Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Æ, þessar Svika-Lárur

skjalfti.jpg

Við könnumst öll við hina gömlu Láru miðil, konugarminn sem gabbaði samborgara sína í Reykjavík upp úr skónum á fyrri hluta 20. aldar. Hún endað fyrir hæstarétti og saga hennar rataði löngu síðar í bók eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson.

Nú höfum við Íslendingar aftur eignast svikamiðil að nafni Lára. Ekki er þó líklegt að hún muni nokkurn tíma fyrir hæstarétt koma, enda ekki jafn stór í sniðum og fyrirrennari hennar. En saga þessarar nýju Láru er þó athyglisverð fyrir margt, þótt stutt sé:

  • Þegar hún er gagnrýnd spretta fram fjölmargir henni til varnar og halda því fram að hún taki enga peninga fyrir spár sínar og hafi engan áhuga á frægð. Þessu heldur hún líka sjálf fram í viðtölum, segist ekki hafa nokkurn áhuga á að vera þekkt sem sjáandi og spámiðil. Samt sem áður, þegar málið er skoðað, kemur í ljós að hún auglýsir sig í símaskránni sem sjáanda. Augljóst er að þar er hún að bjóða fram þjónustu sína sem slík, því ekki er aðeins hægt ná í hana gegnum þrjú símanúmer, heldur er hún svo tæknivædd að hafa komið sér upp númeri á Google Talk.

  • Hún og maður hennar selja sumarhús sem þau halda fram að þoli jarðskjálfta upp á 10-12 á Richter. Þessar tölur, 10-12, segja okkur að þau vita ekkert um hvað þau eru að tala. 10-12 þýðir ekki að skjálftinn sem húsin þola geti verið á bilinu rosasterkur til feiknasterkur. Nei, það sem hér um ræðir er sterkasti skjálfti sem nokkurn tíma hefur mælst á Jörðinni og svo annar 900 sinnum sterkari - jafngildi loftsteinsins sem rakst á Jörðina við Yukatan og eyddi risaeðlunum ásamt stórum hluta lífs. Það er nú aldeilis munur að eiga óskaddaðan sumarbústað eftir slíkar hamfarir, þegar maður sjálfur og allir sem maður þekkir eru steindauðir.

  • Þegar Lára þessi er tekin á beinið um fullyrðingar sínar um stóran skjálfta í vændum, og henni bent á hve siðlaust það er að hræða líftóruna úr börnum og trúgjörnum með svo ábyrgðarlausu tali, ver hún sig með því að hún sé nú enginn barnamorðingi. Það er satt, hún er ekki eins slæm og móðir sem sker höfuðið af barni sínu, en skaðsemi uppivöðslu hennar er samt staðreynd.

  • Nýjustu fréttir af málinu herma að nú sé Lára búin að eigna sér smáskjálfta upp á 3 á Richter sem varð á svæðinu í fyrrakvöld. Hvaða "sjáandi" með sjálfsvirðingu stígur fram og varar alþjóð við slíkum aumingjaskjálfta, þegar tveir mun stærri hafa orðið á svæðinu nokkrum vikum áður. Hvítasunnuskjálftann fann ég alla leið austur á Hvolsvöll, hvar var Lára þá? Nú hlakkar í henni við ófréttnæman skjálfta og i kjölfarið byrjar hún nýjan hræðslusöng um eldgos og hörmungar. Er ekki nóg komið?

Ég vona að landsmenn láti þetta uppistand kringum Láru Ólafsdóttur sér að kenningu verða og dragi úr trúgirni sinni gagnvart fólki sem þykist sjá lengra en nef þess nær. Við ættum þess í stað öll að efla gagnrýna hugsun okkar, vera dugleg að þefa uppi bullið í umhverfinu og skilja það frá raunveruleikanum. Við eigum ekki svona kellíngar skilið.

