Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Meira um menningarhús í Mosfellsbæ

Í byrjun árs sagði ég frá því að byggja ætti kirkju og menningarhús í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé styrki kirkjuna óeðlilega með þessum hætti fór það fyrir brjóstið á kristnum frekjudollum að þurfa að deila húsnæði með öðrum trúarhópum. Vægi kristinnar bænar minnkar víst verulega ef aðrir gvuðir eru ákallaðir undir sama þaki.

Í síðustu viku skrifaði Kristín Pálsdóttir grein um þetta kirkjumenningarhús og bendir á að ekki sé nóg með að kirkjan vilji ekki deila húsnæði með öðrum trúarhópum heldur vill kirkjan stjórna því hverslags menning verður í boði í húsinu.

Eftir skoðun á málinu virðist sem hér eigi að fara fram nauðungarhjónaband. Þeir aðilar sem á að pússa saman standa mjög misvel að vígi og hafa ólíkar þarfir. Annar, kirkjan, er íhaldsamur og valdamikill aðili sem hefur vel skilgreindar þarfir og öfluga málsvara. Hinn, menningin, er frjálslynd, djörf og ögrandi. Hún virðist ekki eiga sér málsvara í þessu máli og augljóst að hennar þarfir hafa ekki verið skilgreindar á við makann.

Ég ítreka hvatningu mína til Mosfellsbæjar, úthýsið kirkjunni og byggið almennilegt menningarhús þar sem allir eru velkomnir óháð trú. Kristnar frekjudollur eiga að éta það sem úti frýs.

Matthías Ásgeirsson 06.03.2009
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Árni Árnason - 06/03/09 13:30 #

Það virðist ljóst að kirkjan vill láta Mosfellinga byggja fyrir sig ígildi kirkju, og til þess að réttlæta útgjöldin fær bærinn allra náðarsamlegast að hýsa þá starfsemi í húsinu sem er kirkjunni þóknanleg. Ekki aðra. Í raun á bærinn að byggja húsið, en kirkjan á að ráða hvað fer fram í því. Alltaf er hún sjálfri sér lík. Hvílík náð hvílík miskun !!!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.