Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Til minningar um Helga Hóseasson II

Helgi HóseassonAum er sú stofnun sem getur ekki unnt manni þess að rifta samningi, sem hún þóttist þess umkomin að gera fyrir hans hönd sem ómálga barns, við himnadrauga. Hræsni hennar því yfirgengilegri að hún þykist eini málsvari kærleika og réttlætis hér á jörðu.

Helgi Hóseasson mátti þola þessa svívirðu alla sína ævi en hann gerði það hvorki þegjandi né hljóðalaust, sem betur fór. Réttlætiskennd hans var sterkari en svo. Þeir sem þekktu Helga og baráttu hans vita vel að hann bar af upphöfnum andskotum sínum eins og gull af eir.

Viku fyrir andlát Helga var þetta boðskapur í einni af messum þjóðkirkjunnar: „Allt er fyrirgefið í þessum heimi, allt getur Guð umborið, jafnvel það að mæla gegn Jesú sjálfum. Aðeins eitt er ekki fyrirgefið og það er að mæla gegn Heilögum anda.“ „Að hallmæla gegn Heilögum anda er einfaldlega trúleysi, að hafna Anda Guðs í okkur, sem segir að Guð sé Guð og maðurinn sé heimilislaus án trúar og ástartengslanna við Guð.“

Þetta er kærleiksboðskapur óþokkanna sem neituðu Helga um nokkurt réttlæti. Skömm þeirra er ævarandi.

En Helgi talaði ekki bara fyrir daufum eyrum farísea og kerfiskarla. Fjölmargir hafa tekið við kyndlinum og halda baráttunni áfram. Mikilvægast er að vernda börnin. Sjálfur sagði Helgi: „Það er alveg furðulegt að menn sem halda að þeir séu með fullu ráði og rænu skuli vera að ljúga þessum bölvuðu lygasögum í börn.“

Helgi var óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttlæti, skynsemi og friði, drengur góður. Betri orðstír er vandgetinn.


Birtist sem minningargrein í Morgunblaðinu þann 23. september
Myndin af Helga eftir Karl Gunnarson.

Reynir Harðarson 26.09.2009
Flokkað undir: ( Helgi Hóseasson )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?