkurnar á að deyja af bólusetningu eru minni en 0.000001%.

Fyrir mjög marga sem hafa undirliggjandi áhættuþætti getur þetta hinsvegar skilið á milli lífs og dauða að fá bólusetninguna.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 08/11/09 10:29 #

Vissulega getur fólk verið með ofnæmi fyrir þessum efnum. En það er ekki ástæða til að hvetja fólk almennt til að sniðganga efnin.

Fólk getur haft bráðaofnæmi fyrir öllu mögulegu. Tveir vel þekktir ofnæmisvaldar sem geta verið fólki lífshættulegir eru hnetur og skelfiskur.

Þó að til sé fólk sem fer í hjartastopp við það að borða hnetur sér maður sjaldan áróður þess efnis að fólk almennt ætti að hætta að borða hnetur.


Stefán - 06/12/09 01:51 #

Vantrú er alveg merkilegur félagsskapur. Allar upplýsingar frá ríkisvaldinu, fjölmiðlum þeirra og samsteypum þeirra og háskólum er heilagur sannleikur í þeirra augum. Það skiptir ekki máli hversu góðar heimildir eru lagðar fram alltaf tekur Vantrú upp málstað báknsins. Þeir kalla sig Vantrú en ég hef aldrei kynnst eins trúuðum einstaklingum. Í mínum augum eru þeir mjög kreddufastur sértrúahópur. Ef þeir hefðu verið uppi á miðöldum hefðu þeir gengið hvað harðast fram í að lífláta Galileo. Ef meirihluti sé fyrir einhverjum málstað þá er Vantrú í þeim hóp. Ef vísindasamfélagið myndi taka upp álfatrú, þá yrði Magnúsi Skarphéðinssyni bolað frá og Vantrú tæki völdin. Ég er þess fullviss um að margt af því sem þið svo hatramlega berjist gegn í dag verður í framtíðini álitið "common knowledge"


G2 - 06/12/09 11:22 #

Vantrú er alveg merkilegur félagsskapur.

Þakka þér fyrir, Stefán. Var það eitthvað fleira sem þú vildir sagt hafa?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 06/12/09 12:08 #

Hvaða heimildir ertu að tala um Stefán?

Ég vil endilega sjá góðar heimildir um skaðsemi bólusetninga.

Ef þær eru til þá er það stórmerkilegt og nauðsynlegt að þær komi fram í dagsljósið, því að svo mikið er víst að það eru ekki þær sem þeir notast við sem berjast hvað mest gegn bólusetningum.

Öll rök sem ég hef séð gegn bólusetningum er búið að hrekja.

En, eins og ég hef áður sagt, þá útilokar það ekki að til séu sannfærandi gögn gegn bólusetningum. Endilega bentu okkur á þau ef þú þekkir til þeirra, Stefán.


Ragnar - 19/03/10 13:51 #

Það má vel vera að dr. Mercola hafi verið kærður 2x af FDA í USA. En gleymum ekki nokkrum staðreyndum... 25cent af hverju EINASTA bóluefni sem selt er í USA fer í sérstakan sjóð til að bæta upp fyrir hugsanlegan skaða sem og málaferlum sem eiga sér stað, af völdum bóluefna. 25 cent af ÖLLUM bóluefnum!! Hvað keyptu Íslendingar einir mikið af bóluefnum á síðasta ári??? Af hverju ætli það sé, af hugsjóninni einni saman? Ég á nú ekki von á því. En hver á rétt á sinni eigin skoðun, þar á meðal við hinir sem höfum lítið sem ekkert álit á bólusetningum. Til að bæta ofan á það, fyrst þið viljið endilega gera Mercola að skúrk þá eru fleiri sem sérhæfa sig í slíkum málum, t.d. Dr. Tenpenny. Hún hefur sérhæft sig í þessum málum sem og sögu þeirra sjúkdóma sem bólusetningar eiga að ná yfir. Er hún ákærð af FDA einnig? Staðreyndin, og já, ég segi frjáls og óhindrað, staðreyndirnar eru þær að það eru til mýmargar rannsóknir, vel unnar og yfir langan tíma af fjölmörgum óháðum aðilum sem færa sönnur á að það sé skaðsemi fólgin í bólusetningum fyrir mjög marga. Það að loka augunum, gera þá sem benda á þetta að skúrkum eða vitleysingum er algjör lágkúra að mínu mati og er til þess fallandi að enn fleiri fara að velta fyrir sér af hverju ráðist er á viðkomandi aðila, sem eru fyrst og fremst að fylgja eigin sannfæringu, af svo mikilli hörku. Án efa er það dagsatt að mikið af fólkinu sem er á móti bólusetningum hefur ekki kynnt sér málið nægilega vel.. ég efast ekkert um það. En ég efast heldur ekkert um að það sé fullt af læknismenntuðu fólki sem hefur ekki gert það heldur en er þess í stað svo sannfært um sína skoðun að því verður ekki haggað. Gott og vel. Allir eiga rétt á sinni skoðun, sem og sínum rétti til að velja hvort það eigi að bólusetja eða ekki. Það virðast flestir sammála um að valfrelsi er af hinu góða. En ef ætlunin er að takmarka það valfrelsi...þá fyrst erum við í vondum málum. Við hin sem erum á móti bólusetningum erum ekki að reyna að troða okkar skoðunum yfir á ykkur.. vinsamlegast sýnið okkur sömu virðingu.

Með bestu kveðju, Ragnar


Matti (meðlimur í Vantrú) - 19/03/10 14:10 #

Af hverju ætli það sé, af hugsjóninni einni saman?

Kannski vegna þess að það er afskaplega kostnaðarsamt að verjast glórulausum málaferlum sem ekki byggja á vísindalegum grunni heldur samsæriskenningum rugludalla?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 19/03/10 14:38 #

Viltu vinsamlegast benda á eitthvað af þessum fjölmörgu vel unnu rannsóknum sem sína fram á skaðsemi bólusetninga, Ragnar?

Mér þætti mjög gaman að skoða þær, og er meira en tilbúinn til að skipta um skoðun sjái ég eitthvað af þeim. Ég hef lesið þónokkrar greinar sem sagðar eru sína fram á þetta. Ekki ein þeirra hefur staðist nokkra skoðun.

Varðandi það að skoðunum þeirra sem ekki treysta bólusetningum sé ekki þrýst upp á neinn, þá er þeirri skoðun ýtt mun meira á fólk en hinni gagnstæðu ef marka má skrif á netinu. Ef við erum að ýta skoðun okkar á þig, hvað eru þá allar áróðurssíðurnar á netinu gegn bólusetningum að gera?

Auk þess þá er stærra mál hér í húfi, en það varðar almannaheill. Eftir að fólk fór að neita að láta bólusetja börnin sín hafa komið upp sjúkdómsfaraldrar sem annars hefðu ekki komið upp.

Mislingum hafði til að mynda verið útrýmt í Bretlandi þar til fyrir nokkrum árum, að þeir blossuðu upp aftur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að nægur fjöldi foreldra hafði neitað að bólusetja börnin sín.

Þess má geta að mislingar eru banvænir í 0,2-0,3% tilvika. 2-3 af hverjum 1000 börnum sem smitast deyja.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?