Birgir Baldursson 02.08.2009
Flokkað undir: ( Hugvekja , Nýöld )

Viðbrögð


Jón Frímann - 02/08/09 10:14 #

Það varð ekki einu sinni jarðskjálfti erlendis sem taldist vera skaðlegur á þessum sama tíma. Það var reyndar svo lítið að gerast að öll mælanleg virkni á vefsíðu EMSC kemst fyrir á einni blaðsíðu. Ég tek fram að þetta er ekki heildaryfirlit yfir jarðskjálftavirkni í heiminum öllum, enda verða alltaf jarðskjálftar sem mælast ekki.

Sjá hérna. http://tinyurl.com/oxxglo


Sveinn - 02/08/09 11:15 #

Hvað segiði herrar mínir, eru einhverjar heimildir (önnur en orð Láru sjálfrar) að hún hafi séð fyrir og varað veðurstofuna við Suðurlandsskjálftanum í fyrra með 10 daga fyrirvara? Ef maður googlar "Lára Ólafsdóttir Suðurlandsskjálfti" fær maður bara vísanir á hina og þessa bloggsíðuna þar sem þessu er haldið fram...


Gilli - 02/08/09 11:57 #

Hún spáði skjálfta á svæði sem er mjög óvenjulegt að verði skjálfti á, og sagði að það gæti skeikað einhverjum dögum. Sannleikurinn er sá að hún hafði rétt fyrir sér. Mér finnst persónulega gaman að þessu. Núna hefur hún spáð einhverju fleira sem hún reyndar hefur ekki sagt frá, en vonandi gerir hún það. Mér finnst of margir á þessari síðu vera pirraðir yfir að hún hafi haft rétt fyrir sér og sést það t.d. í þessum pistli sem ég er að skrifa comment hjá.

Hér eru skjálftarnir samkvæmt upplýsingum á : vedurstofan.is

Föstudagur 31.07.2009 23:46:22 - 3,2 - 4,6 km ASA af Keili

Laugardagur 01.08.2009 00:15:08 - 3,0 - 4,5 km ASA af Keili


Sveinn - 02/08/09 12:44 #

Gilli

Málið er einmitt að hún hafði ekki rétt fyrir sér. Hún sagði rangt fyrir um tímasetningu, stærð og staðsetningu skjálftans.

Það þarf mjög góðan vilja til að líta fram hjá þessum einföldu staðreyndum og sjá uppfyllingu spádóma hennar í einhverjum smáskjálfta á mjög virku svæði þar sem staðið hafa yfir skjálftahrinur frá því í vor fleiri dögum eftir að hún spáði, og þennan góða vilja virðist þú og þínir líkar hafa.

Svona til áréttingar; Það er ekki, ég endurtek ekki, ég ítreka EKKI óvenjulegt að jörðin skelfi pínulítið þarna undir Keili.


Gilli - 02/08/09 12:56 #

@Sveinn

Sveinn ég virði þína skoðun og þína sýn á þennan atburð og þessi mál. Við skulum sjá til, kannski á eftir að koma miklu stærri skjálfti núna í fyrri hluta ágúst. Það sem við köllum alvöru jarðskjálfta, allavega kæmi það mér ekki á óvart.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/08/09 13:09 #

Sveinn ég virði þína skoðun og þína sýn á þennan atburð

Þetta er ótrúlega fyndið. Málið snýst ekki um skoðanir heldur staðreyndir og staðreyndin er sú að Lára sá ekki neitt. Smáskjálfti á virku svæði er ekki merki um spádómsgáfu hennar. Þeir sem halda því fram að spádómur Láru hafi ræst eru í tómu rugli. Það er ekki nokkur lið að "virða" þá "skoðun" þeirra. Hún er einfaldlega kjaftæði.


