Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Menntuðu predikaraflónin

Í predikun sem Séra Örn Bárður flutti nýlega vitnaði hann í lagatexta sem hann taldi bera með sér viðvörun til menntafólks að týna ekki Jesús. Best að leyfa honum að fá orðið:

Séra Örn Bárður

Og þið, kæru, ungu háskólanemar, gætið ykkar á þessu, á sérhæfingunni, maður getur nefnilega einangrast og misst sjónar á heildarmyndinni. Það var einhver trúaður poppari sem söng á sínum tíma og sagði:

You can go to your college
You can go to your school,
But if you ain’t got Jesus
You’re an educated fool.

Já, gætum okkur á því, hver sem við erum, að við verðum ekki menntaðir bjánar.

Ég er svona maður sem hef gaman að vita hluti og langaði að komast að því hvaða poppari þetta væri. Sú leit leiddi mig á skemmtilegar slóðir. Það er nefnilega þannig að þó einhverjir popparar hafi sungið þetta lag, sem heitir Denonimation Blues, þá var það áhugaverður predikari og gospelsöngvari að nafni George Washington Phillips sem samdi það og tók fyrst upp árið 1927. Þeir popparar sem seinna spiluðu þetta og sungu lagfærðu textann, eða brengluðu öllu heldur, töluvert.

Texti Wash Phillips er alls engin ádeila á menntun í sjálfu sér eða sérhæfinguna sem Örn Bárður talar um. Það sem hann var að ergja sig á voru misgáfulegar kirkjudeildir og predikarar. Sjálfur var Phillips ómenntaður og átti enga kirkju - en hann hafði sína trú.

Ég mæli endilega með að þið hlustið á lagið sem er í tveimur pörtum. Þó maður sé ekki alveg sammála boðskapnum þá er þetta eiginlega einstakt og ef maður passar sig ekki þá byrjar maður að syngja með í viðlaginu.

En kíkjum á textann. Fyrst gagnrýnir Phillips sundrung kirkjudeilda og segir:

You're fighting each other and think you're doin' well
And the sinner's on the outside goin' to Hell

Wash Phillips var líka hneykslaður á græðgi predikaranna (Örn Bárður og kirkjan hans mættu taka þessa gagnrýni til sín):

Now, the preachers is preachin' and thinks they're doin' well
And all they want is your money and you can go to Hell

Önnur tegund af predikurum fór í taugarnar á söngvaranum og hér koma líka línurnar sem Örn Bárður vitnaði í en í frekar óvæntu samhengi:

There's another class of preachers is high in speech
They had to go to college to learn how to preach

But you can go to the college and you can go to the school
But if you ain't got Jesus, you an educated fool

Það er því ljóst að menntuðu flónin sem Wash Phillips gagnrýndi voru predikarar eins og Örn Bárður sjálfur. Menn sem þurftu að fara í háskóla til að læra að predika. Kannski að Örn ætti að skoða sjálfan sig aðeins með augum þessa einlæga ómenntaða trúmanns.


Ítarefni:
Áhugaverð grein um Wash Phillips og hljóðfæri hans

Óli Gneisti Sóleyjarson 23.09.2009
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 23/09/09 13:29 #

Ótrúlega neyðarlegt að skjóta sig opinberlega í fótinn. Þessi tilvitnun reyndist tvíeggjað sverð.

Svo sannarlega missti Örn Bárður rækilega sjónar á heildarmyndinni í þessu dæmi.

If you aint got reason you're an educated fool.


Örninn - 23/09/09 16:42 #

Georg Bjarnfreðarson hlýtur þá að vera mikill hálfviti með allar sínar gráður...


Baldur - 23/09/09 17:22 #

Þetta kallar maður pwnd


Þundur Freyr - 23/09/09 23:25 #

Vel gert Gneisti. Þú sýnir að þú getur, vilt og nennir.


Valtýr Kári - 24/09/09 12:40 #

Vá ... bara vá!

Þetta kallast ekki að skjóta sig í fótinn. Þetta er frekar einsog að skjóta af sér fótinn!


Flosi Þorgeirsson - 24/09/09 13:48 #

Góð rannsóknarvinna hjá þér, Gneisti. Alveg er einnig lygilegt hvað séra Örn er nú líkur Slobodan Milosevic heitnum...


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 25/09/09 00:13 #

Þessi rannsóknarvinna var nú endalaus gleði því hún færði mig inn á áhugasvið sem ég vanrækt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.