Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Viðtal við Nate Phelps

Phelps-fjölskyldan er eflaust hataðasta fjölskyldan í Bandaríkjunum. Lesendur gætu þekkt þessa ætt sem Westboro Baptist Church sem fyrrum lögfræðingurinn og snarklikkaði trúarnöttarinn Fred Phelps stofnaði. Þessi kristni költ, sem telur um 78 meðlimi, er alræmd fyrir að standa í þeim furðulegustu mótmælaathöfnum sem sögur fara af, sem felst í því að standa við jarðafarir samkynhneigðra og bandarískra hermanna með skilti sem á standa "Guð hatar homma!", "Guð hatar hermenn!" og/eða "Guð hatar þig!"

Blaðamaður á vegum Kanadíska háskólafréttaritsins The Ubyssey tók viðtal við Nate Phelps, son Fred Phelps, sem ber heitið "Running from hell" þar sem hann talar um það helvíti að alast upp hjá ofstækifullri, strangtrúaðri og snargeðveikri kristilegri fjölskyldu. En uppeldið fólst í að spara alls ekki vöndinn.

Ritstjórn 25.11.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


matti hvíti - 26/11/08 22:42 #

Ég hef einmitt margoft heyrt þetta sagt með vöndinn. Hér kemur eitt persónulegt frá mér. Ég á náskylda frænku sem býr og aldist upp í suðurríkjum bandaríkjanna og þar var það venja að ef þú gerðir ekki það sem fjölskyldufaðirinn sagði (samkvæmt biblíunni að sjálfsögðu) þá fengirðu að finna fyrir reiði guðs, sem í flestum tilvikum þýddi nokkurra daga mar eftir beltishíðingar. Ég þekki þetta af eigin raun þar sem þessi tiltekna fjölskylda bjó á íslandi (nánar tiltekið heima hjá mér) í einhvern tíma (reyndar komin 10-15 ár síðan), því reglulega (ca. einu sinni í viku) átti ég að sjá um matseldina, og ég sem ungur reykvíkingur vissi ekki betur þá hélt ég að eina leiðin til að athuga hvort pasta væri tilbúið væri bara að henda því í vegginn og gá hvort það héldist ekki fast uppi þar, en nei það var ekki guði samkvæmt að kasta mat frá sér og þar af leiðandi fékk ég að kynnast beltinu góða.

Hjá trúarofstækisfólki þá er það í fínu lagi að misþyrma börnum sínum, svo lengi að það sé í guðs nafni. ekki er ég maður að kalla þetta hræsni því ég er enn hræddur við beltið...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.