Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Til minningar um Helga Hóseasson IV

Í Helga Hóseasssyni kynntist ég manni sem var hinn mesti höfđingi heim ađ sćkja og indćlismađur í öllum okkar samskiptum. Hann hafđi geislandi sköpunargáfu sem braust fram á ýmsan máta. Í riti, rćđu, skiltum og mótmćlum af ýmsu tagi mátti sjá tákn- og orđheim sem var í mörgu sérstakur, eins og Helgi var sjálfur, og ákveđin áferđ var á ţví sem hann gerđi.

Ţetta kom til af ţví ađ hann vandađi til í öllu sem hann gerđi, var vel lesinn. Í starfi ţótti hann međ afbrigđum góđur smiđur. Hann og félagi hans og eiginkona Jóhanna réttu mörgum hjálparhönd í tímans rás

Ţótt hann hafi stađiđ einn ađ miklu leyti í baráttu sinni ávann hann sér virđingu margra sem međ honum unnu og sem fylgdust međ hálfrar aldar mótmćlastarfsemi hans. Helgi trúđi ađ rétt vćri rétt og íhugađi málin áđur en hann myndađi sér skođun. Ţví stóđ hann fastur í sannfćringu sinni.

Alltaf ţótti mér merkilegt og ađdáunarvert ađ hugtökin leyndarmál og pukur virtist hann ekki kannast viđ. Í samstarfi okkar var öllum spurningum svarađ og hann reyndi aldrei ađ hlaupast undan.

Í ţessu fólst styrkur hans og sennilega helsta vopn í baráttunni viđ yfirvaldiđ. Hann hafđi alltaf krók á móti bragđi og međ ţví móti grunar mig ađ hann hafi komist hjá ţví ađ gefast upp. Ţannig varđ líka mögulegt ađ gera um hann mynd sem sagđi söguna hans. Hann hafđi engu ađ leyna og ţví treysti hann ađ rétt yrđi fariđ međ. Sú hreina trú hans og einlćga traust er einhver sú hugrakkasta afstađa sem ég hef kynnst. Fyrir ţetta og svo margt fleira minnist ég húsasmíđameistarans í Skipasundinu og honum óska ég friđar međ ţessari hinstu kveđju.

Vertu sćll vinur.

Ţóra Fjeldsted 02.10.2009
Flokkađ undir: ( Samherjar )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.