Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af trúleysi og netleysi

Þórhallur HeimissonÞórhallur Heimisson fer, eins og áður hefur komið hér fram, mikinn á bloggsíðu sinni. Hann hefur meðal annars unnið mikið afrek í íslenskri málsögu með því að sýna fram að á að orðið trú sé þýðing á orðinu faith. En aðalmarkmið hans er að sýna fram á að fullt af fólki sé trúað án þess að vita af því.

Þessa niðurstöðu fær Þórhallur með því að benda á að orðið trú sé ekki bara notað um það að telja að ákveðin yfirnáttúruleg fyrirbæri séu til heldur líka um það að hafa skoðun á einhverju. Þar með eru allir sem hafa skoðun trúaðir.

Ég er jafn trúlaus og ég var fyrir enda hef ég alltaf skilgreint það út frá því að ég trúi ekki á tilvist neinna yfirnáttúrulegra fyrirbrigða en ekki að ég hafi engar skoðanir. Hugtakanotkun mín, og flestra sem kalla sig trúlausa, er skýr. Þórhallur er hins vegar með útúrsnúninga og vitleysu. Það eru til mörg íslensk orð sem hafa fleiri en eina merkingu án þess að menn verði eitthvað ringlaðir yfir því.

Það er best að sýna fram á þetta með því að nota annað orðið net sem dæmi. Ef ég segi einhverjum að ég sé netlaus þá myndu næstum allir álykta sem svo að ég hefði enga tengingu við internetið. Hugsanlega myndi Þórhallur Heimisson spyrja mig hvort ég ætti flugnanet. Ef ég myndi játa því þá myndi Þórhallur álykta sem svo að ég væri í raun ekki netlaus. Engu myndi skipta þó ég benti á að ég væri í raun að vísa í internetið en ekki allar mögulegar tegundir af netum þá myndi Þórhallur væntanlega stinga fingrum í eyrun og endurtaka í sífellu "þú átt víst net og þú er sko ekkert netlaus". Rökréttast væri að ég myndi í kjölfarið hætta að reyna að tala við mann sem getur ekki skilið einföldustu orð. Eða þá að hæðast svolítið að honum fyrst.

Óli Gneisti Sóleyjarson 28.08.2009
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


jogus (meðlimur í Vantrú) - 28/08/09 11:28 #

Hugtakanotkun mín, og flestra sem kalla sig trúlausa, er skýr.

Ég held m.a.s. að hugtakanotkun flestra, sem kalla sig trúaða, sé líka skýr.

Ég held m.a.s. að það séu svona þrír einstaklingar á Íslandi eldri en fimm ára sem vita ekki muninn á því að vera trúaður og trúlaus. Einn þeirra er Pólverji og hinir tveir eru guðfræðimenntaðir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/08/09 14:26 #

Og hinn guðfræðimenntaði vitleysingurinn er biskup ríkiskirkjunnar.

(Ath. þessi grein sem ég vísa í er næstum nákvæmlega 6 ára gömul og var fyrsta greinin sem birtist á Vantrú. Þetta er því augljóslega ekki ný umræða.)


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 28/08/09 20:33 #

Barnaskapurinn í málflutningi séra Þórhalls kemur berlega í ljós þegar hann segir að orðið "trú" sé þýðing á orðinu "faith". Eða heldur maðurinn að íslenska sé þýðing úr öðrum tungumálum?

Orðið "trú" er íslenska og merkir að maður tekur eitthvað trúanlegt, að maður samþykkir sem sannleika eitthvað sem ekki maður er ekki fær um að sannreyna, hvort sem það er vegna þekkingarskorts eða annarra erfiðleika. Í þeirri merkingu erum við öll "trúuð" á eitt eða annað.

En í daglegu tali, í þeirri íslensku sem við öll tölum, er orðið "trú" notað yfir það þegar maður tekur eitthvað sem sannleika sem ekki er sannreynanlegt. Trú á guð er gott dæmi.

Sr. Þórhallur reynir með lélegri röksemdafærslu að sannfæra lesendur sína um að skortur á trú í þessari merkingu sé einnig trú. Sú tilraun missir algjörlega marks enda stenst hún ekki lágmarks skoðun. Skortur á eplum er ekki epli.

