Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heimskinginn segir í hjarta sínu...

Margt er bölið um þessar mundir. Sjálfumglaðir gróðapungar hafa knésett almenning í landinu. Dólgar brjótast inn og ræna heimili fólks og limlesta jafnvel aldraða húsráðendur, aðrir flytja inn eiturlyf eða framleiða þau, börn eru misnotuð, konur hnepptar í kynlífsnauð og jafnvel látnar þóknast fjölda karlmanna.... o.s.frv.

Sjálfskipaður sendiherra Guðs er nú áberandi í fréttum fyrir að hafa rænt ellefu ára barni og haldið því í átján ár á lóð sinni og getið með henni tvö börn. Hvernig er þetta hægt?

Svo geysa stríð víða um heim með öllum þeim ófögnuði sem því fylgir. Sem betur fer eru til lög sem eiga að stemma stigu við öllu þessu, vissulega misskilvirk. Og það eru viðurlög, dómar sem réttlætiskennd okkar krefst.

Er hægt að fyrirgefa þetta allt saman? Nei, segi ég. Sumt er einfaldlega ófyrirgefanlegt.

En 30. ágúst sl. birtist prédikun pokaprests á tru.is þar sem hann fjallar um fyrirgefninguna. Í henni segir:

Allt er fyrirgefið í þessum heimi, allt getur Guð umborið, jafnvel það að mæla gegn Jesú sjálfum. Aðeins eitt er ekki fyrirgefið og það er að mæla gegn Heilögum anda. Hvað þýðir það?

Að hallmæla gegn Heilögum anda er einfaldlega trúleysi, að hafna Anda Guðs í okkur, sem segir að Guð sé Guð og maðurinn sé heimilislaus án trúar og ástartengslanna við Guð.

ERGO: Aðeins trúleysi er ófyrirgefanlegt.

Svona heimsku á ég mjög erfitt með að fyrirgefa.

Reynir Harðarson 09.09.2009
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 09/09/09 10:01 #

Fyrirgefum strokurnar á Selfossi, harðræðið, þuklið og blautu kossana á Bjargi, úrkynjunina í Byrginu o.s.frv.

Þessi grein var skrifuð áður en Helgi Hóseasson féll frá. Ég legg til að menn lesi prédikun þessa og eftirfarandi ritningarvers með þann mæta mann í huga:

Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem lastmælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið. Lk. 12:10

en sá sem lastmælir gegn heilögum anda, fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd. Mk. 3:29

Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem mælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum komanda. Mt. 12:32


Þröstur Hrafnkelsson - 09/09/09 10:17 #

Það var einmitt út af þessu versi sem blashpemy challenge hófst í USA. http://www.youtube.com/watch?v=i7QVbJnSPQE

Þetta fékk nokkra athygli í fréttum og í kjölfarið á þessu byrjaði kristið fólk að senda inn myndbönd til að sýna að það trúði á heilagan anda.

En by the way; hvað er heilagur andi og hvað á hann að hafa gert og hvað gerir hann í dag?


Steini - 09/09/09 10:48 #

Pokaprestur: “Hverju trúir þú? Guði eða einhverju öðru? Er haldreipið þitt í veröldinni eitthvað annað en Guð. Heldurðu framhjá Guði, með því að dýrka sjálfan þig eða eitthvað annað en Guð?”

Það er nokkuð ljóst að kappinn er fullfær um að dýrka draugsa án fjárhagsaðstoðar frá ríkinu...

Getur einhver útskýrt afhverju við borgum laun þessarra talibana?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/09/09 14:02 #

En by the way; hvað er heilagur andi og hvað á hann að hafa gert og hvað gerir hann í dag?

Í þessum ummælum sem Reynir vísar til þá er greint á milli þess að lastmæla mannsekju ("mannssonur" var stundum notað bara í merkingunni maður) og að lastmæla guði (það er þekkt að stundum er fólki illa við að nefna guð beint á nafn). Þetta er amk sú skýring á þessum ummælum sem mér finnst líklegust; þarna er "heilagur andi" bara guð.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.