Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að blóta á laun og vanvirða kirkjur

Alþingishúsið og Dómkirkjan í ReykjavíkÁ nýlegri þingsetningu var hugrekki fjögurra þingmanna það sem vakti mesta athygli. Þeir neituðu opinberlega að taka þátt í hefð sem tengir saman Alþingi og ríkiskirkjuna. Í raun hafa alltaf verið til þingmenn sem ekki hafa tekið þátt í messuhaldinu en þeir létu bara engan vita af því. Nú var það skref stigið að almenningur fékk að vita af þessu.

Viðbrögðin við þessu voru margskonar. Sumir voru ánægðir með þingmennina en aðrir ósáttir. Einn fyrrverandi ráðherra súmmeraði ágætlega upp skoðanir margra þegar hann sagði að það hefði verið allt í lagi þegar þingmenn tóku ekki þátt í messunni en það væri óhæfa að láta alla vita af því. Útvarpsmaður á Bylgunni tók annan pól í hæðina og sagði að þingmennirnar hefðu átt að "drullast í kirkju og vera prúðir".

Hvorugur þessara manna virðist hafa djúpan skilning á trúfrelsi. Annar vill bókstaflega skylda þingmenn til að mæta í kirkju en hinn vill að menn feli skoðanir sínar. Þannig eiga þingmenn sem ekki fara í kirkju að taka sér hlutverk hommans í skápnum eða heiðingjans sem fær að blóta á laun. Ef við byggjum við trúfrelsi væri yfirhöfuð engin messa við þingsetningu enda væri þá búið að skilja á milli ríkis og kirkju.

Þriðja viðhorfið sem ég rakst á frá trúmanni var þvert á hin. Hans skoðun var sú að hér væri verið að vanvirða kirkjuna með því að ætlast til að þingmenn tækju þar þátt í trúarathöfn þó þeir væru jafnvel ótrúaðir með öllu.

Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp viðbrögð ýmissa trúmanna frá árinu 2007 þegar prestur í Fríkirkjunni leyfði húmanistabrúðkaup þar. Margir þeirra voru stórhneykslaðir á því atferli. Ég hlýt að spyrja: Hvers vegna eru þessir sömu prestar ekki jafn hneykslaðir á því að trúlaust fólk sé næstum skyldað til að taka þátt í trúarathöfn í kirkju? Er það ekki jafn mikil eða meiri vanvirðing við kirkjuna? Eða er bara allt í lagi að kirkjan sé bústaður innantómra ritúala sem fólk tekur eingöngu þátt í formsins vegna?

Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.

Óli Gneisti Sóleyjarson 20.05.2009
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/05/09 09:05 #

Hér er hægt að hlusta á upptöku af útvarpsmanninum á Bylgjunni.

Ráðherrann fyrrverandi heitir Eiður Guðnason og hér eru þankar hans um auglýsingamennsku þeirra sem ekki mættu í kirkju.

Í pistlinum Vanvirðing við kirkjuna skrifar djákninn Halldór Elías um þingsetningu og guðsþjónustu.


ArnarG - 20/05/09 10:11 #

Mikið óskaplega er fólk á miklum villigötum á þessu bloggi hans Eiðs. Fólk vill bara ekki skilja þetta. Helga Hóseasson sem kirkjumálaráðherra takk!


anna benkovic - 20/05/09 20:55 #

Ég er þessu fólki þakklát!


Björn Karl Þórðarson - 01/06/09 20:48 #

Góðan og blessaðan daginn því miður hef ég ekki komið því til leiðar að segja mig úr kirkjunni en það stendur til bóta enda fengið nóg af þessu bölvaða bulli .Það er ótrúlegt að það skuli vera heil stett manna sem hefur það að atvinnu að ljúa að því sem er það saklausasta sem er til það er að segja BÖRNUM enda hefur það ekki farið framm hjá neinum það sem er í gangi á Selfossi þar situr nauðgari í hempu með samþykki biskups það skildi aldrei vera að það væri fótur fyrir þeim kjaftasögum er gengu um landið er hann (biskupinn tók við embætti) það er ekki mitt að segja enda kemur mér það ekkert við en í mínum huga er það alveg á tæru að trúarbrögð hverskonar eru einhver mestu mistök mannskepnunar a þessari plánetu . Enda hefur trúinn aldrei gert annað en að nauðka svívirða og niðurlæja fólk í sínu nafni í margar aldir nauðkuðu Íslenskir perstar íslenskum konum eins og þeim væri borgað fyrir og ef þær kvörtuðu þá var þeim bara drekt fyrir villutrú en það sem ég skil ekki að það skulu vera til einstaklingar sem leggja þennan ófögnuð fyrir sig árið 2009 komon burtu með þessar trúar hækjur sem eru í mínum augum ekkert nema blóðsugur á íslensku þjóðfélagi en efað þetta heimska fólk vill halda í einhverja trúardellu þá er það þeirra mál og skulu þeir borga bruðl sjálfir en ekki stela peningum frá þjóðinni þetta er ekkert nema þjófnaður á sköttunum í skjóli (vill ekki setja það sem ég hugsa á prent )ekki birtingar hæft

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.