Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Andkristnihátíðin

Á því herrans ári 2000 eot. spanderaði forsætisráðuneytið rúmlega 340 milljón íslenskum krónum (ca. 490 milljón kr. í núvirði) til að halda uppá það að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Í raun eru skiptar skoðanir hvort að þá hafi akkúrat verið 1000 ár liðin eða rúmlega 980 ár, en látum það liggja milli hluta. Aðalmálið var að af tilstilli ríkiskirkjunnar var efnt til gríðarlegra hátíðarhalda yfir viðburði sem stórum hluta þjóðarinnar var (og er) í sjálfu sér alveg sléttsama um. Það má í það minnsta glögglega sjá í könnun Capacent sama ár:

Tæplega 74% sögðu að Kristnihátíð hefði höfðað lítið til þeirra, en tæplega 16% fannst hún höfða mikið til sín, tæplega 11% fannst Kristnihátíð hvorki höfða vel eða illa til sín.

Auk þess mættu ekkert agalega margir á þessa hátíð, né fylgdust með í útvarpi eða sjónvarpi.

En fyrir utan þessar 380 millur þá var stofnaður sérstakur Kristnihátíðarsjóður en úr þeim sjóði var útdeilt rúmlega 100 milljónir á hverju ári í fimm ár til að efla, rannsaka og skrifa um kristni. Semsagt samtals kostaði þessi Kristnihátíð okkur skattborgurunum um 840 milljónir krónur (eða ca. 1.2 milljarð króna í núvirði).

Töluverður slatti þjóðarinnar blöskruðu þetta fjáraustur og rugl í kringum Kristnihátíðina. Meðal þeirra borgara var hópur þungarokkara sem stofnuðu Andkristnihátíð sama ár beinlínis til höfuðs Kristnihátíðinni, augljóslega. Þessi hátíð hefur verið haldin átta sinnum síðan hvert ár, ýmist undir merkjum Andkristni- eða Sólstöðuhátíð.

Hátíðinni er ætlað að rífa niður, niðra og níða það sem kristnum mönnum er heilagt og hefja dauðann og djöfulinn á stall. Mér varð illt af því að lesa vefsíðuna með auglýsingunni og meðfylgjandi athugasemdum haturspostulanna.#

Búfokkinghú, Karl Sigurbjörnsson. En endilega komdu með annan svona gullmola, hláturinn lengir lífið.

Mér finnst alveg ágætt að rifja aðeins upp þessar tölur svona rétt til áminningar því þau ár sem Andkristnihátíðin hefur verið haldin hefur það kostað samtals rúmlega milljón íslenskar krónur, skattborgurum að kostnaðarlausu.

Nú verður níunda hátíðin haldin þann 20. desember næstkomandi og Vantrú mun ekki láta sig vanta þar, með eyðublöð og einhvern sniðugan varning, en sú hátíð verður auglýst betur þegar nær dregur. Þó vil ég benda áhugasömum rokkurum og metalhausum sem vilja fá smá forsmekk af sveittu og vanhelgu bárujárnsrokki að þann 29. nóvember verður svokallað Aðventukvöld Andkristnihátíðar á Belly´s sem byrjar klukkan 2100, og það er frítt inn.

Aðventukvöld Andkristnihátíðar 2008

Þórður Ingvarsson 24.11.2008
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Tilkynning )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/11/08 09:45 #

Tæplega átta þúsund manns af þeim sautján þúsundum sem komu á hátíðina störfuðu þar, tóku þátt í hátíðaratriði eða eða áttu náinn vin eða nákominn ættingja ættingja sem tók þátt í atriði á hátíðinni.

Ríkið greiddi því um 30.000 kr. fyrir hvern þann sem kom á "hátíðina", raunar 50.000 kr. ef við teljum ekki þá með sem störfuðu þar.

Biskupinn sagði herlegheitin í boði Krists:

Hér býður Kristur til máltíðar, brauðs og víns til að styrkja lífsþróttinn og samstöðuna og traust okkar til návistar sinnar.

Réttara hefði verið að segja að kirkjan byði í partý en almenningur í landinu borgaði. Raunar er þetta partý alla daga og öll ár, og reikningurinn ekki nema fimm þúsund milljónir á ári, greiddur af mér og þér. Það eru um 14 milljónir á dag, hvern einasta dag.


Viddi - 24/11/08 14:28 #

Reyndar hefur Kristnihátíðarsjóður verið notaður í margt gott starf, þá sérstaklega á sviði fornleifafræði og uppgreftri, þessir vísindagrein er afskaplega undirfjármögnuð og því svona sjóðir kærkomnir fornleifafræðingum og hefur með aðstoð hans unnið gott starf í fornleifauppgreftri á Íslandi. Þó mætti náttúrulega færa þau rök að vel hefði mátt veita þessari sömu fjárhæð í fornleifafræði undir öðrum formerkjum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/11/08 14:40 #

Þó mætti náttúrulega færa þau rök að vel hefði mátt veita þessari sömu fjárhæð í fornleifafræði undir öðrum formerkjum.

Akkúrat, það er óþarfi að flækja ríkiskirkjunni í slíkt. Sama gildir um ýmislegt annað sem sú stofnun hefur tekið að sér.


anna benkovic - 24/11/08 18:14 #

Ömurlegt...skammarlegt! (nema að Biskup og hjörð hans borgi þetta sjálf!!!)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 25/11/08 22:15 #

Vandinn með fornleifafræðirannsóknirnar sem studdar hafa verið er að þær fókusa á kristni. Á sama tíma hafa rannsóknir tengdar heiðni þurft að sitja á hakanum. Það að rannsóknum sé forgangsraðað út frá hvaða trú sé um að ræða en ekki hve áhugaverðar þær eru er ólíðandi.


Árni Árnason - 26/11/08 17:21 #

Ég tel mig muna það rétt þó að nokkuð sé um liðið, að heildarupphæðin sem þessi Hræsnihátíð á Þingvöllum kostaði þjóðina beint og óbeint hafi verið mun hærri en þessar 380 milljónir. Ég held að upphæðin hafi í raun verið allt að þrisvar sinnum hærri, þar sem vegagerð, löggæsla ofl. ofl. ofl. var ekki talið til kostnaðar við hátíðina þó að slíkt hefði verið eðlilegt. Athugið að þetta er alveg fyrir utan kristnihátíðarsjóðinn sem dreifðist síðar á nokkur ár til fornleifarannsókna og þ.h.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 26/11/08 19:47 #

Mig einmitt minnir þetta líka, en hef ekki fundið neinar alminilegar, opinberar tölur. Árni, og aðrir, ef þið rekist á staðfestingu þess efnis megiði endilega að pósta því hér.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.