Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

BBC prófar miðla

Spámiðlar eru miklir furðufuglar. Hvað fær fólk til að trúa því að það geti skynjað anda hina dauðu, að ekki sé minnst á að miðla upplýsingum frá hinum svotilkallaða "andaheimi"? Svo er alveg magnað þegar miðlar eru staðnir að hreinum og beinum svikum (sem miðilsstarfsemi vissulega er) þá reyna þeir að klóra sig í gegnum það með einhverjum kjaftavaðli og rugli.

Í þessu myndbroti frá BBC 3 eru þrír svikamiðlar afhjúpaðir fyrir það sem þeir eru. Þetta er óskaplega ímyndunarveikt fólk.

Ritstjórn 17.09.2009
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 17/09/09 09:49 #

Úff, ég var næstum farinn að vorkenna þessum grey svikahröppum. Hrikalega voru þeir flengdir þarna.


Ingvi Steinn Steinsson Snædal - 17/09/09 12:41 #

Haha, Þetta er alger snilld. Gaman að sjá þá kúka á sig við að reyna að útskýra afhverju þeir gleyptu við þessu... :-P


Kristján Hrannar Pálsson - 17/09/09 14:36 #

Ég bíð eftir því að íslenskir fjölmiðlamenn gerist nógu hugrakkir til að afhjúpa íslenska svikamiðla.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/09/09 14:56 #

Ég verð að játa að ég get ekki horft á þetta myndband til enda. Fæ svo hrikalegan aumingjahroll að ég neyðist til að slökkva.


Jórunn - 10/10/09 09:55 #

Þetta þarf sannarlega að gera hér á landi - þar sem ótrúlega margir sem sjálfir telja sig ótrúlega klára og skynsama trúa því Í ALVÖRU að til sé fólk sem komist í samband við látna!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.