Gilli - 02/08/09 13:18 #

Staðreyndin er sú að Lára sá fyrir jarðskjálfta á þessu svæði og sagði að þótt hún segði fyrir tíma og dag, að þá gæti það skeikað nokkrum dögum. Fólk fann fyrir þessum jarðskjálfta á seltjarnanesi. Miðað við það sem hún hefur sagt í fjölmiðlum nú má reikna með að ekki sé langt að bíða þangað til alvarlegur jarðskjálfti kemur. Kannski hikar hún við að segja það hreint út vegna þess að fólk getur ekki hagað sér eins og menn heldur ráðast á hana eins og dýr ? Allavega finnst mér fólk hér haga sér frekar barnalega. Að geta ekki talað eins og fullorðið fólk. En það er bara eins og það er.


Jón Frímann - 02/08/09 14:00 #

Gilli. Það verða jarðskjálftar þarna á næstum því hverjum degi. Það koma jafnvel stakir stórir jarðskjáfltar, þó svo að slíkt sé sjaldgæfara.

Það þarf ekki einu sinni spádómsgáfu til þess að spá fyrir um jarðskjálfta á Reykjanesinu. Þetta klikkaði þó illa hjá konunni, og heldur áfram að killa og sanna sig sem tómt bull.


anna - 02/08/09 14:08 #

Vá Gilli, þú ert alveg með þetta.

Dæmigert fyrir hinn auðtrúa að saka fullorðið fólk sem tamið hefur sér gagnrýna hugsun um rörsýn á lífið og tilveruna.Kannastu við máltækið "að skjóta sig í fótinn"? Þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum ef þú ætlar í alvörunni að halda því fram að konublaðran hafi rétt fyrir sér.

Ég veit nú ekki betur en að skjálftavirknin hafi verið með svipuðu móti síðust mánuði, sem sagt tiltölulega virk á krýsuvíkur svæðinu. Að spá stórskjálfta var long shot, enda kom á daginn að Lára var einmitt að skjóta út í bláinn. Það að grípa í næsta smáskjálfta og eigna sér hann, og segja " sá hlær best sem síðast hlær", Er eins og að spá þrumuveðri í september og segja svo næst þegar það rignir "vúhú ég hafði rétt fyrir mér!".

Ég er enn að ná mér eftir að hafa glatað trú minni á svo allt of mörgum þenkjandi einstaklingum í umræðum um þennan blessaða skjálfta. Fólk sem ég tel tiltölulega vel gefið sakar mann um þröngsýni og segir degi fyrir hinn örlagarika dag að maður sé djarfur að tala svo afgerandi á móti þessari konu og hreinlega gefa skít í hana.

Það er eins og það sé auðveldara að trúa "bara svona til öryggis". En til hvers að trúa því sem er augljóslega kjaftæði, erum við virkilega svona óörugg með eigin sannfæringu að jafnvel skynsamasta fólk er ekki tilbúið að gang til liðs við skynsemina og gefa forneskjulegri óskhyggjunni langt nef.


Gilli - 02/08/09 14:11 #

Rosalega eru þið furðulegir sem kallið ykkar efasemdarmenn. Aðra stundina talið þið um að litlar líkur sé á skjálfta á þessu svæði og aðra stundina talið þið um litlar líkur. Einhver sagði að það væri miklu meiri líkur á skjálfta annars staðar en á þessu svæði og tók undir með jarðskjálftafræðingum. Þið lagið bara hlutina eins og ykkur hentar með hroka og leiðindum og neitið að horfa á staðreyndir. Hún spáði fyrir skjálfta á þessu svæði og það rættist. Jarðskjálftafræðingar sögðu að ekki væri vona á svona skjálfta þarna en hann varð. Reykjanesið er stórt en hún sagði fyrir um ákveðið svæði þótt ólíklegt væri. Fólk spáir fyrir um hluti daglega og heldur magnaða miðilsfundi, bæði trans og sambands. Það eru margir góðir miðlar hér á landi en líka margir slæmir. Fólk getur spáð fyrir um hluti, því að tíminn er afstæður. Allt hefur þegar skeð. Hafið þið heyrt um mann sem hét Einstein ? Þar er formúla á svörtu og hvítu fyrir ykkur. Allt efni er orka sem ekki er hægt að bæta við né taka af, heldur umbreytist hún.