Sr. Þórhallur opinberar heimsku og fáfræði í slíku magni að maður hreinlega hristir hausinn - eru engar kröfur gerðar í guðfræðideild til annars en blindrar trúarsannfæringar?

Að halda því fram að hann geti skilgreint hið íslenska orð "trú" með því að segja það þýðingu á ensku orðið sem komið er af latnesku orði er hrein heimska og leiðir vissulega hugann að fyrri fullyrðingum hans um að við getum þakkað kristni fyrir okkar íslenska tungumál. Það er greinilega afsannað hér með.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 30/08/09 18:47 #

Nákvæmlega það sem ég hugsaði. Hann segir sifjar orðisins "trú" vera í ENSKU.

-Enska er ekki grunnur íslenskunnar.

En ef að við gefum okkur að Þórhallur hafi rétt fyrir sér með að enska sé rót íslenskunnar þá vantar helling í kenninguna. Hann notar bara enska orðið "faith" en alveg stökkið frá orðinu "belief".

Neftóbaksvísindi Þórhalls eru honum til skammar.


Þossi - 03/09/09 00:56 #

Fyrir þá sem hafa áhuga:

Sifjar orðsins "faith".

Svosem áhugavert að "fidere" þýði "traust", sem er jú ein merking "trú" - að hafa trú á einhverjum er að treysta viðkomandi.

Nú, svo má athuga rót orðins "true": Sjá hér.

Þetta er auðvitað meira bara til gamans en að veita einhvern djúpan fróðleik.


Benedikt - 08/09/09 14:13 #

Enska, og tungumál sem liggja ensku til grundvallar, eru að hluta til grunnur íslensku.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 08/09/09 15:02 #

Íslenska og enska eru vissulega skyld tungumál. Orðin Faith og Trú eru það hins vegar ekki.


Hanna Gunnars - 17/09/09 07:52 #

Það sorglega er að þessu ágæta orði 'trú' hefur verið rænt af heyhausum og snúið upp á andhverfu sína. Trú er ekki trúleg, heldur þvert á móti.


Eiríkur - 23/02/11 13:28 #

Seinleg viðbót:

Þórhallur útskýrir á tru.is að "orðið Biblía [þýði] margar bækur og frá henni er komið útlenda orðið Biblíótek eða bókasafn."

Hann fær því miður ekki nema hálft stig fyrir það.

Seinna bætir hann við að: "Engar heimildir fornaldarinnar eru eins traustar og þær sem segja okkur frá æfi og starfi Jesú og fyrstu árum kirkjunnar í Nýja testamentinu."

Ég leyfi mér að efast um það, þótt ég hafi ekki lesið (eins og Þórhallur væntanlega) allar hinar heimildir fornaldarinnar um allt hitt.


EEG - 23/02/11 14:30 #

Undarlegar eru mótsagnir sr. Þórhalls.

Skv. hans eigin skilgreiningu ætti hann að vera átrúaður á guð en ekki trúaður. Þarna er bókstafurinn Á orðinn að ásteytingarsteini (a.m.k. að túlkunarágreiningi) eftir því hvort Þórhallur notar hann sem forskeyti eða forsetningu. Þetta hljómar eins og nokkurs konar bókstafsflökkutrú.

Af hverju hann dregur ensku inn í orsifjarnar, en ekki dönsku t.d., kemur líklega til af því, að í ensku (amerísku) skipta menn orðinu faith í þrennt, spiritual, belief og eitthvað það þriðja sem ég man ekki í augnablikinu, og hártoga þannig merkinguna til að viðhalda ruglinu. Því ruglaðri sem áhangendur verða, því ákveðnar leita þeir eftir sérfræðihjálp (s.s.guðfræðinga og presta).

Uppáhald kristinna trúfræðinga er að margfalda, eða deila eftir því hvernig á það er litið, með þremur. Guð er þríeinn - faðir, sonur og heilagur andi. Margfaldur eða klofinn - skiptir kannski ekki máli - en kristni boðar samt trú á EINN guð, og hann meira að segja með litlum staf. Skilgreiningin út frá sálfræði- eða geðlæknisfræðilegu sjónarmiði er þá væntanlega sú, að hér sé annað hvort um þrenningar eða þrígreiningaráráttu að ræða - og slíkt er hreinlega sálarmein sem þarfnast annað hvort lækningar eða fólk þarf að sleppa tökunum á.

EEG

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.