Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hugað að jólunum

Þegar kemur að því að skrifa jólagrein á Vantrú er ýmislegt sem þarf að huga að. Það þarft fyrst og fremst að minnast á að jólin eru eldri en kristni.

Einnig þarf að leggja áherslu á að í raun séu þau fyrst og fremst tengd því hvernig jörðin vaggar sér um. Við bendum á hve lítið jólin breytast við að þau séu laus við Jesúdótið. Aðrir hafa einnig bent á þessa hluti.

Í fyrra birtum við magnaða jólaræðu Robert Ingersoll (sem birtist líka í bókinni Andlegt sjálfstæði). Þegar litið er yfir þetta er ekki margt sem þarf að bæta við.

Þannig að þið skulið gleyma öllu sem ergir ykkur, látið ykkur líða vel og eigið gleðileg jól.

p.s.

Ef þið viljið getið þið líka horft á þennan stutta jólaþátt (sérstaklega aðdáendur sjónvarpsþáttarins Scrubs). Hér hefur jólateiknimynd um Smáfólkið verið misþyrmt með þeim afleiðingum að þar er ágæt ræða um merkingu jólanna í stað Jesútals sem var þar áður.

Ritstjórn 24.12.2008
Flokkað undir: ( Jólin , Tilkynning )

Viðbrögð


Atli Jarl Martin - 24/12/08 15:25 #

Gleðileg jól gott fólk og kærar þakkir fyrir mig á árinu sem er að líða.


anna benkovic - 24/12/08 16:10 #

gleðileg jól


Aðalbjörn leifsson - 25/12/08 10:16 #

Guð gefi ykkur gleðileg jól, þess bið ég í Jesú nafni Amen. Be blessed not stressed.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.