Gilli - 02/08/09 14:13 #

Leiðrétting : Aðra stundina talið þið um að litlar líkur sé á skjálfta á þessu svæði og hina stundina talið þið um miklar líkur .


Sveinn - 02/08/09 14:13 #

Gilli, þessi jarðskjálfti fannst ekki einu sinni í Vogum á Vatnsleysuströnd svo ég leyfi mér að efast um að hann hafi fundist á Seltjarnarnesi. Gerirðu þér yfir höfuð grein fyrir að svona skjálftar eru nánast vikulegir á þessu svæðinu? Tekurðu aftur fyrri fullyrðingar að það hafi verið mjög ólíklegt að búast við skjálfta þarna?

Tek undir með Önnu, hún orðar þetta stórkostlega. Ég á einmitt við sama vandamál að stríða. Ég frétti af því að fólk sem ég virði fyrir rökrétta sýn á heiminn tók allt gler úr skápunum sínum og límdi fyrir þá "til öryggis".


Gilli - 02/08/09 14:16 #

Grein af vísi :

Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes

Skjálftinn,sem var yfir þrír að styrk, er merktur með grænni stjörnu. Mynd/Veðurstofan

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar:

Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes.

Hér er slóðin : http://www.visir.is/article/20090731/FRETTIR01/878988119


Sveinn - 02/08/09 14:20 #

Gilli þú ert eitthvað að misskilja. Það eru miklar líkur á jarðskjálfta í Krýsuvík og nágrenni enda eru smáir jarðskjálftar þar nánast daglegt brauð.

Það eru hins vegar litlar líkur á STÓRUM jarðskjálfta á þessu svæði, enda er bergið þar of mjúgt skv. jarðfræðingum til að nógu mikil spenna geti byggst upp fyrir slíkt.

Þú ert sá eini sem sagði litlar líkur á jarðskjálftum á svæðinu. Það þarf ekki meira en að kíkja á vedur.is til að sjá að það er kjaftæði.


Gilli - 02/08/09 14:22 #

Það eru hins vegar litlar líkur á STÓRUM jarðskjálfta á þessu svæði .

Það er það sem ég er að segja . Allt yfir 3,0 er stór jarðskjálfti.


Sveinn - 02/08/09 14:24 #

Nújæja mér skjátlaðist með að hann hafi ekki fundist út á nes. Breytir samt ekki þeirri staðreynd að jarðskjálftinn var of seinn og of lítill til að uppfylla spá Láru.


Sveinn - 02/08/09 14:30 #

"Allt yfir 3.0 er stór skjálfti"

Ertu ekki að grínast? 3 á Richter er rétt á mörkunum við að finnast og þú kallar það stóran skjálfta?

Nei 3,1 á Richter á þessu svæði er varla fréttnæmt einu sinni. Það er greinilegt að þú ert að skilgreina orðin "stór skjálfti" til að Lára hafi haft rétt fyrir sér í þínum huga.

Finnst þér nauðsynlegt að birta í blöðunum viðvörun um stóran skjálfta sem rétt finnst og veldur engu tjóni?


anna - 02/08/09 14:31 #

3,1 er ekki neitt miðað við þann "stóra" sem Lára spáir fyrir enda fræðilegur ómöguleiki þar á ferðinni eins og flestir ættu að vita.

Nenni varla að gera athugasemdir við þessa frétt, hún dæmir sig sjálf. Lára telur sig etv hólpna, en það er þá bara hennar djöfull að draga, sem og þeirra sem kjósa að ganga til liðs við hana.

