Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Andkristnihátíð 2008

Núna á laugardaginn verður 9. Andkristnihátíðin haldin. Hátíðin hefst klukkan 16:00 í Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) og mun standa til 22:00 og verður opið fyrir alla aldurshópa. TÞM er til húsa á Hólmaslóð 2. Síðan færist hátíðin yfir á Cafe Amsterdam klukkan 22:00 en þar verður 18 ára aldurstakmark.

Miðaverð er 1.000 krónur.

Félagar á vegum Vantrú verða á staðnum og munu aðstoða fólk við að leiðrétta trúfélagsskráningu. Einnig viljum við vekja athygli á því að Kraftur - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur - verða með geisladisk til sölu til styrktar þessu góða málefni.

Andkristni 2008

Smellið á myndina til að sjá dagskránna

Ritstjórn 18.12.2008
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Óttar - 18/12/08 09:16 #

Með fullri virðingu fyrir þessari hátíð og aðdáendum hennar þá finnst mér þessi uppákoma veikja málstað trúleysingja og setja svolítið steríótýpubrennimerki á trúleysi.


Kristinn Theódórsson - 18/12/08 09:30 #

Vertu ekki með þetta væl Óttar. Menn mega líka hafa gaman af þessu bulli öllu saman.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 18/12/08 09:43 #

Ég skil afstöðu Óttars vel. Hef sjálfur meiri áhuga á að lesa Ingersoll en hlusta á Severed Crotch.

En svo er margt sinnið sem skinnið.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 18/12/08 10:15 #

Hvaða hvaða...

Infested Scrotum og Anal Intruders eru nú góðar hljómsveitir.


Óttar - 18/12/08 11:20 #

Ég sagði nú aldrei að þessi bönd væru eitthvað léleg. Bara þessi vitnun í djöfullinn (í öllum veggspjöldum hátíðarinnar hingað til) og sú staðreynd að einungis rokk í þyngri kantinum sé að spila. Finnst þessi auglýsing alls ekki eiga heima á vantrú (og enn síður að hafa Vantrúar logoið á veggspjöldum) og gefur utanaðkomandi aðilum þá mynd að trúlausir séu allir síðhærðir unglingar í Metallica bolum sem er auðvitað ekki rétt (og á heldur ekki endilega við þá sem sækja þessa tónleika)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 18/12/08 11:22 #

Andkristnihátíð var svar við Kristnihátíð. Þegar ég gagnrýndi Kristnihátið á sínum tíma var þeirri gagnrýni líkt við það versta frá nasistum og kommúnistum. Það er ekkert að andstöðu við kristni og það er ekkert að andstöðu við kristnihátíð.


Atli Jarl Martin - 18/12/08 11:56 #

Hvernig sem menn líta á þessa hátíð okkar, þá þykir mér nú leitt að sjá okkur stimplaða sem einhverskonar annars flokks trúleysingja og andkristna einstaklinga fyrir þær sakir einar að við spilum þungarokk. Leitt að mönnum finnst við ekki verðugir til að styðja málstaðinn og að okkar stuðningur geri lítt annað en að veikja málstaðinn.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/12/08 12:13 #

Óttar, hvaða áhyggjur eru þetta af ímynd trúleysingja? Það er ekki einsog við séum öll steypt í sama mót.

Að þessi hátíð eigi eftir að kollvarpa málstaðnum er svo fráleitt, bjánalegt og ekki svaravert.

Það er alltaf eitthvað sem á eftir að skemma málstaðinn - bingó á föstudaginn langa til dæmis, aðstoða fólk við að leiðrétta trúfélagsskráningar, birta greinar.

Og hvaða grillur gefur þú þér varðandi fólk sem hlustar á þungarokk? Að þau séu öll síðhærð og svartklædd?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 18/12/08 12:17 #

Atli Jarl, mér finnst þú taka djúpt í árinnni. Mér finnst þetta gott framtak, þótt ég skilji Óttar. Til hamingju með hátíðina og vonandi verður hún vel heppnuð í ár og glæsilegt tíu ára afmæli hennar á næsta ári.

Þessi hátíð er kjörinn vettvangur fyrir suma, ekki aðra... og þeir gera þá eitthvað annað (gefa út og lesa Ingersoll :) ). Lifi fjölbreytnin og gagnrýnin.


Óttar - 18/12/08 13:24 #

Í fyrsta lagi finnst mér að fólk eiga að lesa svör almennilega áður en þeir svara. ÉG sagði aldrei að ímynd mín á þungarokki sé sú sem ég lýsti. En því miður þá eru margir sem ég hef talað við með ákveðna steríótýpu af trúleysingja í kollinum á sér. Aðal barátta mín fyrir trúleysi er sú að trúleysi sé ekki litið á sem subculture.

Mér er að vísu allveg sama hvernig hver og einn nálgast sitt trúleysi, mér finnst bara leiðinlegt þegar Vantrú (sem er aðal umræðuvettvangur trúlausra) sé að setja nafn sitt á einhvern subculture sem AÐRIR geta sett samasem merki við trúleysi.

Vantrú á að vera á að styðja fjölbreytta, gangrýna og málefnalega umræðu og finnst mér þessi djöflaímynd ekki góð leið til að bæta ímynd Vantrúar.

Ég vil líka benda á að einn vinur minn sem trúir ekki á guð vil ekki viðurkenna trúleysi sitt því hann nennir ekki að fá á sig stimpill. Við þurfum að vinna saman að sýna fram á að trúlaust fólk er misjafnt eins og það er margt.

