Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Teketilstrú

Ef ég gæfi í skyn að á milli jarðarinnar og Mars sé postulínsteketill á sporbaug um sólina gæti enginn afsannað þá staðhæfingu mína ef ég gætti þess að taka fram að hann væri of lítill til að sjást í öflugustu sjónaukum. En ef ég bætti við að þar sem ekki sé hægt að afsanna þessa staðhæfingu mína sé það óþolandi framhleypni af hálfu mannlegrar skynsemi að efast um hana væri það bersýnilega vitleysa af minni hálfu. Ef tilvist teketilsins kæmi aftur á móti fram í fornum bókum, kennd sem sannleikur á hverjum sunnudegi og innrætt börnum í skóla, teldist það einkenni sérvisku að trúa ekki hiklaust á tilvist hans og það þætti eðlilegt að efasemdarmaðurinn væri skoðaður af geðlækni á upplýstum tímum eða Rannsóknarréttarins hér áður fyrr.

-Bertrand Russell

Ritstjórn 20.11.2008
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 20/11/08 10:56 #

Kýrrassa tók ég trú,

traust hefur reynst mér sú.

Í flórnum ég fæ að standa

fyrir náð heilags anda.

Káinn


gimbi - 20/11/08 21:56 #

Svo teketillinn er enn og aftur kominn á flug?

Í boði gaursins sem vildi njörva gjörvalla orðræðu manna í rökfræðilegar merkingar.

Og mistókst svo hrapalega!

Auðvitað þarf ekkert annað en ketil til að útskýra áráttu þeirra manna, sem rýna í sinn heim.

Nema hvað?

Svarið er bara teketill!


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 20/11/08 22:41 #

"Rýna í sinn heim" = "sjá ekki út fyrir eigin ímyndaða hugarheim"

Við hin sem höfum ódrepandi áhuga á því sem raunverulega er að gerast verðum eiginlega hálf klumsa af að sjá gimbrina gaspra.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 21/11/08 15:45 #

Gimbi, það er pínlegt að sjá hversu hrikalega þú misskilur þessi fleygu orð. Varst þú ekki í heimsspeki einhvern tíma?


gimbi - 23/11/08 23:39 #

Jú Helgi, sú kann að vera raunin að ég misskilji þessi fræði...

T.a.m. mætti með raun réttri halda því fram að tekaltar séu á sveimi á braut um Sólu.

Sumir þeirra stundum fljúgandi.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 24/11/08 00:30 #

Málið er einfaldlega það að það er ekki fráleitara að halda fram tilvist geimteketilsins heldur en tilvist Guðs.

Nákvæmlega jafnmikið styður þessar tvær tilgátur.

Hvar liggur sönnunarbyrðin?


gimbi - 26/11/08 23:51 #

Það er ekki svo fráleitt að halda því fram að tekatlar séu margir á braut um Sólu, sumir fljúgandi.

Þetta má einfaldlega rökstyðja t.d. með því að á Jörðu (sem er á braut um Sólu) er að finna fjölmarga tekatla.

Þetta er vonandi óumdeilanlegt.

Nokkrir þeirra geta mögulega verið fljúgjandi.

Það gerist t.d. þegar einhver fleygir tekatli. Það hefur áreiðanlega gerst.

Upphaflegar mótbárur mínar gengu fyrst og fremst út á þá hugmynd, að við mættum hreint ekki njörva skoðun okkar á alheimi, á þvílíkum þvættingi.

En þið um það...


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 00:39 #

Þetta má einfaldlega rökstyðja t.d. með því að á Jörðu (sem er á braut um Sólu) er að finna fjölmarga tekatla.

Óskaplega ertu sniðugur gimbi. Vandamálið er að færslan fjallar ekki um tekatla á jörðu.

Ef ég gæfi í skyn að á milli jarðarinnar og Mars sé postulínsteketill á sporbaug um sólina

Þú hlýtur að geta betur.


gimbi - 27/11/08 20:53 #

Þetta er rétt hjá þér Matti.

Auðvitað skipta fjarlægðir hér meginmáli.

Rétt eins og þegar maður er búinn að átta sig á því að viðfang trúar manna beinist í raun bara að mögulegum tekatli. Og nú hefur þú, í nafni brautar um sólu, sýnt að hugmyndin er góð og gild.

Þ.e.a.s hugmyndin um teketil.

Gott og vel.

Ekki skal ég draga úr þessum sannindum Bertrands Russels. Fjarri mér.

En ég stend samt bara ennþá frammi fyrir því að þessa viska hans er í besta falli „skemmtileg", einkum gagnvart bókstafstrúarmönnum, en í versta falli bara innantómur popúlarismi.

Dauðvona líking sem leitast öllu fremur við að ýta til hliðar þeirri spurningu, sem var upphaflega til staðar.

Vituð þér enn, eða hvað?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 20:59 #

Russell var einfaldlega að benda á með myndlíkingu að sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem koma með fjarstæðukenndar staðhæfingar, ekki þeim sem andmæla þeim.

Þetta á við hvort sem staðhæfingin á við guð eða teketil í geimnum.

Þetta á margt fólk mjög erfitt með að skilja, þar á meðal þú, gimbi, að því er virðist.


gimbi - 27/11/08 21:01 #

Kom sæll Baldvin!

Nú!?

Svo þetta er bara spurning um sönnunarbyrði?

Jæja, gott og vel. Sannaðu eitthvað....


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 21:46 #

Ha?

Málið er einfaldlega það að ef fólk heldur því fram að eitthvað sé til (til dæmis guð eða geimteketill) þarf það að sýna fram á það með einhverjum hætti.

Það er ekki annarra að sýna fram á að það sé ekki til.


gimbi - 27/11/08 22:10 #

Það er rétt hjá þér Baldvin, þetta kallast "selvfölgeliheder" Þitt er nú að sanna eitthvað....


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 22:17 #

Æ góði besti, hættu þessari þvælu, gimbi.


gimbi - 27/11/08 22:24 #

Gott og vel.

Við (ég og þú), stöndum þá frammi fyrir einhverjum veruleika, einhverri reynslu, ekki satt?

Og ef þú býrð yfir einhverjum sannleika, þá endilega láttu okkur vita.


gimbi - 27/11/08 22:28 #

Ertu bara teikari Baldvin?

...er það málið?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 22:38 #

Hvað meinarðu, bullukollur?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.