Að temja sér ekki gagnrýna hugsun er glæpur, ekki bara gegn þer sjálfum heldur öllu mannkyni. Þessi skjálftaspá væri ágætis dæmisaga i kennslubók í siðfræði. Sýnir á skýran hátt hvernig fólk lætur glepjast án allra sanninda og án allra raka.


Sveinn - 02/08/09 14:32 #

Gilli tekurðu aftur fyrri fullyrðingar um að jarðskjálftar séu ólíklegir á þessu svæði?


Gilli - 02/08/09 14:34 #

Allt yfir 3,0 er stór jarðskjálfti, og stenst því spá Láru. Hún hefði getað sagt allsstaðar á landinu og ísland er ekki lítið. En hún sagði skjálfti á þessu tilvikna svæði og hafði sérstaka dagsetningu og tíma en sagði jafnframt að það gæti skeikað nokkrum dögum.

Það kom jarðskjálfti upp á rúmlega 3 á því svæði sem hún spáði fyrir um. Það kom ekki annarsstaðar á landinu upp á rúmlega 3 . Þetta er staðreynd.


Gilli - 02/08/09 14:36 #

Sveinn: Gilli tekurðu aftur fyrri fullyrðingar um að jarðskjálftar séu ólíklegir á þessu svæði?

Nei ég geri það ekki. Jarðskjálftar upp á rúmlega 3,0 eru ólíklegir þarna . Þú sérð það nú bara með því að skoða seinustu mánuði.


Gilli - 02/08/09 14:46 #

Stórir skjálftar eru þeir sem merktir eru með Grænni stjörnu, eða þeir sem eru 3 á Richter og meira.

Þegar þið skoðið skjálftana og veljið þá sem eru 3 og yfir,að þá koma bara þessi tveir :

Jarðskjálftatafla Dags Tími Breidd Lengd Dýpi Stærð Gæði Staður

Laugardagur 01.08.2009 00:15:08 63,929 -22,085 4,1 km 3,0 99,0 4,5 km ASA af Keili

Föstudagur 31.07.2009 23:46:22 63,928 -22,083 5,0 km 3,2 99,0 4,6 km ASA af Keili Samtals skjálftar: 2

Þetta er á svörtu og hvítu fyrir alla efasemdarmenn um allt og alla. Staðreynd sem ekki er hægt að neita.


anna - 02/08/09 14:51 #

haha "staðreyndir"

beittu smá reynslurökum Gilli, við sem búum á Íslandi, ég tala nú ekki um hér á suðvesturhorninu vitum að skjálfti upp á 3 er ekki stór, sérstaklega ekki í samanburði við þá skjálfta sem lagt hafa heilu mannvirkin í rúst síðastliðin ár.

Ég fann ekki fyrir þessu skjálfta, ég fann ekki einu sinni fyrir þessum skjálftum sem voru á Krýsuvíkursvæðinu í vor. Engar skemmdir urðu, engin þufti áfallahjálp.

Ergo: Þetta var EKKI stórskjálfti.


Gilli - 02/08/09 14:52 #

Þegar þið skoðið skjálftana og veljið þá sem eru 3 og yfir,að þá koma bara þessi tveir . Staðreynd .


Gilli - 02/08/09 14:57 #

Hún hefði getað sagt : Einhversstaðar á íslandi næstu daga kemur jarðskjálfti . En nei, hún sagði að á ÞESSU SVÆÐI verður jarðskjálfti. Það komu tveir stærri en 3,0 á Richter. Ekki annarsstaðar á öllu íslandi.


anna - 02/08/09 15:00 #

Fyndið að þú áttir þig ekki á því hversu vítt þú ert að túlka orði "stórskjálft", skjálfti upp á 3 myndi eflaust falla utan hugtaksins hjá flestum, nema þeim sem eru áfram drifnir af óskhyggju.

Svona svipað og þegar maður var lítill og vildi svo innilega að jólasveinarnir væru til, ég var meira að segja tilbúin til að líta framhjá því þegar ég stóð móður mína blákalt að verki við að setja dót í skóinn minn, hún var víst "bara að skoða".