Góða skemmtun annars á þessari fínu hátíð. Það eru fullt af góðum böndum að spila þarna og myndi ég kíkja á þetta ef ég væri ekki upptekinn.

kv. Óttar Birgisson


Viddi - 18/12/08 13:41 #

Já er það ekki málið óttar að sýna fram á að trúlaust fólk er misjafnt, með því að styðja við fjölbreyttar samkomur, þessi hátið ein þeirra. Ég man ekki betur en þetta sé eina þungarokkshátíðin sem Vantrú styður við, það er nú varla ofaukið. Vantrú stendur síðan fyrir allskonar öðruvísi samkomum, þær eru bara ekki jafn vel auglýstar og þessi (reyndar finnst mér eins og þeim hafi fækkað upp á síðkastið).

Ég er nú ekki í þungarokkspakkanum þannig að ég mun ekki mæta, en þetta er gott framtak og skemmtilegt.


Atli Jarl Martin - 18/12/08 14:16 #

Óttar, það sem ég hef verið að vinna að með Andkristnihátíð s.l. tvö ár sem ég hef að henni komið er að draga hana upp á sjónarsviðið, upp úr þessum subculture sem þú kallar þungarokkssenuna hérna og það hefur sannarlega gengið vel þar sem sjálfur Kalli Biskup tók eftir okkur í fyrra og nú, með kærkominni samvinnu okkar og stuðningi við Kraft þá höfum við klárlega burstað af okkur marga sleggjudóma varðandi það að við séum djöflatrúarsamkoma einhverskonar. Því það erum við sannarlega ekki, þrátt fyrir að þungarokkssveitir skarti oft þeirri ímynd.

Hvað þungarokkið varðar og nú nýverið öfgaþungarokkið, þá er það ekki lengur subculture, heldur mjög frambærileg og vel studd tónlistarstefna í mörgum nágrannalöndum okkar. Til að mynda eru fjölmargar slíkar sveitir tilnefndar í rokkhluta sænsku Grammy verðlaunanna og nýjasta plata "Satanísku" svartmálmssveitarinnar Satyricon frá Noregi er auglýst með stolti meðal norskra fjölmiðla og meðal annars er hún auglýst á Discovery sjónvarpsstöðinni. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag fari að líta á þessa tónlist sem eitthvað annað en undirmáls því þær hljómsveitir sem hérlendis starfa eru margar hverjar á heimsmælikvarða.

Ég þakka mönnum kærlega fyrir hvatningarorð í okkar garð í þessum kommentum hérna. Ég sannarlega met þau mikils og er afar stoltur af því að hafa merki og stuðning Vantrúar við hátíðina.


Þröstur - 18/12/08 14:23 #

Hef nú aldrei heyrt af þessari andkristnihátíð en verð samt að tjá mig og segja að mér finnst orðið andkristni ekki alveg hjóma nógu vel. Hef ekki fundist vantrú vera sérstaklega á móti kristni heldur meira fylgjandi trúfrelsi og að jafnrétti einstaklinga sé í fullu gildi óháð trú. Trúfrelsishátið væri því e.t.v. skárra heiti.

En gangi ykkur samt vel með hana.


Kristinn Theódórsson - 18/12/08 15:34 #

Óttar sagði: "Ég vil líka benda á að einn vinur minn sem trúir ekki á guð vil ekki viðurkenna trúleysi sitt því hann nennir ekki að fá á sig stimpill. Við þurfum að vinna saman að sýna fram á að trúlaust fólk er misjafnt eins og það er margt."

Er það ekki eimitt ein leið til að sýna fjölbreytni að halda andkristnihátíð með þungarokki?

Aðrir geta svo rökrætt á Vatrú og enn aðrir strítt körlunum á Annál.is eða spreyað "Guð er dauður" á veggina í miðbænum.

-

Annars er ég bara að fíflast í þér Óttar og biðst afsökunar á hranalegu upphafssvari mínu.

mbk,


gimbi - 18/12/08 20:45 #

Þetta er náttla bara það sem vantaði, lifi trúlausir flösuþeytarar!


Hlynur - 19/12/08 03:17 #

Plís, segiði mér að það sé allavegana ekki mynd af djöflinum á nýja plaggatinu.

Djöfladýrkendur = Kristinn sértrúarsöfnuður

Alveg 100% sammála Óttari með það að þessi tenging við djöfulinn (þá á ég við plaggatið, ekki það að tónlistin sé kennd endilega við djöfulinn) afskræmir málstað trúlausra alveg gífurlega!


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 19/12/08 13:11 #

Þetta plaggat er líklegast stæling á krossfestum jésú, sé ekki mikinn djöful í því.

Þessi andkristnihátið er engan veginn lýsandi fyrir málstað trúlausra - þvílíkt kjaftæði. Ekki hlusta ég á þessa tónlist og ekki er ég að fara á þessa hátíð. En það fer ekkert í taugarnar á mér að Vantrú sé að auglýsa þessa hátíð og er að aðstoða fólk að leiðrétta trúfélagsskráningu sína.

Sumir trúleysingjar fíla þessa hátíð aðrir ekki - skil ekki að Vantrú megi ekki setja nafn sitt við einhverja hátíð nema allir trúleysingjar séu sammála því. Voðaleg ofurviðkvæmni er þetta.


Óttar - 20/12/08 15:28 #

Þetta plaggat er ekki af djöflinum en fyrri veggspjöld hafa verið það. Þetta plaggat jaðrar þó við að vera djöflalegt.


Benedikt - 21/12/08 17:48 #

Óttar, hvað er svona "djöflalegt" við plaggatið, og hvernig geta hlutir verið "djöflalegir"? Og hví á það að vera eitthvað slæmt?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.