Þetta viðhorf mitt endurspeglaði þá staðreynd að eg var barn, smábarn myndu margir segja, enda 5 ára á þeim tíma.

Þeir sem nú hylla Láru sem miðli með óviðjafnanlega hæfileika vegna spádómsgáfu hennar eru því samkvæmt kenningu minni barnalegir!


Gilli - 02/08/09 15:05 #

Ég biðst afsökunar að ég sé ekki á móti öllu og öllum. Ég biðst afsökunar fyrir því að skoða staðreyndir og leggja þær fram frá vedursofan.is. Ég biðst afsökunar fyrir því að lifa ekki í gremju og þrífast á rifrildum. Ég biðst afsökunar á því að sjá hið góða í öllum og trúa því að lífið sé stórkostlegra en það sem hinir vantrúuðu leggja fram. Ég biðst afsökunar á því kraftaverki sem við köllum tilveru eða lífið. Bara það að við sitjum við sitthvora tölvuna og erum raunverulega til og höfum sjálfsvovitund er fyrir mér sönnun um eina algjöra greind sem lifir að baki og í öllu lífi sem sumir vilja kalla GUÐ.


Jón Frímann - 02/08/09 15:12 #

Stór jarðskjálfti, er jarðskjálfti sem er yfir 7. Sterkur jarðskjálfti er yfir 6. Miðlungsjarðskjálfti er yfir 5. Allt þar fyrir neðan telst vera frekar lítið.


Gilli - 02/08/09 15:15 #

@Jón Frímann : Ekki samkvæmt veðurstofan.is

Af hverju er strikað yfir þessi skrif ? hér :

Ég biðst afsökunar að ég sé ekki á móti öllu og öllum. Ég biðst afsökunar fyrir því að skoða staðreyndir og leggja þær fram frá vedurstofan.is. Ég biðst afsökunar fyrir því að lifa ekki í gremju og þrífast á rifrildum. Ég biðst afsökunar á því að sjá hið góða í öllum og trúa því að lífið sé stórkostlegra en það sem hinir vantrúuðu leggja fram. Ég biðst afsökunar á því kraftaverki sem við köllum tilveru eða lífið. Bara það að við sitjum við sitthvora tölvuna og erum raunverulega til og höfum sjálfsvitund er fyrir mér sönnun um eina Algjöra Greind sem lifir að baki og í öllu lífi sem sumir vilja kalla GUÐ.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/08/09 15:16 #

Gilli, vertu ekki svona mikill kjáni. Skjálfti upp á 3.1 telst ekki til tíðinda á Íslandi. Það að spá fyrir slíkum skjálfta er ekki bara ófréttnæmt, það er beinlínis heimskulegt.

Gleymum ekki að spá Láru var nákvæm:

Stór jarðskjálfti mun ríða yfir Ísland mánudaginn 27. júlí. Skjálftinn mun eiga upptök sín á Krýsuvíkursvæðinu klukkan 23.15 og verða mjög öflugur. #

Lára sá ekki neitt.

„Þennan dag mun eitthvað magnað gerast, ég bara veit það. Ég hef tilfinningu fyrir stórum skjálfta og mér finnst að hann verði þarna.“

"eitthvað magnað"

ps. Þó þú hafir endurræst routerinn, uppfært browserinn og skipt enn og aftur um nafn fer ekkert á milli mála hver þú ert.


Gilli - 02/08/09 15:25 #

[ athugasemd færð á spjallið ]


Einar K. - 02/08/09 16:49 #

Eindemis ginningarfífl er þessi Gilli.

Er skjálfti upp á 3 á Richter réttlætanlegur á forsíðu tímarits til söluaukningar fyrst þú staðhæfir það að kerla hafi haft rétt fyrir sér?

Kanntu annan kauði?


Óttar Birgis - 02/08/09 17:01 #

Gilli: Kynntu þér Einstein aðeins betur. Þú ert bara að sýna fram á hvað þú veist lítið um eðlisfræði og/eða misskilur Einstein. Það er móðgun við einn mesta snilling vísindasögunnar að snúa úr kenningum hans til að styðja hjátrú. Skamm


Jón Frímann - 02/08/09 17:45 #

Gilli, þetta er nákvæmlega sá skali sem Veðurstofa Íslands notar, enda er þetta ein af mælieiningum jarðfræðinnar (þær eru nokkrar). Þannig að fullyrðing þín um annað er bara tómt bull.

Hérna eru upplýsingar um Ricther skalann (ML).

http://en.wikipedia.org/wiki/Richtermagnitudescale


Davíð - 02/08/09 18:43 #

"Fólk getur spáð fyrir um hluti, því að tíminn er afstæður. Allt hefur þegar skeð. Hafið þið heyrt um mann sem hét Einstein ? Þar er formúla á svörtu og hvítu fyrir ykkur. Allt efni er orka sem ekki er hægt að bæta við né taka af, heldur umbreytist hún."

Þessi túlkun gæti ekki verið meira út í bláinn. Hún er alröng. Vinsamlegast kynntu þér málið betur áður en þú ferð að tjá þig um það, Gilli.


Egill - 02/08/09 19:42 #

Ég var uppi á kleifarvatni að veiða þegar þetta reið yfir stutt frá upptökunum. Og það fannst ekki neitt þar. Þvílíkir stórskjálftar!


Baldur - 03/08/09 02:48 #

Ég er byrjaður að taka eftir smá fylgni hérna (ég vil þakka Gilla fyrir að sýna mér ljósið).

Fólk sem er reitt út í notendur Vantrúar eru oft auðtrúa ("Sannleikurinn er sá að hún hafði rétt fyrir sér."), það hefur oft lágmarksþekkingu á vísindum ("Fólk getur spáð fyrir um hluti, því að tíminn er afstæður. Allt hefur þegar skeð. Hafið þið heyrt um mann sem hét Einstein ?" [...] "Allt yfir 3,0 er stór jarðskjálfti").

Oft hræsnarar sem saka fólk um það sem það gerir sjálft ("Þið lagið bara hlutina eins og ykkur hentar með hroka og leiðindum og neitið að horfa á staðreyndir."), setur textann sinn illa upp og trúir á Guð ("sönnun um eina Algjöra Greind" - "sem sumir vilja kalla GUÐ").

Ég vil ekki gerast sekur um fylgnivilluna en þetta er einfaldlega eitthvað sem ég hef tekið eftir. Eða þetta gæti verið bull, hvað veit ég =)


Gilli - 03/08/09 09:08 #

[ athugasemd flutt á spjall ]


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/08/09 15:17 #

Rétt er að benda á að ekki er endilega víst að Lára sé að gaspra þetta af einni saman þránni til að verða fræg og virt. Hún gæti mjög líklega verið það sem kallast schizotypal personality. Sama getur átt við um marga presta, miðla, heilara og allra handa kuklara.


Arngrímur - 06/08/09 11:43 #

Frekara lesefni á Pressunni


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/08/09 14:34 #

Þetta er ansi gott í ljósi athugasemda Gilla hér fyrir ofan.

Að forsögnin hafi ræst með 3,2 stiga skjálftanum á föstudag er því í raun meira öfugmæli en að spá 12 vindstiga fárviðri, hreppa hæga golu og halda því síðan fram að spáin hafi ræst af því það var ekki algert logn.


Jon Steinar - 25/06/11 21:01 #

Merkilegt að viðkomandi tröllaklasi skuli vera að kveikja og slökkva svona títt á tölvunni sinni og fá alltaf sömu dínamísku IP tölunni úthlutað. Og einmitt ara á þessum þræði og þessari umræðu...

Ég er sjándi...þetta er kona og býr við Klettatún á Akureyri...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.